Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.07.1963, Síða 26
skóla og aðra framhaldsskóla og skólastjóra
barnaskóla, sem starfa í
8 mánuði, skal miða við 9 mánaða starf,
7 mánuði, skal miða við 8 mánaða starf, og
6 mánuði, skal miða við 7 mánaða starf.
Eigi skal þessi lenging tímans, sem laun eru
miðuð við, hafa áhrif á daglega eða vikulega
kennsluskyldu kennara frá því, sem nú er, en
tilkall á skólinn til starfa kennara fyrir og eftir
hinn árlega, reglulega kennslutíma, sem þessari
lengingu tímans nemur, ef þörf krefur.
Sé árlegur starfstími skóla styttri en 6 mán-
uðir, skulu laun vera hlutfallsleg miðuð við 6
mánaða skóla.
14. grein.
Menntamálaráðuneytið ákveður í samráði við
fjármálaráðuneytið og Bandalag starfsmanna
rikis og bæja, sérstaka þóknun þeim skólastjór-
um, sem hafa á hendi stjórn í tví- eða þrískip-
uðum skólum.
15. grein.
Ríkisstarfsmenn, aðrir en þeir, sem um getur
í 2. málsgrein, eiga rétt til greiðslu þóknunár
fyrir yfirvinnu, hafi hlutaðeigandi yfirmaður
sérstaklega óskað þess, að sú vinna yrði af hendi
leyst.
Forstöðumenn stofnana eiga ekki rétt á yfir-
vinnugreiðslu samkvæmt 1. málsgrein. Þurfi þeir
þó að vinna verulega yfirvinnu vegna embætt-
isanna, er heimilt að greiða þeim sérstaka þókn-
un til viðbótar mánaðarlaunum þeirra. Slíka
greiðslu ákveður fjármálaráðuneytið með sam-
komulagi við viðkomandi starfsmann og vitund
Bandalags starfsmanna ríkis og bæja.
16. grein.
Þegar aldurhækkanir eru ákveðnar, skal taka
tillit til starfsaldurs hlutaðeigandi starfsmanns
við sambærileg störf hjá öðrum en ríkinu.
Sveinbjörn Jónsson, Ben. Sigurjónsson,
Svavar Pálsson, Jóhannes Nordal
Eyjólfur Jónsson.
ffiféeiéaí t /n&tíuft
Vinningum fjölgar úr
1200 i 1800
•f...—
26 ÁSGARÐUR