Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Qupperneq 23

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Qupperneq 23
Blaðað í fundargerðabók B.S.R.B. Á fyrsta fundi nýkjörinnar bandalags- stjómar var Magnús Eggertsson endur- kjörinn ritari og Einar Ólafsson endur- kjörinn gjaldkeri. ☆ Bandalagsstjórn hefur kjörið nefnd í samræmi við ályktun, sem gerð var á síðasta bandalagsþingi, til að gera tillög- ur um ráðstöfun á húsbyggingasjóði bandalagsins og athuga um kaup á hús- eign. Þessir skipa nefndina: Einar Ólafs- son, form., Sigfinnur Sigurðsson, Ari Jó- hannesson, Ingólfur Geirdal og Marteinn Sívertsen. ☆ Skipuð hefur verið nefnd til að at- huga um undirbúning námskeiðs varðandi hagsmuna-, skipulags- og fi’æðslumál op- inberra starfsmanna. í nefndinni eiga sæti: Karl Guðjónsson, form., Einar Ól- afsson, Guðjón B. Baldvinsson, Gunnar Gíslason og Sigurður Haukur Guðjóns- son. ☆ 25. ára afmæli bandalagsins er í febrú- ar n. k. í tilefni þess var kjörin nefnd til að athuga, á hvem hátt þessara tíma- móta yrði minnst. Þessir voru kjömir: Sigfinnur Sigurðsson, formaður, Gunnar Bjamason, Hrefna Sigvaldadóttir, Sig- urður Ingason og Þorsteinn Óskarsson. ☆ Fjármálaráðherra hefur fallizt á þá ósk B.S.R.B. að skipa nefnd til að endurskoða lög nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og óskað eftir að bandalagið tilnefndi tvo menn í slíka nefnd. Bandalagsstjórn samþykkti að tilnefna í þessu skyni Harald Steinþórsson og Eyjólf Jónsson. ☆ Gerður hefur verið samningur milli Starfsmannafélags ríkisstarfsmanna og samgöngumálaráðuneytis um kjör vita- varða, þar sem fimm tilgreindir vitaverð- ir eru viðurkenndir fastráðnir starfsmenn samkvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna. FERÐASKRIFSTOFA RÍKISINS veitir hvers konar ferðaþjónustu. •— Skipuleggur ferðir fyrir einstaklinga og hópa. — Selur farseðla með flug- vélum, lestum, skipum og hílum hvert á land sem er. — Útvegar gistingu erlendis. — Örugg fyrirgreiðsla — eng- inn aukakostnaður. FERÐASKRIFSTOFA RÍKISINS Laekjargötu 3. Reykjavík. Sími 11540 ÁSGARÐUR 23

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.