Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1980, Page 4

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1980, Page 4
 4 nt^RMÁlA BAÐUNETTlti m Beðið SVARI Mynd þessi er tekin í herbergi samninganefndar ríkisins á sáttafundi. Þar eru (talið frá vinstri) Baldur Möller, Guðmundur Karl Jónsson, Þorsteinn Geirsson formaður samninga- nefndar, Brynjólfur Ingólfsson, Steingrímur Pálsson, Indriði H. Þorláksson, Skúli Hall- dórsson og Sigurður Helgason. Kjaramálastefna ríkisstjómar. Ný ríkisstjórn undir forsæti Gunnars Thoroddsen tók við 8. febrúar 1980. í stjórnarsáttmála hennar er lýst yfir, að hún muni leita eftir samkomulagi við aðila vinnumarkaðarins, en ekki setja lög um al- menn laun, nema allir aðilar innan hennar séu sammála um það, enda verði haft sam- ráð við samtök launafólks. Jafnframt fylgdi með, að hún vildi í tengslum við kjarasamninga beita sér fyrir ráðstöfunum eins og íbúðabyggingum, byggingu dvalarheimila aldraðra, dagvist- unarheimila o.fl. og átti það að verða „til að draga úr almennum peningalaunahækkun- um.“!! „Ekki svigrúm“ Formaður og varaformaður samninga- nefndar BSRB ræddu við nýskipaðan fjár- málaráðherra Ragnar Arnalds strax á fyrsta starfsdegi hans í ráðuneytinu. Hvöttu þeir til að samningaumleitunum ríkisins og bandalagsins yrði hraðað eins og frekast væri kostur. Skömmu síðar (13. febr.) birti eitt dag- blaðanna eftirfarandi ummæli eftir fjár- málaráðherra: „EN HITT ER ALVEG LJÓST, AÐ MIÐAÐ VIÐ ÞÆR STRÖNGU VERÐLAGSFORSENDUR, SEM MENN HAFA SETT SÉR Á ÞESSU ÁRI, ÞÁ ER EKK.I SVIGRÚM TIL ALMENNRA GRUNNKAUPS- HÆKKANA. ÞAÐ SJÁ ALLIR.“ I. Samninganefnd BSRB beinir því til allra ríkis- og bæjarstarfsmannafélaga, að þau gangist á næstunni fyrir almennum fundum félagsmanna um væntanlega kjarasamn- inga, þar sem staðan í samningamálum og hugsanleg verkfallsboðun verði rædd og hvatt til samstöðu um: a) verndun vísitölukerfis á laun allra opin- berra starfsmanna, kjósa 8 manna nefnd til þess að taka þátt í viðræðum við fulltrúa ríkisstjórnarinnar áður en samningaviðræður á vegum sátta- semjara hefjast. Jafnframt felur samninganefndin for- manni og varaformanni nefndarinnar að ræða við ríkissáttasemjara og óska eftir því við hann, að fundir á vegum sáttanefndar með deiluaðilum hefjist sem allra fyrst eftir næstu helgi. Fyrstu viðbrögð BSRB. Samninganefnd BSRB hélt fund þriðju- daginn 19. febrúar 1980 og ræddi stöðuna í kjaramálum opinberra starfsmanna. Eftir- farandi tillögur voru samþykktar með öll- um greiddum atkvæðum: b) aukinn rétt til samninga og verði gildis- tími samnings umsaminn hverju sinni, c) félagsleg réttindi starfsmanna og sam- takanna, d) að náð verði þeim kaupmætti, sem um var samið í síðustu samningum, og aukið jafnrétti í launamálum. II. Samninganefnd B.S.R.B. samþykkir að

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.