Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1980, Síða 5

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1980, Síða 5
í viðræðunefndina voru kjörin: Kristján Thorlacius, Haraldur Steinþórsson, Þór- hallur Halldórsson, Ágúst Geirsson, Einar Ólafsson, Svanlaug Árnadóttir, Valgeir Gestsson og Örlygur Geirsson. Fundur með ráðherra. Nefnd sú, sem kjörin var af samninga- nefndinni hélt síðan fund föstudaginn 2.. febr. með fjármálaráðherra, formanni samninganefndar ríkisins og fulltrúum að- ila að ríkisstjórninni. Þar lét fjármálaráðherra í ljós svipuð viðhorf og í blaðaviðtalinu, en gat þess að ríkisstjórnin vildi beina umræðunni inn á önnur réttindamál. Þar væri samningsrétt- armál efst á blaði, einnig atvinnuleysisbæt- ur. endurmenntun o.fl. Fulltrúar bandalagsins kynntu nokkur helstu atriði í kröfum BSRB, létu í Ijós, að þeir vildu að sáttafundir yrðu hafnir og gagntilboð kæmi við kröfum bandalagsins. Bre'ffjá rmála ráðherra: „Vegna þeirra samningaviðræðna sem nú standa yfir milli samninga- nefndar BSRB og fjármálaráðherra vill ríkisstjórnin taka fram eftirfar- andi: Ríkisstjórnin telur ljóst, að þau áform að draga úr verðbólgu með ströngum verðlagshömlum og binda hámark hækkana á einstökum vörum og þjónustu við 8% fram að 1. maí, 1% fram á 1. ágúst og 5% fram að 1. nóv- ember á þessu ári séu algerlega háð því að ekki verði almennar grunn- kaupshækkanir á þessu ári. Hins veg- ar mun það fyrst og fremst ráðast í haldinn í húsakynnum okkar að Grettisgötu 89, en þar er nægilegt húsrými fyrir þann fjölmenna hóp, sem kallaður er til samn- ingagerðar. Var þar rætt um vinnubrögð, og m.a. kom fram að ríkissáttasemjari mundi óska eftir að skipa aðstoðarsáttasemjara í deilu þessa, sem eingöngu fengist við hana ásamt þeim Hrafni Magnússyni og Jóni Erlingi Þor- lákssyni, sem eru í sáttanefnd núna eins og í samningunum og verkfallinu 1977. Nokkrum dögum síðar var svo Vilhjálm- ur Hjálmarsson, fyrrverandi menntamála- ráðherra, skipaður til að taka sæti ríkis- sáttasemjara í sáttanefndinni. Á sáttafundi 27. febr. setti Þorsteinn Geirsson formaður samninganefndar ríkis- ins fram ósk um frestun á sameiginlegum viðræðum aðila málsins og lagði í því skyni fram eftirfarandi bókun: frjálsum samningum á almennum vinnumarkaði, hver þróunin verður. Meðan þróun kjaramála á þessu ári er jafn óljós og raun ber vitni, er eðli- legt að viðræður ríkisins og BSRB beinist að ýmsum almennum rétt- indamálum félagsmanna BSRB og samtaka þeirra. Meðal málefna, sem samninganefnd BSRB hefur lagt áherslu á og ríkisstjórnin telur rétt að ræða nánar um, eru þessi: 1. Rýmkaður samningsréttur BSRB, m.a. með breytingum á þeim laga- ákvæðum sem binda samningsrétt BSRB við tveggja ára samnings- tímabil, svo og ákvæði um að samningsréttarlögin nái til hálfop- inberra stofnana. gert ráð fyrir að unnt verði að leggja fram gagntilboð n.k. föstudag eða mánudag." Kröfugerðin kynnt. BSRB lagði á það áherslu, að kröfur bandalagsins yrðu hið fyrsta kynntar ræki- lega fyrir sáttanefndinni, og féllst Vil- hjálmur Hjálmarsson sáttasemjari á það. Voru því sáttafundir haldnir 4. og 5. mars, og önnuðust kynninguna undir- nefndirnar sex, sem störfuðu að samningu kröfugerðarinnar. Þar á eftir mun sátta- nefndin hafa kynnt sér afstöðu og viðhorf samninganefndar ríkisins og einnig hefur verið haldinn sáttafundur með samnings- aðilum hjá Reykjavíkurborg. Hvað dvelur? Þegar þetta er skrifað (10. mars) er ekki ennþá komið gagntilboð frá ríkisstjórn. Norðurlandaþing hefur sennilega truflað afgreiðslu mála talsvert, en hitt er einnig augljóst, að niðurstaða virðist ekki komin hjá ríkisstjórninni. og fjármálaráðherra hefur í blöðum heldur dregið úr yfirlýsing- unni frá sáttafundinum um að gagntilboð væri á næsta leiti. 2. Breytingar á lögum lífeyrissjóða opinberra starfsmanna, sem m.a. feli í sér þá breytingu að allir þeir, 16 ára og eldri, sem laun taka samkvæmt kjarasamningi BSRB og aðildarfélaga þess verði sjóðfé- lagar, enda hafi þeir starfað sam- fellt hjá hinu opinbera í a.m.k. 4 mánuði. 3. Atvinnuleysistrygging í þágu fé- lagsmanna BSRB. 4. Aukin framlög til fræðslumála BSRB. 5. Stofnun starfsmannaráða í ríkis- stofnunum. 6. Aðild BSRB að ákvörðunum um ráðstöfun þess fjármagns sem ætl- að er að verja til félagslegra fram- kvæmda á þessu ári, sbr. stjórnar- sáttmálann, m.a. til þess að greiða fyrir kjarasamningum. Með þær forsendur í huga sem hér hafa verið nefndar leggur ríkisstjórnin til að samningaviðræður milli ríkisins og BSRB beinist sérstaklega að fram- angreindum atriðum og öðrum hlið- stæðum atriðum, sem BSRB kynni að leggja áherslu á, og er ríkisstjórnin reiðubúin að gera frekari grein fyrir afstöðu sinni til framangreindra at- riða í væntanlegum viðræðum.“ Ragnar Arnalds (sign) Sáttafundir hefjast. R-íkissáttasemjarinn, Guðlaugur Þor- valdsson, boðaði næst aðila til sáttafundar mánudaginn 25. febrúar. — Var hann „Frestbeiðni samninganefndar ríkisins er tilkomin vegna þess að verið er að und- irbúa gagntilboð. Málið verður til umræðu í ríkisstjórninni í fyrramálið — ef niðurstaða fæst þá — er ÍT. og það koni bréf Þegar verið var að leggja síðustu hönd á Ásgarð í prentsmiðjunni (miðviku- daginn 12. febr.) þá barst BSRB bréf frá fjármálaráðherra. Ákveðið var strax að boða sameiginlegan fund með stjórn bandalagsins og allri samninganefndinni til að ræða stöðuna í samningamálum og viðbrögðin við þessu svari ríkisstjórnarinnar. Fundurinn var ákveðinn föstudaginn 14. mars. Ásgarður getur ekki beðið eftir niðurstöðu þess fundar, en hér er birt svarbréf fjármálaráðherra í heild.

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.