Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1980, Page 11

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1980, Page 11
Starfsfólk hefur vaxandi áhuga á öryggismálum Geislayarnir á íslandi En hvemig er þessum málum háttað hér- lendis? Ásgarður leitaði til nokkurra aðila og spurðist fyrir um geislavamir. Hér koma svörin: Öryggiseftirlit ríkisins: Öryggiseftirlitið kemur ekki nálægt geislavörnum, en vísaði til Geislavarna ríkisins. Geislavamir ríkisins: Þar fengum við þær upplýsingar, að Geislavamir ríkisins (GR) hefur eftirlit með tækjum, uppsetningu þeirra og veittu leyfi til innflutnings tækja og geislavirkra efna. Eftirlit með tækjum fer fram á 2ja ára fresti skv. reglugerð, en fram kom, að tækjakostur GR er nær tveggja áratuga gamall. Þróunin á þessu sviði hefur hins vegar verið mjög ör, þannig að til eru á markaðnum miklu ná- kvæmari tæki. Eftirlit með starfsfólki fer fram á þann hátt, að starfsfólkið ber filmur, sem sýna, ef þær verða fyrir geislavirkni. Fram kom að þetta eru sams konar filmur og mjög hafa verið gagnrýndar í Svíþjóð, þar sem miklu nákvæmari filmur eru notaðar t.d. í sænsk- um kjamorkuverum. Þessu er þó verið að breyta þannig, að allar líkur eru á að breytt verði yfir í það kerfi, sem sænsku kjam- orkuverin nota, þegar á þessu ári. Guðmundur Jónsson, yfirmaður geisla- varna lagði að lokum áherslu á, að stofnunin byggi við fjárskort. Þannig eru ekki nema 1,2 stöðugildi heimiluð við stofnunina, en brýn þörf fyrir fleira starfsfólk. Heilbrigðiseftirlitið: Heilbrigðiseftirlitið kemur ekki nálægt þessum málum. Hins vegar er forstöðu- 11 maður þess, Hrafn V. Friðriksson, yfir- læknir formaður nefndar, sem er aðili að „Norrænni samvinnu á orsakasambandi atvinnu- og fósturskemmda“. Nefndin hefur rétt hafið störf, en meiningin er að gera umfangsmiklar at- huganir á vinnustöðum hérlendis og mun röntgengeislun að sjálfsögðu koma þar við sögu. „En allt kostar þetta peninga" sagði Hrafn. „Við höfum leitað til aðila vinnumarkaðarins, þ.e. ASÍ, BSRB, BHM, VSÍ og VSS og fengið mjög já- kvæðar undirtektir. Þó töldu þessir aðilar rétt að rannsóknir þessar væru kostaðar af ríkinu. Við höfum kynnt viðkomandi ráðuneytum málið, en ekki fengið nein svör enn sem komið er.“ Landlœknir: Ólafur Ólafsson, landlæknir, gaf Ás- garði það álit sitt, að ástandið í þessum málum virtist mjög gott hérlendis, enda hefði þróun röntgentækja verið mjög ör að undanförnu. Embættið er nú að fara af stað með sérstaka rannsókn í samvinnu við Geislavarnir ríkisins, sem e.t.v. getur leitt til þess, að nýjar reglur verði settar um, hvað unnt er að ætla að fólk þoli af geislun. Trúnaðarmaðurinn: Ásgarður ræddi að lokum við Önnu B. Ólafsdóttir, trúnaðarmann röntgentækna á Landspítalanum. Hún sagði að starfs- fólk gengist árlega undir blóðrannsókn, en sér væri ekki kunnugt um að neitt hefði komið fram í þeim. Anna benti á, að mikill áhugi væri hjá starfsfólki og yfirmönnum röntgendeilda fyrir öryggismálum og reynt að ganga lengra í þá átt, en reglugerðir segðu fyrir um. B.A. Konan reifst og skammaðist. Hún kvartaði, bað og ógnaði með skilnaði. „Maður gæti haldið að ég færi með þig eins og hund“, sagði eiginmaðurinn. „Nei“, æpti hún. „Hundurinn á loðfeld". Forstjórinn hlustaði á Sigurð útlista hvers vegna hann þyrfti nauðsynlega á kaup- hækkun að halda. Þegar hann hafði lokið máli sínu brosti forstjórinn vingjarnlega og klappaði honum á öxlina. „Já Sigurður minn“, sagði hann ljúfmannlega. „Ég veit, að þú getur ekki gift þig á þeim launum, sem þú hefur hér. En einn góðan veðurdag muntu þakka mér fyrir það“. Faðirinn var gamaldags og siðavandur, — ogdóttirin reis að lokum upp og hrópaði: „Ég skal láta þig vita að ég ætla að trúlofast, giftast og eiga börn þegar ég vil.“ — „Ef þú lofar að gera það í þessari röð“, svaraði faðirinn, „þá mótmæli ég ekki“. — Pabbi, má ég fá bílinn þinn lánaðan 1 kvöld? — Til hvers heldurðu að þú hafir lappir, drengur? — Aðra á bremsuna og hina á bensínið. Góð samviska orsakast oft af slæmu minni. — Hvers vegna viltu alltaf sitja við glugga þegar þú ferð á veitingahús? — Það er vegna þess að þeir skammta meira á diskana ef þeir sjást vel frá götunni. — Veistu hvers vegna Skotar spila svo sjaldan á spil? — Nei? — Það er vegna þess að enginn vill gefa. — Pabbi, hver var Columbus? — Hvað heyri ég, kanntu nú ekki biblíusögurnar þínar?

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.