Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1980, Síða 15

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1980, Síða 15
70% meó gróóa — 30% töpuóu Björn tók dæmi um þetta. Samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar þá var hagnaður frystihúsa á Suðurlandi í heild á árinu 1978 aðeins 1.25% af heildarveltunni. Þetta er slæm afkoma og jafngildir tapi. En þetta þarf að skoða nánar. Nefnilega, 70% frystihúsanna var rekinn með hagnaði, en aðeins 30% með tapi. Við sjáum á mynd 1, að 10 frystihús voru rekin með meir en 10% tapi á sama tíma og 5 gengu með meir en 10% hagnaði og 18 með meir en 5% hagnaði. Taldi Björn, að við ættum að einbeita okkur að tapfyrirtækjunum, leysa vanda þeirra, eða leggja þau niður í stað þess að beita almennum aðgerðum, sem vissulega minnkuðu tapið, en stórhækkuðu gróða þeirra er vel gengju fyrir. Skipt eftir landshlutum Mynd 2 sýnir okkur afkomudreifingu frystingarinnar eftir landshlutum (nettóhagnaður/tap). Myndin sýnir að vandinn er mjög mismunandi eftir lands- hlutum, sem Björn taldi einnig styðja þá fullyrðingu sína að þessi mál yrðu ekki leyst með almennum aðgerðum einum saman. FRYSTING ’78 — landshlutaskipting HAGNAÐUR% 0% MYND2 5.2 0.6 2 3 4_ 5 6 x TAP x + 5.2 x w z — z < — Q x x > X Oi 3 C x O Jóhannes Siggeirs- son, hagfræðingur Jóhannes Siggeirsson flutti greinargott erindi á efnahagsráðstefnu BSRB í janúar sl. og benti á, að hlutfall fjármunamyndun- ar miðað við þjóðarframleiðslu er hærra hérlendis en víðast hvar annars staðar. Há- mark náðist á árunum 1967 og 1968 eða 31— 32% og aftur á árunum 1974 og 1975 32— 33%. Það er því þýðingarmikið, að vel sé vandað til ákvarðanatöku í þessu efni og launþegasamtökin hafa margbent á, að fjárfestingar undanfarinna ára hafa verið of miklar að umfangi og ekki síður að þær hafa margar hverjar verið rangar. Frá árinu 1950 jókst: Þjóðarframleiðsla um 4.6% á ári Vinnuaflið um 2.0% á ári Þjóðarframleiðsla á vinnandi mann um 2.6% á ári. Fjármagn á vinnandi mann um 3.0% á ári. Hvað útlánin snertir eru 8.6% þeirra hjá ríkissjóði, 3.4% hjá sveitarfélögum, 60.1% hjá atvinnuvegunum (þar af 28.7% í sjáva- rútvegi) og 24.8% hjá einstaklingum. Þá er meðtalið lánsfé til fjármunamyndunar, rekstrarkostnaðar og einkaneyslu. Gífur- legur mismunur er á kjörum þessara lána, þótt rétt sé að benda á að verulegar breyt- ingar hafi orðið í seinni tíð. En árið 1978 má finna allt frá óverðtryggðum lánum með 12% vöxtum upp íverðtryggð lán miðuð við byggingavísitölu með 8.5% vöxtum. Reynslan hefur sýnt að 1. Færa má að því gild rök, að fjárfesting á mörgum sviðum sé of mikil, t.d. í fisk- veiðum og landbúnaði og einnig að margs konar steinsteypuframkvæmdir undanfarinna ára séu óarðbærar. 2. Vextir hafa ekki gegnt því hlutverki hér á landi að velja úr hagkvæmustu fjárfest- ingar þar sem stefna í peningamálum e z < < a z < X X ^ n rf, < 5 x 1 z > X :x O > X 1.5 > x 3.9 1.25 hefur verið sú að veita atvinnuvegunum styrki í formi ódýrs lánsfjármagns. 3. Það skipulagsleysi, sem hér hefur ríkt á stóran þátt í þeirri miklu fjárfestingu, sem hér er. 4. Reynslan hefur sýnt fram á, að þegar rætt er um efnahagsvanda þjóðarinnar, þá verður stjórnmálamönnum starsýnt á launin og einkaneysluna og hrópa, að við séum að éta okkur út á gaddinn og eina ráðið, sem þeir flestir hafa, er að ráðast á kaupmátt launafólks. Stjórn- málamönnum láist hins vegar oftast að líta á aðrar stærðir svo sem verðlagsmál, peningamál, fjármál og fjárfestingamál. Að lokum fjallaði Jóhannes um hvað gera þyrfti og benti m.a. á að 1. Ekki er óraunhæft að miða fjárfestingar við 25—27% þjóðarframleiðlu, þegar til lengri tíma er litið og fjármagna hana að mestu leyti með innlendum spárnaði. 2. Semjafjárfestinga-oglánsfjáráætlun til nokkurra ára, sem endurskoðuð yrði ár- lega. 3. Setja fram almenna kröfu um arðsemi framkvæmda frá sjónarmiði fyrirtækja og þjóðarheildar. 4. Endurskipuleggja lánastofnanakerfið og samræma lánareglur í samræmi við þá meginreglu, að lánskjör séu byggð á já- kvæðari raunvöxtum. Ef ástæða er til að ívilna eða íþyngja einstökum atvinnu- greinum, sé það gert með ákveðnum og meðvituðum hætti, en verðbólgan ekki látin ráða því. 5. Auka þarf innlendan sparnað með já- kvæðari raunvöxtum þannig að hann getiíríkari mæli staðið undir fjármuna- mynduninni. Ýmislegt fleira kom fram í fróðlegu er- indi Jóhannesar, sem ekki er svigrúm til að rekja hér, en það mun í heild sinni sent ráðstefnugestum.

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.