Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1980, Síða 16
16
Upplýsingar um skattamál og leiðbeiningar
um útfyllingu skattskýrslunnar verða
væntanlega árlega á dagskrá hjá fræðslu-
nefnd.
Á sama kvöldi fjölmenntu Reykvíkingar
að Grettisgötu 89 og Akureyringar í Iðn-
skólann á vegum fræðslunefndar BSRB og
Starfsmannafélagsins.
Fundarsalurinn að Grettisgötu reyndist
alltof lítill en það mál var leyst með aðstoð
tæknimanna á sjónvarpssviði.
Skatt-
skýrsla
erflókin
Miðvikudaginn 20. febrúar gekkst
fræðslunefnd BSRB fyrir kynningu að
Grettisgötu 89 á gerð skattskýrslu og út-
skýringum á helstu atriðum skattalaga. Það
var Jón Guðmundsson námskeiðsstjóri hjá
ríkisskattstjóra, sem flutti mjög greinargott
erindi og rakti lið fyrir lið skatteyðublað
það, sem nú hefur verið dreift meðal al-
mennings. Er þar um verulegar breytingar
að ræða frá fyrri eyðublöðum.
Sýndi hann eyðublaðið á glæru og út-
skýrði sýnishorn, sem útbúið hafði verið hjá
ríkisskattstjóra af útfylltu framtali hjóna
ásamt nákvæmum skýringum við einstaka
liði.
Fundarsalur bandalagsins að Grettisgötu
89 tekur aðeins um 100 manns í sæti. Þar
sem búist hafði verið við miklu fjölmenni,
hafði fræðslunefndin látið koma fyrir
tveimur sjónvarpsvélum, sem síðan endur-
vörpuðu sjónvarpsmynd bæði fram á gang,
þar sem voru um 30—40 manns og upp í sal
á 4. hæð þar sem voru á annað hundrað
manns. Þannig munu samtals um hátt á
þriðja hundrað manns hafa sótt erindið og
reyndist þessi tækninýjung hin prýðilegasta
í alla staði.
Alþingi hafði samþykkt endanlegar
breytingar á lögum um tekjuskatt nokkrum
klukkutímum áður en erindið var flutt og
skýrði Jón Guðmundsson frá þeim heistu,
sem orðið höfðu frá því að skattskýringar
höfðu verið birtar í dagblöðum. Þar sem
þetta blað Ásgarðs mun ekki berast lesend-
um fyrr en eftir að lokið er framtalsskyldu
einstaklinga, þá verða ekki raktar að svo
stöddu helstu breytingar á skattskýrslu-
eyðublöðunum. Þó mun óhætt að fullyrða,
að áheyrendur munu margir hafa sannfærst
um að einstaklingum væri gert mun erfið-
ara að útfylla á eigin spýtur skattframtölin
en áður og eyðublaðið væri óþarflega
flókið.
Margar fyrir-
spumir
Fjölmargar skriflegar fyrirspurnir bárust
og var reynt að sundurliða þær eftir efni.
Svaraði Jón þeim bæði fljótt og greinilega
og kenndi þar ýmissa grasa.
Margar fyrirspurnir komu um frádrátt
vegna námskostnaðar og þátttöku í nám-
skeiðum, bæði stuttum og lengri. Þá var
k:': ' ‘' '
1 Síi'js J ii
Setið í ganginum — horft á skýringar af
sjónvarpsskermi
Tvö sjónvarpstæki voru á efstu hæðinni —
og þar var líka fjölmennt
Jón Guðmundsson útskýrði mjög fimlega
flókið mál