Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1980, Síða 22
22/Utan úr heimi
Þagnarskylda
Að undanförnu hafa átt sér stað miklar umræður í Danmörku um þagnarskyldu opinberra
starfsmanna eða m.ö.o. um rétt þeirra til að tjá sig um þau mál. er þeir fá til umfjöllunar í
starfi sínu.
Tilefni er m.a. að opinberir starfsmenn í Danmörku hafa orðið fyrir aðkasti vegna
opinberra yfirlýsinga og hefur atvinnuleysið þar í landi torveldað starfsmönnum að tjá sig
frjálst um málið.
Umræður hjá Dönum
Tvö áhugamannasamtök um réttarvernd
héldu umræðufund í nóvember 1979 um
þetta viðkvæma efni með tilstyrk nokkurra
félaga opinberra starfsmanna. Var þar
einkum stillt upp annarsvegar þagnar-
skyldu opinberra starfsmanna og hinsvegar
málfrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar.
Þar kom í ljós að í Danmörku er heill
frumskógur af reglum um þessi mál, en
sérfræðingar voru sammála um að þær
væru svo loðnar og jafnvel mótsagnar-
kenndar að erfitt væri að segja nokkuð um
þessi mál með nákvæmni.
Vandamálið væri þess vegna að starfs-
menn vissu of lítið um rétt sinn eða skyldur.
Hins vegar skipuleggur atvinnurekandinn
vinnuna og ákveður einnig um stöðuhækk-
anir og getur á þann hátt refsað þeim, sem
teljast ganga of langt samkvæmt mati yfir-
manns.
Hvernig er þetta á fslandi?
í 32. gr. laga nr. 38/1954 um réttindi og
skyldur starfsmanna ríkisins segir:
„Hverjum starfsmanni er skylt að gæta
þagmælsku um atriði, er hann fær vitneskju
um í starfi sínu og leynt skulu fara sam-
kvæmt lögum, fyrirmælum yfirboðara eða
eðli málsins. Þagnarskylda helst, þótt látið
sé af starfi.“
Óneitanlega er þetta ákvæði óljóst eða
hver á t.d. að dæma um „eðli málsins"??
Ásgarði þætti fengur í að fá vitneskju um
það frá lesendum, hvort ákvæði þetta hefur
valdið deilum eða reynst sérstakt vandamál
á vinnustað.
(Heimildir: Fællesrádet og Hospital-
laboranten í jan. ’80)
rá fræðslunefn
Frœðsluerindi
Ákveðin hafa verið tvö næstu fræðslu-
erindi, sem flutt verða í fundarsalnum að
Grettisgötu 89.
Sigurður E. Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Húsnæðismálastofnunar
ríkisins flytur erindi þriðjudaginn 22. apríl
kl. 20.30.
Hann mun m.a. gera grein fyrir löggjöf
um húsnæðismál og félagslegar íbúða-
byggingar svo og stefnumið ríkis og sveit-
arfélaga. Einnig um skyldusparnað, lána-
möguleika og aðstöðu einstaklinga til
húsbygginga. Þá er líklegt, að málefni
leigjenda o.fl. beri á góma.
Ufeyrtssjóösmál:
Kristján Thorlacius, sem sæti á í stjórn
Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, flytur
erindi miðvikudaginn 19. mars kl. 2030.
Mun hann m.a. fjalla um aðildarrétt að
sjóðnum, stofnun biðreiknings, iðgjöld og
réttindi sjóðfélaga og maka. Einnig um
ávöxtun sjóðsins, lánaréttindi og lánsskil-
mála.
Jakobína
Sigurðar-
dóttir
Bókmenntakynning:
Fyrirhuguð er ein bókmenntakynning í
viðbót á vetrinum, þann 10. apríl. Verða
þá kynnt verk eftir Jakobínu Sigurðar-
dóttur skáldkonu og mun hún skv. venju
síðan svara fyrirspurnum.
Námskeið um
fundasköp og
ræðumennsku
Ákveðið hefur verið að efna til nám-
skeiðs fyrir félagsmenn innan BSRB að
Grettisgötu 89 um fundasköp, funda-
stjórn og ræðumennsku.
Þátttakendur munu fá margvísleg gögn
og leiðbeiningar og áhersla verður lögð á
þjálfun í ræðuflutningi.
Námskeiðstími hefur verið valinn kl.
17—20 eftirtalda daga:
18., 20., 24. og 27. mars og því lýkur
með kveðjukvöldi 1. apríl.