Morgunblaðið - 06.04.2021, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.04.2021, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2021 ✝ Ásgeir Þór Ás- geirsson fædd- ist 13. febrúar 1975 á sjúkrahús- inu á Akranesi. Hann varð bráð- kvaddur þann 22. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Sigurlín Gunn- arsdóttir og Ásgeir Egilsson, uppeldis- faðir er Eiríkur Jónsson. Systur Ásgeirs sam- mæðra eru Rut Eiríksdóttir og Ríkey Jóna Eiríksdóttir. Syst- sem húsgagnasmiður úr Kungs- madsskolan. Ásgeir starfaði að mestu við byggingariðnað, meðal annars í Noregi, Svíþjóð og á Íslandi. Eftir að hann settist að á Ís- landi vann hann lengst af í Norðuráli eða í 12 ár. Undir það síðasta var hann í endur- hæfingu hjá Virk og var hann í starfsendurhæfingu á Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili. Síðastliðin ár bjó hann á Vesturgötu 111 á Akranesi ásamt sambýliskonu sinni Kristbjörgu Smáradóttur Han- sen og hundunum Sísí og Gucci. Útförin fer fram í Akranes- kirkju þann 6. apríl kl. 13 og verður henni streymt af vef Akraneskirkju: https:// www.akraneskirkja.is/utfarir/ kini hans samfeðra eru Ása Björk Ás- geirsdóttir, Egill Ásgeirsson, Jón Heiðar Ásgeirsson og Óskar Ásgeirs- son. Hann bjó fyrstu árin í Lambhaga og flutti svo á Akranes þar sem hann gekk í Brekkubæjarskóla. Árið 1990 flutti hann ásamt fjölskyldu sinni til Växjö í Sví- þjóð. Þaðan útskrifaðist hann Elsku Geiri bróðir, ég vil ekki trúa því að þú sért farinn og ég fái aldrei að hitta þig aftur. Svo margar minningar hafa farið í gegnum hugann síðast- liðna viku. Í gegnum öll tárin hef ég líka brosað yfir öllum góðu minning- unum. Ég dýrkaði þig og dáði og vildi alltaf vera með þér. Það var ekki alltaf auðvelt að vera litla systir þín, þú varst mjög uppá- tækjasamur eins og allir sem þekkja þig vita. Þegar ég var 6-7 ára fór ég með þér og vinum þín- um yfir Akrafjallið til ömmu og afa í Gröf. Þú varst mjög hrifinn af Akrafjallinu og eitt skipti komstu niður rúllandi en það stoppaði þig ekki í að fara upp aftur. Síðasta ferðin okkar sam- an upp Akrafjallið var á páska- dag fyrir nokkrum árum. Við átt- um okkur skrítna hefð sem byrjaði fljótlega eftir að við flutt- um til Svíþjóðar og við höfum hlegið mikið að. Við byrjuðum á að fela ljóta bronsplattann af hundinum inni í herbergi hvort hjá öðru, stundum hékk hann uppi á vegg, var undir kodda eða inni í skáp. Alltaf var markmiðið að reyna að losa sig við plattann. Djókið okkar þróaðist svo í að gefa hann í gjafir eða hengja upp á vegg á heimili hvort annars, okkur til mikillar skemmtunar. Innpakkaður plattinn ferðaðist víða, m.a. sem gjöf til þín á Kára- hnjúka þegar þú vannst þar, til Noregs þegar þú bjóst þar og næstum því til Skotlands með mér þegar ég varð þrítug. Við hlógum mikið þegar við ákváðum að gefa Ríkeyju systur hann í brúðargjöf, þú fórst með hann í Líf og list og baðst um að pakka honum inn þannig að hún héldi að gjöfin kæmi þaðan. Alexander fékk svo plattann í stúdentsgjöf í fyrra en ég bað um að fá hann til baka. Ég viðurkenni að ég hugs- aði augnablik um að setja hann með þér í kistuna og ég veit að þú hefðir hlegið manna mest en ég tími því ekki. Plattinn var okkar djók í yfir 30 ár og núna verður hann uppi á vegg hjá mér. Hjartans elsku besti bróðir, brosandi með þelið hlýja, oft þú fórst um fjallaslóðir, finna vildir staði nýja. Nú í skjólin flest er fokið, flæða úr augum heitu tárin, fyrst að þinni leið er lokið, lengi brenna hjartasárin. Minning þín er mikils virði, mun um síðir þrautir lina, alltaf vildir bæta byrði, bæði skyldmenna og vina. Nú er ferð í hærri heima, heldur burt úr jarðvist þinni, þig við biðjum guð að geyma, gæta þín í eilífðinni. (Björn Þorsteinsson) Lífið var þér ekki alltaf auð- velt og þú týndir oft sjálfum þér en þú rataðir aftur á rétta braut. Þið Krissa voruð búin að gera heimilið ykkar svo fallegt og síð- ast þegar við komum til ykkar varstu svo ánægður að sýna okk- ur framkvæmdirnar sem þið vor- uð að klára og bílskúrinn þinn sem þú varst búinn að gera svo fínan til að geta smíðað og græj- að í. Þú varst svo stoltur af hús- gögnunum sem þú smíðaðir og gerðir upp og er það eitthvað sem við áttum sameiginlegt. Það eru margar spurningar sem ég fæ aldrei svör við og það er svo sárt að vita að sálarang- istin var svo mikil að þú sást ekki aðra leið, en minning um hjarta- hlýjan og góðan mann lifir í hjörtum allra sem þekktu þig. Hvíldu í friði elsku bróðir minn. Þín systir, Rut. Elsku Ásgeir minn. Síðustu dagar hafa verið í þoku og óraunverulegir. Stundum tel ég þetta allt vera draum og bráðum mun ég vakna og þú ert enn hér. En raunveruleikinn kippir mér niður á jörðina og minnir mig á að þú ert farinn. Vá hvað ég finn mikið til í hjarta mínu og öllum líkamanum, sem lýsir því hversu mikilvægur þú ert mér. Þú varst svo ótrúlegur klettur í lífi margra og besti vinur sem hugsast getur. Þú varst alltaf til staðar og ávallt tilbúinn að stökkva af stað til þess að hjálpa. Þú tókst hlutverk þitt sem stóri bróðir alvarlega og varst verndari minn og passaðir ótrú- lega vel upp á mig alveg frá því ég man eftir mér. Ég trúi því að þótt þú sért ekki lengur hér þá haldirðu áfram að vera vernd- arengillinn minn og passir upp á mig þar sem þú ert. Þú áttir erf- itt með að vita af því að ég væri ein heima og opnaðir heimilið þitt fyrir mér og vildir hafa mig hjá þér. Þú passaðir svo ótrúlega vel upp á alla í kringum þig að þú gleymdir sjálfum þér. Ég veit ekki um marga unga menn sem hefðu hugsað eins vel um geðvonda unglinginn sem passaði hvergi inn eins og þú gerðir. Ótrúlegt hvað sumar minningar sitja í manni og hvað ég er þér þakklát að hafa verið til staðar fyrir mig og mömmu þegar við mamma fluttum til Ís- lands. Ég vona að þú hafir vitað það hvað ég var stolt af því að vera litla systir þín því ég held ég hafi bara gert ráð fyrir að þú myndir alltaf vera hér. Þrjóska er eitt sem einkenndi þig og ert þú eflaust mesti þrjóskupúki sem ég hef kynnst um ævina og átti ég það til að ögra þessari þrjósku þinni með misgóðum undirtektum. Oft gát- um við hlegið að þessu en stund- um varstu þó hneykslaður á mér. Kannski gerði ég þetta því ég er jafn þrjósk og þú. Við áttum sameiginlegan skilning á því hvernig átti að raða í uppþvotta- vél og hversu mikilvægt það sé að gólf séu hrein! Ég á margar minningar af því að vera yngst af okkur syst- kinunum og þú áttir það alveg til að stríða mér og hrekkja. Í seinni tíð þegar þú spurðir hvers vegna ég var að stríða þér eða hrekkja var ávallt auðvelt að svara: I learned from the best! Þú gast ekki neitað því. Man eft- ir því þegar þið Rut voruð að horfa á Candyman og ég trúði því ekki að hann væri til og þið sögðuð mér að horfa í spegilinn og kalla á hann. Á meðan lagðist þú í gólfið, skreiðst hljóðlaust fyrir aftan mig og stökkst upp, ég heyri ennþá hláturinn ykkar. Þetta markar eflaust upphafið að ást minni á lélegum hryllings- myndum. Ég trúi því að þér líði vel þar sem þú ert og þú sért umkringd- ur ástvinum sem þú hefur misst. Ég sakna þín svo sárt elsku Geiri og fráfall þitt skilur eftir sig stórt skarð í hjarta mér og allra sem þekktu þig. Þín systir, Ríkey Jóna. Kynni mín af Þórhalli urðu er hann kom sem forfallakennari í Laugaskóla, S-Þing. veturinn 1949-1950 en ég var þá nemandi þar. Við unglingarnir urðum nú hálfhissa þegar þessi strákur kom til að kenna okkur. Vorum vön virðulegum eldri mönnum. Nokkrir skólabræður mínir reyndu að snúa á hann og fara út í aðra sálma. Þórhallur sá við þeim og hélt sínu striki. Næsta vetur á eftir var hann enn þá við kennslu á Laugum og fann þá Siggu sína í Húsmæðraskólanum á Laugum. Þau þekktust auðvit- að áður, hún alin upp á Laugum, hann í Mývatnssveit. Siggu þekkti ég vel, bæði frændsemi og vinátta á milli okkar, það fór líka svo að Sigríður og Þórhallur urðu meðal bestu vina okkar Mána í gegnum árin. Við Þór- hallur sendum hvort öðru og fjöl- skyldum okkar jólakort á hverju ári og hringdum hvort í annað á afmælisdögum okkar. Þetta var svo skemmtilegt og gerði daginn betri. Margar ánægjustundir áttum við fjögur saman og oft ásamt fleiri sameiginlegum vin- um og frændfólki. Þá var gjarn- an farið í sumarbústaði austur á landi og ferðast þar vítt og breitt. Þetta voru góðir dagar, sem gott er að minnast. Á meðan Þingeyingafélagið hélt sínar árshátíðir vorum við mætt þar ásamt fleiri góðum og skemmti- legum Þingeyingum enda var þetta aðalfjör ársins að okkar mati. Það er gott að láta hugann reika um farinn veg og minnast vina sinna í gegnum árin. Þeim fækkar nú ört, sem hverfa á braut. Minningin og væntum- þykjan lifir og gott að hugsa til allra ánægjustundanna sem við höfum átt saman. Þórhallur minn, við Máni þökkum ykkur Sigríði samfylgdina og allar okk- ar ánægjustundirnar sem við áttum saman. Farðu vel góði vin- ur. Kristín Ingibjörg Tómasdóttir. Nú þegar þú ert farinn þá fær það mig til að hugsa um margar skemmtilegar minningar. Oft þegar allir hittust í mat hjá ömmu og afa, þá spiluðum við Five Crowns og fannst mér það alltaf gaman. Þú og Krissa kennduð mér þetta spil og er það í uppáhaldi hjá mér. Þú varst talsvert betri, en ég vann þó stundum. Ég mun alltaf hugsa fallega til þín þegar ég spila þetta spil. Þú varst mikill hundavinur og sýndu hundarnir það. Sísí, Gucci og Dínó elskuðu þig og man ég eftir einu skipti þar sem við vor- um að kasta bolta með Sísí og Dínó úti á túni uppi í sveit. Við vorum með tennisbolta og þú varst með stöng svo hægt væri að kasta lengra. Mér fannst hún mjög flott. Þegar hundarnir höfðu sótt boltann komu þeir alltaf með hann til þín, sama hver kastaði. Mía, hundurinn minn, varð strax vinur þinn og elskaði hún og hlustaði á þig. Það tók hana oft langan tíma að treysta fólki en það var ekki þannig með þig. Það var alltaf gaman þegar við hittumst og fannst mér systkinahúmor ykkar mömmu og Ríkeyjar fyndinn og skemmti- legur. Þinn frændi, Leó. Kæri Ásgeir, ég er að reyna að setja eitthvað á blað til þín, kannski ekki beint minningar- grein heldur smá bréf til þín um þig sjálfan eins og þú komst mér fyrir sjónir eftir að við kynnt- umst. Mér fannst þú fyrst vera harð- ur jaxl sem stundaðir sjósund og ýmislegt sem mér hefur aldrei dottið í hug, en fyrir innan áttir þú þennan yndislega ljúfa og góða mann sem allir elskuðu. Það kom best fram í því hvað börn löðuðust að þér. Þú gast leikið endalaust við þau, það eitt segir manni svo mikið um per- sónuna Ásgeir. Þegar þú og þín heittelskaða keyptuð hæð við Vesturgötuna á Akranesi þá leist mér nú ekkert sérstaklega vel á, en sagði ekkert þar sem mér kom þetta ekkert við, en þessi hæð og húsið sjálft er orðið að al- gjörri höll. Íbúðin alveg frábær og þetta sýndi manni hve mikið smekkfólk þú og Kristbjörg þín eruð. Einhvern tímann þegar ég var í heimsókn á Skaganum fórstu með mig út í bílskúr og sýndir mér hvaða hugmyndir þú varst með. Mér leist vel á þetta allt. Þú varst svo einlægur þegar þú varst að skýra þetta allt fyrir mér. Ekki veit ég hvort þér tókst ætlunarverkið í bílskúrnum en það kæmi mér ekki á óvart. Þegar kallið kemur svona á óvart þá setur mann hljóðan og fara minningarnar að koma fram og maður fer að hugleiða lífið. Ekki veit ég hvar þú stóðst í trú- málum, enda þau aldrei rædd, alla vega ekki okkar á milli, en ég hef reynslu af bæninni og ræði yfirleitt einu sinni á dag við meistarann Jesúm Krist, og ég verð að segja þér kæri vinur að það klikkar aldrei, bara ef maður hlustar á hjarta sitt, en stundum finnst manni Guð vera lengi að svara bænum manns. Daginn sem þú kvaddir þetta líf Ásgeir minn fór ég á bæn og bað um að þú fengir góða heim- komu í dýrðina og ég bað einnig fyrir ástinni þinni og fjölskyldu og ég er sannfærður um að þessi stutta bæn hjálpaði til í þeirri miklu sorg sem varð við fráfall þitt. En ég get líka sagt þér að eftir þessa bæn mína var eins og hvíslað væri að mér, skrifaðu Ás- geiri bréf. Þetta stutta bréf er vegna þess að mig langar svo að segja þér hvernig þú komst mér fyrir sjónir. Þú varst tryggur og góður maður sem kannski flík- aðir ekki tilfinningum þínum of mikið, vildir hafa þær fyrir þig. Elsku Kristbjörg mín, þú átt yndislegar systur og trygga fjöl- skyldu sem elska þig og í mínum huga ertu falleg og yndisleg manneskja, en bænin og trúin á Jesúm Krist flytur fjöll og þess vegna bið ég góðan Guð að um- vefja og halda utan um ykkur öll á þessum erfiðu tímum. Elsku Ásgeir, ég kveð þig að sinni og hittumst svo í dýrðinni og ég gef þér hér að lokum Róm- verjabréfið 5, „Réttlætir af trú“. Friðrik I. Óskarsson. Ásgeir Þór Ásgeirsson HINSTA KVEÐJA Elsku Ásgeir frændi. Mér fannst gaman að smíða með þér og bora í bíl- skúrnum þínum. Mér fannst líka gaman að leika með þér og fara með þér á róló. Ég sakna þín. Ég elska þig. Matthías Þór. Elsku besti Ásgeir. Mér fannst alltaf rosa- lega gaman að hitta þig, Sísí, Gucci og Krissu. Það var gaman að fara út með þér og leika með hundun- um og kasta bolta. Mér fannst gaman að gista með Unni hjá þér og Krissu. Ég elska þig mjög mikið. Ég á eftir að sakna þín mjög mikið. Natalía Eir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERNA SVEINBJÖRNSDÓTTIR, Strikinu 12, Garðabæ, lést föstudaginn 27. mars. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 8. apríl klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni: https://youtu.be/dkpCjuMptak Friðrik S. Halldórsson Bergljót Friðriksdóttir Elínborg Halldórsdóttir Sveinbjörn Halldórsson Ingibjörg Erna Sigurðardóttir Margrét Halldórsdóttir Jóhann Viktor Steimann Erna Gunnþórsdóttir Óli Rúnar Jónsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIMUNDA GUÐRÚN ÞORVALDSDÓTTIR, Munda, Grænumörk 2, Selfossi, andaðist 29. mars. Útförin fer fram frá Selfosskirkju fimmtudaginn 8. apríl klukkan 15. Í ljósi aðstæðna verður aðeins nánasta fjölskylda viðstödd. Streymt verður frá athöfninni á vefsíðu Selfosskirkju. Þorvaldur Nóason Anne Strøm Jón Sólberg Nóason Steinunn Geirmundsdóttir Hulda Björk Nóadóttir Eiríkur Jónsson Katrín Sigmarsdóttir Örn Tryggvi Gíslason Sólveig Sigmarsdóttir Anna Snædís Sigmarsdóttir Snorri Þórisson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR húsmóðir Hvammi í Lóni, lést 29. mars síðastliðinn á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn. Útför fer fram frá Hafnarkirkju miðvikudaginn 7. apríl kl. 13. Streymt verður frá athöfninni á heimasíðu Bjarnanesprestakalls, www.hafnarkirkja.is. Þeir sem vilja minnast hennar er bent á hjúkrunarheimilið Skjólgarð á Höfn. Börn hinnar látnu Tilkynning frá Kirkju- görðum Reykjavíkur- prófastsdæma (KGRP) Samningsbundin stytting vinnuvikunnar, úr40 tímum í 36 tíma, tók gildi hjá KGRP eins og mörgum öðrum fyrirtækjum í ársbyrjun 2021. Frá ogmeð föstudeginum 9. apríl munu starfsmenn KGRP ljúka vinnudegi kl. 12:00 á hádegi og verður það fyrirkomulag áfram á föstudögum. Þetta fyrirkomulag hefur lítil sem engin áhrif á útfarartímana semverða áfram kl. 11:00; 13:00 og 15:00 alla virka daga, einnig á föstudögum. Það sem breytist á föstudögum er þetta:  Ekki verður hægt að bóka útför í athafnarýmum hjá KGRP í Fossvogi.  Ekki verður tekið ámóti kistum til jarðsetningar á föstudögum. Tekið verður ámóti duftkerum til jarðsetningar til 11:30 á föstudagsmorgnum og athafnarými verða opin fyrir kistulagningarbænir til kl. 11:00. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 585 2700 og á slóðinni: kirkjugardar.is/fostudagur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.