Morgunblaðið - 06.04.2021, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2021
GLEÐILEGA PÁSKA - SJÁUMST Í BÍÓ SEM ALLRA FYRST
FRANCESMcDORMAND
MYND EFTIR CHLOÉ ZHAO
PEOPLE’S CHOICE AWARD
TORONTO FILM FESTIVAL
SIGURVERARI
GOLDEN LION BEST FILM
VENICE FILM FESTIVAL
SIGURVERARI
EVENING STANDARD
THE GUARDIAN
TOTAL FILM
THE DAILY TELEGRAPH
TIME OUT
EMPIRE
BESTA MYNDIN
BESTALEIKONAN ÍAÐALHLUTERKI
Frances McDormand
BESTI LEIKSTJÓRI
Chloé Zhao
6
ÓSKARS
TILNEFNINGAR
MEÐAL ANNARS
®
VIÐ MÆTUM AFTUR
15. APRÍL
EÐA FYRR EF AÐ COVID LEYFIR.
Risa Páskaknús á ykkur öll og
hlökkum til að hitta alla í bíó aftur.
VÆ
NT
AN
LEG
Í B
ÍÓ
VÆNTANLEG Í BÍÓ
ÓSKARS-
TILNEFNINGA
MYNDIRNAR
MÆTA AFTUR
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hljómsveitin Toymachine sendi í lok febrúar
frá sér sína fyrstu breiðskífu, Royal Inbreed, í
öðru formi en á vínil en vínillinn kom út öllu
fyrr, í desember í fyrra. Er það nokkuð merki-
legt í ljósi aldurs hljómsveitarinnar sem stofn-
uð var á Akureyri árið 1996 af þeim Jens
Ólafssyni, sem syngur og raddar, Baldvini Z
sem leikur á trommur,
Atla Hergeirssyni
bassaleikara og Krist-
jáni Örnólfssyni gítar-
leikara. Undirbúningur
fyrir plötuna var langt
kominn árið 2001 en þá
sauð upp úr í sveitinni
og Toymachine lagði
upp laupana. Núna er
platan loksins komin út og var tekin upp í
ágústmánuði 2020 í Stúdíó hljóðverki í Reykja-
vík þar sem Einar Vilberg sá um upptökur og
hljóðblöndun, auk þess að aðstoða sveitina við
útsetningar að hluta. Hljómsveitin sér um út-
gáfu plötunnar í samstarfi við bandaríska
fyrirtækið ONErpm sem sér m.a. um mark-
aðs- og dreifingarmál.
Nokkur myndbönd munu fylgja útgáfunni á
opinberri youtuberás Toymachine og Toy-
machine stefnir að því að halda útgáfutónleika
síðar á árinu.
Ætluðu sér stóra hluti
Atli bassaleikari er spurður að því hvers
vegna svo langur tími hafi liðið fram að útgáfu
plötunnar, þ.e. tæp 20 ár frá því drög voru lögð
að henni. „Þetta er nú þannig að við ætluðum
okkur stóra hluti hér áður fyrr og þó ég segi
sjálfur frá vorum við ein af björtustu vonunum
í „undergroundinu“ hérna á Íslandi í den. Við
fórum til útlanda og spiluðum og þefuðum af
því að komast á samning, spiluðum á CBGB á
Manhattan, sem er nú ansi eftirminnilegt gigg,
og líka á fyrstu Airwaves-hátíðinni,“ segir Atli.
Hljómsveitin hafi komið niðurbrotin frá New
York þar sem ekki hafi gengið vel þar, mikið
partístand og spilamennskan ekki góð. Í fram-
haldi, undirbúningi plötunnar, hafi sveitin
sprungið þar sem liðsmenn hennar hafi verið
fullsaddir hver á öðrum.
„Mörgum árum síðar ákveðum við sem full-
orðnir menn og heimilisfeður – og einn okkar
orðinn afi – að taka upp þráðinn og gera bara
þessa plötu loksins. Við gerðum það,“ segir
Atli. Hann átti sig þó á því að framboðið sé
meira en eftirspurnin árið 2021 á plötu með
Toymachine. Platan var aldrei tekin upp á sín-
um tíma, árið 2001, en sveitin var tilbúin í að
fara í stúdíó þegar allt sprakk. Atli segir
hljómsveitina hafa átt furðulétt með að taka
þráðinn upp að nýju og leika lögin á plötunni.
Pabba- og afarokk
Toymachine var undir áhrifum frá vinsælum
hljómsveitum þess tíma sem hún var virk og
nefnir Atli sveitir á borð við Korn, System of a
Down, Incubus og Deftones. „Við komum samt
allir hver úr sínu horninu í tónlist, það er
nefnilega svo merkilegt. En þessar hljóm-
sveitir sem ég var að telja upp eru hljómsveitir
sem við eigum sameiginlegar,“ segir Atli.
Liðsmenn Toymachine eru önnum kafnir við
önnur störf í dag, Jenni afinn í hópnum og býr
í Danmörku en allir eru þeir á fimmtugsaldri
og Jenni elstur. Atli segir að tónlist Toymach-
ine sé pabbarokk og blaðamaður bendir á að
það sé líka afarokk, í ljósi þess að Jenni er orð-
inn afi.
Endurkoma Toymachine á tónleikum á Iceland Airwaves árið 2018 og hafði ekki komið fram á henni frá árinu 1999 þegar hún var haldin fyrst.
Afmæli Toymachine lék í fertugsafmæli Atla í Bæjarbíói árið 2019 og var það gleðistund.
Tilbúnir fyrir stúdíó þegar upp úr sauð
- Fyrsta breiðskífa Toymachine, Royal Inbreed, er nú komin út, 25 árum eftir stofnun hljóm-
sveitarinnar - Taka átti plötuna upp árið 2001 en þá fengu rokkararnir nóg hver af öðrum