Morgunblaðið - 06.04.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.04.2021, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 6. A P R Í L 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 79. tölublað . 109. árgangur . ER BÚINN MEÐ 1.600 AF 7.000 KÍLÓMETRUM KOM Ú́T 25 ÁRUM SÍÐAR SKORAÐI MARK Í FYRSTA LEIKNUM MEÐ MEISTURUNUM ROYAL INBREED 29 SPILAR Í SKOTLANDI 27SJÖTUGUR SIGURÐUR 10 Omeprazol Actavis 20mg14 og 28 stk. Magasýruþolin hylki sem innihalda 20 mg af virka efninu Omeprazol og eru ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni með mat eða á fast- andi maga. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar, varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgi- seðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. T e v a 0 2 8 0 6 2 Hraunelfur streymir nú niður í Meradali aust- an við Grindavík eftir að tvær nýjar sprungur opnuðust um hádegi í gær á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli. Allt gerðist þetta hratt og svæðið nærri gosinu, þangað sem þúsundir hafa lagt leið sína undafarið, var rýmt í skyndingu. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þró- un eldgossins nú fyrirsjáanlega. Með auknum hraunmassa í Geldingadölum hækki vökva- þrýstingur í gígunum tveimur í keilunni þar. Eðlilegt sé að nýr kvikugangur brjótist út til hliðar frá gosrásinni sem fyrir er. Hraun komi nú upp í sprungum sem fyrir voru í jörð. Krafturinn í gígunum sé minni en var og virð- ist að talsverðu leyti kominn í sprungurnar. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvökt- unar Veðurstofunnar, segir að enginn augljós fyrirvari hafi verið að því að sprungurnar nýju opnuðust. Vísindamenn hafi þó vitað að þarna liggi kvikan afar grunnt. Lögregla ætlar nú með morgninum að fara yfir stöðuna og meta hvort óhætt sé að hleypa fólki að gosinu að nýju. Mikill gasmökkur frá eldgosinu fór yfir Voga á Vatnsleysuströnd í gærkvöldi og mældist þar mengun. »4 Eldgosið tekur nýja stefnu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fagradals- fjall Mera- dalir Nýjar gossprungur Geldingadalir Gossprunga HraunLoftmyndir ehf. Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráð- herra fundar með velferðarnefnd klukkan tíu í dag, þar sem farið verð- ur yfir möguleika á framlagningu frumvarps sem myndi tryggja reglu- gerð um skyldudvöl á sóttkvíarhóteli lagastoð. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær skyldudvöl á sóttkvíarhóteli ólögmæta í sjö málum. Reglugerðin og ákvarðanir byggðar á henni eru því ólögmætar, að sögn Jóns Magn- ússonar, lögmanns eins málsaðila. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að fyrir liggi að reglugerð heilbrigðisráðherra hafi svipt fólk frelsinu án þess að hafa til þess heimild: „Þingið var nýbúið að ákveða að þessi heimild væri ekki til staðar. Ég hvatti til þess fyrir langa löngu að í stað þess að reyna að sníða sóttvarnalög að þessum faraldri yrðu sett sér lög um viðbrögð við honum og þeim breytt eins og þörf þætti. Öðru- vísi verður ekki tryggt það gagnsæi um aðgerðir sem er forsenda meðal- hófs gagnvart borgurunum,“ segir hún í samtali við Morgunblaðið. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar, segir að nefndar- menn hafi skiptar skoðanir á því hvort setja eigi lög sem myndu heim- ila skyldudvöl í sóttvarnahúsi. Treyst- ir hún sóttvarnalækni til þess að meta aðgerðir en telur að þvingunarað- gerðir stjórnvalda verði að eiga sér lagastoð. Í kjölfar úrskurðarins tilkynnti heilbrigðisráðuneytið að öllum þeim sem gætu lokið sóttkví við viðunandi aðstæður væri frjálst að yfirgefa sótt- varnahúsið og hafa nokkrir gert svo. Taldi héraðsdómur reglugerðina ekki eiga sér nægjanlega lagastoð og vóg skilgreining sóttvarnahúss í sótt- varnalögum þungt. Eru húsin þar skilgreind á þann veg að þau séu ætl- uð þeim sem ekki eiga samastað á Ís- landi. „Dómurinn segir með mjög af- dráttarlausum hætti að það eigi ekki við um minn umbjóðanda,“ sagði Ómar R. Valdimarsson lögmaður eft- ir að úrskurður hafði verið kveðinn upp. Búast má við því að úrskurður- inn gefi fordæmi fyrir þá sem eiga samastað á Íslandi, líkt og átti við í öll- um málunum. »2 Í skyldudvöl án lagastoðar Morgunblaðið/Árni Sæberg Sóttkvíarhótelið Við Þórunnartún. - Frelsissviptingin hafi verið án heimildar - Fólki frjálst að yfirgefa sóttkvíarhótelið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.