Morgunblaðið - 06.04.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.04.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Nýj ar b æku r í h verr i vik u Einu ngis 1.49 0 kr . á m ánu ði Veronika Steinunn Magnúsdóttir Gunnhildur Sif Oddsdóttir Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þing- maður Pírata, segir virkilega alvar- legt að heilbrigðisráðherra og ríkis- stjórn hafi ráðist í að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli án þess að hafa heimild fyrir því í lögum. Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, for- maður Miðflokksins, segir augljóst að ekki sé hægt að halda núverandi fyrirkomulagi áfram hvað sóttkvíar- hótelið varðar. „Þetta snýr ekki að því hvort að fólk fari í sóttkví eða ekki, það er óumdeilt að það sé rétt að setja fólk í sóttkví eftir komuna til landsins. En þetta snýr að því hvort að það sé ein- hver lagaleg heimild til að neyða fólk til að taka þessa sóttkví út á sótt- varnahúsi og eins og ég benti á og raunar fleiri þá skortir til þess laga- stoð,“ segir Þórhildur og bætir við: „Það er auðvitað mjög rík skylda ráðherra að tryggja að reglugerðir sem hún setur hafi lagastoð. Það að fara í svona framkvæmd án þess að hafa til þess trygga lagastoð er mjög alvarlegt og mikil fljótfærni af þess- ari ríkisstjórn að fara svona af stað með þetta án þess að hafa til þess tryggan lagagrundvöll.“ Héraðsdómur Reykjavíkur úr- skurðaði í gær að skyldudvöl í sótt- varnahúsi væri ólögmæt í sjö málum þar sem tólf einstaklingar áttu í hlut. Með úrskurðinum er reglugerðin og þær ákvarðanir sem á henni byggj- ast ólögmætar, að sögn Jóns Magn- ússonar, lögmanns eins vistmanns á sóttkvíarhóteli. „Þótt sú frelsisskerðing, sem felst í dvöl í sóttvarnahúsi sé að vissu leyti sambærileg þeirri sem felst í heima- sóttkví verður af ýmsum, sumpart augljósum, ástæðum að telja dvöl þar þungbærari en dvöl í heima- húsi,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Vóg skilgreining sóttvarnahúss í 13. tl. 1. gr. sóttvarnalaga þungt í málinu en þar segir að úrræðið teljist vera staður þar sem „einstaklingur sem ekki á samastað á Íslandi eða getur að öðrum sökum ekki eða vill ekki einangra sig í sóttkví á eigin vegum [...]“ og sagði í úrskurðinum að með engu móti verði séð að mál varnaraðila falli undir skilgrein- inguna. Þá segir Þórhildur það mikilvægt að Alþingi skoði hvernig það vilji í raun haga þessum málum. „Heimildin til að ákveða það liggur hjá þinginu, ekki hjá ráðherra og ekki hjá ríkisstjórn. Þetta er það sem gerist þegar ráðherrar gleyma því.“ Alvarlegar aðstæður Sigmundur Davíð segir að bregð- ast þurfi við úrskurðinum. „Það virð- ist vera þannig að þegar ráðherrar taka sóttvarnamálin í eigin hendur að það klúðrist aftur og aftur.“ Sigmundur vill sjálfur leggja meiri áherslu á að tekið sé harðar á bólu- setningarmálum. „Þetta eru alvarlegar aðstæður, stjórnvöld þurfa alltaf að hafa laga- legan grundvöll fyrir þeim aðgerðum sem gripið er til. Þegar það eru ítrek- að gefnar út tilkynningar um það hvernig fólk eigi að haga sér, þá þurfa þær tilkynningar að standast lög, sem virðist ekki hafa verið til- fellið í þessu máli. Þetta kallar á breytingar og ég held að það væri mjög æskilegt að heyra viðhorf sótt- varnalæknis, sem virðist hafa verið með efasemdir vegna þessa fyrir- komulags,“ segir Sigmundur. Heilbrigðisráðuneytið tilkynnti skömmu eftir úrskurðinn að þeim sem dvelja í sóttvarnahúsum sé frjálst að ljúka sóttkví annars staðar, hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Ráðuneytið biðlaði þó til vistmanna að ljúka sóttkví í sóttvarnahúsi og mun ráðherra í framhaldinu skoða hvaða leið verði farin til þess að lág- marka hættu á að smit berist inn í landið. Ekki náðist í heilbrigðisráðherra, forsætisráðherra eða sóttvarnalækni við vinnslu fréttarinnar. Þá gaf fjár- málaráðherra ekki kost á viðtali. Snýst ekki um sóttkvíarskyldu - Óumdeilt að rétt sé að senda fólk í sóttkví, að sögn þingmanns Pírata - Formaður Miðflokksins telur ekki hægt að halda núverandi fyrirkomulagi áfram - Ráðherra ber skylda til að tryggja lagastoð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Þessir vösku menn mættu til vinnu á föstudaginn langa til þess að undirbúa Korpuskóla fyrir komu nemenda úr Fossvogsskóla. Sífelld myglu- vandamál hafa komið upp í Fossvogsskóla á und- anförnum árum og því var brugðið á það ráð að senda nemendur í autt húsnæði Korpuskóla í Grafarvogi. Þar greindist þó mygla nýverið og því þarf að vinna að úrbótum svo nemendum og starfsfólki stafi ekki ógn af. Stritað við Korpuskóla á föstudaginn langa Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjarlægja myglu vegna flutnings vegna myglu Halldór Kristmannsson, einn nánasti samverkamaður Róberts Wessman í 18 ár, segist enn vilja útkljá umkvart- anir sínar vegna stjórnarhátta og hegðunar Róberts í sátt og utan dóm- stóla. Þetta kemur fram í nýrri yfir- lýsingu, en Halldór steig fram í liðinni viku sem uppljóstrari um Róbert, for- stjóra og stjórnarformann systur- fyrirtækjanna Alvogen og Alvotech. „Ég hef talsverðar áhyggjur af því að aðgerðarleysi Alvogen og Alvotech gagnvart Róbert Wessman, kunni að skaða orðspor fyrirtækjanna,“ skrif- ar Halldór. Málið hafi þegar vakið at- hygli meðal samstarfsaðila, við- skiptavina og fjárfesta, erlendis sem hérlendis. Hann hafi sem hluthafi hagsmuni af að fyrirtækin geti haldið áfram að vaxa og dafna og því ítreki hann sáttfýsi sína. Halldór segir það gert þrátt fyrir að félögin hafi sýnt honum, uppljóstraranum, „fordæma- lausa hörku“. Sama dag og tilkynnt hafi verið um „hvítþvottinn“ hafi ver- ið setið fyrir honum fyrir utan World Class í Smáralind, með uppsagnar- bréf og stefnu. Halldór vill sátt utan réttarsala - Ný yfirlýsing um mál Róberts Wessman Staðnám hefst að nýju í dag eftir páskafrí en þó með einhverjum tak- mörkunum. Reglugerð um takmörk- un á skólastarfi tók gildi 1. apríl og gildir til 15. apríl næstkomandi. Fjölda- og nálægðartakmarkanir eru þá mismunandi milli skólastiga. Þannig gilda engar takmarkanir um börn á leik- og grunnskólastigi en í framhaldsskólum er hámarksfjöldi nemenda og starfsmanna í rými 30 og 50 í háskólum. Auk þess gilda ná- lægðartakmarkanir í framhalds- og háskólum. Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að dagur- inn í dag væri að sjálfsögðu gleðidag- ur og bætti við að það væri allt já- kvætt við það að börnin kæmust aftur í skóla. Þorsteinn sagði þá skólahald með ákveðnum tak- mörkum betra en ekkert skólahald og benti á að þetta sé með vægari takmörk- unum sem hafi gilt um skólahald síðasta árið. „Þetta er alveg eins þægilegt og við hefðum getað kosið í ljósi þeirra aðstæðna sem eru í samfélaginu og það hlýtur að vera öllum fagnaðar- efni að þó að skólahald sé með ákveðnum skerðingum að þá sé- skólahald þó staðbundið,“ sagði Þor- steinn. Þorsteinn segir það þó með mis- munandi hætti hvort skólastarf byrji í dag. Hann bendir á að sumir skólar hafi verið með ráðgerðan starfsdag í dag og að hann hafi sjálfur einnig mælt með því að sveitarfélögin gæfu skólastjórum tækifæri til að vera með slíkan dag í dag svo svigrúm gæfist til að undirbúa skólahaldið. Hann hafi þó heyrt af skólum sem byrji staðnám aftur í dag. Aðspurður segir Þorsteinn þó að auðvitað séu einhverjir skólastarfs- menn sem hafi áhyggjur þegar það eru smit í samfélaginu og ekki síður í ljósi þess að nú hafi heyrst meira af því að börn séu að smita. Staðnám hefst á nýjan leik - Reglugerð um takmörkun á skólastarfi gildir til 15. apríl - Jákvætt að börnin komist aftur í skóla eftir páskafrí Þorsteinn Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.