Morgunblaðið - 10.04.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021
STYRKUR -HAGKVÆMNI -HÖNNUN
LANDSHÚSLandshús - Sími 553 1550 - landshus.is
KLETTARHEILSÁRSHÚS
Klettareru sterkbyggðhús – sérhönnuðaf Efluverkfræðistofu.
Húsineruhefðbundin timburgrindarhús semeru Íslandi aðgóðukunn.
Húsinafhendastósamsett, aðhluta í forsmíðuðumeiningumogaðhluta
semforsniðiðefni.Hentug lausnviðþröngaraðstæður.
Uppsetninghúsannaerafarfljótleg.
Klettar erumeðrúmgóðusvefnlofti
(hæð2,1m) semeykurnotagildi
hússinsumtalsvert.
Klettar 65 –Grunnverð kr. 9.475.000,-
Klettar 80 –Grunnverð kr. 11.975.000,-
Ítarlegar upplýsingar og
afhendingarlýsingumá
finna á vefsíðu okkar.
Húsið ámyndinni er af
gerðinni Klettar 80 sem
reist var 2019 á Vesturlandi.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Meiri hafís er nú norður af landinu
en undanfarin ár á þessum árstíma,
að sögn Ingibjargar Jónsdóttur,
dósents í landfræði við Háskóla Ís-
lands. Á meðfylgjandi gervihnatta-
mynd sem tekin var í gær má sjá
talsverðan og nokkuð þéttan ís fyrir
norðan land en einnig stóra ísspöng
sem teygir sig í átt að landinu.
Í gær var ísinn um 16 sjómílur (30
km) norður af Kögri. Ingibjörgu
þótti líklegt að hann myndi lóna eitt-
hvað nær næsta sólarhringinn. Spáð
er suðvestanátt fram á aðfaranótt
sunnudags og rekur vindurinn ísinn
inn í hafstrauma sem bera hann nær
landi. Á sunnudag á að hvessa og
veðrið mun líklega sundra ísspöng-
inni sem teygir sig næst landinu.
Meira er af ísspöngum við hafís-
jaðarinn þegar norðar dregur. Ingi-
björg sagði það gefa vísbendingar
um að vorið gæti orðið „áhugavert“
með tilliti til hafíssins.
Þó nokkuð mikið af hafís
„Það er þó nokkuð mikið af ís að
sjá hérna í kringum okkur,“ sagði
Björn Jónasson, skipstjóri á togar-
anum Málmey SK 1. Þeir höfðu ver-
ið við ísröndina í gær og í fyrradag.
Þegar rætt var við hann eftir há-
degi í gær var hann að keyra suður
með ísspöng um 33 sjómílur norð-
norðvestur frá Kögri.
„Meginísinn er mjög þéttur að sjá
og það er aðeins hrafl sunnan við ís-
röndina. Ísinn er það þéttur að hann
sést vel í radar,“ sagði Björn. Hann
sagði að ísinn væri á veiðislóð togar-
anna en ekki á almennri siglingaleið.
Mikill hafís er norður af landinu
Ljósmynd/Björn Jónasson
Hafísinn Meginísinn er býsna þéttur en framan við ísröndina er talsvert hrafl af ísjökum. Gott veður var við hafísröndina í gær eins og myndin ber með sér. Í baksýn blasa við fjöll Grænlands.
Gervihnattamynd/MODIS/NASA
Ísspöng Stór hafísspöng teygði sig frá meginísnum og í átt að landinu. Ísinn er 16 sjómílur norður af Kögri.
- Meiri ís en hefur verið undanfarin ár
- Ísspöng getur færst nær landinu
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra lét í gær undan þrýstingi
og lét senda fjölmiðlum velflest gögn
tengd reglugerð-
arsetningu hinn
1. apríl, þar sem
m.a. var kveðið á
um skyldudvöl í
sóttkvíarhóteli,
sem héraðsdóm-
ur úrskurðaði síð-
ar ólögmæta.
Morgunblaðið
hafði óskað eftir
þeim gögnum í
samræmi við upp-
lýsingalög, en ráðherra synjaði því
og bar við trúnaði, þar sem gögnin
hefðu verið lögð fram á ríkisstjórn-
arfundi.
Af fyrirliggjandi gögnum að
dæma, sem eru fá og afar rýr í roð-
inu, virðist sem lögmætið hafi ekki
borið á góma hjá starfsmönnum heil-
brigðisráðherra fyrr en eftir gildis-
töku reglugerðarinnar, þegar allt
var komið í óefni. Það er ekki fyrr en
Páll Þórhallsson, lögfræðingur í for-
sætisráðuneytinu, skrifar minnis-
blað 29. mars, degi fyrir ríkisstjórn-
arfund, sem fyrst er vikið að því.
Ólík afstaða
Í minnisblaði Páls er ekki tekið
sterklega til orða, en þó segir að ekki
leiki „vafi á því að lagaheimild er til
staðar að kveða á um að ferðamenn
skuli við komu til landsins vera í
sóttkví í húsnæði þar sem hægt er að
hafa með þeim eftirlit og sem upp-
fyllir sóttvarnarkröfur“.
Við nokkuð annan tón kveður í
minnisblaði dómsmálaráðuneytisins,
sem tekið var saman skömmu eftir
gildistöku reglugerðarinnar. Þar er
bent á að „hvergi í sóttvarnalögum
[sé] kveðið á um það að heimilt sé að
skylda einstaklinga sem geta sýnt
fram á það að þeir geti vistast í
heimahúsi, til að sæta sóttkví í sótt-
varnahúsi […]“ og að vafi leiki á lög-
mæti reglugerðarinnar: „Í samræmi
við hina almennu lögmætisreglu og
grundvallarregluna um lögbundnar
refsiheimildir verður því að telja að
vafi leiki á því að 5. gr. reglugerðar
nr. 355/2021 eigi sér fullnægjandi
lagastoð samkvæmt sóttvarnalögum
nr. 17/1997 og því óljóst hvort unnt
sé að beita henni sem grundvelli fyr-
ir ákvörðun um þvingunaraðgerð
eða sem gildri refsiheimild.“
Lögmæti reglugerðar
ekki skoðað í ráðuneyti
- Fyrst skoðað í forsætisráðuneyti degi fyrir ríkisstjórnarfund
Lyfjastofnun Evrópusambandsins,
EMA, greindi frá því í gær að hún
væri að rannsaka tilkynningar um
blóðtappamyndun hjá fólki í kjölfar
bólusetningar með bóluefni Jans-
sen, dótturfyrirtækis Johnson &
Johnson. Tilkynnt hefur verið um
fjögur slík tilfelli, þar af eitt ban-
vænt, eftir að viðkomandi var bólu-
settur með efni Johnson & Johnson.
Sagði í tilkynningu stofnunar-
innar að enn væri ekki ljóst hvort
um orsakasamhengi væri að ræða.
Þá var stofnunin að kanna hvort
tengsl væru á milli bóluefnis Astra-
Zeneca og rofs í háræðum í fimm
tilfellum hjá fólki sem hefði þegið
bóluefnið.
Ísland er á meðal þeirra ríkja
sem eiga að fá bóluefni Janssen, en
það hefur fengið skilyrt markaðs-
leyfi á Íslandi. Ísland fær bóluefni
fyrir 235.000 einstaklinga. Sam-
kvæmt upplýsingum á covid.is er
áætlað að byrja afhendingu þess í
seinni hluta aprílmánaðar.
Skoða tengsl blóðtappa
við bóluefni Janssen
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sóttvarnahótel Um 170 gestir voru í sóttkví á Fosshóteli Reykjavík um
miðjan dag í gær og von var á fleiri gestum þangað undir kvöld.
Svandís
Svavarsdóttir