Morgunblaðið - 10.04.2021, Síða 18

Morgunblaðið - 10.04.2021, Síða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum undaförnum misserum. Það er órækur vitnisburður um stöðuna.“ Spurður um hvort óbreytt endur- greiðslufyrirkomulag hefði riðið mörgum fyrirtækjum að fullu, segir Halldór að fyrirtækin þurfi að standa undir mörgum skuldbinding- um jafnvel þó að tekjuflæðið sé verulega skert eða jafnvel ekki til staðar í sumum atvinnugreinum. „Þannig að allir frestir eru vel þegn- ir. Því lengur sem við náum að dreifa þessu, því líklegra er að fyrirtækin nái vopnum sínum á nýjan leik.“ Hann segir að með dreifingu í 48 mánuði sé greiðslunum frestað inn í næstu hagsveiflu, þegar umhverfið verði orðið heilbrigt og fyrirtækin hafi náð vopnum sínum á ný. Það sé betra en að fyrirtækin þurfi að hefja endurgreiðslur þegar þau eru enn í sárum vegna veirunnar. „Það er augljóst að það myndi ekki leiða til góðrar niðurstöðu fyrir neinn. Við megum ekki gleyma því að tilgang- urinn er að standa vörð um fyrir- tækin í landinu, að þau geti farið á fullt um leið og réttar aðstæður skapast.“ Hann segir að SA hafi pressað þungt á stjórnvöld að framlengja öll helstu úrræði, enda hafi slíkt loforð verið gefið. Framlengja þurfi einnig hlutabótaleiðina, stuðningslán og fleira sem í boði er. Halldór bendir á það sem fram kemur í frétt á vef SA að tæplega 67 prósent stjórnenda fyrirtækja í ferðaþjónustu telja samkvæmt könnun að aðgerðir stjórnvalda sem kynntar voru í mars í fyrra hafi ver- ið gagnlegar. Þar kemur jafnframt fram að tæplega helmingur for- svarsmanna allra fyrirtækja telur að aðgerðirnar í heild hafi komið að miklu eða einhverju gagni. Já- kvæðni ríkir því gagnvart aðgerðum stjórnvalda meðal fyrirtækja og hef- ur sú afstaða lítið breyst síðastliðna 6 mánuði, þrátt fyrir að faraldurinn hafi dregist á langinn. Liggur í augum uppi Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Ís- lands, tekur í sama streng og Hall- dór. Hún segir greiðsludreifinguna til mikilla bóta. „Það liggur í augum uppi að fyrirtækin sem þurftu að fresta greiðslum voru í verulegum vanda og það yrði mjög íþyngjandi fyrir þau að greiða þetta upp á þremur mánuðum. Eins og kemur fram í greinargerðinni er þetta líka hagsmunamál fyrir ríkissjóð, sem nýtur góðs af því að fyrirtæki kikni ekki undan greiðslubyrðinni áður en þau komast út úr þessu ástandi. Það yrði tap fyrir alla.“ 48 mánaða frestun jákvæð Atvinnulíf Tilgangur aðgerða að standa vörð um fyrirtækin í landinu. - Skattgreiðslum dreift yfir lengra tímabil - Betur má ef duga skal segir fram- kvæmdastjóri SA - Hagsmunamál fyrir ríkið - Greiðslum dreift inn í næstu hagsveiflu 9,8 milljörðum frestað » Frestun skatta og trygginga- gjalds nam 8,4 mö.kr. í fyrra. » Frestanir á gjalddaga í jan. 2021 og ekki var óskað eftir að dreifa áfram nema 830 m.kr. » Fresta má allt að tveim gjalddögum 2021. Þær frest- anir nema nú 665 m.kr. BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, segir að fyrir þau fyrir- tæki sem standa frammi fyrir erfiðri stöðu sé frestun gjalda í 48 mánuði í stað þriggja mjög jákvætt skref. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hefur frumvarpi fjár- málaráðherra um frekari aðgerðir til að mæta áframhaldandi óvissu um efnahagsleg áhrif faraldursins verið dreift á Alþingi. Þar er lagt til að launagreiðendum verði gefinn kost- ur á frekari fresti til að standa skil á staðgreiðslu af launum og trygg- ingagjaldi með greiðsludreifingu og geti sótt um að dreifa þeim greiðslum í 48 jafnháar mánaðarleg- ar greiðslur, að uppfylltum tiltekn- um skilyrðum. Að óbreyttu yrðu fyrirtækin að endurgreiða frestuð- um greiðslum í júní, júlí og ágúst næstkomandi. Staðan orðin grafalvarleg „Með nýjustu sóttvarnaaðgerðum, sem hafa komið mjög illa við mörg fyrirtæki, þá fylgdu þau skilaboð frá stjórnvöldum að þau úrræði sem hafa verið til staðar yrðu framlengd og/eða betrumbætt. Þannig að við hljótum að fagna þessari breytingu, en betur má ef duga skal. Staðan er því miður orðin grafalvarleg,“ segir Halldór. Hann segir að staðan í atvinnulíf- inu sé víða afskaplega þung. „Það sést best á því að í 22 af 25 atvinnu- greinum hefur starfsfólki fækkað á Morgunblaðið/Kristinn Magnússon markaðinn hafa tekið vel við sér eftir áramótin og raunar eftir að vaxtalækkunarferlið hófst í fyrra. Þá hafi umræða og væntingar um lítið framboð nýrra íbúða haft áhrif á sölu og verð. Einar segir jafnframt búið að selja tvö stór atvinnurými á jarðhæð Hafnar- brautar 13-15. Þar verði annars vegar veitingahúsið Brasserie Kársnes og hins vegar bakaríið Brikk. Fyrirhugað sé að opna á báðum stöðum fyrir sumarið. baldura@mbl.is Um 150 íbúðir hafa selst í nýbyggingum á Kársnesi í ár. Þannig hafa selst 128 íbúðir á Hafnarbraut 12 og 14 og síðustu 20 íbúðirnar á Hafnarbraut 13-15 eða alls 148 íbúðir frá áramótum. Að auki hafa selst íbúðir á Hafnarbraut 9 sem er nú upp- seld. Íslensk fjárfesting fer með uppbygginguna á Hafnarbraut 9 og 13-15. Einar Steindórsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá Íslenskri fjárfestingu, segir Roksala nýrra íbúða á Kársnesi í ár - Brikk og Brasserie Kársnes í hverfið Sala nýrra íbúða á Kársnesi 2018-2021 Seldar íbúðir Óseldar Alls Hlutfall seldra íbúða Sala íbúða hófst Hafnarbraut 9 24 0 24 100% Október 2018 Hafnarbraut 11 25 6 31 81% Júní 2019/apríl 2020 Hafnarbraut 12 61 10 71 86% Febrúar 2021 Hafnarbraut 13-15 54 0 54 100% Desember 2019 Hafnarbraut 14 67 19 86 78% Mars 2021 Samtals 231 35 266 87% Heimild: Karsnes.is, Íslensk fjárfesting, söluvefir M yn d: Ka rs ne s. is 10. apríl 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 127.16 Sterlingspund 174.98 Kanadadalur 101.01 Dönsk króna 20.302 Norsk króna 14.982 Sænsk króna 14.791 Svissn. franki 137.02 Japanskt jen 1.1642 SDR 181.12 Evra 151.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 181.433 Hrávöruverð Gull 1743.7 ($/únsa) Ál 2239.5 ($/tonn) LME Hráolía 63.02 ($/fatið) Brent Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.