Morgunblaðið - 10.04.2021, Page 21

Morgunblaðið - 10.04.2021, Page 21
21 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021 Á næstu 40 til 50 ár- um þarf að afla raforku til margvíslegra nota ef gert er ráð fyrir að orkufrekur málmiðn- aður hverfi. Ör fólks- fjölgun, víðtæk orku- skipti, nýjar atvinnugreinar, m.a. eldsneytisframleiðsla, öflug nýsköpun, bætt endurnýting úrgangs og vöxtur matvælafram- leiðslu til innanlandsneyslu og útflutn- ings kalla á vistvæna orku innan hringrásarhagkerfis. Orkukostum í sátt við náttúru og samfélag fækkar óðum, sé horft til virkjana í vatns- föllum sem best eru höfð frjáls. Tak- markaður hluti raforku fæst með virkjun jarðhitasvæða, eðli og legu þeirra samkvæmt og stöðu gagnvart náttúruvernd. Óvíst er hvort takist að virkja jarðvarma á 5-6 kílómetra dýpi á öruggan og hagkvæman hátt, þar sem fyrir eru jarðvarmavirkjanir. Tækist það myndu djúpholur marg- falda orkuframleiðslugetuna og tak- marka sókn í önnur og ósnert jarð- hitasvæði sem best henta til varðveislu. Þróunin beinir athyglinni að vindorkuverkum. Þau geta hentað til þess að létta álagi á aðra orkukosti og gert kleift að auka rafafl í landinu í takt við orku- þörf og samfélagsleg verkefni. Samtímis verður, orkuöryggis vegna, að styrkja og samtengja flutnings- kerfi raforku (meginhá- spennuloftlínur og -jarð- strengi eftir þörfum) í eina samverkandi heild. Af hverju vindorka? Þróun vind- orkutækja, einkum vindmylla, hefur verið hröð. Orkuframleiðslugeta þeirra eykst, hlutfall endurnýtingar á efnum í þeim batnar og reksturinn verður æ hagkvæmari. Tiltölulega auðvelt er að fjarlægja ummerki þeirra og framkvæmdasvæða. Á móti stendur að þær stærstu eru yfir 200 m háar, fuglum er hætta búin og sjón- ræn áhrif af svokölluðum vindlundum eru jafnan mikil. Vistspor tækja geta verið veruleg í fyrstu en ná að jafnast að mestu við notkun og endurnýtingu efnis í þeim. Nýjar og fyrirferðaminni gerðir vindmylla geta hentað í smærri skala. Tilraunir Landsvirkjunar ná- lægt Búrfelli hafa reynst jákvæðar og búið er að kortleggja helstu landsvæði þar sem veðurfar hentar undir vind- orkuver, en þá ekki horft til annarra þátta í grunninn. Kosti og galla vind- orku verður að meta, einnig í sam- hengi við aðra orkukosti. Jökulárnar geta tímabundið skilað auknu rafafli núverandi orkuvera vegna meira rennslis, bætt flutningskerfi skilar dá- litlum viðbótum og fáein ný eða stækkuð varmaorkuver fylla í mynd- ina, einkum ef þau skila líka heitu vatni og verðmætum efnum til auð- lindagarða. Hluti nýrrar raforkufram- leiðslu getur, að mínu mati, farið fram í nokkrum vindorkulundum er lúta heildarskipulagi og reglum eins og önnur raforkuframleiðsla. Hlutfall þeirra af heildarorkuframleiðslu ræðst af orkuþörf og getu til þess að stýra daglegri framleiðslu í samræmi við aðstæður og óvænt atvik. Tekið af skarið Árum saman hafa erlend orkufyr- irtæki eða fjárfestar, í samvinnu við íslenska aðila, undirbúið byggingu vindorkuvera. Sum þeirra taka til tuga vindmylla og aflgetu á við með- alstórt vatnsorkuver, 100 til yfir 200 MW. Önnur eru minni. Vindlundir eru mislangt komnir í undirbúningi eða á hugmyndastigi, og í a.m.k. einu tilviki er horft til tíu mögulegra staða á veg- um norsks fyrirtækis. Alls er verið að hyggja að vindorkuverum á yfir 40 stöðum! Samanlögð aflgeta alls þessa er lauslega áætluð nálægt 3.000 MW, meira en allt rafafl í landinu. Tveir vindlundir Landsvirkjunar tengjast áföngum verndar- og orkunýting- aráætlunarinnar (Rammaáætlunar). Nokkur erlend verkefni hafa, með samþykki sveitarfélaga, náð inn í skipulag og eru þar með staðsettir og skilgreindir vindlundir af hálfu þeirra. Slíkt gerist á undan beinni tengingu við Rammaáætlun eða í samræmi við heildarskipulag orkuframleiðslu. Framhald þessara verkefna er auðvit- að háð mati á umhverfisáhrifum fram- kvæmda, öðrum lögum, m.a. Ramma- áætlun ef afl er meira en 10 MW, og ýmissi annarri vinnslu í stjórnkerfinu. Fjórða og fimmta áfanga Ramma- áætlunar bíður í raun sægur vind- orkuverkefna til að leggja dóm á. Við þessu þarf að bregðast svo vindorka lúti heildrænu skipulagi og stefnu og verði í samræmi við þarfir okkar. Rík- isstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur lagt fram alhliða orkustefnu og ný frumvörp eða þingsályktunartillögur til þess að ná utan um þróunina í orku- málum. Nýjust er þingsályktun um vindorku og ný lög um mat á um- hverfisáhrifum áætlana og fram- kvæmda. Þrír flokkar Þingsályktunartillagan rúmar þrjá svæðisflokka. Í flokki 1 eru stór land- væði, m.a. friðlýst svæði í A- og B- flokki, óröskuð víðerni á miðhálendinu og t.d. vatnsverndarsvæði. Þar er bygging vindlunda óheimil. Í öðrum flokki eru viðkvæm svæði, en samt ekki útilokuð fyrir fram til nýtingar vindorku en háð m.a. samþykki verk- efnastjórnar Rammaáætlunar og ýmsu fleiru, ef aflgeta er yfir 10 MW. Flokkur 3 eru svæði sem ekki eru til- greind í flokkum 1 og 2. Þar er orku- vinnslan á forræði sveitarfélaga og annarra stjórnvalda. Alls staðar eru framkvæmdir háðar skipulagslögum, lögum um mat á umhverfisáhrifum o.fl. Með þessu frumkvæði er komið í veg fyrir vandræðaástand og sú eðli- lega staða ákvörðuð að vindorka geti gagnast samfélaginu en um leið tekið skynsamlegri stýringu og lotið heild- rænu skipulagi. Eftir Ara Trausta Guðmundsson »Með frumkvæðinu er sú staða ákvörðuð að vindorka geti gagnast samfélaginu en um leið tekið skynsamlegri stýringu og lotið heild- rænu skipulagi. Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er þingmaður VG. Orkuþörf og orkuframleiðsla eiga að fara saman Fólk sem stöðu sinn- ar vegna er tekið alvar- lega hefur nýverið hald- ið fram þeirri firru að staðan í atvinnulífinu væri góð. Einungis 10% hagkerfisins væri í vanda. En þá gleymdist að geta þess að lands- framleiðslan dróst sam- an um 200 milljarða króna í fyrra, hvað þá að ríkissjóður verður rekinn með ríflega 500 milljarða króna halla á árunum 2020-2021 með tilheyrandi skuldasöfn- un eða að Seðlabankinn hefur selt gjaldeyri fyrir 170 milljarða króna frá ársbyrjun 2020. Það gleymdist reynd- ar líka að nefna að um 25 þúsund ein- staklingar eru á skrá um atvinnulausa með öllum áhyggjum sem því fylgja fyrir fólkið og félagslegum afleið- ingum. Þess var heldur ekki getið að atvinnuþátttaka á Ís- landi hefur ekki verið minni í áratugi. Langvinnt atvinnu- lausum fjölgar. Almenn regla segir að mikil hækkun raunlauna fækki störfum og fjölgi atvinnulausum. Reglan gildir líka á Íslandi. Hún breytist ekki þótt for- ysta verkalýðshreyf- ingar taki breytingum. Það dugar ekki að stinga höfðinu í sandinn. Engar töfralausnir skapa störf fyrir 25 þúsund atvinnu- lausa eða þá sem eru á hlutabótum. Nú er spáð yfir 5% atvinnuleysi næstu fimm ár. Þorri Íslendinga hefur hingað til ekki sætt sig við mikið og langvinnt atvinnuleysi og það viðhorf hefur ekki breyst. Aðilar vinnumarkaðarins verða að horfast í augu við staðreyndir og bregðast við af raunsæi. Samfélags- legur kostnaður atvinnuleysis er of mikill og aðstæður fjölda fólks eru óviðunandi. Því miður hafa samnings- aðilar brugðist hlutverki sínu. Kaup- máttur launa starfandi fólks batnar stöðugt en atvinnulausir sitja eftir. Laun hafa hækkað of mikið og fjölgað fólki án vinnu. Skuldadagar Áframhaldandi aukning kaupmáttar þeirra sem eru í starfi, samhliða fjölda- atvinnuleysi, er óheillavænlegt ástand sem er til þess fallið að auka ójöfnuð. Slíkt ástand dregur einnig úr fram- leiðslukrafti hagkerfisins. Efnahags- lögmál sjá til þess að kaup og kjör lagast alltaf að endingu að greiðslu- getu fyrirtækja og framleiðni í at- vinnulífinu. Það kemur að skuldadög- um. Í aðdraganda alþingiskosninga hljóta stjórnmálaflokkar að setja at- Tækifæri í kreppunni Eftir Halldór Benjamín Þorbergsson » Forsendur verð- mætasköpunar eru til staðar og að þeim verður að hlúa. Halldór Benjamín Þorbergsson Höfundur er framkvæmdastjóri SA. vinnumál á oddinn og þá með með öðr- um hætti en innihaldslausum tillögum um fjölgun starfa hjá hinu opinbera. Annars bregðast þeir kjósendum sín- um og sérstaklega þeim sem eru án at- vinnu. Kjarasamningar á almennum vinnu- markaði losna eftir 18 mánuði. Það ætti öllum að vera ljóst að ekki verður haldið áfram á þeirri braut að hækka laun hér á landi margfalt meira en svigrúm er fyrir og fela Seðlabank- anum að stuðla að stöðugu verðlagi á sama tíma. Mótsögnin er augljós og af- leiðingarnar þekktar. Lausnin felst í verðmætasköpun Fyrirtæki og atvinnulífið í heild skapa verðmætin sem standa undir samneyslu og velferðarkerfi. Heilbrigð og samkeppnishæf rekstrarskilyrði, hóflegir skattar og gegnsæjar reglur eru forsendur þróttmikils atvinnulífs. Fjárfestingar, vöruþróun, nýsköpun og markaðssókn er eina færa leiðin til að skapa verðmæti og leggja grunn að fjölgun starfa, auknum tekjum fólks og skatttekjum til hins opinbera. Sem dæmi er nýliðin loðnuvertíð gríðarleg innspýting í lykilbyggðarlög á krefj- andi tíma. Lausnin felst ekki í enn meiri um- svifum ríkis og sveitarfélaga til að bæta upp töpuð störf og verkefni í einkageiranum. Forsendur verðmæta- sköpunar eru til staðar og að þeim verður að hlúa. Tækifærin eru mörg. Sjávarútvegurinn, orkugeirinn, öflug iðnfyrirtæki, heilbrigðistækni, sprota- fyrirtæki á fjölmörgum sviðum ásamt þjónustu og fyrirtækjum í öðrum greinum búa við mikla möguleika til að vaxa og dafna. Ferðaþjónustan mun einnig ná vopnum sínum og vonandi komast á skrið sem fyrst. Það má láta sig dreyma um álíka samstöðu um leið út úr atvinnuvand- anum og ríkt hefur gegn kórónuveir- unni. Þótt slík samstaða sé ekki í aug- sýn kæmi hún atvinnulausum best og stuðlaði að sjálfbærri þróun á komandi árum. En sporin hræða. Í glímunni við heims- faraldurinn höfum við öll þurft að laga okkur að nýjum aðstæðum. Fólk og fyrirtæki hafa þurft að bregðast við mismunandi ráðstöf- unum sem stjórnvöld hafa beitt til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar, bæði þegar slakað er á eða hert. Vissulega hefur ekki verið gripið til jafnharðra aðgerða hér og víða annars staðar og almennt hefur hérlendis verið samstaða um að reyna að viðhalda eins eðlilegu ástandi og fært er miðað við stöðuna á hverjum tíma. Nú er svo komið að bólusetningar ganga ágætlega og áætlanir um öflun bóluefnis og bólu- setningu landsmanna hafa verið birt- ar. Því er eðlilegt að sú spurning vakni hvaða áætlanir hið opinbera hefur um afléttingu takmarkana samhliða bólusetningum. Áætlanir kynntar í nágrannaríkjum Að undanförnu hafa verið kynntar og virkjaðar svokallaðar opnunar- áætlanir í nágrannalöndum okkar, Noregi og Danmörku. Þannig hyggjast stjórnvöld í Danmörku afnema helstu frels- isskerðingar þegar bólusetningu 50 ára og eldri verður lokið og Norðmenn hafa einnig kynnt áætlun um af- léttingu sem gert er ráð fyrir að taki gildi í skrefum til júníloka. Hér er ekki lagt neitt mat á það hver staðan hefur verið í þessum ríkjum, né hvort aðgerðir séu sam- bærilegar milli landa. Það sem skiptir máli er að stjórnvöld í þess- um ríkjum birta áform sín og þeim er ætlað að veita ákveðinn fyr- irsjáanleika, með eðlilegum fyr- irvörum. Þannig geti fólk gert ráð fyrir að líf þess komist smám saman í fyrra horf ef allt gengur sam- kvæmt áætlun hvað bólusetningar varðar. Hér hefur því verið haldið á lofti að ný afbrigði geti breytt þeirri mynd sem við höfum af faraldrinum og viðbrögðum við honum. Í því sambandi er rétt að minna á að hin nýju afbrigði veirunnar sem nú eru komin hingað til lands finnast einnig í Noregi og Danmörku. Eigi að síður hafa stjórnvöld þessara landa birt áætlanir um afléttingu. Skýrum sameiginleg markmið Fyrirsjáanleiki er nauðsynlegur þáttur í eðlilegu lífi, þótt reynslan sýni okkur að allt sé breytingum háð. En jafnvel þótt fyrirsjáanleik- inn sé skilyrtur, skapar hann ákveð- inn ramma og aðhald gagnvart þeim aðgerðum sem stjórnvöld beita. Fyrirsjáanleiki er lykilatriði fyrir þá sem standa í rekstri. Sem dæmi má nefna að fyrirtæki þurfa að geta metið gróflega hverjar tekjur þeirra til næstu vikna, mánaða eða missera verða. Þau þurfa að geta skuldbundið sig til kaupa á aðföng- um eða gert ráð fyrir að slíkar skuldbindingar gangi ekki upp vegna aðgerða stjórnvalda. Þau þurfa líka að geta brugðist við ólík- um aðstæðum í starfsmannahaldi, – ein sviðsmynd getur kallað á upp- sagnir og önnur á ráðningar. Við umræður á Alþingi í lok mars lýsti forsætisráðherra því yfir, með fyrirvara um ný afbrigði, að þegar 60 ára og eldri hefðu verið bólusett- ir myndi hætta á alvarlegum veik- indum, innlögnum og dauðsföllum dragast verulega saman, sem þýddi að stjórnvöld gætu stigið ákveðin skref til að draga úr sóttvarn- aráðstöfunum. Nú er ljóst, miðað við yfirlýsingar heilbrigðisyf- irvalda, að þetta markmið næst öðru hvoru megin við næstu mán- aðamót. Því er nú tilefni til að hvetja stjórnvöld til að leggja fram afléttingaráætlun í samræmi við ár- angur í bólusetningum. Slík áætlun myndi auðvelda fólki og fyr- irtækjum að skipuleggja sig og starfsemi sína, en ekki síður skapa traust og skýra þau sameiginlegu markmið sem við viljum stefna að, um öfluga viðspyrnu og opið sam- félag. Forsendur fyrirsjáanleika Eftir Ara Fenger Ari Fenger » Því er nú tilefni til að hvetja stjórnvöld til að leggja fram aflétting- aráætlun í samræmi við árangur í bólusetn- ingum. Höfundur er formaður Viðskiptaráðs Íslands. Innlagnir í sjúkrahús Hlutfall af smitum eftir aldri 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% >8980-8970-7960-6950-5940-4930-39<29 ALDURSBIL Í ÁRUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.