Morgunblaðið - 10.04.2021, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.04.2021, Qupperneq 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021 Atvinnuhúsnæði í 230 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is 100 m2ásamt 40 m2millilofti 85 m2ásamt uþb. 30 m2millilofti Grófin 17 Grófin 13c Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Verð 25.600.000 Verð 19.800.000 E inn kynngimagn- aðasti kaflinn í Grettis sögu er frásögnin af við- ureign söguhetjunnar og draugsins Gláms. Grettir ligg- ur í fleti sínu og skynjar mik- inn gauragang fyrir utan bæ- inn. Þótt lesandann gruni ýmislegt er honum haldið í óvissu um hvað er á seyði. „Var þá farið upp á húsin og riðið skálanum og barið hæl- unum svo að brakaði í hverju tré. Það gekk lengi. Þá var farið ofan af húsunum og til dyra gengið.“ Málfræðibragð- ið sem hér er beitt er þol- mynd; eitt helsta hlutverk hennar er að beina athyglinni frá geranda einhvers verkn- aðar. Svo er skipt úr þolmynd í germynd í miðri málsgrein: „Og er upp var lokið hurðunni (þolmynd) … sá Grettir (ger- mynd) að þrællinn rétti inn höfuðið.“ Við vitum ekki hver er að koma – þolmyndin felur gerandann – en þegar dyrnar hafa verið opnaðar sér Grett- ir, og við þar með líka, hver það er. Draugurinn mjakast inn og „sá að hrúga nokkur lá í sætinu og ræður nú innar eftir skálanum og þreif í feldinn stundar fast“. Grettir tekur hraust- lega á móti og þeir „kipptu nú í sundur feldinum í millum sín“. Nokkurri furðu gegnir að hér er sagt frá „upplifun“ draugsins: „Glámur leit á slitrið er hann hélt á og undraðist mjög hver svo fast mundi togast við hann.“ Aft- urgangan lætur til skarar skríða og átökin harðna allhressilega: „Gengu þá frá stokkarnir og allt brotnaði það sem fyrir varð.“ Viðbragð Grettis, frá sjónarhorni sögumanns, er að „hann hleypur sem harðast í fang þrælnum og spyrnir báðum fótum í jarðfastan stein er stóð í dyrunum“. Þá fáum við aftur innsýn í skynjun Gláms: „Við þessu bjóst þrællinn eigi.“ Enn er draug- urinn hissa! Hann hafði reynt að draga Gretti að sér – „og því kiknaði Glám- ur á bak aftur og rauk öfugur út á dyrnar svo að herðarnar námu af dyrið og rjáfrið gekk í sundur, bæði viðirnir og þekjan frerin, féll svo opinn og öfugur út úr húsunum en Grettir á hann ofan“. Ef viðureignin væri sýnd í teikni- myndasögu stæði hér „Búmm! Krass!“ Þá er skipt yfir í vítt sjónarhorn úti undir berum himni, alveg eins og í bíómynd: „Tunglskin var mikið úti og gluggaþykkn. Hratt stundum fyrir en stundum dró frá.“ Síðan er dregin upp óhugnanleg lýsing: „Nú í því er Glámur féll rak skýið frá tunglinu en Glámur hvessti augun upp í móti.“ Loks er vísað í Gretti sem heimild, væntanlega til að vekja samlíðan lesand- ans með söguhetjunni: „Og svo hefir Grettir sagt sjálfur að þá eina sýn hafi hann séð svo að honum brygði við.“ Glámsaugun áttu eftir að fylgja honum æ síðan. Í þessum kafla er listilega tvinnað saman sjónarhorni alviturs sögumanns og Grettis – og við fáum m.a.s. innsýn í skynjun hinnar sænskættuðu aftur- göngu. Að auki er brugðið upp ópersónulegu sjónarhorni þar sem beitt er ósköp hversdagslegu en áhrifaríku bragði úr málfræðinni – þolmynd – til að fela gerandann og skapa þannig dulúð og óhugnað í aðdraganda átakanna. Þórhallur Eyþórsson tolli@hi.is Tungutak Grettir, Glámur og þolmynd Glámur Teikning eftir Halldór Pétursson. Í þá góðu gömlu daga töldum við Heimdellingar okkur vita að leiðtogi okkar, Bjarni heitinn Benediktsson, teldi að þýðing Morgunblaðsins fyrir Sjálfstæðisflokkinn væri aðallega sú að blaðið hefði svo mikil áhrif á andrúmsloftið í samfélag- inu. Jafnframt töldum við okkur vita hver mælistika hans væri á það andrúmsloft – þ.e. hve margir tækju ofan fyrir honum þegar hann gengi úr stjórnarráðshúsinu yfir í Alþingi. Þótt margt hafi breytzt og lítið sé um hatta, sem teknir eru ofan fyrir ráðamönnum á förnum vegi, er það þó góð aðferð að hlusta eftir því hvernig fólk talar til að átta sig á hvernig landið liggur í pólitíkinni og taka mark á því. Og sé það gert á Sjálfstæðisflokkurinn við ímynd- arvanda að stríða. Það er mjög útbreidd skoðun að fiskveiðikvótinn hafi leitt til stórvaxandi ójöfnuðar og Sjálfstæðisflokknum kennt um. Hann er talinn helzta vígi margvíslegra sérhagsmuna. Það er al- rangt en því er aldrei mótmælt af talsmönnum Sjálfstæðisflokks- ins. Veruleikinn er sá, að framsal kvótans var gefið frjálst af vinstristjórn Framsóknar, Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags án þess að taka upp auðlinda- gjald um leið. Þetta var senni- lega mesti tilflutningur eigna á Íslandi frá siðaskiptum. Tals- menn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki séð ástæðu til að leiðrétta þennan misskilning. Fleiri vísbendingar eru um erfiða stöðu Sjálfstæð- isflokks í aðdraganda kosninga. Fyrr á þessu ári voru birtar tvær fréttir sem valda áhyggjum. Önnur var sú, að ef kosið yrði til borgarstjórnar nú mundi flokkurinn tapa einum fulltrúa í borgarstjórn. Hin var könnun á vinsældum ráðherra, sem benti til þess að ráðherrar flokksins ættu undir högg að sækja. Það er tilhneiging til þess í Valhöll og víðar að yppta öxlum yfir slíkum fréttum en það er misskilin afstaða. Þær segja sína sögu. Þegar saman fara vísbendingar af þessu tagi og hins vegar heimildir um, að Framsóknarflokkurinn sé að taka eina af sögulegum beygjum til vinstri, er nokkuð ljóst að það stefnir í vinstristjórn að loknum kosningum í haust. Ein af ástæðunum fyrir því að það veldur áhyggjum er sú að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks skildi illa við aðildarumsóknina að ESB. Hún var ekki dregin formlega til baka heldur skilin eftir í skúffu sem veldur því að það er auðveldara að end- urvekja hana. Þótt Framsóknarflokki Sigurðar Inga sé treystandi í þeim málum er aldrei að vita hvað gerist þegar annar stjórnarflokkur, Samfylkingin, leggur ofuráherzlu á slíkt mál. Verkefni Sjálfstæðisflokksins næstu mánuði eru því mörg. Í fyrsta lagi þarf flokkurinn að koma því ræki- lega til skila hvaða flokkar það voru sem afhentu út- gerðinni gífurlega fjármuni með framsali kvótans. Í öðru lagi þarf það að koma skýrt fram, að það var Sjálfstæðisflokkurinn sem hafði forystu um að gera til- lögur auðlindanefndar að sínum. Þetta eru grundvall- aratriði þótt þau þýði ekki að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hreint borð þegar kemur að sameign þjóðarinnar. Það er auðvitað löngu kominn tími til að stjórn- málaöflin standi við það í raun, sem fært hefur verið í lög, að fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar. Það gerðist að vísu ekki fyrr en þingmaður hafði hringt í LÍÚ og spurt hvort það væri í lagi að setja slík ákvæði í lög. Sá þingmaður var ekki úr Sjálfstæðisflokknum. Loks er ljóst að Evrópumálin verða lykilatriði í kosn- ingunum. Þar verður stefna Sjálfstæðisflokksins að vera skýr og ekkert miðjumoð af því tagi sem flokkurinn leyfði sér að hafa uppi í umræðum um orkupakka 3. Í EES-samningunum eru skýr ákvæði sem heimila aðildarríkj- unum að segja hingað og ekki lengra. Frambjóðendur þurfa að tala skýrt í kosningabaráttunni um það hvort þeir eru tilbúnir til að standa á þeim samningsbundna rétti. Það er ljóst að Evrópusinnar eru að sækja í sig veðr- ið. Þeir boða enn aðild að ESB. Í mörg undanfarin ár hefur verið alveg skýrt hvað ESB er. Það er aðferð til þess að losna við lýðræðið og tryggja völd umboðs- lausra og andlitslausra embættismanna. Milovan Djilas skrifaði fræga bók um Hina nýju stétt, þar sem hann lýsti því hvað gerðist í ríki Títós þegar embættismenn og starfsmenn Kommúnista- flokksins tóku völdin. Slíkt stjórnarfar er að ryðja sér til rúms í Evrópu. Og það er kannski ekki mikill munur á þeim stjórnarháttum og voru í þriðja ríkinu. Í kosningunum í haust þarf að kveða niður boðskap ESB-sinna sem vilja í raun gera Ísland að litlum áhrifalausum hreppi í Evrópu. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að endurheimta sinn fyrri styrk til þess að geta stöðvað þetta lið sem sér enga ástæðu til að þessi litla þjóð ráði sér sjálf. Um síðustu tilraun til þess má lesa í miklu ritverki Guðjóns Friðrikssonar um Alþýðuflokkinn í 100 ár. Það er nánast ótrúlegt að það skuli þurfa að heyja þessa baráttu aftur og aftur. En þeir sem kunna að efast um það ættu að kynna sér ótrúlegan málflutning talsmanna Viðreisnar að und- anförnu. Fyrr á árum skipti máli að útiloka vinstristjórnir vegna varnarmála. Nú skiptir það máli vegna sjálfstæðis Íslands. Í kosningunum í haust þarf að kveða niður boðskap ESB- sinna sem vilja í raun gera Ísland að litlum áhrifalaus- um hreppi í Evrópu. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Ímyndarvandi Sjálfstæðisflokks Finnskur kennari við Háskólanná Akureyri, Lars Lundsten að nafni, skrifaði fyrir skömmu grein í Hufvudstadsbladet í Helsinki um, að Ísland væri spilltasta landið í hópi Norðurlanda. Ég svaraði í blaðinu 7. apríl og benti á, að heim- ild hans væri hæpin. Hún væri al- þjóðleg spillingarmatsvísitala, en eins og fram hefur komið op- inberlega, hefur einkunn Íslands samkvæmt henni aðeins lækkað vegna þess, að tveir íslenskir mats- menn, Grétar Þór Eyþórsson (sam- kennari Lundstens á Akureyri) og Þorvaldur Gylfason, hafa metið Ís- land niður nokkur síðustu ár án sýnilegrar ástæðu. Ég benti einnig á, að venjuleg merki víðtækrar stjórnmálaspill- ingar væri ekki að sjá á Íslandi. Hér væri velmegun meiri og almennari en víðast hvar annars staðar og tekjudreifing jafnari, jafnframt því sem Ísland teldist friðsælasta land í heimi og með minnstu glæpatíðni. Í svari sínu í sama tölublaði gerði Lundsten aðeins eina efnislega at- hugasemd. Hún var, að ég segði Samherja ranglega hafa verið sýkn- aðan í sakamáli vegna gjaldeyris- mála. Dómstólar hefðu ekki fellt efnislegan úrskurð í málinu. Laga- heimild hefði skort til þess. Auðvitað er þessi athugasemd Lundstens fjarstæða. Menn og fyrirtæki verða einmitt ekki sak- felld, nema til þess sé lagaheimild. Í réttarríki ráða lögin, ekki menn- irnir. Með dómi Hæstaréttar 8. nóv- ember 2018 var stjórnvaldssekt, sem Seðlabankinn hafði lagt á Sam- herja, numin úr gildi. Embætti sér- staks saksóknara hafði áður fellt niður meginþætti málsins gegn fyrirtækinu og látið svo um mælt í bréfi til þess, að það hefði lagt sig fram „af kostgæfni“ að fylgja sett- um reglum um gjaldeyrisskil, en um það snerist málið. Embætti skatt- rannsóknarstjóra, sem hafði líka skoðað málið, hafði ekki talið ástæðu til aðgerða. Mér er ekki ljóst, hvað Lundsten gengur til með þessari árás í erlendu blaði á eitt öflugasta útflutningsfyrirtæki landsins. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Rangfærslur í Finnlandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.