Morgunblaðið - 10.04.2021, Page 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021
Komdu í BÍLÓ!
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is – ALLTAF VIÐ SÍMANN 771 8900 –
Þessir síungu strákar eru klárir
í að selja bílinn þinn
Kíktu við, hringd
eða sendu okkur
skilaboð!
Hlökkum til!
Indriði Jónsson
og Árni Sveinsson
u
Nýskráður 03/2020, ekinn 9þkm, bensín & rafmagn (plug in hybrid,
56 km drægni), sjálfskiptur. Leður, 19“ álfelgur, stafrænt mælaborð,
hiti og kuldi í sætum. 360° bakkmyndavél
og miklu meira. Raðnúmer 252399
SKODA SUPERB IV LIMO LAURIN &
K
M.BENZ C 300e 4MATIC
AM
M.BENZ A 250e
P
0
LEMENT (L&K)
Nýskráður 01/2020, ekinn 14 Þ.km, bensín & rafmagn (plug in hybrid
50 km drægni), sjálfskiptur 9 gíra, fjórhjóladrifinn. AMG útlit og
19“ AMG álfelgur. glerþak, stafrænt mælaborð og mikið fleira.
Raðnúmer 251912
G line
VERÐ 6.250.000
Nýskráður 06/2020, ekinn 3 Þ.km, bensín & rafmagn (plug in hybrid,
69km drægni), sjálfskiptur, stafrænt mælaborð, 18“ álfelgur o.fl.
Raðnúmer 252254
ROGRESSIVE
VERÐ 5.990.000
Hún hefur ef til vill
farið fram hjá mörgum
sú fyrirætlan vinstri-
meirihlutans í Reykja-
vík að fækka bílastæð-
um í borgarlandinu um
þrjú þúsund til ársins
2025. Þetta var sam-
þykkt á fundi borg-
arstjórnar 2. mars sl.
undir liðnum aðgerða-
áætlun Reykjavík-
urborgar í loftslags-
málum til ársins 2025.
Jafnvel þótt fækkun
bílastæða um 2% á ári
láti ekki mikið yfir sér
er engu að síður um
600 stæði að ræða ár-
lega. Þá er fyrirséð að
2% markmið borg-
arinnar gengur með
engu móti upp með
hliðsjón af íbúafjölgun
sem er u.þ.b. 3% á ári.
Eins er ljóst að orkuskipti í sam-
göngum eru komin á fleygiferð og
margir nú þegar komnir á rafbíla eða
hybrid-bíla en þar á meðal er undir-
ritaður. Af því leiðir að ökutæki
borgarbúa verða með hverjum deg-
inum umhverfisvænni, en um helm-
ingur nýskráðra ökutækja, sem selj-
ast í dag, er knúinn áfram með
rafmagni. Markmið borgarinnar um
fækkun bílastæða skýtur því skökku
við enda ökutæki almennt að verða
hliðhollari umhverfinu. Nær hefði
verið að snúa þessu við og fjölga
hleðslustöðvum veru-
lega en við sjálfstæð-
ismenn höfum lagt
fram fjölda tillagna í þá
veru.
Hitaveitan leysti
kolakyndingu
af hólmi
Við teljum meðal
annars að Reykjavík-
urborg þyrfti að ganga
enn lengra í stefnu
sinni í loftslagsmálum
með því að auðvelda
orkuskipti í sam-
göngum enda hefur
borgin verið í farar-
broddi í notkun end-
urnýjanlegrar orku síð-
an hitaveitan leysti
kolakyndingu af hólmi.
Orkuskiptin eru stór-
lega vanmetin og þar
þarf að gera betur. Raf-
orkuframleiðsla hér á
landi er endurnýjanleg
og rafvæðing því augljós valkostur í
samgöngum fyrir borgarbúa.
Þá er kolefnisbinding CarbFix
framfaraskref á heimsvísu og teljum
við, borgarfulltrúar Sjálfstæð-
isflokks, að það gæti verið eitt
stærsta framlag Reykjavíkurborgar
til loftslagsmála að miðla af þekkingu
sinni og reynslu.
Hentistefna vinstrimeirihlutans
í hnotskurn
Þá verður að teljast ansi ein-
kennilegt að áform um að ganga á
græn svæði í borginni, svo sem í El-
liðaárdal og Laugardal og fleiri
svæðum, eru í hróplegu ósamræmi
við stefnu borgarinnar í loftslags-
málum. Það eitt og sér lýsir auðvitað
hentistefnu þessa vinstrimeirihluta í
hnotskurn.
Við í Sjálfstæðisflokki viljum skýr
markmið í skógrækt enda er hún
hagkvæm og náttúruleg binding.
Eins viljum fækka olíutönkum í Ör-
firisey en samþykkt var í borgarráði
að fækka þeim um 50%. Enn fremur
töldum við að þyrfti að bæta og fjölga
hjólastígum enda er jákvætt að hér-
lendis fari hjólreiðamenning vaxandi
Rafbíllinn einn
umhverfisvænsti kosturinn
Eins teljum við að Reykjavík
framtíðarinnar eigi að byggja á sjálf-
bærum hverfum, þar sem hvert
hverfi samanstendur af sterkum inn-
viðum og þjónustu með öflugum og
tíðum almenningssamgöngum innan
hverfis, sem tengist síðan stærra
samgöngukerfi borgarinnar.
Loftslagsáætlun Reykjavíkur-
borgar er að mörgu leyti ágæt en þó
skín í gegn þetta gegndarlausa hatur
vinstrimeirihlutans á fjölskyldubíln-
um. Svo virðist sem meirihlutinn sé á
flótta undan þeirri staðreynd að raf-
bíllinn er að verða einn umhverfis-
vænsti kosturinn í samgöngum. Sér-
staklega hérlendis þar sem við
nýtum nær einvörðungu hreina orku
eins og þekkt er orðið á heimsvísu.
Eftir Björn Gíslason
» Jafnvel þótt
fækkun bíla-
stæða um 2% á
ári láti ekki mik-
ið yfir sér er
engu að síður
um 600 stæði að
ræða árlega.
Björn Gíslason
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.
Bílastæðum fækkað
um 3.000 í Reykjavík
Norðlendingar
héldu hátíð í upphafi
apríl þegar nýtt,
glæsilegt uppsjávar-
skip Samherja kom til
heimahafnar á Akur-
eyri. Vilhelm Þor-
steinsson EA 11, sem
er 89 metrar á lengd
og 16,6 metrar á
breidd, hefur burð-
argetu yfir þrjú þús-
und tonn í þrettán
lestartönkum og verður aflinn kæld-
ur til að hráefnið komi sem ferskast
að landi.
Hið nýja skip er áminning um
mikilvægi sjávarútvegs í öllum
landsfjórðungnum. Öllu máli skiptir
fyrir byggðir að sjávarútvegur
gangi vel og sé rekinn af sóknarhug.
Ný atvinnutæki eru svar við æ meiri
kröfum um arðbærni, alþjóðlega
samkeppni og aukna nýtingu hrá-
efnis.
Fjárfestingar í nýjum skipum og
hátækni til að mynda á Dalvík,
Eskifirði og víðar, kalla á tæki frá
íslenskum framleiðendum fyrir
milljarða. Þannig hafa veiðar og
vinnsla einnig verið íslenskum iðn-
aði aflvél. Það sýnir mikill vöxtur
síðustu 30 ára hjá fyrirtækjum á
borð við Marel, Skagann 3x, Curio,
Völku, Vélfag, Hampiðjuna, Frost,
Egersund, Rafeyri, Baader á Ís-
landi og svo mætti lengi telja. Leið-
andi fyrirtæki í íslenskum sjávar-
útvegi inn í fjórðu iðnbyltinguna.
Hátækni kallar eftir fjölgun vel
menntaðs tæknifólks í sjávarútvegi.
Það skiptir ekki síst máli á lands-
byggðinni.
Miðað við vægi sjávarútvegs á
landsbyggðinni samanborið við höf-
uðborgarsvæðið, er hann sannarlega
„landsbyggðargrein“. Einungis
landbúnaður stendur þar framar. Sé
horft til allra atvinnugreina var árið
2017 um 67 prósent
framleiðslu á höfuð-
borgarsvæðinu en 33
prósent á landsbyggð-
inni. Í sjávarútvegi má
rekja 14 prósent til höf-
uðborgarsvæðis en 86
prósent til lands-
byggðar.
Það skiptir því öllu
fyrir landsbyggðina að
sjávarútvegi séu búin
góð og ekki síst stöðug
rekstrarskilyrði. Hörð
alþjóðleg samkeppni
sjávarútvegs tekur lítil mið af að-
stæðum á Íslandi. Við bætast nátt-
úrulegar sveiflur ekki síst í afla-
brögðum uppsjávarfiska, síldar,
loðnu, kolmunna og makríls.
Austurland er öflugasta svæði Ís-
lands í uppsjávarveiðum, býr yfir
góðum flota til veiða og öflugri fisk-
vinnslu: Uppsjávarhús Eskju á
Eskifirði, Síldarvinnslunnar í Nes-
kaupstað, Brims á Vopnafirði og
Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði.
Nálægð við fiskimið eykur getu og
hagkvæmni veiða. Öflugar vinnslur
og fiskiskip auka enn möguleika á
gæðastýringu og arðsemi.
Vorhugur tendrast þegar nýr
Börkur, uppsjávarskip Síldarvinnsl-
unnar, mun leggja að heimahöfn.
Þetta systurskip Vilhelms Þor-
steinssonar mun í framtíðinni færa á
land fyrsta flokks hráefni, aukna
verðmætasköpun og lífskjör. – Það
veit á gott.
Ný glæsileg
uppsjávarskip
Eftir Njál Trausta
Friðbertsson
Njáll Trausti
Friðbertsson
»Ný skip svara kröf-
um alþjóðlegrar
samkeppni um betri
nýtingu hráefnis og
meiri arðbærni.
Höfundur er alþingismaður Norð-
austurkjördæmis.
ntf@althingi.is
Ljósmynd/Axel Þórhallson
Nýr Vilhelm kemur til heimahafnar.
Katrín Jakobsdóttir
kvartaði undan því í
Morgunblaðsgrein ný-
verið að aðrir þingmenn
væru komnir í skot-
grafir varðandi tillögu
hennar að breytingum á
stjórnarskrá. Spurning
er hvort hún sé ekki líka
komin í skotgröf vegna
kosninga í haust þar
sem hún þarf að skapa
sér og flokki sínum vissa
sérstöðu. Ég læt það liggja á milli
hluta en leyfi mér að leggja orð í belg
um stjórnarskrármál. Ég er smátt og
smátt að komast á þá skoðun að þing-
menn og aðrir þeir sem tjá sig um
stjórnarskrá viti varla hvaða hlut-
verki stjórnarskráin gegnir eða á að
gegna, hver sé munurinn á lögum og
þeim ákvæðum sem stjórnarskráin
geymir eða á að geyma. Ég ætla því
að varpa fram nokkrum spurningum
sem allar tengjast stjórnarskránni.
Ef til vill fæst einhver
þingmaður, ráðherra
eða annar áhugamaður
um stjórnarskrá til að
svara þeim spurningum
með öðrum hætti en ég
geri og skapi þar með
raunverulega umræðu
um stjórnarskrá og eðli
hennar.
- Hvers vegna hafa
Íslendingar stjórn-
arskrá?
- Hvers vegna þarf
að rjúfa þing ef stjórn-
arskrá er breytt?
- Hvers vegna undirritar forsetinn
lög frá Alþingi?
- Hvers vegna lætur forsetinn ráð-
herra framkvæma vald sitt?
Við öllum þessum spurningum og
reyndar fleirum er einfalt svar:
- Vegna þess að Íslendingar voru
eitt sinn þegnar Danakonungs.
Þarna eru „dönskuslettur“ í ís-
lenskri stjórnarskrá. Sumar eru þarf-
ar, aðrar óþarfar og jafnvel til óþurft-
ar. Benda má á fleiri „dönskuslettur“
en hér verður látið staðar numið. Vilji
einhver reyna að svara þessum
spurningum á annan hátt en ég geri
gefa svör mín vísbendingu um hvar
svara sé að leita.
Hvað er stjórnarskrá? Þeirri
spurningu ætla ég ekki að svara að
sinni. Ég ætla bara að beina þeim til-
mælum til Katrínar forsætisráðherra
að hún dragi tillögur sínar um breyt-
ingar á stjórnarskrá til baka en komi í
staðinn með tillögu um að ákvæðið
um þingrof verði fellt út. Eftir það
þurfa menn ekki að fara í skotgrafir á
síðasta vetri kjörtímabils út af stjórn-
arskránni en geta í staðinn í róleg-
heitum íhugað verksvið forseta Ís-
lands fyrir lok kjörtímabils hans.
Einnig mætti færa önnur ákvæði
stjórnarskrár til þess horfs sem
reyndin hefur á orðið.
Katrín og skotgrafir
Eftir Sigurbjörn
Guðmundsson »Hvað er stjórnar-
skrá?
Sigurbjörn
Guðmundsson
Höfundur er ellilífeyrisþegi
sigurbjorn@centrum.is