Morgunblaðið - 10.04.2021, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.04.2021, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021 ✝ Indriði Elberg Baldvinsson fæddist 26. nóv- ember 1933 í Stykkishólmi. Hann lést á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 4. apríl 2021. For- eldrar Indriða voru Baldvin Sig- urvinsson bóndi, f. 16. mars 1904, d. 3. nóvember 1982, og Kristbjörg Bjarnadóttir hús- freyja, f. 16. ágúst 1912, d. 12. maí 1988. Albróðir Indriða var Ragnar Birgir, f. 1937, d. 1977. Þau Kristbjörg skildu. Hálf- systur Indriða móðurmegin eru Díana, f. 1944, og Steinunn, f. 1947, Garðarsdætur. Baldvin kvæntist Ólafíu Magnúsdóttur frá Belgsdal, f. 8. maí 1914, d. 12. desember 2009, og bjó með henni til dauðadags á bænum Gilsfjarðarbrekku í Gilsfirði. Systkini Indriða samfeðra eru Jóna, f. 1943, Ingibjörg Magnea, f. 1945, Elínborg, f. 1947, Smári, f. 1950, d. 2006, Sigurvin, f. 1953, d. 1984, og Katrín, f. 1959. Ólafía gekk Indriða í móðurstað og ólst hann upp á Gilsfjarð- Indriði störf þar fyrst við skel- fiskvinnslu, en fékk fljótlega vinnu sem átti betur við hann við verslunarstörf. Lengst starf- aði Indriði hjá Skipavík sem segja má að tekið hafi við hlut- verki kaupfélags þar sem alls kyns varningur er til sölu annar en matvæli. Þar undi Indriði sér vel þar til hann hætti störfum kominn vel á áttræðisaldur og var vakandi og sofandi yfir þörf- um bæjarbúa og rekstri versl- unarinnar. Börn Karólínu og Indriða eru: Rúnar Elberg skipstjóri, kvæntur Maríu Önnu Þorsteins- dóttur. Hann á einn son, Símon, f. 1982. Baldvin vélstjóri, kvænt- ur Guðrúnu Benediktsdóttur. Þeirra börn eru: a) Tinna Brá, f. 1984. Hennar börn eru Indriði Hrafn og Þórunn Kría Ein- arsbörn. b) Baldvin Indriði El- berg, f. 1989. Sonur hans og Unu Á. Sverrisdóttur er Elberg. c) Benedikt Breki, f. 2000. Síð- ustu árin bjuggu Indriði og Kar- ólína á dvalarheimili eldri borg- ara að Skólastíg 14 A í Stykkishólmi. Útför Indriða Elberg fer fram frá Stykkishólmskirkju laug- ardaginn 10. apríl kl. 14 og verður streymt frá YouTube/ Stykkishólmskirkja: https://tinyurl.com/u3e2h6xn Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat arbrekku fram á unglingsár. Ungur maður hleypti Indr- iði heimdraganum og réðst til vinnu í Kaupfélaginu í Króksfjarðarnesi, Geiradal, og hitti þar ástina í lífi sínu, Karólínu Ingólfs- dóttur, sem þá var þar ráðskona. Þau Karólína giftu sig 2. nóvember 1958 og lifir Karól- ína mann sinn. Í Króksfjarðar- nesi eignuðust þau synina Rúnar Elberg, f. 1958, og Baldvin, f. 1959. Fjölskyldan dvaldi ekki lengi í Nesi heldur flutti suður eins og fleiri á þessum árum. Þau bjuggu fyrst í Reykjavík og síðar í Kópavogi. Indriði vann ýmis störf fyrir sunnan, t.d. við sjómennsku, sendibílaakstur, vann á prjónastofu og við versl- unarstörf. Árið 1974 flytja þau vestur í Saurbæ þar sem Indriði fær starf við kaupfélagið sem verslunarstjóri. Þar má segja að Indriði fyndi sína fjöl því versl- unarstörf urðu síðan hans líf og yndi. Þau Karólína flytja í Stykkishólm árið 1979 og hóf Kynni okkar Indriða, tengda- föður míns, hófust sumarið 2001 á Dönskum dögum í Stykkis- hólmi. Þar var ég með Rúnari, syni þeirra Karólínu, sem ég hafði þá nýlega kynnst. Ég var ekki fyrsta kærasta Rúnars en sú síðasta, en það vissu þau ekki þá. Ég var kynnt sem fráskilin þriggja barna móðir og íslensku- fræðingur að mennt. Indriði gaf ekki mikið fyrir það en tók mér vel og þau bæði. Ég tók strax eftir að mjög mikið var af bók- um á heimilinu og færði Indriði fljótlega talið að þeim. Indriði lék á als oddi og byrjaði að spjalla um Laxdælu enda Dala- maður í húð og hár og þekkti hverja þúfu sem minnst er á í sögunni. Þar datt ég heldur bet- ur í lukkupottinn því Laxdælu kunni ég nánast utanbókar og var ágætlega heima í staðhátt- um því ég hafði þá kennt söguna margsinnis við Menntaskólann á Ísafirði. Þá varð Indriði kátur og nokkuð undrandi að Rúnar hefði náð sér í svona sögufróða kærustu. Það sem ég tók fyrst eftir í fari Indriða var hvað hann var lífsglaður, ánægður með sjálfan sig, Karólínu sína og synina tvo og alla stórfjölskylduna. Þótt hann væri kominn vel við aldur þegar við hittumst fór ekki á milli mála að þar fór mikill sjarmör og gleðipinni. Ég tók strax eftir hvað hann var ást- fanginn af Köllu sinni og hún af honum og þau voru sem eitt. Það var ekkert kossaflens held- ur viðvarandi umhyggja, ástúð og virðing. Þau gerðu allt sam- an. Indriði hélt hann réði en vissi að Kalla réð öllu sem hún vildi og hann vildi líka. Ég sá fljótt að yrði Rúnar líkur föður sínum með aldrinum væri mér óhætt að binda trúss mitt við hann. Indriði var á réttri hillu sem verslunarmaður. Hann var mikil félagsvera, þekkti alla í sveitinni og allir þekktu hann. Hann hafði gaman af að spjalla um daginn og veginn og segja skemmti- legar sögur af samferðamönn- um. Alltaf voru sögurnar já- kvæðar og sagðar til að skemmta fólki. Ég held að hon- um hafi leiðst pólitík og aldrei varð ég vör við að hann öfund- aðist út í aðra. Helsta skemmtun Indriða fyr- ir utan vinnuna voru ferðalög hans og Karólínu til útlanda í sumarfríum og síðar í hjólhýsa- ferðalög um Ísland. Húsbíllinn þeirra hét Drífandi og var skreyttur með myndum frá hans æskustöðvum í Gilsfirði. Nafnið var lýsandi því væri einhver drífandi var það Indriði. Hann var alltaf á ferðinni bæði heima við og einkum í versluninni þar sem hann var sífellt „að gera og græja“ fyrir kúnnann og þoldi illa hangs. Indriði vildi gjarnan vera karl í krapinu þótt kominn væri við aldur og lét helst ekki hlut sinn fyrir neinum þegar kom að seiglu og úthaldi. Hann var heldur ekki alinn upp á tómu hveiti. Einu sinni vorum við saman í Berlín að heimsækja Símon, son Rúnars sem þá vann á amerískum veitingastað og frægur var fyrir yfirgengilega sterka kjúklingavængi sem kenndir voru við napalm- sprengjur. Við vorum nokkur saman við borðið og ákveðið var að panta svona eld í forrétt fyrir þá sem þyrðu. Já, já, ungu ofur- hugarnir nældu sér í einn væng, bitu í, tóku andköf, svitnuðu og slökktu í sér með vatni. Indriði fékk sér hins vegar annan væng, beit í og sagði: „Hvað er þetta krakkar. Finnst ykkur þetta sterkt? Þetta er bara alveg ágætt.“ Lýsandi tilsvar fyrir Indriða. Að lokum þakka ég fyrir ánægjuleg kynni við Indriða og sendi aðstandendum samúðar- kveðjur. María Anna Þorsteinsdóttir. Elsku bróðir, nú kveð ég þig í hinsta sinn. Margar yndislegar minningar fljúga í gegnum hug- ann á þessari stund. Það var alltaf tilhlökkunarefni þegar þið voruð að koma vestur í sveitina okkar og þá færðist nú aldeilis líf í bæinn. Strákarnir þínir Rúnar og Baldvin eru á sama aldri og ég, svo það var glatt á hjalla og margt brallað. Á þessum árum áttir þú Ford Transit-sendiferðabíl og vannst hjá Nýju sendibílastöðinni. Eitt skipti, að vori til, var ég stödd fyrir sunnan hjá ykkur rétt fyrir hvítasunnu og nú skyldi halda vestur með vini og vandamenn. Settur var einn þverbekkur í sendiferðabílinn og þar sátum við 9 stykki, þetta var á þeim tíma sem engin voru bílbeltin. Ferðin gekk mjög vel, en þegar við mættum bílum lögðumst við öll niður ef ske kynni að lög- reglan væri þar á ferð, þá sáust bara þið hjónin í bílnum. Árið 1974 ákváðuð þið hjónin að flytja úr Kópavogi og vestur í Saurbæ þar sem þú gerðist verslunarstjóri við Kaupfélagið á Skriðulandi. Það var nú mikið gleðiefni að fá ykkur vestur. Þá vorum við frændsystkinin á þeim skemmtilega unglingsaldri með öllu sem því fylgir og nú var margt brallað sem ekki er prentfært. Árið 1979 ákváðuð þið svo að flytja á æskuslóðir pabba í Stykkishólm þar sem þú gerðist verslunarstjóri í versluninni Skipavík og þar vannst þú þar til þú varst 70 ára, og oft eftir það varst þú að vinna dag og dag. Þú varst þeirri náðargáfu gæddur að hafa alveg stálminni, það var hægt að spyrja þig um allt. Þú hugsaðir þig um í smá- stund, svo kom svarið eins og þú læsir það upp af blaði. Þið hjón- in höfðuð bæði gaman af því að ferðast um landið okkar fagra og einnig erlendis. Eftir að þið hættuð að vinna fenguð þið ykk- ur húsbíl og við hjónin vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að ferðast um með ykkur. Oft var glatt á hjalla þegar þú fórst að lesa brandara upp úr möppunni góðu og hlóst svo mikið sjálfur að tárin runnu niður kinnarnar. Það er ekki hægt að tala bara um þig nema tala líka um hana Karólínu þína eða Köllu eins og hún er kölluð, en annan eins dýrgrip er varla hægt að finna. Ljúf og blíð og sér alltaf það góða í öllum og talar aldrei illa um nokkurn mann. Fyrir nokkr- um árum sagðir þú mér það stoltur að þið væruð búin að vera gift í 60 ár og það væri Köllu að þakka enda hefði hún gert þig að betri manni. Árin liðu og nú fór að halla undan fæti hjá þér. Þoka lagðist yfir hugann og á endanum var hún svo þykk að þú hvarfst al- veg. Þannig fer alzheimer-sjúk- dómurinn með fólk. Elsku Kalla, Rúnar, Baldvin og fjölskyldur, megi guð veita ykkur styrk í sorg ykkar. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Þín litla systir, Katrín. Indi bróðir er dáinn. Ég sá hann fyrst þegar ég var 4 eða 5 ára, þegar hann kom í heimsókn til okkar á Ála- foss, en Indi ólst upp hjá föður sínum. Ég man hvað ég var feiminn við þig en um leið montinn því nú átti ég tvo bræður því Raggi var hjá okk- ur. Minningarnar hrannast upp, ég man þegar þig bræður voruð að fara á ball og það þurfti að pússa skóna því ekki vantaði pjattið í ykkur. Ég var fengin í verkið og fékk 10 kr. fyrir Ragga skó en 5 kr. fyrir þína, því þínir skór voru miklu minni. Þú varst líka mjög stríð- inn, ég hætti alveg að borða skötu þegar þú varst til sjós því þú sagðir mér að kallarnir um borð migu alltaf á skötuna og það væri lyktin sem ég fyndi. Alltaf varstu boðinn og búinn til að hjálpa öðrum og hugsaðir vel um þitt fólk. Eftir að ég flutti í sveitina komstu oft og taldir ekki eftir þér að skutlast á sendiferðabílnum með dót ef þess þurfti, en þú gast ekki stoppað lengi, bara fá kaffi og mola og svo varstu rokinn. Það var ekki þitt að sitja lengi kjurr. Elsku Indi minn, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, ég hefði gjarnan viljað hafa þær fleiri. Elsku Kalla, Rúnar, Baldvin og fjölskyldur, dýpstu samúð- arkveðjur til ykkar allra. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þín systir, Steinunn. Indriði Elberg Baldvinsson FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 13-16 virka daga Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, fósturfaðir, afi og langafi, INGI S. GUÐMUNDSSON, Seljalandi 1, Reykjavík, lést mánudaginn 5. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Ingibjörg Skarphéðinsdóttir Hilmar Ingason María Guðmundsdóttir Haukur S. Ingason Marian Ingason Carlen Guðmundur Birgir Ingason Ingunn Ólafsdóttir Ásgeir Þór Ingason Linda Björk Ingadóttir Ólafur Björn Björnsson Jóhanna Jóhannsdóttir Guðmundur Óli Kristinsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HILMAR HENRY GÍSLASON, Víðilundi 21, Akureyri, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 30. mars. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 16. apríl klukkan 13. Vegna aðstæðna verða einungis nánustu ættingjar viðstaddir. Athöfninni verður streymt á facebook-síðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju – beinar útsendingar. Guðveig Jóna Hilmarsdóttir Stefán Örn Ástvaldsson Þorvaldur Kr. Hilmarsson Alda Ómarsdóttir Ólafur Gísli Hilmarsson Eva Sif Heimisdóttir Kristín Hilmarsdóttir Jóhannes Gunnar Bjarnason barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur sonur, litli bróðir og barnabarn, ÚLFAR ÁRNI INGÓLFSSON, lést á heimili sínu föstudaginn 26. febrúar, aðeins sex dögum eftir 18 ára afmælisdaginn sinn. Jarðarför hans fór fram í Keflavíkurkirkju með nánustu fjölskyldu og vinum. Megi minningarnar vera ljós í lífi okkar. Rósa Árnadóttir Jón Ó. Júlíusson Ingólfur D. Sigurðsson Erna Þorsteinsdóttir Hólmfríður H. Ingólfsdóttir Stefanía S. Ingólfsdóttir Aron H. Jakobsson Gunnar Tyrfingsson Hólmfríður Sigtryggsdóttir Unnur H. Ingólfsdóttir og fjölskyldur Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN MARÍA KJARTANSDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Sólvöllum Eyrarbakka þriðjudaginn 6. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Kjartan Óskarsson Hrefna Unnur Eggertsdóttir Elín Magnea Óskarsdóttir Jón Eyþór Eiríksson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KJARTAN JÓNSSON, Hjarðarnesi, Hornafirði, lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu 17. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fjölskyldan þakkar auðsýnda samúð og vinarhug. Lovísa Sigurbjörg Eymundsdóttir Eymundur Kjartansson Fjóla Ingveldur Kjartansdóttir Sigurður Ágústsson Jón Kjartansson Lovísa Rósa Bjarnadóttir Helgi Grétar Kjartansson og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, stjúpfaðir, afi og bróðir, SIGURÐUR JÓNSSON, Ásbraut 9, Kópavogi, sem lést á krabbameinsdeild Landspítala föstudaginn 27. mars, verður jarðsunginn í Laugarneskirkju þriðjudaginn 13. apríl klukkan 13. Vegna aðstæðna í samfélaginu verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Útförinni verður streymt á skjaskot.is/sigurdur Finnbjörg Konný Hákonardóttir Gyða Björg Sigurðardóttir Birkir Ólafsson Hilmar Þór Sunnuson Guðbjörg Guðlaugsdóttir afabörn, systur og stjúpsynir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.