Morgunblaðið - 10.04.2021, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 10.04.2021, Qupperneq 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021 ✝ Sveinn Sig- urbjarnarson fæddist 21. júlí 1945 á Hafursá í Vallahreppi. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 30. mars 2021. Foreldrar Sveins voru: Kristín María Þorkelsdóttir hús- freyja, fædd 1918, dáin 1985, og Sigurbjörn Pét- ursson, bóndi á Hafursá, fæddur 1915, dáinn 1978. Systkini Sveins eru: Kolbrún, fædd 1940, Sigríður Ingileif, fædd 1941, Helga, fædd 1943, dáin 2020, Pétur Karl, fæddur 1946, Þorkell, fæddur 1947, Bergþóra, fædd 1949 og Brynj- ólfur, fæddur 1951. Eftirlifandi eiginkona Sveins er Margrét Óskarsdóttir, fyrr- verandi verkakona og bókari, fædd 16. október 1948. Foreldrar Margrétar voru Sigurbjörg Halldóra Guðnadótt- ir, fædd 1917, dáin 1989 og Ósk- ar J. Snædal, fæddur 1917, dá- inn 1986. Börn Sveins og Margrétar eru: 1) Halldóra Ósk, fædd 1965, sumur í Skógrækt ríkisins á Hallormsstað. Sumarið 1962 vann hann í síld á Seyðisfirði, sumarið eftir fór hann í síld á Eskifjörð. Þar kynntist hann eft- irlifandi eiginkonu sinni. Hann sagði yfirleitt þá sögu að hann hefði skroppið í síld á Eskifjörð og væri enn í síld. Sveinn vann hin ýmsu verkamannastörf á Eskifirði. Veturinn 1969 stofn- aði hann með félaga sínum bif- reiðaverkstæði Benna og Svenna, sem starfrækt var til 1993, þegar hann stofnaði Tanna ferðaþjónustu sem starf- ar enn. Hann var frumkvöðull í vetrarsamgöngum á milli Eski- fjarðar og Norðfjarðar. Sveinn starfaði með björgunarsveitinni Brimrúnu um árabil og var um tíma formaður hennar. Hann var frumkvöðull í austfirskri ferðaþjónustu, tók til að mynda þátt í stofnun Ferðamiðstöðvar Austurlands og ýmissa hags- munasamtaka. Hann fékk við- urkenningu Markaðsstofu Aust- urlands, Klettinn, árið 2006. Hann var virkur í Félagi eldri borgara á Eskifirði. Ævisaga hans kom út árið 2010 og nefnist hún „Það reddast“. Útförin fer fram frá Eski- fjarðarkirkju 10. apríl 2021 kl. 14. Streymt verður frá útför: https://tinyurl.com/3s5a9st9 Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat maki Einar Örn Jónsson, fæddur 1966, börn þeirra eru Sveinn Pálmar, fæddur 1986, Jón Kristinn, fæddur 1992 og Margrét Ósk, fædd 1996. 2) Stúlka, fædd og dá- in 16.12. 1970. 3) Drengur, fæddur og dáinn 19.11. 1971. 4) Díana Mjöll, fædd 1974, maki Sig- urbjörn Jónsson, fæddur 1974, börn þeirra eru Snædís, fædd og dáin 23.4. 1998, Jökull Logi, fæddur 1999, Svanhildur Sól, fædd 2002 og Sveinn, fæddur 2005. Sveinn ólst upp á Hafursá. Hann byrjaði í skóla 10 ára gam- all á Eyjólfsstöðum á Völlum. Þegar hann var 12 ára gamall fór hann hálfan vetur í Mjóa- fjörð í skóla og dvaldi hjá Grétu frænku sinni og Vilhjálmi á Brekku. Þar eignaðist hann, að eigin sögn, aðra foreldra og fleiri systkini. Haustið 1960 fór hann í Eiða og lauk þaðan gagn- fræðaprófi vorið 1963. Árið 1965 tók hann svo meirapróf. Eftir fermingu vann hann þrjú Þú ert farinn, eftir sit ég ein aftur skilur leiti milli vega. Í mínu hjarta minning fersk og hrein mildar söknuð, léttir þungan trega. Við gengum snemma út á lífsins leið lögðum saman krafta okkar tveggja. Þó stundum virtist gatan ekki greið gæfan fylgdi ætíð starfi beggja. Þegar lífs míns orku förlast fer flyst á milli heima andans kraftur. Handan fljótsins bústað býrð þú mér og bíður mín, þá kem ég til þín aftur. (Hákon Aðalsteinsson) Elsku Svenni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín Magga. Að sitja og skrifa minningar- grein um þig, elsku pabbi, er erf- iðara en tárum taki. Það var alltaf gaman að fá að skottast með þér í hinum ýmsu ferðum þegar ég var krakki. Ég átti það líka til að „húkka“ mér far með þér á Norðfjörð þegar þú varst í áætlunarferðunum, þá fylgdist ég með þér koma niður Hólmahálsinn og hljóp niður á Strandgötu eða niður á pósthús til að ná þér. Eitt sem þurfti þó að passa var að týna þér ekki því þá gæti maður gleymst. Margar haustferðir til fjalla voru farnar með þér og mömmu og dyggum ferðalöngum sem fóru með ykkur ár eftir ár. Þetta eru ferðir sem skilja mikið eftir í minningabank- anum. Fyrsta ferðin mín til út- landa, árið 1988, var með ykkur, það var ein af fyrstu ferðum ykk- ar með hópa til Færeyja, en þær voru árlega allt til ársins 2019. Ég fór snemma að heiman og flutti til Reykjavíkur 20 ára göm- ul, þá varð óhjákvæmilega lengra á milli þess sem ég hitti þig en alltaf voru fagnaðarfundir þegar þú komst til okkar eða við kom- um á Fossgötuna. Alltaf var gott að leita ráða hjá þér og fá aðstoð þína við hin ýmsu verkefni. Síðustu mánuðir voru þér mjög langir og strangir, þú svona kraftmikill maður, brotinn á bak aftur af veikindum. Æðruleysi og þolinmæði einkenndu þitt veik- indastríð en viljinn var þitt sterk- asta vopn og allt fram á síðasta dag varstu ákveðinn í því að þú ættir eftir að fara í sund og hitta vini þína á Melbæ. Ég þakka sér- staklega fyrir þann tíma sem ég gat verið með þér síðustu vikurn- ar sem þú lifðir. Nú ert þú laus undan verkjum og vanlíðan og kominn á betri stað. Ég veit að þú munt vaka yfir okkur öllum. Takk fyrir allt og allt elsku pabbi. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Halldóra Ósk. Elsku pabbi, ég segi eins og góð vinkona, ég hélt þú gætir ekki dáið. Hversu sárt það er að horfa á eftir þér. Ást mín og að- dáun á þér er óendanleg, tak- marka- og skilyrðislaus. Efst í huga er þakklæti fyrir að hafa átt þig, svo stóran og sterkan, við hlið mér alla tíð. Hvernig þú nenntir endalaust að hafa mig með þér hvert sem þú fórst, allar minningarnar þjóta um huga mér. Við að drekka hrá egg í snjóbíl Tanna og öll æv- intýrin okkar á Vatnajökli, þú að ganga á undan rútunni yfir ár til að skoða árfarveginn eða að ráð- leggja mér og styðja mig í því sem ég tók mér fyrir hendur. Þú að kenna mér að keyra rútu og við að drekka kaffi og ræða heimsmálin eða bara að horfa saman út um gluggann. Barnabörnin gátu alltaf leitað í viskubrunn þinn og væntum- þykju og þú varst alltaf tilbúinn að gefa þér tíma, hlusta á þau og vera til staðar með þinn stóra faðm. Elsku mamma, mikið áttuð þið pabbi fallegt samband og það var dásamlegt að sjá ykkur njóta lífs- ins saman. Mundu að þú ert ekki ein, þú átt okkur að og saman munum við ylja okkur við dásam- legar minningar um pabba, hlæja að því þegar hann keyrði næstum rútu inn á útikaffihús á Ítalíu, dást að því þegar hann, mállaus á erlenda tungu, bjargaði sér hvar sem var, flissa yfir því þegar hann keypti tíu stykki af öllu til að eiga nóg, minnast góð- mennsku hans þegar hann var alltaf til í að gera allt fyrir alla, atorku hans í að ganga í og klára verkefnin sín. Pabbi, þú auðmjúkur, um- burðalyndur og ósérhlífinn, ég kveð þig með svo mikilli sorg í hjarta. Litla stúlkan smeygir sér í stígvélin, hún hleypur út, vill ekki missa af hon- um, hann hinkrar eftir henni, hún missir aldrei af honum. Litla stúlkan lítur upp til hans, hún fetar með smáum fótum sínum í stór fótspor hans, hún horfir, hlustar, skynjar, stundirnar margar, ævintýri. Litla stúlkan heldur út í hinn stóra heim, spennt fyrir lífsins ævintýrum, óhrædd með veganesti frá honum, klettinum. Litla stúlkan stendur með honum við gatnamótin, hún vill ekki missa af honum, hann bíður ekki eftir henni, hún missir af honum, hann leggur upp í sitt hinsta ferðalag. Góða ferð og sofðu rótt elsku pabbi, nú ertu hjá litlu englunum okkar og þau njóta nú samveru með þér. Þín dóttir, Díana Mjöll. Elsku afi, ég á erfitt með að trúa því að þú sért farinn frá okk- ur. Ég á erfitt með að trúa því að ég muni aldrei heyra röddina þína aftur, aldrei fá mér kaffi- bolla með þér aftur, aldrei sjá brosið þitt aftur og aldrei knúsa þig aftur. Þú varst einstakur karakter og ég lærði heilan helling af þér. Það leið ekki ein samræða þar sem þú kenndir mér ekki eitt- hvað nýtt hvort sem það var hvað eitthvert fjall héti, hvernig mótor í vespu virki eða hvernig maður ætti að ná árangri í lífinu. Þú kenndir mér að hafa trú á sjálfri mér. Mér er mjög ofarlega í huga þegar ég var að taka við skrifstofustarfi hjá Tanna Travel sumarið 2019 og ég hafði ekki trú á að ég gæti það og var að efast um þetta, þá stappaðir þú í mig stálinu og sagðir að ég gæti þetta sko alveg, ég þyrfti bara að hafa trú á sjálfri mér og henda mér út í djúpu laugina. Ef þú hefðir ekki hvatt mig svona til þess þá hefði ég mögulega ekki tekið starfinu og hefði þar af leiðandi ekki lært allt það nýja sem ég lærði. Þú kenndir mér líka um 10 ára aldur að skoða flightradar og marinetraffic þar sem ég gat fylgst með öllum skipum og flug- vélum í heiminum og séð hvar þau væru staðsett og oft kom ég í heimsókn til ykkar ömmu og við vöfruðum í þessu langt fram eftir kvöldi. Þannig kviknaði mikill flugvélaáhugi hjá mér og þú hvattir mig alveg fram á þinn síð- asta dag að halda í þann draum og fylgja honum eftir. Þú sagðir mér að þú hefðir ætlað að læra flugmanninn ef þú hefðir haft tækifæri til þess þegar þú varst ungur og sagðir að það væri frá- bært að ég væri með sama drauminn og að ég ætti að halda fast í hann. Elsku afi, þú ert eftirminnileg- ur hjá mörgum og efast ég ekki um að skólafélagar mínir muni alltaf muna eftir því þegar þú keyrðir okkur í skólasund og kallaðir okkur litlu grísina þína. Elsku afi, takk fyrir allt. Ég veit að núna ertu á betri stað og ert ekki kvalinn. Ég sakna þín mikið en við hittumst aftur þegar minn tími verður kominn. Fljúgðu nú hátt og hvíldu í friði og passaðu upp á alla sem þú átt að í sumarlandinu. Ég elska þig. Þín Svanhildur Sól (Svansý). Elsku afi minn (nafni) þú varst mín stærsta fyrirmynd og átt stóran hluta í uppeldi mínu. Ég gleymi aldrei þegar þú kenndir mér að borða egg og að henda ekki ab-mjólk ef dagsetningin væri ekki rétt. Það er erfitt að hugsa til þess að ég fái ekki að fara aftur að tína með þér gæs- aregg eða borða svið með þér. Þú kenndir mér margt og ég lofa að ég skal alltaf klára af diskinum og hreinsa hann eins og þú sagðir mér alltaf að gera. Bara það að keyra með þér upp á Egilsstaði var lærdómsríkt. Við áttum margar eftirminni- legar stundir saman og ég mun aldrei gleyma því þegar við stússuðumst saman í úrinu sem ég fékk í jólagjöf. Þú verður alltaf ofarlega í huga mér þegar ég þarf ráð, líður illa eða bara í hversdagslífinu. Ég veit það að núna finnurðu frið og þjáist ekki meir og við sjáumst aftur einn góðan veðurdag í sum- arlandinu. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. (Bubbi Morthens) Ég mun alltaf elska þig. Þinn junior, Svenni Elsku besti afi okkar. Við vitum ekki alveg hvar við eigum að byrja því söknuðurinn er svo mikill. Við erum svo þakk- lát fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur öll. Við verðum alltaf litlu grísirnir þínir. Þú varst alltaf með svo góða nærveru, alltaf stutt í brosið og gleðina hjá þér. Þegar við vorum kannski að fara yfir strikið þurft- ir þú bara að segja „A-A-A-A“ og við vissum nákvæmlega að við vorum að gera eitthvað sem mátti ekki og brostum. Alltaf gaman að vera með þér á verkstæðinu, sitja með þér í rútunum í þeim ófáu ferðum sem við fórum í með þér og hlusta á þig segja sögur t.d. af fjöllunum eða umhverfinu. Alltaf kenndir þú okkur eitthvað nýtt og spurðir okkur oft út í fjöllin eða umhverf- ið á leiðinni til baka, bara til að athuga hvort við hefðum fylgst með. Alltaf leyfðir þú okkur að segja brandara eða syngja lag í míkrófóninn í rútunni og hlóst Sveinn Sigurbjarnarson Góður vinur og félagi í starfinu fyrir KR – okkar góða fé- lag – er látinn. Það var á árunum upp úr 1990, að þeim, sem þá voru í forystu fyrir getraunasölu knattspyrnu- deildar KR, bárust fréttir af stór- virkum tippara úti í bæ, sem ánafnaði KR alltaf sölulaunin. Þegar farið var að kanna hver væri þar á ferð reyndist það vera Birgir Örn Harðarson, eða Biggi Harðar eins og hann var síðan ætíð kallaður í okkar hópi. Hann var ekki þekktur fyrir iðkun íþrótta en í honum reyndist vera stórt KR-hjarta, sem brann af áhuga fyrir því að starfa fyrir fé- lagið. Biggi varð fljótlega einn af að- almönnunum í getraunastarfi KR. Hann mætti alla laugardaga til tryggja að starfið gengi smurt fyrir sig. Til að auka áhugann – og vinningsvonina – voru á þess- um tíma settir á fót hópleikir sem urðu fljótt mjög vinsælir. Til- koma þeirra blés nýju lífi í það fé- lagslíf sem lengi einkenndi öflugt getraunastarf KR. Í þessu var Biggi brautryðjandi, sem eftir var tekið. Hér starfaði hann ótrauður fyrir félagið okkar næstu tvo áratugina eða svo. Biggi lét ekki getraunirnar einar duga, því að flugeldasala KR-flugelda reyndist honum einnig langur og farsæll starfs- Birgir Örn Harðarson ✝ Birgir Örn Harðarson fæddist 27. október 1946. Hann lést 20. mars 2021. Útförin hefur farið fram í kyrr- þey að ósk hins látna. vettvangur innan fé- lagsins, bæði hvað varðar söluna sjálfa og önnur tilfallandi verkefni. Fram und- ir það síðasta var Biggi einn af okkar traustustu sölu- mönnum. Flugelda- vinnunni fylgir asi og spenna sem Biggi höndlaði alltaf vel. Hann var með allt á hreinu og þeir sem nutu þjónustu hans voru í góðum höndum. Og ef það var þörf á yngri höndum, þá voru afasynirn- ir, Birgir og Helgi, kallaðir til, og ávallt boðnir og búnir í verkefnin. Í þessum störfum eru vinnudag- arnir mjög langir en þó kemur oft stund milli stríða. Það eru ekki síst þær stundir sem kalla fram minningar um Bigga, þegar hann var að segja sögur og oft fylgdi græskulaus stríðni. Ekki var síð- ur gott að eiga í Bigga hauk í horni í starfi sínu hjá Ólafi Gísla- syni og Co. með aðgangi að þeim eldvarnarútbúnaði sem nauðsyn- legur er í flugeldasölu eða á flug- eldalager. Biggi var góður félagi og yf- irleitt létt yfir honum. Það var gaman að hitta hann. Rétt fyrir áramótin síðustu, þegar flugelda- salan var framundan, bárust okk- ur hins vegar þær fréttir að Biggi hefði greinst með krabbamein. Fram undan væri erfið barátta og hann því ekki væntanlegur í flugeldasöluna þetta árið. Sú bar- átta varð skemmri en okkur óraði fyrir. Eftir stöndum við og syrgj- um góðan vin og traustan sam- starfsfélaga. Hvíl í friði. F. h. knattspyrnudeildar KR, Lúðvík S. Georgsson og Stefán Haraldsson. Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Ástkær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, HAFÞÓR JÓNSSON, Brekkulæk 4, lést á gjörgæsludeild Landspítalans Fossvogi 5. apríl. Útför verður auglýst síðar. Lilja Hjördís Halldórsdóttir Tómas Bolli Hafþórsson Edward Duncan Subben og aðrir ástvinir Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ÞÓRHALLS HJARTAR HERMANNSSONAR, Húsavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Skógarbrekku. Fjölskyldan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.