Morgunblaðið - 10.04.2021, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021
Ljóð ort til lang-
ömmu.
Minningar
Ég man þær góðu stundir,
þegar þú bakaðir pönnukökur
og ljúffengar voru þær.
Þegar ég beið eftir mömmu og pabba
sem koma seint heim.
Er alltaf gott að fara til ömmu
til að spila og fá kandís.
Þegar Kolbrún kemur á Hvolsvöll,
þá förum við til ömmu
og gerum leikrit og fáum ís.
En eitt er víst að aldrei klikkar,
amma að færa okkur Barnablaðið.
Þórdís Ósk Þórðardóttir
Þegar ég var sex ára og nýflutt
á Hvolsvöll, spurði kennarinn
okkur krakkana í bekknum hvað
við ætluðum að verða þegar við
yrðum stór. Ég man að vinkonur
mínar ætluðu að verða búðarkon-
ur, flugfreyjur og jafnvel fegurð-
ardrottningar en minn draumur
var alveg skýr. Ég ætlaði að vinna
á skrifstofu sýslumannsins alveg
eins og amma Magga. Svo mikið
leit ég upp til ömmu Möggu. Ég
ætlaði einfaldlega að verða alveg
eins og hún. Dálæti mitt á ömmu
dvínað svo sannarlega ekki með
árunum, enda amma stórbrotin
kona sem ég hef alla tíð litið upp
til.
Að alast upp í næstu götu við
ömmu og afa voru einstök forrétt-
indi. Ég man svo vel hvað það var
gott að vera í pössun á Hvolsveg-
inum því þar var alltaf svo rólegt.
Yfirbragðið á heimilinu yfirvegað
og rólegt, alveg eins og amma.
Amma var líka tilbúin með heitan
mat í hádeginu og það var svo
stutt frá ömmu húsi og í skólann.
Amma fann alltaf einhver verk-
efni fyrir okkur systkinin, verk-
efni sem við gátum dundað okkur
í tímunum saman, gaf sér tíma til
að kenna okkur að sauma út og
föndra með okkur. Þegar ég
hugsa til baka man ég svo vel
hvað faðmur ömmu var hlýr,
mjúkur og fullur af kærleika og
ást. Í þessum faðmi var gott að
dvelja.
Eftir að ég varð fullorðin og
búin að stofna mína eigin fjöl-
skyldu ákváðum við að flytja aftur
á heimaslóðirnar. Ég hugsaði með
mér hvað það væri dýrmætt að fá
að eiga einhver ár með ömmu og
vonaðist sérstaklega til þess að
dætur mínar tvær myndu ná að
muna eftir langömmu. Það að árin
Margrét Jóna
Ísleifsdóttir
✝
Margrét Jóna
Ísleifsdóttir
fæddist 8. október
1924. Hún lést 30.
mars 2021.
Útför Margrétar
fór fram frá Stór-
ólfshvolskirkju 9.
apríl 2021.
skyldu verða 8 er í
raun ótrúlegt og
ómetanlegt. Þórdís
og Metta gátu skot-
tast til ömmu á
Hvolsveginn eftir
skóla og fengið smá
kandís og spilað Ól-
sen-Ólsen, alveg
eins og ég gerði
forðum daga. Ég sá
líka að amma tók á
móti þeim, með
sama mjúka faðminum fullum af
kærleika, alveg eins og hún tók á
móti mér. Við fjölskyldan vissum
og fundum hvað ömmu þótti mikið
vænt um okkur og hún var svo
sannarlega þátttakandi í okkar lífi
allt til síðasta dags.
Í eitt af síðustu skiptunum sem
ég kom til ömmu á sjúkrabeðið,
sagði hún: „Nú er hún Margrét
mín komin og þá er allt gott.“ Er
hægt að segja eitthvað fallegra
við nokkra manneskju? Þessi orð
mun ég geyma í hjarta mínu, en
þau minna mig einmitt á einstaka
væntumþykju ömmu til mín.
Afi var vanur að segja: „Það er
ekki sorg þegar gamla fólkið
deyr, sorgin er þegar unga fólkið
fellur frá en það fylgir því sökn-
uður þegar gamla fólkið fer.“
Með hjartað fullt af söknuði
kveð ég þig, elsku amma mín.
Þín nafna,
Margrét Jóna Ísólfsdóttir.
Þegar við kveðjum þá sem okk-
ur eru kærir, svífa minningarbrot
um í kollinum og hugurinn sveifl-
ast til og frá.
Það er eins og alltaf hafi verið
sól og ylur í lofti þegar við hitt-
umst. Ég sé hana fyrir mér opna
dyrnar á Hvolsveginum með fal-
lega brosið sitt og hlýja faðminn.
Magga frænka mín og Pálmi
áttu fallegt hús við Hvolsveginn
og bjuggu þar í námunda við for-
eldra og systkini.
Systkinin Margrét, Lilja og
Sveinn með sínum mökum og
börnum bjuggu í húsunum í
kringum Ömmubæ þar sem afi Ís-
leifur og amma Ingibjörg áttu
heima. Í huganum eru þessir dag-
ar líkir því sem Astrid Lindgren
skrifar svo meistaralega um í æv-
intýrum sínum.
Í þennan kjarna vorum við
systkinabörnin úr höfuðborginni
alltaf velkomin og myndaðist á
þessum árum mikill kærleikur
milli okkar sem fylgt hefur okkur
á lífsleiðinni. Nú er allt þetta góða
fólk af Hvolsveginum sem ól okk-
ur upp og leiddi út í lífið, horfið úr
jarðvistinni, en minningarnar lifa.
Börn Margrétar og Pálma bera
heiðurshjónunum fallega sögu.
Það er greinilegt að sitthvað hafa
þau tekið með sér úr foreldrahús-
um. Systkinin Gullý, Ingibjörg og
Ísólfur Gylfi hafa öll yfir sér
þennan fallega glampa sem lýsir
gleði og kæti og er svo einkenn-
andi fyrir þeirra viðmót.
Í önnum hversdagsins hefur
mislangur tími liðið á milli sam-
verustunda okkar, en alltaf var
strengurinn frá því í æsku til stað-
ar.
Eftir fráfall Kristínar móður
minnar, leitaði ég meira en áður í
hálsakotið hennar Möggu sem var
svo hlýtt og gott.
Hún fallega móðursystir mín
var alltaf sem drottning heim að
sækja. Hún gat svo ljúflega miðl-
að af reynslu sinni og visku.
Við hittumst fyrir stuttu og var
hún ekki alveg eins hress og hún
vildi.
Þegar við kvöddumst lét hún
þau orð falla að bráðum kæmi hún
í heimsókn til okkar á Ásinn. Ef
ekki á bíl þá kæmi hún sem fugl-
inn fljúgandi úr öðrum heimi.
Þannig mun ég horfa inn í skóg-
inn og minnast þessarar elsku-
legu konu með fallega og ljúfa við-
mótið. Hún mun birtast mér sem
fuglinn fljúgandi.
Ég sendi fólkinu hennar öllu
mína dýpstu samúð og megi
minning Möggu frænku lifa um
ókomna tíð.
Sigríður Guðjónsdóttir.
Elskuleg móðursystir okkar,
Margrét Jóna Ísleifsdóttir, er
látin í hárri elli sem hún bar svo
einstaklega vel.
Við systur vorum heppnar að
alast upp á nokkurs konar fjöl-
skyldureit á Hvolsveginum. Afi
og amma og þrjú af börnum
þeirra voru ein af frumbyggjum
Hvolsvallar og byggðu sér hús á
þessum reit. Barnahópurinn
varð stór og samvera mikil. Nú
er síðasti hlekkurinn farinn og
þessum kafla lífsins lokið, en
minningarnar lifa.
Þær voru samrýndar syst-
urnar á Hvolsveginum, stóðu
ætíð þétt saman og leituðu til
hvor annarrar ef með þurfti.
Það var fallegt að verða vitni að
þeim kærleika sem ávallt ríkti á
milli þeirra.
Hún var lánsöm kona hún
Magga. Þau Pálmi einstaklega
samstíga hjón, glaðvær og glettin
og áttu stóran hóp afkomenda
sem öll bera þeim hjónum fagurt
vitni. Magga frænka var líka ein-
stök kona, falleg, fróð, hlý,
skemmtileg og með einstaklega
mjúkan faðm og í hann sóttum við
systur í hvert sinn er við fórum á
Hvolsvöll.
Vegna mannkosta sinna voru
frænku okkar falin hin ýmsu trún-
aðarstörf. Meðal annars stýrði
hún ungmennastarfi barnastúk-
unnar Njálu í mörg ár og þangað
sóttum við fundi og reyndum að
tileinka okkur boðskap þann er
hún bar. Er það von okkar að eitt-
hvað sitji eftir af þeirri fræðslu en
eflaust hefðum við þurft að stunda
námið aðeins lengur til að með-
taka allan boðskapinn.
„Til eru þeir, sem eins og eld-
ast ekki, þótt árin færist yfir, þeir
eiga slík lífsviðhorf, hug og
hjartalag,“ en þannig ritaði Pálmi
eitt sinn í afmæliskveðju til afa
okkar, Ísleifs. Þau orð eiga jafnt
við um frænku okkar, Margréti
Jónu Ísleifsdóttur.
Hlýja faðmlagið, skemmtilegi
hláturinn og mjúka röddin eru
þögnuð. Eftir standa minningar
um yndislega frænku sem alltaf
var til staðar hvort sem var í gleði
eða sorg.
Elsku frænka, hafðu hjartans
þökk fyrir allt og allt.
Við og fjölskyldur okkar vott-
um ykkur, kæra frændfólk,
dýpstu samúð.
Margrét og Erna Hanna
Guðjónsdætur.
Kveðja frá sýslumanninum
á Suðurlandi
Margrét Jóna Ísleifsdóttir hóf
störf á sýsluskrifstofunni á Hvols-
velli þann 1. apríl 1965 og starfaði
óslitið við embættið til ársloka
1994, eða í tæp 30 ár. Samferða-
fólk hennar minnist hennar með
miklum hlýhug, bæði samstarfs-
fólk og viðskiptavinir. Sjálf minn-
ist ég hennar sem góðs sveitunga
sem ávallt bar með sér bros og
hlýtt viðmót hvar sem hún kom.
Aðalstarf Margrétar var að
annast umboð almannatrygginga.
Slíkt starf krefst mikilla hæfileika
í mannlegum samskiptum. Það
krefst skilnings og natni og hæfi-
leika til að leiðbeina fólki um flók-
ið regluverk. Það krefst vilja til að
greiða götu fólks, sem oft glímir
við veikindi eða er aldrað. Hún
var vakin og sofin yfir hag sinna
umbjóðenda og þeim réttindum
sem þeim bar. Allt þetta var Mar-
gréti eðlislægt og tiltrú umbjóð-
enda og trúnaðarsamband við
tryggingafulltrúann eins og best
verður á kosið. Á hinum fámenna
vinnustað var hún hinn góði andi
og fyrirmynd um vandaða hætti.
Hennar er ljúft að minnast og
margt að þakka.
Aðstandendum öllum votta ég
samúð mína.
Kristín Þórðardóttir.
Nú er komið að leiðarlokum og
við kveðjum Margréti Jónu Ís-
leifsdóttur sem var ötul fé-
lagskona í Kvenfélaginu Einingu í
Hvolhreppi. Hún var í stjórn fé-
lagsins og síðan formaður árin
1980 - 1984. Síðar Heiðursfélagi.
Margrét Jóna var hvers manns
hugljúfi og mjög virk í félaginu á
yngri árum. Ein af þeim sem vann
sitt verk af trúmennsku og vand-
virkni. Við félagskonur í Einingu
viljum senda okkar bestu kveðjur
með þökk fyrir öll árin og verkin
sem þegin hafa verið. Guð geymi
þig elsku Magga.
Samúðarkveðjur sendum við til
afkomenda hennar.
Tilveran okkar
Gangan er vörðuð gleði og sorgum
gjöf er vort æviskeið.
Einn í dag, svo annar á morgun
allir á sömu leið.
(Pálmi Eyjólfsson)
F.h. Kvenfélagins Einingar í
Hvolhreppi,
Margrét Guðjónsdóttir
formaður
Vorið 1942 kom ung stúlka úr
Fljótshlíðinni með mjólkurbílnum
á Hvolsvöll. Þetta var dásemdin
hún Magga Ísleifs, sem við kveðj-
um í dag með söknuði. Þarna var
hún að hefja langa og farsæla dvöl
á Hvolsvelli, sem byrjaði með af-
greiðslustarfi hjá Kaupfélagi
Rangæinga eða í Gömlu búðinni
eins og húsið er enn nefnt. Þar
var fyrir starfsmaður að nafni
Pálmi Eyjólfsson og hann hafði
reyndar boðið henni starfið. Þetta
varð gott samstarf og meira en
það því þau heilluðust hvort af
öðru og ákváðu að ganga saman
lífsins veg.
Magga sagði mér litla sögu frá
þessum tíma þegar þau vissu ekki
annað en sambandið þeirra væri
enn þá leyndarmál. Í búðina kom
roskinn bóndi úr Landeyjum, sem
átti tvo ókvænta syni. Pálmi tók
honum vel, benti á Möggu og
spurði: „Hvernig litist þér á að fá
hana þessa fyrir tengdadóttur?“
Sá gamli glotti og svaraði: „Mér
litist vel á það ef ekki væri annar
búinn að spilla því.“
Magga og Pálmi byggðu sér
íbúðarhús við Hvolsveginn og
fluttu í það árið 1946 og voru þau
því ein af frumbyggjunum og
mótuðu með öðru ungu og dug-
legu fólki þorpsbraginn og sam-
félagið, sem við íbúar Hvolsvallar
njótum í dag. Þau voru mjög sam-
rýnd hjón, enda gerðist það
stundum ef Magga brá sér að
heiman, þótt ekki væri nema
stutta stund, þá vildi Pálmi meina
að hún hefði verið ósköp lengi. Ég
var svo heppin að eignast þau að
vinum þegar við störfuðum í
„Hvíta húsinu“, þau á sýsluskrif-
stofunni og ég í bankanum. Ná-
grennið var gott og oft skotist
milli hæða.
Lífið er breytingum háð. Pálmi
lést árið 2005 og þá þurfti Magga
að takast á við nýjan veruleika og
það gerði hún með jákvæðni og
trú á hið góða að leiðarljósi. Bjó
áfram í húsinu sínu og sá um alla
hluti með miklum sóma.
Það var eftirsóknarvert að
heimsækja Möggu. Hún var eitt-
hvað svo umvefjandi og traust.
Sagði frá fólki og atburðum, hún
hafði mjög gott minni, leiftrandi
húmor og frásagnarhæfileika.
Alltaf voru móttökurnar hlýjar.
Kveikt á kertum á stofuborðinu,
boðið upp á sherry, púrtara og
fleira góðgæti. Kiljan í sjónvarp-
inu. Handavinna af fínu tagi innan
seilingar og heklunálin sett á fulla
ferð öðru hvoru. Þetta var sam-
vera af bestu gerð.
Hún var fagurkeri, átti fallega
innanstokksmuni, lóðin alltaf vel
hirt, gullregnið blómstraði utan
við sólstofuna og sumarblómin
glöddu augu. Sumarið og birtan
voru hennar uppáhald. Sjálf var
hún alltaf fín og vel til höfð. Ljúf
og alúðleg í framkomu. Hrein-
skiptin og sagði sína meiningu og
lét engan vaða yfir sig.
Við töluðum oft um hvað hugs-
anlega tæki við eftir jarðvistina en
í því málefni er erfitt að finna nið-
urstöðu. Ég ætla samt að leyfa
mér að hugsa um hana Möggu í
nýjum heimkynnum, labbandi á
grænu, nýslegnu grasi, maríuerl-
an og skógarþrösturinn eru mætt,
þarna er gullregn og auðvitað sól-
skin. Pálmi kemur á móti henni,
blístrar dálítið og segir: „Ertu nú
komin Magga mín, ósköp varstu
lengi.“
Ég er innilega þakklát fyrir
vináttu þessarar góðu konu og all-
ar samverustundirnar. Sendi
stóra hópnum hennar samúðar-
kveðjur og óskir um Guðs bless-
un.
Ingibjörg Marmundsdóttir.
Látin er heiðurskonan Margrét
Ísleifsdóttir. Langri og eftir-
minnilegri lífsgöngu hennar er nú
lokið.
Margrét og eiginmaður henn-
ar, Pálmi Eyjólfsson, voru meðal
frumbyggja þorpsins á Hvolsvelli.
Þau hjónin settu myndarlegan
svip sinn á upphafskafla mannlífs
og menningar þessa kauptúns,
sem byggðist upp í tengslum við
verslun og þjónustu sveitanna í
Rangárvallasýslu.
Bæði voru þau hjónin ljúf-
menni í öllu viðmóti, glaðvær og
létt í lund. Félagslynd voru þau
og söngvin, sungu bæði í kirkju-
kór Stórólfshvolskirkju, allt frá
stofnun hans og fram á efri ár.
Margrét var ein af sjálfkjörnum
forystukonum í félags- og menn-
ingarlífi þorpsins.
Í minningum okkar krakkanna
var Hvolsvöllur eins konar nafli
alheimsins. Allar bernskuminn-
ingar mínar tengjast þessu góða
fólki og þeirra yndislega heimili.
Hjá Möggu og Pálma var mér
alltaf tekið opnum örmum.
Heimilisbragurinn var einstak-
ur. Þar ríkti ætíð góðvild, gleði og
einstök gestrisni. Börnin þrjú
voru allt frá upphafi nánustu vinir
okkar systkinanna. Elst þeirra er
Gullý, og urðum við fljótt óaðskilj-
anlegar. Segjum við oft að við
séum vinkonur síðan í vöggu og
hefur sú vinátta haldist óslitin æ
síðan.
Vinskapurinn við Gullý hefur
verið einstakur allt frá mínum
fyrstu minningum. Stundum
finnst mér að ég hafi dvalið
meira heima hjá Möggu og
Pálma heldur en á mínu eigin
heimili, enda var spölurinn þar
á milli ekki langur.
Eftir að Pálmi varð bráð-
kvaddur árið 2005 hélt Margrét
áfram að búa fjölskyldunni og
afkomendum þeirra sama hlý-
lega myndarheimilið heima í
húsinu þeirra á Hvolsveginum.
Þar átti stórfjölskyldan alla tíð
sitt athvarf. Þrátt fyrir árin 96
leit ég aldrei á hana sem gamla
konu. Hún hélt reisn sinni og
fylgdist mjög vel með í daglegu
lífi. Allir höfðu mikla ánægju af
samveru með henni.
Nú er komið að leiðarlokum.
Með Margréti Ísleifsdóttur er
horfin af sjónarsviði daglega
lífsins einstök merkiskona, sem
í minningunni setti mikinn og
ógleymanlegan svip á daglegt líf
og sitt nánasta umhverfi. Henni
eru þakkaðar yndislegar sam-
verustundir fyrr og síðar, vin-
átta og kærleikur sem alla tíð
geislaði af henni. Gullý, systk-
inum hennar og öllum í fjöl-
skyldunni sendi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Svanfríður Magnúsdóttir.
Lilla var ein af
þessum einstak-
lingum sem maður
á margar góðar
minningar um. Hún var hress,
skemmtileg, ákveðin, hrein og
bein og bárum við virðingu fyr-
Sigríður
Ingimarsdóttir
✝
Sigríður Ingi-
marsdóttir
fæddist 5. júní
1935. Hún lést 13.
mars 2021.
Útför Sigríðar
fór fram 29. mars
2021.
ir henni fyrir það
og svo margt ann-
að. Það voru for-
réttindi að alast
upp á Hólaveginum
við hliðina á Lillu
og Nonna þar sem
samgangurinn var
mikill. Lilla hafði
alltaf tíma til að
tala við okkur þótt
hún væri yfirleitt á
fullri ferð enda féll
henni ekki verk úr hendi. Skila-
boðin voru oft stutt, ákveðin og
ljós og lítið um vafamál þegar
hún sagði okkur til. Mikið var
bakað á Hólaveginum en það
var a.m.k. eitt sem bar af hjá
Lillu að okkar mati og ekki
laust við að öðrum mæðrum í
hverfinu þætti við hæla hvítu
tertunni heldur mikið. Enn
þann dag í dag hefur enginn
bakari, atvinnu eða amatör,
bakað jafn góða hvíta tertu.
Lilla var líka ekkert að fela
þetta úrvalskaffibrauð og fór
maður sjaldan svangur frá
henni eftir hvíta tertu eða
kaffisnittur, reyndar bara
meira saddur því auðvitað höfð-
um við stuttu áður fengið kökur
heima. Björgvin rifjar upp fisk-
bollurnar sem voru eins og
annað, algert lostæti. Stundum
fengum við að fara með Lillu
og Nonna í Flugumýri. Gunnar
og Atli voru þar stundum
„geymdir“ við góðan kost en
oftar fórum við þó þangað með
foreldrum okkar. Fyrst var það
hjólhýsið sem tók á móti okkur
og síðar bústaðurinn.
Þegar hugsað er um Lillu þá
var hún alltaf að. Alltaf að
brasa eitthvað, heima eða á
Flugumýri eða þá fyrir sunnan
að heimsækja sitt fólk. Hún
keyrði lengi og oft mættum við
gráu Almerunni á milli Sauð-
árkróks og Reykjavíkur eða á
leiðinni fram eftir. Lilla rækt-
aði ekki bara jörðina heldur
líka fólkið sitt og vissi alltaf
hvar hver var og að gera hvað.
Hún prufaði margt og man ég
eftir því að hún var mjög stolt
af rauðvínsframleiðslunni þegar
sú framleiðsla náði hámarki.
Óhrædd við að prufa eitthvað
nýtt.
Lilla var kannski ekki póli-
tísk beint en hún hafði skoðanir
og lét þær í ljós með skýrum
hætti og á hreinni íslensku sem
var alveg dásamlegt. Sýn henn-
ar var hrein og bein og laus við
allt skraut. Lilla var líka
nægjusöm en vildi láta sér líða
vel og var því bústaðurinn á
Flugmýri hennar, Nonna og
strákanna sannkallaður sælu-
reitur í faðmi sveitarinnar. Allt-
af var tilhlökkunin mikil að fá
að fara fram í Flugumýri þar
sem vel var tekið á móti okkur
af Lillu og Nonna og fólkinu á
Flugumýri sem allt ber þessi
einkenni dugnaðar, ákveðni og
hlýju.
Síðustu árin sáum við Lillu
minna eins og verða vill en
minningin er ljúf og falleg enda
forréttindi að fá að kynnast og
alast upp við hlið og undir
ákveðinni vernd slíkrar mann-
eskju.
Við bræður sendum Inga,
Jósa og fjölskyldunni allri okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Mamma þakkar fyrir vinskap,
traust og ótal yndislegar sam-
verustundir.
Björgvin, Gunnar og Atli.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is