Morgunblaðið - 10.04.2021, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.04.2021, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021 Fátt veldur meiri deilum hjá þeim sem fylgjast með fótbolta en rangstaðan. Í frumbernsku íþróttarinnar upp úr miðri 19. öld varð rangstöðureglan til en þá þótti nauðsynlegt að koma í veg fyrir að sóknarmenn gætu „hangið“ upp við mark mótherj- anna og beðið eftir boltanum. Rangstöðureglum hefur síðan verið breytt nokkrum sinn- um án teljandi vandræða en eftir að myndbandsdómgæsla (VAR) kom til sögunnar var komið að nýjum kapítula í sögu hennar. Nú hefur dómari í myndveri tekið við af dómaranum á vell- inum og reynir með aðstoð tækninnar að úrskurða hvort leikmaður sé rangstæður eða ekki. Og virðist ekki hafa alltaf rétt fyrir sér þótt öll þessi tækni sé til staðar. Ný viðmið eins og rangstæður handarkriki hafa komið fram og endalausar tafir á leiknum valda pirringi. Mér líst vel á uppástungu Marcos van Bastens, þess magnaða markaskorara á árum áður. Hann vill einfaldlega leggja niður rangstöðuna. Afnema þessa 158 ára gömlu reglu. Þetta myndi að sjálfsögðu breyta leiknum talsvert. Vænt- anlega yrðu stærri svæði á vell- inum opin og meira svigrúm fyr- ir leikmenn. Kannski meira að gerast í vítateigunum því þar myndu sóknarmenn hreiðra um sig. Gæti þetta ekki einfaldlega gert leikinn opnari og skemmti- legri? Þjálfarar þyrftu að hugsa upp nýjar leikaðferðir. Við gæt- um losnað að mestu við VAR (sem er stærsti kosturinn!) KSÍ ætti að taka frumkvæði í þessu og prófa að leika án rang- stöðu í einhverju móti hér á landi. Kannski mætti byrja á að fella rangstöðuna úr gildi í fram- lengingu leikja. Eða síðustu tíu mínúturnar. Það yrði afar áhuga- verð tilraun. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is ÍTALÍA Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þorsteinn Halldórsson stýrir kvennalandsliði Íslands í fyrsta skipti í dag þegar það mætir Ítalíu i vináttulandsleik í Flórens. Þetta er fyrsti leikur liðsins frá því það lagði Ungverja að velli 1. desember og tryggði sér með því sæti í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer á Englandi sumarið 2022. Þorsteinn var ráðinn í janúar, í stað Jóns Þórs Haukssonar sem hætti með liðið í desember. Til stóð að hann færi með liðið á alþjóðlegt mót í Frakklandi strax í febrúar þar sem leika átti við Frakkland, Noreg og Sviss, en því verkefni var aflýst vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Á sömu slóðum og Ísland Ítalía verður á meðal mögulegra andstæðinga Íslands á EM en ítalska liðið komst þangað á ná- kvæmlega sama hátt og það ís- lenska. Ítalir höfnuðu í öðru sæti síns undanriðils, á eftir Dönum, en voru með bestan árangur allra liða í öðru sæti riðlanna. Ísland var með þann næstbesta. Þá liggur fyrir að Ítalir verða í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla lokakeppninnar, eru í áttunda sæti á styrkleikalista af þeim sextán þjóðum sem þar verða. Ísland er í þrettánda sæti á þeim lista og verður annaðhvort í þriðja eða fjórða styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla. Það ræðst í næstu viku og veltur á því hvort Sviss kemst í gegnum umspil og í lokakeppnina eða ekki. Komust auðveldlega á EM Ítalska liðið fór auðveldlega í gegnum undankeppni EM og vann alla átta leikina gegn öðrum þjóðum en Dönum. Ítalir töpuðu heima- leiknum gegn Dönum 1:3 en gerðu 0:0 jafntefli í Danmörku. Ítalir unnu síðan Bosníu, Möltu, Ísrael og Georgíu í átta leikjum með sam- anlagðri markatölu 36:2. Ítalir voru ein af stórþjóðum kvennafótboltans fram að aldamót- um, fengu m.a. silfur á EM 1993 og 1997 og voru í átta liða úrslitum á fyrsta heimsmeistaramótinu árið 1991. Eftir aldamót hefur Ítalía að- eins einu sinni komist á HM, árið 2019 þegar liðið komst í átta liða úr- slit, og tvisvar komist í átta liða úr- slit EM, 2009 og 2013. Dagný sett í einangrun Ísland verður ekki með sitt sterk- asta lið í leiknum í dag. Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynj- arsdóttir, tveir burðarása liðsins, verða ekki með. Sara er meidd og Dagný greindist með kórónuveiruna í fyrstu skimun þegar hún hugðist halda til Ítalíu frá London þar sem hún leikur með West Ham. Hún var neikvæð í seinni skimun en þurfti samt að fara í einangrun og hætta við Ítalíuferðina. Ítalir hafa hins vegar úr nær öll- um sínum bestu leikmönnum að velja. Framherjinn Barbara Bon- ansea, sem leikur með Juventus og hefur skorað 20 mörk í 48 lands- leikjum, dró sig út úr hópnum og þá þurftu þrír leikmenn Sassuolo að sitja heima vegna einangrunar en enginn þeirra hefur gert sig gildandi með landsliðinu til þessa. Leika með stórliðunum Allir leikmenn Ítalíu leika með lið- um í heimalandinu og spila með stór- liðum á borð við Juventus, AC Mil- an, Inter Mílanó, Fiorentina og Roma. Reyndasti leikmaður liðsins er Sara Gama, varnarmaður frá Ju- ventus, sem á 102 landsleiki að baki. Helsti markaskorarinn er Cristiana Girelli frá Juventus sem hefur skor- að 34 mörk í 53 landsleikjum. Ísland og Ítalía hafa ekki mæst í fjórtán ár og fjórir af fimm leikjum þjóðanna til þessa fóru fram um síð- ustu aldamót, frá 1999 til 2002, og voru liðir í undankeppnum EM og HM. Mikið jafnræði var með þjóð- unum, Í undankeppni EM gerðu lið- in 0:0 jafntefli á Laugardalsvelli og Ítalir unnu 1:0 í Urbino. Dæmið snerist við í undankeppni HM þar- sem Ísland vann 2:1 á Laugardals- velli með tveimur mörkum frá Olgu Færseth en seinni leikurinn á eyj- unni Sardiníu endaði 0:0. Fimmti leikurinn var síðan leikinn í Portúgal árið 2007, í Algarve- bikarnum. Ítalir unnu 2:1 þar sem Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark Íslands. Engin sem nú er í ís- lenska landsliðinu tók þátt í þeim leik en þrír leikmannanna spila enn með sínum liðum, þær Sif Atladóttir, Katrín Ómarsdóttir og Dóra María Lárusdóttir. Hallbera er leikjahæst Í núverandi landsliðshópi sem Þorsteinn valdi til ferðarinnar er Hallbera Guðný Gísladóttir reynd- ust með 117 landsleiki og Glódís Perla Viggósdóttir er orðin næst- leikjahæst með 89 leiki. Þrjár geta spilað sinn fyrsta A-landsleik í ferð- inni, allt leikmenn Breiðabliks, en það eru Karitas Tómasdóttir, Haf- rún Rakel Halldórsdóttir og mark- vörðurinn Telma Ívarsdóttir. Þorsteinn sagði á fréttamanna- fundi í gær að hann myndi nota allan hópinn vel í leikjunum tveimur við Ítali og allir útileikmenn liðsins myndu koma við sögu. Hann myndi gera margar breytingar á liðinu á milli leikjanna. „Við erum að skoða leikmenn og munum því gera tölu- vert miklar breytingar,“ sagði Þor- steinn. „Við munum reyna að halda í bolt- ann eins mikið og við getum og reyna að vera skapandi í okkar leik. við verðum að vera taktísk og öguð og förum með ákveðna hug- myndafræði, varnar- og sóknarlega, í leikinn,“ sagði þjálfarinn enn frem- ur. Leikvangur Enzo Bearzot Leikurinn fer fram í borginni Flórens, nánar tiltekið í úthverfinu Coverciano, í æfingamiðstöð ítalska knattspyrnusambandsins. Leik- vangurinn er lítill, rúmar eitt þús- und áhorfendur (engir fá að vera við- staddir vegna kórónuveirunnar), og ber nafn Enzo Bearzot, þjálfarans sem gerði Ítali að heimsmeisturum í karlaflokki árið 1982. Hægt verður að fylgjast með leiknum á Youtube-rás KSÍ og í beinni textalýsingu á mbl.is. Frumraunin í Flórens - Fyrsti leikur kvennalandsliðsins undir stjórn Þorsteins Halldórssonar er í dag - Fyrsti leikurinn gegn Ítalíu í fjórtán ár - Þrír nýliðar gætu komið við sögu Morgunblaðið/Ómar Sigurleikurinn Margrét Rannveig Ólafsdóttir og Olga Færseth í eina sigurleik Íslands gegn Ítalíu til þessa, á Laug- ardalsvellinum í undankeppni HM í september árið 2001. Olga skoraði þar bæði mörkin í íslenskum sigri, 2:1. Danski knattspyrnumaðurinn Magnus Anbo er á leið til Stjörn- unnar og spilar með liðinu sem lánsmaður frá danska úrvalsdeild- arliðinu AGF til 30. ágúst. Anbo er tvítugur bakvörður, sem einnig getur leikið á miðjunni, en hann hefur verið í röðum AGF frá 2015. Hann hefur aðeins fengið tækifæri í tíu leikjum með aðalliði AGF, sjö þeirra í úrvalsdeildinni, en hefur nú framlengt samning sinn við félagið sem ætlar honum að fá meiri reynslu með því að spila í nokkra mánuði í íslensku úrvalsdeildinni. Sendur frá AGF til Stjörnunnar Ljósmynd/AGF AGF Magnus Anbo leikur með Stjörnunni út ágústmánuð. Knattspyrnumaðurinn Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Gróttu, er á leiðinni til sænska úrvalsdeild- arfélagsins Elfsborg. Þetta herma heimildir mbl.is. Viðræður milli fé- laganna hafa staðið yfir að und- anförnu og ganga vel og er búist við því að Hákon Rafn skrifi undir samning við Elfsborg á allra næstu dögum. Hákon Rafn er aðeins 19 ára gamall en hefur þrátt fyrir það verið aðalmarkvörður Gróttu und- anfarin þrjú tímabil, þar sem hann hefur leikið 55 deildarleiki í þrem- ur efstu deildum Íslandsmótsins. Hákon Rafn á leið til Svíþjóðar Morgunblaðið/Eggert Elfsborg Hákon Rafn Valdimarsson skrifar undir á næstu dögum. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það vera forgangsmál hjá stjórnvöldum að koma íþrótta- og æskulýðsstarfi aftur af stað. Allt íþróttastarf ligg- ur niðri til 15. apríl hið minnsta vegna hertra reglna um sóttvarna- ráðstafanir hér á landi. Lilja sagði á Facebook-síðu sinni í gær að það væri markmið yfirvalda að leyfa íþróttastarfi að hefjast aftur sem fyrst, forgangsmál að koma íþrótta- og æskulýðsstarfi af stað, enda væri um mikilvægt lýðheilsumál að ræða. „Nú er markmiðið að íþróttastarf geti hafist samhliða sóttvarna- ráðstöfunum. Fram hefur komið að mikil þörf er á að fyrirsjáanleiki aukist um hvernig skipulagi verði háttað. Mikilvægt er að samræmi sé í takmörkunum í skólastarfi og íþrótta- og æskulýðsstarfi ásamt því að tryggja að skipulag íþrótta- starfs sé sambærilegt í alþjóðlegu samhengi, eins og frekast er unnt. Við í mennta- og menningarmála- ráðuneytinu höfum í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið og sóttvarna- lækni unnið að því að undirbúa að umrædd starfsemi geti hafist við fyrsta tækifæri,“ sagði Lilja. Í forgangi að koma íþrótt- um af stað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.