Morgunblaðið - 10.04.2021, Page 44
U
m páskahelgina var rætt
við Gunnar Þór Bjarna-
son sagnfræðing í út-
varpsþætti um „lífsform“,
nýtt skref í lífinu, för út „úr kass-
anum“. Gunnar Þór kvaddi kenn-
arastarf til margra ára og tók þá
áhættu að helga sig sagnfræðiritun.
Honum hefur vegnað vel.
Auk bókarinnar sem hér er til um-
ræðu má nefna fjórar eldri bækur
Gunnars Þórs: Óvænt áfall eða fyrir-
sjáanleg tíma-
mót?: Brottför
Bandaríkjahers
frá Íslandi: að-
dragandi og við-
brögð, útg. 2008.
Upp með fánann!:
Baráttan um upp-
kastið 1908 og
sjálfstæðisbarátta
Íslendinga, útg.
2012. Þegar siðmenningin fór fjand-
ans til: Íslendingar og stríðið mikla
1914-1918, útg. 2015 og 2016. Hinir út-
völdu: Sagan af því þegar Ísland varð
sjálfstætt ríki árið 1918, útg. 2018.
Gunnar Þór hlaut íslensku bók-
menntaverðlaunin 2015 fyrir bókina
um Íslendinga og fyrri heimsstyrjöld-
ina.
Spænska veikin geisaði hér af
mestum þunga í nokkrar vikur frá
lokum október 1918 til desember
1918. Gunnar Þór fer því að nýju á vit
upphafsára síðustu aldar þegar hann
bregður ljósi á dramatískasta atburð
þeirra. Hann segir Íslendinga oft
nefna spænsku veikina í sömu andrá
og frostaveturinn mikla 1917-1918,
Kötlugosið sem hófst 12. október 1918
og stóð í 24 daga og fullveldið 1. des-
ember 1918. Af þeim sökum varðveit-
ist minningin um veikina sennilega
betur hér en í mörgum öðrum lönd-
um. Síðan segir:
„Samt hefur furðulítið verið fjallað
um spænsku veikina, líkt og þjóðin
veigri sér við að rifja upp þessa sáru
reynslu. Hvers vegna hafa sagnfræð-
ingar lengi forðast hana eins og heitan
eldinn? Er áhugaleysi á heilbrigð-
issögu um að kenna? Í besta og ít-
arlegasta yfirlitsriti um sögu Íslands á
20. öld er sagt frá spænsku veikinni í
sex línum og 67 orðum.“ (s. 268)
Þarna vísar Gunnar Þór til bókar
Helga Skúla Kjartanssonar: Ísland á
20. öld, útg. 2003. Og hann veltir fyrir
sér í framhaldinu hvers vegna svipuð
þögn ríki um veikina í öðrum löndum
sem að vísu megi afsaka þar vegna
byltingar í Rússlandi og fyrri heims-
styrjaldarinnar sem skyggi á allt ann-
að. Hann segir að í dönsku söguriti frá
2018 sé það talin meginástæðan fyrir
að spænska veikin gleymdist næstum
alveg í Danmörku að „áhrifamiklir
samfélagshópar hafi hreinlega ekki
kært sig um að minnast hennar –
stjórnmálamenn, læknar, vísinda-
menn. Danska heilbrigðiskerfið hafi
verið illa búið undir faraldurinn,
læknar úrræðalausir og ráðamenn tví-
stígandi í aðgerðum.“ Danski bókar-
höfundurinn segi að raunverulegar
hetjur í baráttunni við inflúensuna í
Danmörku hafi verið „hjúkrunar-
konur, sjálfboðaliðar og hjálpsamir
nágrannar“. Raddir þeirra heyrist
ekki við mótun söguskoðana seinni
kynslóða og þess vegna gleymist
spænska veikin.
„Ef þessi ályktun er á rökum reist,
mætti þá ef til vill heimfæra hana upp
á fleiri lönd en Danmörku?“ spyr
Gunnar Þór. (s. 268)
Bók hans sjálfs veitir besta svarið.
Hann sækir ekki efnið til yfir- og
áhrifavalda við mótun söguskoðunar
heldur til raddanna sem heyrast ekki
fyrr en skýrt er frá innri málum fjöl-
skyldna eða rætt við einstaklinga og
þeir láta orð falla um dýrmæta lífs-
reynslu sína. Þetta er ekki fólk sem
fer á stræti og torg til að slá um sig til
að sýna og sanna eigið ágæti og því
sjálfu er oft mjög sársaukafullt að
rifja upp þessa atburði. Líklega hefur
áfallastreituröskun ekki verið skil-
greind sem sjúkdómur á þessum tíma
og því síður aðferðir til að takast á við
hana.
Vitnað er í læknanemann Pál V.G.
Kolka sem var sendur á Suðurnes um
miðjan nóvember 1918 þegar héraðs-
læknirinn veiktist. Eftir lok fjögurra
vikna þjónustunnar var Páll ekki sam-
ur maður. Hann sagði síðar:
„Engan mánuð ævi minnar vildi ég
síður hafa farið á mis við að lifa en
þennan tíma þegar spænska veikin
var í algleymingi. Hún varð mér ung-
um, tilfinninganæmum og óhörn-
uðum, sú eldraun sem hefur sjálfsagt
verið mér nauðsynleg. Það verður
enginn óbarinn biskup. Þessi mán-
uður í fiskiþorpunum á Suðurnesjum
var lærdómsríkur og meira þroskandi
en nokkur sem ég hef setið á skóla-
bekk.“ (s.168)
Þetta segir læknir þegar hann lítur
til baka í ljósi þekkingar sinnar og
reynslu. Enginn vafi er um áhrif drep-
sóttarinnar á alla sem sem komust í
snertingu við hana eða kynntust
hörmungum hennar að eigin raun. Að
hverfa á vit minninganna um óm lík-
hringinga kann hins vegar að ýfa sár
sem flestir kjósa að hvíli ósnert.
Sem betur fór tókst fyrir tilstilli
heimamanna víða utan Reykjavíkur
að hindra útbreiðslu veirunnar um
landið allt. Þar er hlut Gísla Sveins-
sonar, sýslumanns í Skaftafellssýslu,
gerð verðug og góð skil í bókinni. Í
þingræðum fór hann síðar ómildum
orðum um afstöðu heilbrigðisyfir-
valda.
Stíll Gunnars Þórs Bjarnasonar er
lipur og honum er vel lagið að rekja
þræði til ýmissa átta til að bregða
upp ljóslifandi mynd í huga lesand-
ans. Suma einstaklinga tengir hann í
samtímann með því að nefna þjóð-
kunna afkomendur þeirra eða annað.
Aðrir birtast kunnugum ljóslifandi í
nokkrum línum eins og Meyvant Sig-
urðsson sem var 24 ára falið að aka
læknum í sjúkravitjanir.:
„Það voru miklar hörmungar,“
segir Meyvant og er sannfærður um
að það sem bjargaði þeim hafi verið
heitt vatn á hitabrúsa með áfengi út í.
Á því dreypa læknirinn og bílstjórinn
á kvöld- og næturferðum sínum um
bæinn.“ (s. 108)
Þrjár bylgjur spænsku veikinnar
gengu yfir Ísland. Athygli Gunnars
Þórs beinist einkum að annarri bylgj-
unni sem skall á og helltist yfir á
skömmum tíma. Hann nær hraða
bylgjunnar í frásögn sinni án þess þó
að fara of hratt yfir og láta hjá líða að
líta til margra hversdagslegra þátta
sem dýpka lýsingarnar og færa les-
andann inn í heim þess sem á um sárt
að binda.
„Hvað ef hjúkrunarfólk í spænsku
veikinni hefði haldið dagbækur og
trúað þeim fyrir hugrenningum sín-
um? Eða sest niður þegar ósköp-
unum linnti og fest reynslu sína á
blað? Hefði það góða fólk bara vitað
hvað slíkt hefði glatt sagnfræðing 100
árum síðar!“ (s. 156)
Tilviljun réð að bók Gunnars Þórs
birtist okkur á tíma mesta heimsfar-
aldurs síðan 1918. Vandinn er sami
og árið 1918 en tækin til að takast á
við hann önnur. Skrásetning minn-
inga skiptir eins miklu og áður. Ytri
líkindi eru einnig fyrir hendi. Gunn-
ar Þór getur þess að gott veður hafi
verið í Reykjavík haustið 1918 og í
vetrarbyrjun sem auðveldaði að
sinna sjúkum. Veturinn sem nú er
að líða var einstaklega meinlítill á
þéttbýlasta svæði landsins. Þá
minnti Katla á sig í 24 daga í októ-
ber og nóvember 1918, nú gýs á
Reykjanesi. Loks reyndist ekki al-
veg auðvelt að taka stökkið út úr
hættuástandinu fyrri hluta árs 1919.
Þrátt fyrir bólusetningu eru lyktir
Covid-19-faraldursins í þoku-
kenndri framtíð.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Heimsfaraldur Í sjúkraskýli sem sett var upp í Barnaskóla Reykjavíkur 1918.
Sagnfræði
Spænska veikin bbbbb
Eftir Gunnar Þór Bjarnason.
Mál og menning, 2021. Kilja, 2. útg., 315
bls., ljósmyndir, heimilda- og nafnaskrá.
BJÖRN
BJARNASON
BÆKUR
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Höfundurinn Gunnari Þór Bjarnasyni er „vel lagið að rekja þræði til ýmissa
átta til að bregða upp ljóslifandi mynd í huga lesandans,“ segir rýnir.
Ljóslifandi farsóttarsaga
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021
Það geta allir fundið eitthvað
girnilegt við sitt hæfi
Freistaðu
bragðlaukanna
... stærsti uppskriftarvefur landsins!
Systrabönd, ný íslensk þáttaröð í leikstjórn Silju Hauks-
dóttur, sló áhorfsmet í Sjónvarpi Símans Premium um
páskana en horft var á þættina yfir 210.000 sinnum á
tugþúsundum heimila. Þetta kemur fram í tilkynningu
frá Sagafilm, sem framleiðir þættina. Þar kemur fram
að fyrra met setti þriðja þáttaröðin af Venjulegu fólki
sem kom út síðasta haust. Heildarfjöldi spilana á efni í
Sjónvarpi Símans Premium í páskavikunni var einnig
það mesta frá upphafi eða nærri 1,2 milljónir spilana.
Systrabönd settu áhorfsmet
Fortíð Veggspjald
Systrabanda.
Kúbanski götulistamaðurinn
Ricardo Elias Hardy bregður sér í
hlutverk bronsstyttu í Retiro-
garðinum í Madrid til að gleðja
borgarbúa í blíðunni. Samkomu-
takmarkanir vegna heimsfaraldurs
hafa haft mikil áhrif á menningar-
lífið víðs vegar um heiminn
AFP
Stytta Listamaðurinn Ricardo Elias Hardy gleður borgarbúa.
List í almenningsgarði á
tímum kórónuveirunnar