Morgunblaðið - 10.04.2021, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 10.04.2021, Qupperneq 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021 FORNUBÚÐIR 12, HAFNARFIRÐI | S: 555 0800 | SIGN@SIGN.IS | SIGN.IS því fluttum við þangað. Og bjuggum þar í fimm ár. En við vorum orðin þreytt á stórborgum, fórum til Mexíkó, lifðum spart og flökkuðum um, fórum svo til Japans og unnum á bóndabýli. Titill bókarinnar, Stríð og kliður, kom snemma til mín og teng- ir meginþræðina – stríðið er eyði- leggingin á náttúrunni og kliðurinn er sífellt tækniáreitið. Og ég velti fyrir mér hvaða áhrif þetta er farið að hafa á okkur. Við erum með sekt- arkennd, sífellt með það fyrir augum hvað heimurinn er illa staddur og náttúran smánuð – og svo hafa vís- indin einhvern veginn skilið sig burt frá listum. Hvað gerist þá? Gleðin hverfur og á vissan hátt lotningin, upphafning og fögnuður, allt verður svolítið staðlað og skipt niður í hólf. Auðvitað hafa orðið miklar fram- farir í vísindum en í bókinni sting ég upp á að við stígum aðeins til baka og byrjum aftur að horfa á heiminn eins og listamenn og njóta hans. Og þykja vænt um hann. Það er mín rómantík handa 21. öldinni.“ Við erum umhverfið –Það er margt sláandi í frásögn- inni. Sögumaðurinn er í ákveðnu áfalli, þar sem hann kynnir sér til dæmis staðreyndir um það hvað við höfum gengið á auðlindirnar og nærri náttúrunni á stuttum tíma. „Og á sama tíma er maðurinn að hverfa inn í tæki.“ –Þú dregur já upp sláandi mynd af því. Felst von í því að ná að tengja sig aftur við náttúruna og listina? „Náttúruna, listina, og sjálfan sig og fólkið í kringum mann – og alla veröldina. En flótti manna frá veru- leikanum virðist þó stefna dýpra og dýpra inn í tækin.“ –Þú tekur sorgleg dæmi um það, eins og um breska orðabók fyrir börn þar sem heiti jurta eru fjar- lægð til að geta komið inn orðum um tölvur. „Svona er þetta. Tækniorðaforði yngra fólks er miklu ríkari en ein- hver náttúruorðaforði. Við verjum ekki miklum tíma í návígi við fyrir- bæri náttúrunnar og þekkjum þau því ekki lengur. Ég vitna til dæmis í bandaríska skáldið og bóndann Wendell Berry sem ég held mikið upp á, en hann segir að það sé ná- skylt að skilja heiminn og elska heiminn. Eftir því sem við skiljum betur hvað heimurinn er margslung- inn og flókinn þá heillumst við meira af honum og þá byrjum við að elska hann, og viljum vernda hann. Ef við eigum ekki lengur orð yfir fyrirbæri, eins og þau í náttúrunni, þá verða þau okkur ósýnileg. Íslenskan er, eða var í öllu falli, rík af orðum yfir landslag, af prakt- ískri nauðsyn, en nú þegar við erum öll komin með Google Maps í símann þurfum við ekki lengur að geta lýst landslagi fyrir öðrum. Þá er tækið farið að hjálpa okkur en við verðum líka hjálparvana og sífellt háðari tækinu. Það er lífsfylling fólgin í því að geta hugsað sjálfstætt og gert hlutina sjálfur. Í kafla í bókinni um tækni tek ég dæmi um að skilaboð auglýsinga séu sífellt þau að maður geti ekki gert neitt sjálfur – sem er bara vitleysa.“ –Með alls kyns dæmum staðfest- irðu hvað við göngum hræðilega um náttúruna. „Þegar við eyðileggjum landið eyðileggjum við okkur sjálf. Við er- um umhverfið – líkamlega og and- lega, í huganum. En það er skrýtinn aðskilnaður kominn þar á milli og það hefur gerst á tiltölulega skömm- um tíma, einni til tveimur öldum, held ég.“ Ekki stinga höfðinu í sandinn Sverrir segist ekki vera mikið fyr- ir rannsóknarvinnu þegar hann er að skrifa og að hann verði að vera kominn með söguþráð í kollinn áður en hann byrjar. Það átti við þessa bók eins og hinar fyrri. „Ég hef sótt í það á síðustu árum að lesa um þessi mál og bókin varð til með mjög líf- rænum hætti út frá því sem ég var búinn að vera að lesa og hugsa um.“ –Þín fyrri skrif hafa verið af skáldskapartagi. Hvað nú? Geturðu snúið aftur í þann heim? „Maður getur líka fjallað um stór mál í skáldskap,“ svarar hann. „En ég er samt með hugmynd að tveimur bókum sem eru skyldar þessari, án þess að um einhvern þríleik verði að ræða. Ég á erfitt með flokkun í skáldað og óskáldað efni. Allar bæk- ur eru í eðli sínu einhvers konar skáldsögur. En mér finnst gaman að skrifa út frá eigin reynslu og segja sögu í leiðinni. Ég hefði ekki getað skrifað þessa bók án þess að þar væri rakin einhver saga út í gegn en það er þessi krísa sögumannsins. Í upphafi bókar segist ég hafa misst trúna á sagnalistina en svo segi ég söguna af því hvernig ég vann mig út úr þeirri krísu – og í lokin kemur litla dóttir mín og ég stend upp og ég fer að segja henni sögu. Auðvitað hættum við aldrei að segja sögur. Mennirnir telja sig oft skera sig meira frá öðrum dýrategundum en raunin er. Það sem virðist þó virki- lega skera okkur frá öðrum dýrum er sagnalistin; hæfileikinn til að sjá fram í tímann með því að nota ein- hverja reynslu úr fortíðinni og spá fyrir um mögulega framvindu mála. Þess vegna held ég að það sé svo mikilvægt að listamenn og allir þeir sem segja sögur hugsi um þessi mál – loftslagið, náttúruna, tæknina – og breiði út vitund um þau en líka já- kvæða og hvetjandi orku. Í bókinni er vissulega viss kvíði og neikvæð mynd af framtíðinni en neikvæðast væri að hunsa vísindalegar stað- reyndir og þá þróun sem orðið er svo knýjandi að takast á við. Við megum ekki stinga höfðinu í sandinn. Það felur í sér bjartsýni að þora að ræða þetta – hugsa, skrifa, finna nýjar lausnir. Ég tefli fram þessari litlu bók sem varnarskjali fyrir ímynd- unaraflið gegn ofríki tækninnar.“ Sverrir bætir við að hann viti ekki sjálfur hvernig hann eigi að flokka þessa nýju bók sína. „Bill Gates stingur upp á tæknilausnum. Andri Snær ræðir við virtustu vísinda- menn í heimi. Ég hef svo sannarlega notið þess að lesa skrif þeirra, en fæst fólk, og ég meðtalinn, hefur að- gang að þessum færustu vísinda- mönnum veraldar. Í minni bók held ég að sé snertiflötur við reynslu ótal- margra annarra, magnleysið gagn- vart þessu ástandi, og þörf okkar fyrir að hugsa um það og nálgast á skapandi hátt, öll sem eitt.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Tækniræði? „Svo hafa vísindin einhvern veginn skilið sig burt frá listum. Hvað gerist þá? Gleðin hverfur og á viss- an hátt lotningin, upphafning og fögnuður,“ segir Sverrir Norland um stöðu mála í heiminum í dag. Varnarskjal fyrir ímyndunaraflið - Í nýrri bók sinni, Stríð og kliður, fjallar Sverrir Norland um þær áskoranir sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir - „Stríðið er eyðileggingin á náttúrunni og kliðurinn er sífellt tækniáreitið“ VIÐTAL Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Okkur hefur lengi verið sagt að við viljum og þurfum meira af öllu. Meira úrval af öllu,“ segir rithöfund- urinn Sverrir Norland. „En við vilj- um ekki og þurfum ekki endalaus af- not af öllu, endalausan klið. Við viljum frekar merkingu, eitthvað sem við náum utan um. En í þessum sífellda klið held ég að kvíði og stress aukist, það er erfitt að þurfa stöðugt að sýna viðbrögð við öllu; við erum ekki gerð fyrir þetta. Að sama skapi er úrvalið og afnotin af öllu í samtímanum svo ómótstæðilegt og erfitt að halda sig frá því.“ Eftir að hafa sent frá sér athyglis- verðan skáldskap í ýmsu formi, skáldsögur og ljóð, auk þýðinga á barnabókum, hefur Sverrir sent frá sér vel skrifaða og hugvekjandi bók af öðru tagi. Stríð og kliður nefnist hún og í henni tekst Sverrir á við knýjandi spurningar um stöðu manna í heimi þar sem búið er að ganga á afar stuttum tíma með ógn- vekjandi hætti á auðlindir náttúr- unnar. Rætur bókarinnar liggja aft- ur til ársins 2016 þegar hann var búsettur ásamt fjölskyldu sinni í New York og tókst í fyrsta skipti á við fullkomna sköpunarstíflu. Ástæðan fannst honum vera óbeit á mannkyninu: „Arfleifð minnar stuttu ævi virtist vera gegndarlaus eyðing manna á lífríki jarðar og samt þrástöguðust leiðtogar þjóða og fjölmiðlar enn á þessu ein- kennilega orði sem rímar, kald- hæðnislega, við hamfarir,“ skrifar hann og kveðst hafa lamast andlega. En síðan tók hann að skrifa þessa ögrandi bók þar sem bent er með ótal dæmum og upplýsingum á stað- reyndir mála, um stríðið um jörðina og kliðinn í lífi okkar allra. Að þykja vænt um heiminn Við Sverrir byrjum á að tala um sektarkennd þeirra sem eru meðvit- aðir um það hvað kolefnisfótspor okkar nútímamanna sé skelfilega stórt en hann segir að skömm geri ekkert gagn. „Ég er alinn upp við að það er alltaf verið að auglýsa ódýrt flug, það eigi bókstaflega að ferðast. Í anda þessa alþjóðlega heims eign- ast ég franska konu og við flytjumst til New York en svo er skyndilega sagt að maður eigi ekki lengur að ferðast. Bara að sitja heima, skamm- ast sín og hitta fólk í gegnum tölv- una – en mig langar ekki til að gera það!“ –Það er einmitt togstreitan. Svo virðist sem bókin hafi sprottið af krísu ungs manns sem var að lifa því lífi sem Íslendingar af þinni kynslóð þrá að lifa. En fór þér að finnast það vera illréttlætanlegt? „Þetta var ekki alveg svona klippt og skorið en mér fór samt að líða svona, um 2016, þegar við bjuggum í New York,“ svarar Sverrir, „að ég gæti ekki rétlætt það að sitja bara og búa til persónur og sögur. Sögur eru alltaf einkalegar og fjalla um vandamál okkar mannanna, en mér fannst eins og við værum svo mikið með okkur sjálf á heilanum að við sæjum ekki lengur heiminn allt í kringum okkur. Og alla eyðilegg- inguna.“ Sverrir segir frá því í bókinni að hann hafi hugleitt að fara í nám í umhverfisfræðum, og var kominn inn í háskóla á því sviði, en hætti við það og þess í stað fór fjölskyldan í ferðalag sem endaði með því að hann drap sig næstum því á dráttarvél í landbúnaðarstörfum í Japan. „Ég hafði búið í stórborgum í tíu ár. Fyrst í London þar sem ég var að læra, þar kynntist ég konunni minni og fluttist með henni heim til hennar í París, svo var henni boðið starf í listasafninu MoMA í New York og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.