Morgunblaðið - 10.04.2021, Side 48
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Björgunarmenn Arngrímur Hermannsson og Jón Trausti Bjarnason, fjær, á ferð á gosslóðum í Geldingadölum.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Ég hef séð mörg eldgos, en ekkert
er jafn aðgengilegt og fallegt og það
sem nú kraumar í Fagradalsfjalli.
Breytingar á gosinu og umhverfi þess
eru stöðugar og áhugi fólks á þessu
sjónarspili skiljanlegur,“ segir Arn-
grímur Hermannsson, björgunar-
sveitarmaður og þrautreyndur garp-
ur í fjallaslarki. „Af 20 kílómetra dýpi
kemur nýjasta hraun heims upp á
yfirborðið. Mikilvægt er að leið fólks
á svæðið sé góð og greið; göngu-
brautir merktar og leiðsögn veitt.
Hvort sem eldgosið stendur yfir stutt
eða lengi, er þetta einstakt aðdrátt-
arafl. Staðurinn er stórbrotinn og
verður áhugaverður lengi. Eldstöð
nærri alþjóðaflugvelli er fyrirbæri á
heimsvísu.“
Bráðnandi skósólar
Liðsmenn björgunarsveita standa
vaktina við eldgosið á Reykjanes-
skaganum, þar sem nýjar sprungur
með glóandi hraunelfi spretta fram í
atburðarás sem kemur sífellt á óvart.
„Já, ferðir mínar á gosslóðir að und-
anförnu eru orðnar nokkrar – rétt
eins og ég hef komið að flestum gos-
um á landinu síðustu áratugi. Ég
byrjaði í Flugbjörgunarsveitinni í
Reykjavík 1973 og hef margt séð á
þeim tíma,“ segir Arngrímur.
„Í Heklugosinu árið 1970 fórum við
nemendur í Réttarholtsskóla að
Heklu og fylgdumst með hraunjaðr-
inum mjakast fram. Í Heklugosinu
1991 sáu sölumenn Icelandair tæki-
færi til að vekja athygli á vetrar-
ferðum á Íslandi. Hingað kom blaða-
maðurinn Kurt Teske frá stórblaðinu
Frankfurter Allgemeine Zeitung til
að skoða gosið. Sá var nokkuð hroka-
fullur og fannst ég ekki aka nógu
nærri gígnum. Þegar ég neitaði að
fara lengra hoppaði Kurt út og sagð-
ist ganga síðasta spottann, en kom
hlaupandi til baka þegar sólar á
fjallaskónum bráðnuðu í heitri ösku.“
Göngufólk er vel búið
Flest eldgos á Íslandi koma upp á
jöklum eða reginfjöllum þangað sem
er torfært. Í Fagradalsfjalli eru að-
stæður aðrar. „Að komast auðveld-
lega að glóandi hrauni sem streymir
fram eins og í Geldingadölum er ein-
stakt,“ segir Arngrímur.
„Allir sem geta þurfa að sjá þessi
náttúruundur. Í ferðum mínum um
svæðið að undanförnu sýnist mér
göngufólk almennt hafa verið vel bú-
ið. Ef eitthvað mætti bæta þá þarf að
stika aðra gönguleið til viðbótar A og
B sem eru nokkuð háðar sömu vind-
átt. Þá er enn ekki farið að nota bestu
gönguleiðina, sem er suðaustan Ein-
ihlíðar hvar er góður bílslóði sem
björgunarsveitir hafa notað. Að hafa
góða gönguleið samsíða akbraut
myndi létta álagi af björgunarsveit-
armönnum og auðvelda þeim að
koma fólki til aðstoðar.“
Frumkvöðull í ferðum
Arngrímur Hermannsson á að baki
langan feril í ferðaþjónustu. Stofnaði
fyrirtækið Addís um 1990, seinna Ís-
lenskar ævintýraferðir og nú síðast
Into the Glacier. Hann er frum-
kvöðull í ferðum upp á jökla með er-
lenda ferðamenn. Í dag liggur ferða-
þjónusta í landinu að mestu niðri
vegna kórónuveirunnar, en Arn-
grímur segist vænta þess að þegar
bólusetningar verði lengra komnar
fari atvinnugreinin að komast aftur á
skrið.
„Meðan kófið gengur yfir er ég í
ýmsu stússi með flugbjörgunarsveit-
inni. Er á gosvakt og fór á dögunum
með lávarðadeild björgunarsveit-
arinnar; eldri liðsmenn sem farnir
eru af útkallslista en fengu þarna
verkefni í ferð á ævintýraslóðir og
urðu ekki fyrir vonbrigðum.“
Fallega kraumandi gos
- Náttúruundur á heimsvísu - Þörf á þriðju gönguleiðinni
Kringlunni 552 8600
Nemendur úr rytmískri deild Menntaskólans í tónlist
munu á morgun kl. 20 flytja klassísk dægurlög eftir
Jón Múla Árnason á tónleikunum Melónur og vínber
með Jóni Múla sem streymt verður beint úr hátíðarsal
FÍH. Hljómsveitarstjóri verður Vignir Þór Stefánsson,
söngstjóri Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og um sviðshreyf-
ingar sér Chantelle Carey. Alls koma fram fimmtán
söngvarar með fimm manna hljómsveit en nemendur í
verkefnastjórnun við MÍT sáu
um markaðs- og kynningar-
mál og nemendur í grafískri
hönnun við Borgarholtsskóla
komu með hugmyndir að
hönnun á veggspjöldum og
kynningarefni og átti Sóley
Ragnarsdóttir sigurtillöguna.
Samhliða tónleikunum verð-
ur listasýning á vegg-
spjöldum sem hönnuð voru í
tengslum við 100 ára afmæli
Jóns Múla af nemendum
Borgarholtsskóla.
Melónur og vínber með Jóni Múla
LAUGARDAGUR 10. APRÍL 100. DAGUR ÁRSINS 2021
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.268 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Níu Íslendingar leika með fimm liðum í sænsku úrvals-
deildinni í knattspyrnu karla sem hefst í dag. Nýliði í
hópnum, Valgeir Lunddal Friðriksson, er sá sem líklega
á mesta möguleika á að verða sænskur meistari í ár.
Fjallað er um deildina og Íslendingana sem þar leika á
íþróttasíðu í dag. » 40
Verður nýliðinn sænskur meistari?
ÍÞRÓTTIR MENNING