Morgunblaðið - 12.04.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.04.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. APRÍL 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Ullin kemur sífellt sterkar inn þessi misserin, enda góð náttúruleg af- urð,“ segir Margrét Jónsdóttir hjá Ullarvinnslunni á Þingborg í Flóa. Síðastliðinn föstudag var í fyrsta sinn haldinn Evrópudagur ullar- innar og af því tilefni var sitthvað gert til hátíðarbrigða í ullarvinnslum landsins og hjá prjónafólki. Mikil framþróun er í allri prjóna- og hand- verksmenningu um þessar mundir og sífellt að koma fram nýjar upp- skriftir að peysum, sjölum, teppum og öðru fallegu, meðal annars frá Þingborg, sem er skammt austan við Selfoss. Þar er í senn verslun og sam- komustaður prjónakvenna, sem margar koma frá Selfossi og úr sveitunum á Suðurlandi. „Ullarvinnslan hefur reynst mik- ilvægur þáttur í þeirri viðeitni að halda við hefðum og ekki síður að skapa nýjar. Þar skiptir líka öllu máli að vera með rétta lopann, lambsull sem við sérveljum og Ístex vinnur fyrir okkur,“ segir Margrét. Evrópudagur ullarinnar haldinn í fyrsta sinn og því var fagnað hjá sunnlenskum prjónakonum Halda í hefð- irnar og skapa nýjar Ljósmynd/Halldóra Óskarsdóttir Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Velferðarnefnd býst við því að fá af- hent í dag öll gögn sem til staðar eru um könnun á lagagrundvelli reglu- gerðar heilbrigðisráðherra um skyldudvöl í sóttvarnahúsi, þ.á m. álit frá heilbrigðisráðuneytinu og dóms- málaráðuneytinu. Þetta segir Helga Vala Helgadóttir, formaður velferð- arnefndar, í samtali við Morgunblað- ið. Helga Vala segir að sér hafi verið brugðið þegar hún sá að Morgunblað- ið hefði álit dómsmálaráðuneytisins undir höndum. Álitið var ekki á meðal þeirra minnisblaða og gagna sem nefndin fékk þegar hún óskaði eftir gögnum sem leiddu að reglugerðar- setningunni. Þeirra á meðal er hins vegar álit frá lagaskrifstofu forsæt- isráðuneytisins sem ritað var tveimur dögum fyrir ríkisstjórnarfund, þann 29. mars, en reglugerðin tók gildi 1. apríl. Velferðarnefnd og Morgunblaðinu var fyrst synjað um aðgang að gögn- unum á grundvelli upplýsingalaga en heilbrigðisráðuneytið lét undan þrýstingi og afhenti gögnin fyrr- nefndu síðdegis á föstudag. Í áliti forsætisráðuneytisins er ekki tekin bein afstaða til lögmætis reglu- gerðarinnar en þar er þó talið að skil- greining sóttvarnahúss í sóttvarna- lögum sé ansi þröng. Tekið var hins vegar fram að enginn vafi væri á því að heimild væri í lögum til að skylda fólk í sóttkví í húsnæði undir eftirliti. Í áliti dómsmálaráðuneytisins kemur hins vegar skýrt fram að vafi sé á því að lagaheimild sé til staðar fyrir að skylda ferðamenn í sóttvarnahús. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi flokksins í velferðarnefnd, telur ljóst að ekki nægur undirbúningur hafi farið í reglugerðarsetninguna: „Mér finnast þessi gögn sem þingmenn hafa fengið benda til þess að reglugerðin hafi ekki fengið neinn undirbúning. Það má greina af gögnunum að það var fyrst þann 13. mars sem sóttvarnalæknir óskaði eftir því að þessi mál yrðu skoðuð. Það virðist ekki hafa verið gert,“ segir hún og bætir við að svo virðist sem það sama sé uppi á ten- ingnum hvað varðar nýjustu reglu- gerð heilbrigðisráðuneytisins. Umdeilt að úthýsa fólki Sigríður bætir við að hún hafi eng- ar upplýsingar um það hvernig menn hafi lagt mat á lagaheimildina fyrir reglugerðinni eða hvert markmið, ár- angur og nauðsyn hennar sé. Ný reglugerð heilbrigðisráðherra kveður á um skyldu til þess að fara í sóttkví eða sóttvarnahús sé ferðast til landsins frá skilgreindum áhættu- svæðum – dvöl í sóttvarnahúsi er val- kvæð en neiti einstaklingur að sæta sóttkví er hægt að skylda hann í sótt- varnahús. Þá segir í leiðbeiningum sóttvarnalæknis um heimasóttkví að æskilegast sé að heimilismenn, sem ekki hafa verið berskjaldaðir fyrir smiti, dvelji ekki á heimili sínu á með- an annar heimilismaður er í sóttkví. „Það er auðvitað svolítið viður- hlutamikið að vísa fólki út af heimilum sínum,“ segir Sigríður og vísar þá til réttarins til friðhelgi heimilis og einkalífs. Fengu ekki öll gögn sem lágu fyrir - Velferðarnefnd fær einungis hluta gagna um lagagrundvöll skyldudvalar í sóttvarnahúsi - Engin gögn að baki nýrri reglugerð - Mælt með að aðrir yfirgefi heimili á meðan einstaklingur er þar í sóttkví Sóttvarnahús » Velferðarnefnd fékk ein- ungis hluta gagna. » Álit dómsmálaráðuneytisins ekki á meðal þeirra. » Talinn vafi um lagaheimild. » Helga Vala býst við því að fá öll gögn afhent í dag. Sóttvarnahús Velferðarnefnd býst við að fá öll gögn afhent í dag. Morgunblaðið/Árni Sæberg Karítas Ríkharðsdóttir Sigurður Bogi Sævarsson Formenn VR og Verkalýðs- og sjó- mannafélags Akraness gagnrýna og undirbúa lögsóknir á hendur ASÍ því ekki hafi verið haft samráð við aðild- arfélög sambandsins vegna frum- varps fjármálaráðherra um lágmarks- tryggingavernd og fleira sem tengist lífeyrismálum. Frumvarpið sem gengur nú til umfjöllunar Alþingis var birt í síðustu viku og þar er gert ráð fyrir talsverðum breytingum á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir alvarlegt að lagt sé til að ekki verði greidd iðgjöld fyrir fólk 16- 18 ára. Slíkt feli í sér skerðingu á tekjum og réttindum. Þá segir Ragn- ar breytingar á verðtryggingarmál- um, sem lagðar eru til í frumvarpinu, fela í sér miklar kjaraskerðingar. Samningsumboðið tekið af stéttarfélögum „Við undirbúum með lögmanni fé- lagsins að stefna Alþýðusambandi Ís- lands og Samtökum atvinnulífsins líka,“ segir Vilhjálmur Birgisson, for- maður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við mbl.is í gærdag. Ástæð- una segir Vilhjálmur vera að ASÍ og SA telji alfarið sitt að semja um líf- eyrismál. Þessi tvö meginsamtök at- vinnulífsins, það er launþega og vinnuveitenda, hafi tekið sér það vald að vera í samráði við stjórnvöld við gerð frumvarpsins. Þó séu lífeyris- mál stór þáttur í kjarasamningum stéttarfélaga við viðsemjendur. Skýrt sé í lögum að stéttarfélög ráði sínum málefnum sjálf og að samn- ingsumboðið liggi hjá stéttarfélögum en ekki ASÍ. „Í lögum um lífeyrissjóði er líka kveðið á um að um iðgjöld er samið í kjara- eða ráðningarsamningum. Þarna er búið að taka samningsum- boðið af stéttarfélögunum,“ segir Vil- hjálmur. Ætla að stefna ASÍ og SA - Gagnrýna samráðsleysi vegna frumvarps um lífeyrismál Ragnar Þór Ingólfsson Vilhjálmur Birgisson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.