Morgunblaðið - 12.04.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.04.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. APRÍL 2021 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '* -�-"% ,�rKu!, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali veikja bakland Bónusverslana sinna hér og sama má segja um Festi sem á og rekur Krónuna og N1.“ Þeir Hilmar og Hannes segjast þokkalega ánægðir með viðbrögð við undirskriftasöfnuninni, en óákveðið er hve lengi hún verður í loftinu. Slíkt ráðist í raun af því hvort olíufé- lögin svari kalli, og minna megi á að verðlagning á eldneyti úti á landi sé víðar með sama móti og á Suðurnesj- um. Málið sé því stærra en virðist í fyrstu. Eðlilegt og réttlátt Sveitarfélögunum á Suðurnesjum var kynnt efni undirskriftasöfnunar- innar á dögunum og hefur málið komið til umfjöllunar og ályktana á þeirra vettvangi. „Atvinnuástand á Suðurnesjum er nú með allra versta móti,“ segir bæjarráð Reykjanes- bæjar sem skorar á olíufélögin að sýna samfélagslega ábyrgð og lækka eldsneytisverð á svæðinu til sam- ræmis við það sem best gerist á höf- uðborgarsvæðinu. Í bókun bæjar- ráðs Suðurnesjabæjar, sem nær yfir Garð og Sandgerði, eru viðhorfin samtóna og sagt að bæði sé „eðlilegt og réttlátt“ að eldsneyti kosti það sama á Suðurnesjum og best gerist í borginni. Ósk fólks suður með sjó er hins vegar að eitthvert – helst öll olíufé- lögin – bjóði á stöðvum sínum verð svipað og Costco. Verðlagning þar er raunar smitandi, ef svo mætti segja, því við í syðstu byggðum Hafnar- fjarðar og með Reykjanesbraut al- veg inn í Bústaðahverfi í Reykjavík eru nokkrar eldsneytisstöðvar þar sem eldsneytislítrinn er á svipuðu verði og í Costco. Þá má nefna að á Akureyri hafa olíufélögin, það er N1, Olís og Orkan, hvert fyrir sig opnað sína lágverðsstöðina, sem er svo í keppni við aðrar afgreiðslur þeirra í bænum. Viðskipti færast af svæðinu „Algengt er að fólk taki hér í bæn- um eldsneyti fyrir jafn lítið og hægt er að komast af með í ferð á höf- uðborgarsvæðið. Tekur þar fullan tank, sem svo sannarlega munar um, þegar munurinn á hæsta Suður- nesjaverði og því sem býðst í Costco er jafn mikill og raun ber vitni,“ seg- ir Hannes Friðriksson. „Þessi háa álagning á eldneyti hér leiðir auðvit- að til þess að viðskipti, svo sem kaup almennings á daglegum nauðsynj- um, færast í talsverðum mæli inn til Reykjavíkur. Hagar sem reka Olís eru með þessu að mínu mati að Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Um 1.800 manns höfðu í gær skráð nafn sitt í undirskriftasöfnun á Suð- urnesjum þar sem skorað er á olíufé- lögin að lækka eldneytisverð á svæð- inu, til samræmis við það sem ódýrast er á sjálfsafgreiðslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Á laugardag kostaði bensínlítrinn hjá afgreiðslu N1 við Hafnargötu í Reykjanesbæ 246,90 kr. og lítrinn af díselolíu 228,9 kr. Hjá Costco í Garðabæ kostar lítr- inn nú 201,90 kr. sem er 45 kr. lægra en hæsta Suðurnesjaverð. Söfnun undirskrifta fer fram á slóðinni http://chng.it/cfQZTCCh. Verðlagning sé sanngjörn „Við teljum okkur alls ekki jafn- sett öðrum landsvæðum með verð á eldsneyti,“ segir Haukur Hilmars- son, kennari í Keflavík, sem stendur að þessari söfnun undirskrifta og með honum er Hannes Friðriksson innanhúsarkitekt. „Atvinnuástand hér á svæðinu er erfitt og margir í þröngri stöðu. Sanngjörn verðlagn- ing olíufélaganna á þessu svæði væri því mikilvægt skref til þess að bæta lífskjör fólks hér,“ segir Haukur enn fremur. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Undirskriftasöfnun Haukur Hilmarsson, t.v., og Hannes Friðriksson á förnum vegi í Reykjanesbæ um helgina. Eldsneytisverð á Suður- nesjum verði lækkað - Undirskriftasöfnun - Munar 45 kr. á Keflavík og Costco Jóna Sigurðardóttir er 100 ára í dag, en hún er fædd 12. apríl 1921 í Vestmannaeyjum. Hún ólst upp á Hvanneyri í Eyjum fram til tólf ára aldurs, við leik og gleði. Að þurfa að flytja 12 ára gömul frá hressum Eyjapæjum og í sveit undir Vestur-Eyjafjöllum var ekki spennandi í hennar huga en átti eft- ir, þegar allt kom til alls, að reynast henni afar farsæl vegferð. Jóna sótti barnaskóla sem var staðsettur á hlaði Skálabæjanna. Þar var mik- ið líf og fjör enda bjuggu á einum bæjanna, Ysta-Skála, alls þrettán systkini sem Jóna kynntist mjög vel og meira einu þeirra en öðrum, Kristni Auðunssyni, sem síðar varð hennar lífsförunautur. Jóna fór 16 ára gömul til náms í Gagnfræðaskóla Reykjavíkur við Lindargötu. Á námsárum sínum æfði hún fimleika hjá ÍTR og vann í hannyrðaverslun og blómabúð sem voru í Bankastrætinu. Þetta þrennt; það er fimi, blóm og hannyrðir, hafa verið henni til yndisauka alla tíð síðan og prjónar hún enn sér til gamans. Jóna giftist æskuvini sínum, Kristni Auðunssyni, 30. nóvember 1946 og eignuðust þau fjögur börn og eru afkomendur þeirra nú orðn- ir alls 31 talsins. Húsmóðir með mikið jafnaðargeð varð hennar ævistarf. Jóna og Kristinn endur- vöktu sveitarómantíkina aftur á síðari árum. Byggðu sér sumar- húsið Fjallasel á æskuslóðum undir Eyjafjöllum. Einnig eignuðust þau hlut í Ysta-Skála, æskuheimili Kristins en hann lést árið 2008. Lífgleði og heilsuhreysti Jónu leiddu til þess að hún gat haldið eig- ið heimili alveg til 96 ára aldurs. Nú nýtur Jóna sinna elliára á hjúkr- unarheimilinu Hrafnistu í Laug- arási í Reykjavík, við einstaka og hlýja umönnun, að sögn afkomenda hennar. Fimi, blóm og hann- yrðir til yndisauka - Jóna Sigurðardóttir er 100 ára í dag Afmælisbarn Jóna Sigurðardóttir verður 100 ára í dag en hún dvelst á Hrafnistu í Reykjavík. Steinunn Þóra Árnadóttir, þing- maður Vinstri grænna í Reykja- víkurkjördæmi norður, tilkynnti í gær að hún gæfi kost á sér í 2. sætið í öðru hvoru Reykjavík- urkjördæminu. Sameiginlegt forval verður fyrir bæði Reykjavík- urkjördæmin 16.-19. maí og verður kosið um átta efstu. Steinunn Þóra hefur setið á þingi fyrir VG frá árinu 2014. Hún segir í samtali við Morgunblaðið að hún telji mikilvægt að Vinstri græn verði áfram í forystu í ríkisstjórn og að áherslur flokksins muni skipta lykilmáli í endurreisninni eftir heimsfaraldurinn. „Því við þurfum samfélag þar sem allir geta tekið þátt og allir hafa jöfn tæki- færi,“ segir Steinunn Þóra. Steinunn Þóra gefur kost á sér í 2. sætið í Reykjavík Steinunn Þóra Árnadóttir Guðrún Hálfdánardóttir Karítas Ríkharðsdóttir Alexander Gunnar Kristjánsson Tveir einstaklingar greindust með kórónuveiruna á laugardaginn og reyndust báðir hafa verið utan sóttkvíar. Smitrakning stóð enn yfir í gær og var því ekki ljóst hversu margir yrðu að fara í sóttkví vegna smitanna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn- ir sagði í samtali við mbl.is í gær að það kæmi sér ekki á óvart að enn væri fólk að greinast utan sóttkvíar. „Þetta er í samræmi við það sem við höfum sagt. Eins er fólk að koma í skimun sem hefur verið með einkenni í ein- hvern tíma en hefur þrátt fyrir það ekki mætt í sýnatöku fyrr. Það er mikið áhyggjuefni ef fólk með ein- kenni mætir ekki í sýnatöku,“ segir Þórólfur. Að hans sögn eru þetta oft einstaklingar af erlendu bergi brotnir sem stundum hefur verið erfitt að ná til. Þórólfur sagði einnig að engar skerðingar myndu verða á afhend- ingu bóluefnis AstraZeneca líkt og fréttir um helgina höfðu gefið til kynna. Er von á 9.360 skömmtum af bóluefni Pfizer í viku 15, frá Moderna koma 2.640 skammtar, af Astra- Zeneca-bóluefninu er von á 1.980 skömmtum og fyrstu skammtarnir af bóluefni Janssen eru væntanlegir í vikunni – alls 2.400 skammtar. Enn tími til að kanna málin Spurður út í hvað verði með seinni bólusetningu þeirra sem eru yngri en 55 ára, sem þegar hafa fengið fyrri bólusetningu með AstraZeneca hér á landi, minnir Þórólfur á að seinni bólusetning eigi að fara fram þremur mánuðum eftir fyrstu. „Við erum í samvinnu við Norður- löndin og önnur ríki Evrópu um hvað verði gert varðandi skammt tvö,“ seg- ir Þórólfur. Þjóðverjar og Frakkar hafa þegar ákveðið að bjóða yngra fólki upp á annað bóluefni en sú ákvörðun byggir ekki á neinum rann- sóknarniðurstöðum að hans sögn. „Við erum aðeins að hinkra og bíðum eftir því að fá frekari gögn en það er ekki komið að þessari bólusetningu,“ segir hann. Þórólfur á von á því að skila heilbrigðisráðherra minnisblaði á næstu dögum en núgildandi sótt- varnareglur gilda til fimmtudags, 15. apríl. Vinnu við minnisblaðið er ekki lokið. Þá var greint frá því í gær að Hótel Barón við Barónsstíg yrði ekki nýtt sem sóttkvíarhótel þegar hótelið við Þórunnartún fyllist vegna yfirstand- andi framkvæmda. Þetta staðfesti Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumað- ur farsóttarhúsa Rauða krossins, í samtali við mbl.is í gær en til stóð að hótelið yrði tekið í gagnið í gær. Sagði hann Sjúkratryggingar vera í viðræðum um leigu á öðru hót- eli í höfuðborginni vegna þessa. Engar skerðingar á afhendingu - Tvö smit greindust utan sóttkvíar á laugardaginn - Ekki enn búið að ákveða með framhald AstraZeneca - Hótel Barón verður ekki gert að sóttvarnahúsi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bólusetning Bólusett er nú af mikl- um móð í Laugardalshöll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.