Morgunblaðið - 12.04.2021, Page 13

Morgunblaðið - 12.04.2021, Page 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. APRÍL 2021 Missið ekki af áhugaverðum þætti um starfsemi Klíníkurinnar Ármúla þar sem rætt er við Hjálmar Þorsteinsson sérfræðing í bæklunarskurðlækningum ummikilvægi liðskipta- aðgerða og þá þjónustu sem Klíníkin býður einstaklingum sem eru tilbúnir til að greiða úr eigin vasa. Þátturinn var áður á dagskrá Hringbrautar í september 2019. Hringbraut næst á rásum 7 (Síminn) og 25 (Vodafone) ATVINNULÍFIÐ Á dagskráHringbrautar í kvöld kl. 20.00 Einkarekin heilbrigðisþjónusta á tímum biðlista – fyrri hluti Liðskiptaaðgerðir í Klíníkinni Ármúla í þættinum Atvinnulífið sem er á dagskráHringbrautar kl. 20.00 í kvöld • Klíníkin býður upp á liðskiptaaðgerðir sem uppfyllir kröfur embætti landlæknis um eðlilegan biðtíma. • Skurðstofur eru af fullkomnustu gerð og þægindi á legudeild til fyrirmyndar. • Sjúkratryggingar Íslands taka enn ekki þátt í kostnaði við þessar aðgerðir. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Rússnesk stjórnvöld lýstu því yfir í gær að þau stefndu ekki að átökum við Úkraínumenn, en mjög hefur fjölgað í herliði Rússa við landamær- in að Úkraínu á undanförnum dögum og vikum. Antony Blinken, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, varaði í gær Rússa við „árásargirni“ gagn- vart Úkraínumönnum, og sagði að því myndu fylgja „alvarlegar afleið- ingar“. Blinken sagði í samtali við frétta- stofu NBC að Bandaríkjastjórn hefði þungar áhyggjur af hersöfnun Rússa á landamærunum, en átök milli rússneskumælandi aðskilnaðar- sinna og stjórnarhers Úkraínu hafa færst í aukana á undanförnum vik- um. Sagði Blinken að Bandaríkja- menn væru í nánum samskiptum við bandamenn sína í Evrópu vegna málsins, og að þeir deildu allir áhyggjum sínum af ástandinu. Munu ekki sitja hjá Dímítrí Peskov, talsmaður Vla- dimírs Pútín Rússlandsforseta, sagði í gær að Rússar stefndu ekki að átökum við Úkraínumenn, en að þeir myndu heldur ekki sitja hjá ef örlög rússneskumælandi fólks væru í húfi. Sagði Peskov að enginn tæki í mál þann möguleika að styrjöld brytist út. Þá kæmi heldur ekki til greina að borgarastyrjöld hæfist í Úkraínu. Þá sagði Peskov að rússnesk stjórnvöld væru að gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að leysa málin á friðsaman hátt. Stjórnvöld í Úkraínu lýstu því yfir í gær að þau hefðu engin áform um að sækja að rússneskumælandi að- skilnaðarsinnum, sem ráðið hafa ríkjum í héruðum Donetsk og Luh- ansk frá árinu 2014, þar sem slíkar aðgerðir myndu óumflýjanlega hafa í för með sér mikið mannfall meðal hermanna og óbreyttra borgara. Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, heimsótti í gær Recep Ta- yyip Erdogan Tyrklandsforseta, en Tyrkir tilkynntu fyrir helgi að þeir myndu hleypa tveimur bandarískum herskipum inn í Svartahaf. Ríki sem ekki eiga strandlínu að Svartahafi verða að tilkynna með tveggja vikna fyrirvara áður en þau senda herskip í gegnum sundin sem aðskilja það frá Miðjarðarhafi. Sagði Erdogan á blaðamanna- fundi eftir fund forsetanna að Tyrkir vildu tryggja að Svartahaf yrði áfram „haf friðar og samvinnu“ og að deilur Rússa og Úkraínumanna yrði að leysa með friðsömum hætti og virðingu fyrir fullveldi Úkraínu. Sagði Erdogan jafnframt að Tyrkir væru reiðubúnir til að aðstoða við að stilla til friðar, en um leið að þeir myndu aldrei viðurkenna yfirtöku Rússa á Krímskaga árið 2014. Ætlunin að þrýsta á Úkraínu Um 13.000 manns hafa fallið í skærum og átökum í austurhluta Úkraínu frá árinu 2014, en vopnahlé hefur ríkt að nafninu til frá því í júlí síðastliðnum. Engu að síður hafa nú um fimmtíu manns látist beggja vegna víglínunnar frá áramótum, og er það svipað mannfall og í fyrra. Vestrænir stjórnmálaskýrendur telja markmið Rússa með herflutn- ingum sínum ekki vera undirbúning innrásar, heldur sé tilgangurinn að beita Úkraínumenn þrýstingi til að veita héruðunum tveimur sem að- skilnaðarsinnar ráða yfir meiri rétt- indi. Slíkar kröfur mælast hins vegar illa fyrir í Úkraínu, en stjórnvöld þar hafa heitið því að einn dag muni þau endurheimta Krímskagann úr hönd- um Rússa. Segjast ekki stefna að átökum - Aukin spenna við landamæri Rússlands og Úkraínu - Blinken varar Rússa við „árásargirni“ gagn- vart nágrönnum sínum - Úkraínumenn útiloka hernaðaraðgerðir gegn aðskilnaðarsinnum í austri „Þetta er alvarlegasta inngripið sem við höfum séð frá innrás- inni í Krímskaga árið 2014,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í Íslandsdeild NATO- þingsins, í samtali við Morg- unblaðið. Hann segir að ekki hafi verið haldnir formlegir fundir um málið, en að þingið muni funda í dag og á morgun og afar líklegt sé að málefni Úkraínu verði rædd þar. „Það er fylgst mjög náið með stöðunni þarna,“ segir Njáll Trausti. Fylgst náið með stöðunni ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ AFP Á víglínunni Zelenskí Úkraínuforseti (annar frá vinstri) kannaði aðstæður við víglínuna á föstudaginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.