Morgunblaðið - 12.04.2021, Side 18

Morgunblaðið - 12.04.2021, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. APRÍL 2021 ✝ Pétur Áskell Svavarsson fæddist á Sjúkra- húsinu á Hólmavík 24. maí 1980. Hann lést 1. apríl 2021. Faðir Péturs var Svavar Pétursson skipstjóri sem er látinn, móðir er Aðalheiður Stein- arsdóttir kennari. Systkini Péturs eru Jóhanna Karlotta Svav- arsdóttir og Svavar Kári Svav- arsson. Pétur kvæntist Díönu Árna- dóttur árið 2011, þau skildu. Dóttir þeirra er Hrefna Sóley, fædd 13. október 2012. Pétur var vélamaður og vann við ýmsar fram- kvæmdir, s.s við virkjanir og jarð- gangagerð. Útförin fer fram í dag, 12. apríl 2021, kl. 15. Streymt verður frá útför á: https://www.digraneskirkja.is Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Pétur Áskell kom í heiminn með miklum látum og varð strax ljóst að um orkumikinn og skemmtilegan dreng væri að ræða. Eldri systir Péturs, Jó- hanna, tók hlutverk sitt sem stóra systir strax alvarlega og reyndi að stjórnast með hann og passa hann þó oft gengi það ekki eftir sem skyldi. Síðar bættist Svavar í hópinn og var þá þríeykið sem síðar átti eftir að bralla svo margt mótað. Það sem einkenndi Pésa var útsjónarsemi og sjálfsbjargar- hvöt í að finna sér leiðir til að gera það sem honum datt í hug. Snemma á unglingsárum hans mátti oft koma að honum með ónýt raftæki sem hann var byrj- aður að skrúfa í sundur og laga og var herbergið hans á tíðum eins og vélaverkstæði með sokkapari hér og þar á milli. Næsta dag mátti svo sjá til hans niður í fjöru að leggja fiskinet eða dorga á bryggjunni á Hólmavík. Pétur var ofvirkur fyrir allan peninginn eins og sagt er og átti erfitt með að sitja við skólabæk- ur og læra í rólegheitum. Hann lék sér þó að því síðar að taka vinnuvélapróf enda lá þar brenn- andi áhugi og einhver meðfædd- ur skilningur á því hvernig vélar og tæki virka. Pési var góð eftirherma og gerðu systkinin stundum símaat. Skemmtilegt dæmi var persóna sem þurfti aðstoð við að hlaða GSM-kortið sitt með inneign af skafkorti þar sem ekki væri pláss fyrir kortið í símanum. Upphófst þá langt símtal þar sem starfsmaðurinn reyndi að útskýra að það ætti að setja númerin á kortinu í símann en ekki kortið sjálft. Besti tíminn í lífi hans var þegar hann kynntist Díönu sem hann síðar giftist og eignaðist með dóttur sína, Hrefnu Sóleyju. Hún lýsti upp lífið og tilveruna og þótti Pésa óendanlega vænt um hana. Þó hann hefði ekki allt- af tök á því að vera inni í lífi hennar, leið ekki sá dagur sem hann hugsaði ekki til hennar og vildi hann alltaf fá fréttir og myndir af henni þegar þannig tímabil stóðu yfir. Pési var m.a. til sjós með föð- ur sínum og vann á stórvirkum vinnuvélum t.d. við Kárahnjúka- virkjun, Vaðlaheiðargöng og í Noregi. Þar var hann á sínum heimavelli og naut sín vel. Það var hins vegar í þannig starfi sem hann lenti í vinnuslysi sem gerði það að verkum að fótur hann bæklaðist og mátti hann lifa með miklar kvalir í fætinum allt til loka. Pési var vinmargur og náði vel til margra úr misjöfnum átt- um. Hann var einnig mikill mat- gæðingur og góður kokkur og skiptust hann og systir hans gjarnan á uppskriftum til að prófa og þótti honum gaman að elda fyrir félaga sína. Þegar lifað er með fíknisjúk- dóm eins og Pési gerði má gera ráð fyrir því að svo geti farið að ekki verði snúið aftur við. Síð- ustu árin virtist stefna í það þó hann sjálfur, fjölskyldan hans og vinir vonuðust alltaf til þess að einn daginn væri hann öruggur frá þeim slæmu örlögum sem sjúkdómurinn er. Lífið sem fylgir honum er átakanlegt og veldur skaða. Að morgni 1. apríl fékk fjölskyldan þær sorgar- fréttir að Pési væri nú látinn. Einhvern veginn var það í anda Pésa að kveðja þann 1. apríl og brá fyrir þeirri hugsun hvort þetta væri bara nokkuð satt. Það eru erfiðir tímar fram undan fyrir fjölskyldu Pésa og vini. Það er ósk okkar sem höfum ferðast með honum í gegnum þetta líf að það sé í raun líf eftir þetta líf og að þar sé hann með pabba sínum að baka pönnukök- ur eða stússast við eitthvað skemmtilegt, laus við allt sem lét honum líða svo illa í þessu lífi. Við sem eftir stöndum munum hlýja okkur við fallegar minning- ar um hann og fylgjast með stúlkunni hans og passa hana alla tíð. Kær kveðja, Aðalheiður Steinarsdóttir, Jóhanna K. Svavarsdóttir og Eva Valdís Jóhönnudóttir Svavar Kári Svavarsson, Ester Rán Ómarsdóttir Já það var drengur, já lítill mömmudrengur sem fæddist 24. maí 1980 við fallegan fjörð fyrir vestan. Ég frænka þín var með þeim fyrstu sem börðu þig aug- um eftir að þú komst í heiminn, hraustur og fallegur drengur og seinna meir ákaflega fjörmikill og lífsglaður. Seinna fluttir þú með fjölskyldu þinni á Ísafjörð og svo í Hnífsdal og varst heima- gangur hjá frænku þinni og fjöl- skyldu. Lékuð þið frændurnir mikið saman og var oft glatt á hjalla og engin lognmolla í kring- um þig. Þú varst vinmargur og mikið líf og fjör bæði í afmælum og daglegum leikjum og kom nú fyrir að þú fengir skurð á ennið eða kúlu. Svo liðu árin og þú stækkaðir, alltaf var stutt í brosið þitt og grínið, unglings- árin komu og þú varðst fullorð- inn. Þú varst duglegur að vinna og tókst vinnuvélaréttindi og vannst við ýmsa vélavinnu og gangagerð. Allt sem sneri að vélum, vélaviðgerðum og tölvu- viðgerðum lék í höndunum á þér. En smátt og smátt fór að síga á ógæfuhliðina hjá þér Pési minn. En þú áttir líka þína góðu tíma, reifst þig upp og ákvaðst að standa þig. Ég man þegar ég kom og heimsótti þig í húsið þitt, nýgiftur og búinn að stofna fjölskyldu og eignaðist svo lítinn gullmola, hana Hrefnu Sóleyju, og lífið blasti við þér. Þú varst svo hreykinn pabbi. Elsku Pési minn, þú átt alltaf stað í hjarta mínu og vil ég trúa því að þú sért laus við þær raun- ir sem þú þurftir að glíma við og þér líði vel í nýjum heimkynn- um. Votta ég Hrefnu Sóleyju og systur minni, Aðalheiði, Jó- hönnu Karlottu, Svavari Kára og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Þín frænka, Hulda. Pétur Áskell Svavarsson ✝ Freyja Egils- dóttir Mogen- sen fæddist 9. nóv- ember 1977. Hún lést 2. febrúar 2021. Faðir: Egill Eg- ilsson, f. 26. ágúst 1929, d. 21. ágúst 2019. Móðir: Bót- hildur Hauksdóttir, f. 6. ágúst 1936. Systur: a. Dísa- Maria Egilsdóttir, f. 1963; maki a. Magnús Halldór Helgason, f. 1962. Börn: a1. Árni Magnússon, f. 1989; maki a1: Margrét Júlía Fannarsdóttir, f. 1990. Börn: a1a Dagrún María Árnadóttir f. 2017, a1b; Magney Fönn Árna- dóttir f. 2018. a2 Egill Magn- ússon f. 1993; maki a2 Lisa Ma- culan f. 1994. b. Ásthildur Egilsdóttir f. 1965. Barn: b1 Oddný María Oddsdóttir f. 1990; maki b1; Gudmund- ur Freyr Ómarsson f. 1985. Börn: b1a Avona Hrönn Guð- mundsdóttir f. 2016. b1b Egill Óm- ar Guðmundsson f. 2020. c Sólrún Eg- ilsdóttir f. 1966; maki c; Björgvin Helgason f. 1959. Börn: c1 Rakel Björgvins- dóttir, f. 1988; maki c1 Finnur Torfi Gíslason, f. 1987; c2 Helgi Björgvinsson f. 1992. Börn Freyju: Alex Mogensen, f. 1993, Lúkas Mogensen, f. 2011, og Emma Mogensen, f. 2015. Jarðarför Freyju á Íslandi fer fram síðar. Á erfiðum tímum er gott að finna fyrir hlýhug og umhyggju frá fjölskyldu, vinum og nærum- hverfi. Við þökkum því góða fólki sem hugsaði til okkar og gaf okk- ur styrk. Freyja fæddist árið 1977. Það ár hafði fjölskyldan, foreldrar okkar og við þrjár eldri systur hennar, flutt frá Hveragerði í Gaulverjabæjarhrepp til þess að stunda búskap. Við bjuggum þó ekki lengi í sveitinni og þegar Freyja var 6 mánaða flutti fjöl- skyldan á Selfoss og þar átti hún sín uppvaxtarár. Það var mikið fjör og gleði að fá kornabarn í hópinn þegar við hinar systurnar vorum komnar, eða nánast komnar, á unglings- aldur. Hún var einstaklega ljúft barn og mikill gleðigjafi sem gerði alla daga betri. Eftir hefðbundna skólaskyldu fór hún að hugsa sér til hreyfings því hún var fróðleiksfús og þráði að skoða heiminn. Á sautjánda ári fór hún sem skiptinemi til Austurríkis í eitt ár. Þar eign- aðist hún góða fjölskyldu sem hún hélt tryggð við alla tíð. Nokkrum árum síðar, eftir að hún hafði lokið stúdentsprófi, lá leið hennar til Frakklands þar sem hún stundaði nám í frönsku. Á leið heim frá Frakklandi dvaldi hún um tíma hjá fjölskyldu sinni í Austurríki og síðar hjá systrum sínum tveimur sem bjuggu þá í Árósum í Danmörku. Danmörk heillaði Freyju og hún ákvað að búa þar tímabundið og standa á eigin fótum. Þar átti hún svo eft- ir að búa það sem eftir var ævi hennar. Freyja átti auðvelt með að læra og tungumál voru henn- ar uppáhald. Auk ensku og dönsku lærði hún þýsku og frönsku. Það lá því beinast við að í Danmörku næmi hún málvís- indi vid Aarhus Universitet. Hún lauk meistaragráðu á því sviði en þar sem lítið var um atvinnu við það fag menntaði hún sig til fé- lagsliða, sem henni þótti ekki síð- ur spennandi og starfaði í fram- haldinu á hjúkrunarheimili í Stenslundscentret Odder þar til hún lést. Fátt var það sem Freyja þráði meira en að eignast sína eigin fjölskyldu og gleði hennar var mikil þegar hún tók að sér fóst- urson sinn Alex, sem þá var á barnsaldi. Rúmum áratug síðar jók það enn á hamingju hennar að eignast son sinn Lúkas og nokkrum árum seinna dótturina Emmu. Freyja var lífsglöð, hún gladdi fólk með nærveru sinni og fann til með því fólki sem átti erfitt. Í starfi sínu sem félagsliði á hjúkr- unarheimili á Jótlandi var hún elskuð og dáð af sínum skjól- stæðingum og samstarfsfólki. Hún var mjög listræn, elskaði tónlist og málaði litskrúðugar myndir sjálfri sér og öðrum til ánægju. Við minnumst Freyju umfram allt fyrir hjartahlýju og jákvæðni til lífsins. Freyju verður sárt saknað og hún ávallt elskuð. Dísa-María Egilsdóttir og fjölskylda. Ásthidur Egilsdóttir og fjölskylda. Sólrún Egilsdóttir og fjölskylda. Freyja Egilsdóttir Mogensen Haustið 1961 hitt- ust stúlkur víðsveg- ar að af landinu á Kvennaskólanum á Blönduósi. Við Bergljót vorum þar á meðal. Begga, eins og hún var kölluð, var ein af þeim sem Bergljót Hermundsdóttir ✝ Bergljót Her- mundsdóttir fæddist 17. desem- ber 1943. Hún lést 11. mars 2021. Útför Bergljótar fór fram 19. mars 2021. komu úr Reykjavík. Hún var áberandi í hópnum, dökk yfir- litum og íþrótta- mannsleg. Hún stundaði handbolta og var Valsari. Það var alltaf fjör í kringum Beggu enda spilaði hún á gítar og fékk alla með sér í söng. Eftir Kvenna- skólann áttum við Begga samleið í Reykjavík. Við giftum okkur og eignuðumst elstu dætur okkar um svipað leyti. Á þessum árum átti ungt fólk þess kost að sækja um byggingarlóðir. Við Begga fórum þá leið ásamt eiginmönnum okkar og fleiri fjölskyldum sem tóku sig saman og byggðu stigahúsið Gautland 5. Þarna hittust fjórar fjölskyldur með fimm stelpur á svipuðum aldri og tókst með okk- ur mikill og góður vinskapur. Árin í Gautlandinu voru þroskandi fyr- ir ungt fólk sem var að koma und- ir sig fótunum. Þarna hjálpuð- umst við að með ýmislegt og nutum góðs af. Hápunktur sam- vinnu og samveru í Gautlandi 5 var hið árlega gamlárskvöld þeg- ar allar dyr opnuðust og stiga- gangurinn varð sem eitt fjöl- skylduhús. Þá var Begga mín í essinu sínu með gítarinn og allir sungu með. Begga útskrifaðist úr Fóstru- skóla Sumargjafar vorið 1970. Stuttu síðar var hún orðin for- stöðukona á leikskólanum Sól- bakka sem hún tók þátt í að stofna og var á þeim árum einn af leik- skólunum sem Landspítalinn rak. Það kom að því að sambýlið í Gautlandinu breyttist. Fólk fór að stækka við sig og fluttu Begga og Kristmann í Garðabæ. Þrátt fyrir það héldum við Begga vinskap okkar enda unnum við saman á Sólbakka á þessum árum. En allt er breytingum háð og næst togaði sveitin Beggu og Kristmann til sín. Þau fluttu austur í Fljótshlíð og þá fór Begga að vinna við leik- skólann á Hvolsvelli. Alltaf fannst mér jafn gott og gaman að koma til Beggu minnar, hvort sem það var heim til hennar eða á vinnu- stað því maður kom frá henni rík- ari af hugmyndum og hvatningu til að takast á við vinnu og daglegt líf. Eftir að við hættum að vinna utan heimilis áttum við margar góðar stundir saman, t.d. við handavinnu, og þegar við máluð- um steina með fleiri konum naut sköpunargleði Beggu sín. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð. Lifðu sæl á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Blessuð sé minning Bergljótar Hermundsdóttur. Þín vinkona, Margrét Þorvaldsdóttir. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar Yndislegur eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir og besti afi í heimi, BJÖRN ÞÓRISSON húsasmíðameistari, Furuvöllum 13, Hafnarfirði, lést á krabbameinsdeild Landspítalans 4. apríl. Útförin fer fram miðvikudaginn 14. apríl og verður henni streymt. Kristín Garðarsdóttir Ingvar Þór Guðjónsson Ásdís Petra Oddsdóttir Reynir Örn Björnsson Tanja Dögg Arnardóttir Andri Steinn, Thelma Kristín og Dagur Logi Ingvarsbörn Styrkár Vatnar, Kjalvör Brák og Skjöldur Vindar Reynisbörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HANS GEORG BÆRINGSSON málarameistari frá Ísafirði, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn 8. apríl. Útför auglýst síðar. Hildigunnur Lóa Högnadóttir Hilmar Þór Georgsson Íris Georgsdóttir Júlíus G. Gunnlaugsson Halldór Högni Georgsson barnabörn og barnabarnabarn Okkar ástkæri VILHJÁLMUR INGIMARSSON varð bráðkvaddur hinn 8. apríl. Útför verður auglýst síðar. Erla Ösp Ingvarsdóttir Kolbrún Ósk Vilhjálmsdóttir Alexander Örn Vilhjálmsson og aðrir ástvinir Okkar ástkæri sonur, bróðir, mágur og barnabarn, EGILL VALGEIRSSON, Kambahrauni 25, Hveragerði, varð bráðkvaddur á heimili sínu fimmtudaginn 8. apríl. Jarðarför verður auglýst síðar. Valgeir Ásgeirsson Þórunn Sigurðardóttir Sigurður Valgeirsson Sunna Björk Karlsdóttir Valur Rafn Valgeirsson Díana Björk Olsen Sigurður Sigurdórsson Erla Ragnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.