Morgunblaðið - 12.04.2021, Síða 21

Morgunblaðið - 12.04.2021, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. APRÍL 2021 gagn og nauðsynjar. Við hlógum mikið að því, að stuttu eftir að ég flutti til Grundarfjarðar þá ákváðu þau að selja og flytja í Hafnarfjörðinn, búin að fá nóg af kellunni og innrás hennar til þeirra um helgar. Eldhúsumræð- urnar fóru þá bara fram á nýjum stað, í Berjavöllunum, og alltaf var jafngaman að koma í heim- sókn, blaðra hlæja eins og vit- leysingar og borða einhvern svakalega gúrme mat. Stebbi frændi var dásamlegur maður, hann var gullið og að hafa hann í sínu lífi gerði alla ríkari. Hann var einstaklingurinn sem enginn þarf að skreyta aukalega í minningargreininni. Hann var hreinn og beinn og sagði manni til syndanna eða studdi þegar þess þurfti, en alltaf til þess að gera mann að betri manneskju. Hann var einn af hornsteinunum í mínu þorpi, ég var svo rík að eiga hann að ásamt öllum systk- inum pabba og þeirra mökum. Hann lifði sínu lífi til fullnustu við að gera það sem honum þótti skemmtilegt, sinna fjölskyldunni, vinum og ættingjum, ferðast og hlusta á góða tónlist. Hann sýndi manni að því leytinu til hversu einfaldur og góður tilgangur lífs- ins er. Vertu trúr þínu fólki og sinntu vel þeim sem eru þér efst í huga. Skarðið sem Stebbi skilur eftir sig verður aldrei fyllt, tíminn mun gera söknuðinn þolanlegri, en núna er sorgin og depurðin blandin þakklæti og ást. Við þurf- um því miður að kveðja allt of snemma en í hug og hjörtum lifa minningarnar um góðan mann. Elsku Hafdís, Sigurvin, Ísa- bella og Ísafold, ég sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur. Guðfinna Guðjónsdóttir. Elsku Stebbi minn, besti vin- urinn. Það er svo sárt að kveðja þig, en enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Aðalvélin þín var reynd- ar búin að vera hálfbiluð í nokkur ár. Ég kynntist þér fyrir rúmum 50 árum. Þá var vaninn að safnast saman í austurbænum á Selfossi á kvöldin fyrir utan heima hjá þér á Rauðholti 11 í skotbolta. Það er margs að minnast á 50 árum, en það sem stendur upp úr er hve hjálpsamur og umhyggjusamur þú varst. Alltaf rólegur og yfir- vegaður. Þú varst svo músíkalskur, man eftir fjögurra rása segulbandinu og öllum hátölurunum í rauða Volkswageninum og það var sko hækkað vel í græjunum, við höfð- um sama tónlistarsmekk, Uriah Heep, Led Zeppelin, Pink Floyd og fleiri góðir rokkarar. Svo kynnist ég bróður þínum og það var smá fyndið að við þekktumst svona vel. Þegar þið Kata farið að vera saman förum við að fara í útileg- ur saman og veiða og ýmislegt skemmtilegt. Árið 1977 fæðist svo einkadóttirin hún Hafdís Björk og verður hún bara ein af mínum börnum líka. Þær voru ófáar ferðirnar sem við fórum í Ólafsvíkina. Þið voruð á fullu að græja Vetrargleðina á haustin með góðum vinum ykkar og það var gaman að vera með ykkur í þeirri gleði. Þar nutuð þið ykkar, enda miklar félagsverur. Svo voru það Færeysku dagarnir, þá var sko opið hús fyrir alla, því fleiri því betra fannst ykkur. Þið voruð öðlingar heim að sækja. Svo var endað sumarið í Galtalæk ár eftir ár. Síðan takið þið ykkur upp og flytjið í bæinn til að vera nær Hafdísi, Sigurvini, Ísabellu og Ísafold. Missir þeirra er mikill, en nú eruð þið Kata sameinuð og ég veit þið vakið yfir okkur öllum og fylgist vel með. En ég kveð þig með miklum söknuði, elsku besti vinur minn og þakka fyrir þann tíma sem ég átti með þér. Leiði þig í hæstu heima höndin Drottins kærleiks blíð. Ég vil biðja Guð að geyma góða sál um alla tíð. Öðrum stærra áttir hjarta æ þín stjarna á himni skín. Myndin geymir brosið bjarta blessuð veri minning þín. (Friðrik Steingrímsson) Elsku Hafdís, Sigurvin, Ísa- bella og Ísafold, ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ólína María Jónsdóttir (Lóló). Þegar ég minnist vinar míns Stefáns Egilssonar kýs ég að hverfa hálfa öld aftur í tímann. Við erum síðhærðir strákar í út- víðum buxum, háhæluðum skóm og smá töffarar að eigin mati alla- vega. Við erum að fara að spila á réttarballi í Grundarfirði. Hann er nýbúinn að stilla upp hljóðfær- unum, dugnaðarlegur og ósér- hlífinn. Við erum jafnaldrar en félagar okkar Gissur og Sigfús miklu eldri, að okkar mati, enda erum við bara um tvítugt ég og Stebbi og þeir um þrítugt, hálf- gerðir karlar. Stebbi er mágur Sigfúsar. Hann er traustur rótari hljómsveitar Gissurar Geirsson- ar. Við ferðumst um landið, hann ekur hljómsveitarbílnum og er maður sem hægt er að treysta. Meðan Stebbi stillir upp hljóð- færunum fylgist ung stúlka með þessum vörpulega dugnaðarforki og skyndilega hverfur Stebbi með stúlkunni út úr samkomu- húsinu öruggum skrefum. Þetta er einbeittur brotavilji. Haustið er rómantískur tími og það er byrjað að húma. Talið er í fyrsta lagið og fólk flykkist út á dans- gólfið. Stefán sést ekki í hljómsveitarpásunni á miðjum dansleik, sem er óvenjulegt. Þeg- ar síðasta lagið er leikið, sem er auðvitað vangadans, er hann mættur, dularfullur og sællegur á svipinn. Hann er að dansa vangadans við stúlkuna sem var við sviðið áðan. Hann er eldfljót- ur að taka saman hljóðfærin og unga stúlkan sem hann dansaði við er dreymin á svipinn og viti menn, hún tekur sér far með hljómsveitarbílnum alla leið á Selfoss, þó að hún eigi heima í Ólafsvík. Þetta er hún Kata eða Katrín Ríkharðsdóttir, hálfur Færeyingur sem varð lífsföru- nautur Stebba frá þessari stundu. Svona gerðust nú ævin- týrin. Já sveitaböllin voru þess virði að sækja. „Hver stund og hver dagur á sitt gildi,“ sagði skólameistarinn forðum daga. Leiðir skilur og tíminn líður. Ég gerist kennari í Ólafsvík. Þar hafa Stebbi og Kata komið sér vel fyrir. Kennarinn þekkir fáa í Ólafsvík og er tíður gestur hjá þeim hjónum, því þau voru afar gestrisin og höfðu yndi af því að elda og bjóða gestum í mat. Stebbi er sjómaður, duglegur og ósérhlífinn, kröftugur og úrræða- góður eins og fólkið hans. Þeim hjónum fæðist dóttirin Hafdís Björk, sólargeislinn í lífi þeirra svo ekki sé talað um barnabörnin sem veða líf þeirra og yndi. Enn skilur leiðir. Fyrir fimm árum missir Stebbi Kötu sína fyrir ald- ur fram. Þá verða straumhvörf í lífi Stebba. Við hringjumst á og vitum hvor af öðrum. Við Stebbi hittumst síðast á kirkjutröppunum í Selfosskirkju þar sem við erum að fylgja vini okkar og mági Stebba, Sigfúsi Ólafssyni tónlistarkennara, sem var með okkur í hljómsveitinni forðum daga. Stebbi strengir þess heit að heimsækja mig í Fljótshlíðina með vorinu. Úr þeirri heimsókn verður ekki þar sem hann svífur nú á vit feðra sinna þar sem Kata bíður hans með opinn faðminn eins og rétt- arballinu á Grundarfirði forðum daga. Hafdísi Björk og fjölskyld- unni allri sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Þú verður búinn að stilla upp trommusett- inu þegar við hittumst næst kæri vinur. Ísólfur Gylfi Pálmason. ✝ Elín Sig- urjónsdóttir fæddist 12. sept- ember 1929 á Búðum í Fá- skrúðsfirði. Hún lést á Sjúkrahús- inu á Akureyri 29. mars 2021. Foreldrar hennar voru Sigurjón Guðmundsson, sjómaður og vél- stjóri, f. 21. mars 1906, d. 6. júní 1931, og Guðbjörg Stef- ánsdóttir, f. 20. september 1900, d. 23. júní 1960. Systkini Elínar voru Drengur Hallgrímsson, f. 3. nóvember 1926, d. 4. nóv- ember 1926, Sigurjón Sig- urjónsson, f. 1. maí 1931, d. 13. janúar 1935, og Edda Stefáns Þórarinsdóttir, f. 28. maí 1939. Þann 23. maí 1953 giftist Elín Gísla Bjarnasyni frá Uppsölum í Blönduhlíð í Skagafirði, f. 3. júlí 1930, d. 30. maí 2009, þau skildu. Synir þeirra voru: 1) Ævar Gíslason, f. 7. september ness og átti heimili hjá Sveini, föðurbróður sínum, þar til hún hafði lokið námi. Elín tók gagnfræðipróf frá Gagnfræðaskólanum á Akra- nesi 1946 og kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands 1951. Fljótlega eftir að námi lauk fluttu hún og Gísli á Bíldudal og bjuggu þar frá 1952 til 1956. Þau fluttu til Akureyr- ar 1956 og þar bjó Elín alla tíð upp frá því. Elín vann aðallega við af- greiðslustörf áður en hún gerðist kennari, hún var kennari við Barnaskólann á Bíldudal 1952-1956 og kenn- ari við Barnaskóla Akureyrar 1958-1999. Elín var félagi í Kvenfélagi Akureyrarkirkju og Sorop- timistaklúbbi Akureyrar, þar sem hún var heiðursfélagi. Útförin fer fram frá Ak- ureyrarkirkju 12. apríl 2021, klukkan 13. Vegna að- stæðna í þjóðfélaginu verða einungis nánustu aðstand- endur viðstaddir athöfnina. Hægt verður að nálgast streymi á Facebook-síðunni Jarðarfarir í Akureyrar- kirkju – Beinar útsendingar. Stytt slóð á streymi: https://tinyurl.com/mj3w8kut Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat 1953, d. 23. febr- úar 2011, ókvænt- ur og barnlaus. 2) Kári Gíslason, f. 22. nóvember 1956, kvæntur Bryndísi Dag- bjartsdóttur, son- ur þeirra er Arn- ór, hann er kvæntur Katrínu Björgu Þór- isdóttur. Einnig á Kári soninn Halldór Inga, móðir hans er Hafdís Magnea Magnúsdóttir. Halldór er kvæntur Guðrúnu Sigríði Pálsdóttur og eiga þau þrjá syni. 3) Árni Gíslason, f. 17. maí 1967, kvæntur Sig- urborgu Ísfeld, sonur þeirra er Þorsteinn og dóttir þeirra er Hildur Magnea. Þorsteinn er í sambúð með Erlu Rún Ingólfsdóttur, þau eiga þrjú börn. Hildur er gift Korie Andrew Harrison, áður átti Sigurborg dótturina Evu Ís- feld, hún á tvö börn. Elín fæddist og ólst upp á Fáskrúðsfirði til 15 ára ald- urs, þá flutti hún til Akra- Elsku Elín amma. Nú á kveðjustundinni er margs að minnast. Efst í hugann kemur þakklæti og söknuður. Við átt- um margar góðar stundir. Bæði áður en ég varð fjölskyldumað- ur en ekki síður eftir. Árin tvö sem ég bjó í kjallaranum hjá þér í Vanabyggðinni mynduð- ust tengsl sem aldrei rofnuðu. Litlum stundum sem og stórum eins og stúdentsveislunni minni, áttir þú mikinn þátt í. Þú vildir alltaf fagna þegar þannig bar undir og varst stolt af þínu fólki. Mér eru eftir- minnileg áttræðis- og níræðis- afmælin þín þar sem skein í gegn hversu óeigingjörn og nægjusöm þú varst. Engar gjafir, bara framlög til málefna sem voru þér hugleikin. Þannig varstu. Þú varst ættrækin með meiru og oftar en ekki spjöll- uðum við lengi um ættingja okkar þar sem þú varst óþreyt- andi að segja mér af skyld- mennum okkar, og jafnvel stundum mínum eingöngu, bæði austan og vestan Akur- eyrar. Þessa viðleitni kann ég að meta og þá sérstaklega núna eftir þinn dag. Eftir að ég eignaðist fjöl- skyldu styrktist samband okk- ar enn frekar. Arnar Páll fékk sérstaklega að kynnast þér vel og þú náðir vel til hans. Ég held að hann hafi ýmislegt lært af þér. Árlegar ferðir okkar í Skagafjörðinn hafa gefið okkur öllum mikið og ferðalag okkar um Austfirðina er ógleyman- legt. Bútasaumsteppin sem þú hefur gefið okkur hafa svo sannarlega staðið fyrir sínu og eiga eftir að gera það lengi enn. Hvíldu í friði um alla eilífð elsku Elín amma. Halldór Ingi Kárason. Kveðja. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast. - Það er lífsins saga. (Páll J. Árdal) Kær systir okkar í Soroptim- istaklúbbi Akureyrar, Elín Sig- urjónsdóttir kennari, lést mánudaginn 29. mars síðastlið- inn. Elín var fædd að Búðum í Fáskrúðsfirði 12. september 1929. Hún lauk kennaraprófi árið 1951 og var Barnaskóli Ak- ureyrar hennar starfsvettvang- ur í hartnær 50 ár. Elín var af- burða kennari og minnast nemendur og samstarfsfólk hennar með hlýhug og þakk- læti. Elín var einstaklega fróð og óspör að miðla af þekkingu sinni og reynslu. Við sem þetta skrifum nutum þess all- ar í ríkum mæli að geta leitað í hennar gagnabrunn fyrstu starfsárin okkar. Elín var mjög hjálpsöm og alltaf fús að leggja af mörkum ef einhver var í vanda eða átti um sárt að binda. Elín gekk til liðs við Sorop- timistaklúbb Akureyrar í febr- úar 1987 og var gerð að heið- ursfélaga 2007. Hún gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn okkar og sat í stjórn bæði sem ritari og meðstjórn- andi. Í klúbbstarfinu nutum við fórnfýsi Elínar sem ávallt var til þjónustu reiðubúin, hvort heldur var að lesa ljóð og fróðleik á fundum, eða föndra og baka hnallþórur við hin ýmsu tækifæri. Hún var mikil íþróttakona og var umhugað um heilbrigð- an lífsmáta og geislandi við- mót hennar, orð og æði, smit- aði bæði nemendur og samstarfsfólk. Elín var hress alveg fram á síðustu stundu og aldrei brást minnið henni og þakkaði hún áhuga sínum á krossgátum hversu vel það entist. Elín er ein þeirra kvenna sem vann sín verk í hljóði en skildi eftir sig spor sem seint gleymast. Í sandinum átti ég eftir ástkæru sporin þín. En regnið grét, uns þau grófust, geisli þar yfir skín. Í sál minni ógleymd á ég að eilífu brosin þín. Þau grafast ei, þó ég gráti, - geisli þar yfir skín. (Hulda) Um leið og Soroptimista- klúbbur Akureyrar þakkar El- ínu fyrir allt það sem hún gaf okkur og samfélaginu sendum við fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd klúbbsystra, Helga Sigurðardóttir, Ragnheiður Ólafsdóttir og Sigurlína Jónsdóttir. Enn hefur fækkað í hópi þeirra kennara sem útskrifuð- ust frá Kennaraskóla Ísland 1951. Elín Sigurjónsdóttir, eða Ella eins við kölluðum hana, sem var ein úr hópnum, hefur nú yfirgefið þess jarðvist. Ella var nett og frískleg stúlka, skemmtileg og alltaf hreinskil- in. Hún var sjálfkjörin í þann hóp nemenda sem kom fram fyrir hönd bekkjarins á árshá- tíðum skólans og við aðra sam- bærilega atburði. Sigríður Val- geirsdóttir, sem kenndi stúlkum leikfimi og okkur öll- um dans, valdi auðvitað Ellu í danshópinn sem kom fram á sýningum. Ella var dugleg að mæta þegar bekkjarsystkinin komu saman eftir að í kenn- arastarfið var komið. Hún var kennari á Bíldudal fyrstu árin til 1952 en flutti þá til Akureyr- ar og gerðist kennari við Barnaskóla Akureyrar og starf- aði þar til loka starfsaldurs. Þessi kennarahópur frá 1951 var samansettur af nemendum á ýmsum aldri. Flestir voru þeir utan af landi. Aldursmun- ur var mikill, sá elsti fæddur 1921 en sá yngsti 1932. Ella sem fædd var 1929 tilheyrði því yngri hópnum. Sumir í þessum nemendahópi höfðu kennt áður en voru nú komnir til að ná sér i kennararéttindi. Það hve hópurinn kom víða að jók á fjölbreytileikann, við kynntumst fólki víða að af landinu: Ella var mjög áhuga- söm um að kynnast sem flest- um og halda hópinn. Hún gift- ist skólabróður okkar Gísla Bjarnasyni og kenndi hann lengst af á Akureyri og áttu þau sína fjölskyldu þar. Það var alltaf tilhlökkunarefni að hitta Ellu því henni fylgdi svo mikill ferskleiki og hún var dugleg að rifja ýmislegt upp frá skólaárunum. En meirihluti hópsins sem útskrifaðist 1951 hefur nú kvatt þessa jarðvist enda orðið rígfullorðið fólk: Þannig er lífs- ins gangur. En það er alltaf gott að rifja upp gömul kynni og góðar minningar. Ég sendi fyrir hönd bekkjarsystkinanna innilegar samúðarkveðjur til aðstandenda og þakka um leið góða vináttu Elínar. Kári Arnórsson. Kæra Elín. Það er erfitt að skilja það að við munum ekki sjá hvor aðra í þessu jarðlífi. Ég lít til baka og rifja upp hvernig við Elín kynntumst. Ég hóf störf við Barnaskóla Akureyrar upp úr 1980 og þar var Elín með sína reynslu sem leiðbeindi mér á sinn ljúfa og hógværa hátt. Við náðum fljótt saman og eftir kennslu og undirbúning á daginn fórum við iðulega í gönguferðir um bæinn okkur til upplyftingar og heilsubótar. Í Barnaskóla Akureyrar var góður starfsandi og margt sér til gamans gert. Eftirminnilegar eru skóla- skemmtanir sem haldnar voru árlega fyrir foreldra og að- standendur barnanna. Elín var vel látinn kennari og lét sér annt um velferð barnanna. Ég þakka Elínu fyrir sam- fylgdina og votta aðstandend- um hennar samúð mína. Þórunn Sigurbjörnsdóttir. Elín Sigurjónsdóttir Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum. " 1+.&*0 +4 (/ ,&&( *!!3%)#&-(4 *0 þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að höndum og aðrar gagnlegar *!!3%)#&-(4 '23(/(4 (/)2(&$+&$*0 við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.