Morgunblaðið - 12.04.2021, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. APRÍL 2021
England
Sheffield United – Arsenal..................... 0:3
- Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í leik-
mannahópi Arsenal.
Burnley – Newcastle ............................... 1:2
- Jóhann Berg Guðmundsson fór af velli
hjá Burnley á 90. mínútu.
Manchester City – Leeds ........................ 1:2
Liverpool – Aston Villa ............................ 2:1
Crystal Palace – Chelsea ......................... 1:4
West Ham – Leicester ............................. 3:2
Tottenham – Manchester United ........... 1:3
Staðan:
Manch. City 32 23 5 4 67:23 74
Manch. Utd 31 18 9 4 61:34 63
Leicester 31 17 5 9 55:37 56
West Ham 31 16 7 8 51:39 55
Chelsea 31 15 9 7 50:31 54
Liverpool 31 15 7 9 53:37 52
Tottenham 31 14 7 10 52:35 49
Everton 29 14 5 10 41:38 47
Arsenal 31 13 6 12 43:35 45
Leeds 31 14 3 14 49:49 45
Aston Villa 30 13 5 12 43:33 44
Wolves 31 10 8 13 31:41 38
Crystal Palace 31 10 8 13 33:52 38
Southampton 30 10 6 14 39:53 36
Burnley 31 8 9 14 25:42 33
Brighton 30 7 11 12 33:38 32
Newcastle 31 8 8 15 32:51 32
Fulham 32 5 11 16 24:42 26
WBA 30 4 9 17 25:59 21
Sheffield Utd 31 4 2 25 17:55 14
B-deild:
Millwall – Swansea.................................. 0:3
- Jón Daði Böðvarsson kom inn á hjá Mill-
wall á 77. mínútu.
C-deild:
Lincoln – Blackpool................................. 2:2
- Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn
með Blackpool.
D-deild:
Cambridge – Exeter................................ 1:4
- Jökull Andrésson varði mark Exeter.
Holland
AZ Alkmaar – Sparta ............................. 1:0
- Albert Guðmundsson lék fyrsta klukku-
tímann með AZ.
Belgía
B-deild:
Lommel – Union St.Gilloise.................... 0:2
- Kolbeinn Þórðarson lék allan leikinn
með Lommel.
- Aron Sigurðarson lék í 77 mínútur með
Union og lagði upp mark.
Rúmenía
Univers. Craiova – CFR Cluj.................. 1:0
- Rúnar Már Sigurjónsson lék fyrstu 72
mínúturnar með CFR.
Katar
Al-Arabi – Al-Sailiya............................... 3:1
- Aron Einar Gunnarsson lék í 76 mínútur
með Al-Arabi í lokaumferðinni. Heimir
Hallgrímsson þjálfar liðið sem endaði í sjö-
unda sæti deildarinnar.
Danmörk
Meistarakeppnin:
Bröndby – Köbenhavn ............................ 1:3
- Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn
með Bröndby.
AGF – Midtjylland ................................... 1:4
- Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 65
mínúturnar með AGF.
- Mikael Anderson kom inn á hjá Midtjyll-
and á 25. mínútu og skoraði þriðja markið.
B-deild:
Esbjerg – Silkeborg ................................ 1:1
- Kjartan Henry Finnbogason og Andri
Rúnar Bjarnason léku ekki með Esbjerg.
Ólafur H. Kristjánsson þjálfar liðið.
- Patrik Gunnarsson markvörður og Stef-
án Teitur Þórðarson léku allan leikinn með
Silkeborg.
Viborg – Fredericia ................................ 4:1
- Elías Rafn Ólafsson varði mark Fre-
dericia í leiknum.
Lettland
Metta – Riga ............................................. 1:1
- Axel ÓskarAndrésson kom inn á hjá
Riga á 86. mínútu.
Hvíta-Rússland
Minsk – BATE Borisov ........................... 2:2
- Willum Þór Willumsson lék fyrstu 55
mínúturnar með BATE.
Svíþjóð
Örebro – Gautaborg................................ 0:0
- Kolbeinn Sigþórsson kom inn á hjá
Gautaborg á 66. mínútu.
Malmö – Hammarby................................ 3:2
- Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með
Hammarby.
Halmstad – Häcken ................................. 1:0
- Valgeir Lunddal Friðriksson fór af velli
hjá Häcken á 89. mínútu og Oskar Tor
Sverrisson kom í hans stað.
Norrköping – Sirius ................................ 1:1
- Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með
Norrköping og skoraði mark liðsins. Finn-
ur Tómas Pálmason var á varamanna-
bekknum en Ísak Bergmann Jóhannesson
og Oliver Stefánsson voru ekki í hópnum.
- Aron Bjarnason var í nítján manna hópi
Sirius en ekki á leikskýrslu.
B-deild:
Akropolis – Brage ................................... 1:1
- Bjarni Mark Antonsson lék fyrstu 57
mínúturnar með Brage.
50$99(/:+0$
_ Arna Sif Ásgrímsdóttir var fyrirliði
skoska meistaraliðsins Glasgow City í
gær þegar það vann stórsigur á úti-
velli, 7:0, gegn Forfar Farmington í úr-
valsdeildinni þar í landi. Arna, sem er í
láni hjá skosku meisturunum frá Þór/
KA, lék sinn annan leik með liðinu en
hún skoraði í þeim fyrsta gegn Celtic
um síðustu helgi. Í gær lagði hún upp
eitt marka Glasgow City með því að
skalla boltann þvert fyrir mark Forfar.
Glasgow City og Rangers eru jöfn og
efst á toppi deildarinnar, bæði með 24
stig úr níu leikjum en keppni er nýhaf-
in á ný í deildinni
eftir hlé frá því í
desember vegna
útbreiðslu kór-
ónuveirunnar.
_ Olympiacos,
lið Ögmundar
Kristinssonar,
tryggði sér í gær
gríska meistaratitilinn í knattspyrnu í
46. skipti í sögunni og í 21. skipti á
síðustu 25 árum. Olympiacos vann Pa-
nathinaikos, 3:1, í 29. umferð í gær og
á enn sjö leiki eftir en er með 22 stiga
forskot á næsta lið, Aris. Ögmundur
var varamarkvörður í gær, hann hefur
ekki fengið tækifæri í deildinni í vetur
en hefur varið mark Olympiacos í
þremur bikarleikjum á tímabilinu.
Sverrir Ingi Ingason og félagar í PAOK
eru í þriðja sæti, þremur stigum á eftir
Aris, en Sverrir lék allan leikinn í 1:1
jafntefli gegn Asteras Tripolis í gær.
_ Alfreð Finnbogason missti í gær af
sínum tíunda leik í röð með Augsburg í
þýsku 1. deildinni í knattspyrnu þegar
lið hans mætti Schalke. Heiko Herr-
lich þjálfari Augsburg sagði fyrir leik-
inn að framfarir Alfreðs í kjölfar
meiðsla væru hægar og hann væri
ekki tilbúinn til að spila enn sem kom-
ið er.
_ Ari Freyr Skúlason landsliðsmaður
í knattspyrnu skoraði stórglæsilegt
mark í fyrsta leik sínum með Norrköp-
ing í sænsku úrvalsdeildinni í gær en
keppni í deildinni hófst um helgina. Ari
kom til Norrköp-
ing frá Oostende
í Belgíu í byrjun
mánaðarins og
skoraði með
skoti af 25 metra
færi upp í hægri
markvinkilinn
eftir 24. mínútna
leik. Það dugði
þó ekki nema til jafnteflis en Sirius
jafnaði, 1:1.
_ Birkir Bjarnason, félagi Ara í lands-
liðinu, lagði upp mark Brescia sem
gerði jafntefli, 1:1, við Pescara, hans
gamla félag, í ítölsku B-deildinni.
Brescia er þar í harðri baráttu um að
komast í umspil og er tveimur stigum
frá því þegar fimm umferðir eru eftir.
Eitt
ogannað
GOLF
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Japaninn Hideki Matsuyama skráði
sig í sögubækurnar í gærkvöldi er
hann bar sigur úr býtum á Masters-
mótinu í golfi á Augusta National-
vellinum í Georgíuríki í Bandaríkj-
unum. Matsuyama lék lokahringinn
í gær á 73 höggum eða einu höggi yf-
ir pari og hringina fjóra á samtals tíu
höggum undir pari. Er hann fyrsti
japanski kylfingurinn sem sigrar á
risamóti í karlaflokki. Matsuyama
hafði betur eftir spennandi keppni
við Bandaríkjamennina Xander
Schauffele og Will Zalatoris.
Matsuyama var með sex högga
forskot þegar lokahringurinn var
hálfnaður í gær, en taugarnar virt-
ust ná til Japanans því hann missti
forskotið niður í tvö högg þegar
þrjár holur voru eftir. Scheuffele
fékk fjóra fugla í röð frá 12. til 15.
holu en þrefaldur skolli á 16. holu
gerði út um sigurvonir hans og felldi
hann niður í þriðja sæti.
Þegar Matsuyama átti tvær holur
eftir var hann með tveggja högga
forskot á Zalatoris þegar sá banda-
ríski hafði lokið leik. Japananum
urðu ekki á nein mistök á síðustu
tveimur holunum og fagnaði hann
því sigri á 85. Masters-mótinu og
fékk að klæðast græna jakkanum
fræga.
Will Zalatoris varð annar á níu
höggum undir pari og þeir Xander
Schauffele og Jordan Spieth voru
jafnir í þriðja og fjórða sæti á sjö
höggum undir pari. Þar á eftir komu
Spánverjinn Jon Rahm og Ástralinn
Marc Leishman sem léku á sex
höggum undir pari.
Sigraði á risamóti
fyrstur Japana
- Mikil spenna á lokasprettinum
AFP
Meistarinn Hideki Matsuyama frá Japan tryggði sér sigurinn á Masters-
mótinu með góðri spilamennsku, þrátt fyrir smá hikst undir lokin.
ÍTALÍA – ÍSLAND 1:0
1:0 Arianna Caruso 72.
M
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Alexandra Jóhannsdóttir
Karitas Tómasdóttir
Gult spjald: Alexandra 59.
Dómari: Valentina Finzi, Ítalíu.
Áhorfendur: Engir.
Lið Íslands: (4-3-3) Mark: Cecilía Rán
Rúnarsdóttir. Vörn: Elísa Viðarsdóttir
(Hafrún Rakel Halldórsdóttir 86), Glód-
ís Perla Viggósdóttir (Guðný Árnadóttir
46), Guðrún Arnardóttir, Áslaug Munda
Gunnlaugsdóttir. Miðja: Gunnhildur
Yrsa Jónsdóttir, Alexandra Jóhanns-
dóttir (Berglind Rós Ágústsdóttir 86),
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Karitas
Tómasdóttir 46). Sókn: Hlín Eiríksdótt-
ir (Sveindís Jane Jónsdóttir 62), Elín
Metta Jensen (Berglind Björg Þor-
valdsdóttir 72), Agla María Albertsdótt-
ir.
_ Glódís Perla Viggósdóttir lék sinn 90.
landsleik og var leikjahæst þeirra sem
tóku þátt í leiknum.
_ Karitas Tómasdóttir og Hafrún Rak-
el Halldórsdóttir léku sinn fyrsta A-
landsleik.
_ Leikurinn var sá fyrsti hjá liðinu und-
ir stjórn Þorsteins Halldórssonar.
_ Sjö leikmenn í byrjunarliði Íslands
hefðu verið gjaldgengir í U23 ára lands-
lið og fimm þeirra eru fæddir eftir alda-
mót. Ítalir voru með fimm leikmenn í
byrjunarliði sem hefðu verið gjaldgeng-
ir í U23 ára landslið og aðeins einn leik-
mann fæddan eftir aldamót.
_ Liðin mætast aftur í Flórens á morg-
un klukkan 14.
ist heilt yfir vel og kom með nokk-
ur hættuleg hlaup upp kantinn, eins
og hún hefur gert með Breiðabliki
undanfarin ár.
Sara Björk Gunnarsdóttir og
Dagný Brynjarsdóttir eru ekki með
í verkefninu og því fékk Alexandra
Jóhannsdóttir stærra hlutverk sem
hún skilaði virkilega vel. Alexandra
er orðin lykilmaður í þessu landsliði
og hefur henni verið líkt við Söru
Björk, enda báðar uppaldar hjá
Haukum og spila báðar á miðjunni.
Það sem helst mátti bæta í leik
íslenska liðsins var bit í sókn-
arleiknum. Elín Metta Jensen
komst ekki í takt við leikinn í fram-
línunni og þær Agla María Alberts-
dóttir og Hlín Eiríksdóttir hafa oft
verið meira áberandi á köntunum.
Það skapaðist meiri hætta um leið
og Sveindís Jane Jónsdóttir leysti
Hlín af hólmi á 62. mínútu og
komst Keflvíkingurinn nálægt því
að skora skömmu síðar. Sveindís
ætti að vera í byrjunarliðinu í kom-
andi keppnisleikjum.
Það er óhætt að líta björtum aug-
um á framhaldið þrátt fyrir tapið.
Átta af ellefu í byrjunarliðinu leika
sem atvinnumenn erlendis og fjórar
af sex sem komu inn á sömuleiðis.
Þá eru margir ungir og sterkir leik-
menn að fá stærri hlutverk í liðinu.
Íslenska liðið á bæði Dagnýju og
Söru inni og því komin skemmtileg
blanda af reynslumeiri leikmönnum
og ungum og efnilegum. Liðin mæt-
ast aftur á morgun klukkan 14.
Góð teikn á lofti
þrátt fyrir tap
Morgunblaðið/Eggert
Sterk Alexandra Jóhannsdóttir lék vel í fjarveru lykilmanna í Flórens.
- Ungir leikmenn stóðu sig vel á Ítalíu
LANDSLIÐIÐ
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta
mátti þola 0:1-tap fyrir Ítalíu í vin-
áttuleik í Flórens á laugardaginn
var í fyrsta leik liðsins undir stjórn
Þorsteins Halldórssonar. Þorsteinn
tók við liðinu af Jóni Þór Haukssyni
í janúar. Ítalska liðið er mjög
sterkt og hefur m.a. tekið þátt á öll-
um Evrópumótum frá 1997 og þá
fór liðið alla leið í átta liða úrslit
heimsmeistaramótsins í Frakklandi
fyrir tveimur árum.
Cecilía fyrsti kostur?
Íslenska liðið, sem var yngra en
oft áður, þarf því ekki að skammast
sín fyrir naumt tap í jöfnum leik
sem hefði getað dottið hinum meg-
in. Fimm leikmenn byrjunarliðsins
voru fæddir árið 2000 eða síðar. Þá
fékk Cecilía Rán Rúnarsdóttir
tækifæri í markinu og Áslaug
Munda Gunnlaugsdóttir lék í
vinstri bakverði. Þær nýttu tæki-
færin afar vel og voru á meðal betri
leikmanna Íslands í leiknum. Ce-
cilía átti nokkur góð úthlaup, greip
vel inn í og var örugg í sínum að-
gerðum. Það verður mjög áhuga-
vert að sjá hvort hún verði fyrsti
kostur í markið í komandi und-
ankeppni HM og jafnvel í loka-
keppni EM á næsta ári, en hún er
aðeins 17 ára. Áslaug Munda varð-