Morgunblaðið - 12.04.2021, Blaðsíða 27
_ Landsliðsmaðurinn Bjarki Már El-
ísson var ekki með Lemgo er liðið
vann 29:27-sigur á Minden í þýsku 1.
deildinni í handbolta í gær. Hornamað-
urinn er nýkomin úr einangrun eftir að
hann greindist með kórónuveiruna.
Hópsmit kom upp í herbúðum Lemgo
og var Bjarki einn sjö leikmanna liðs-
ins sem greindust með veiruna þann
23. mars síðastliðinn. Var tveimur
leikjum Lemgo frestað vegna þessa og
mátti liðið ekki æfa í rúmar tvær vikur.
Bjarki fékk loksins grænt ljós á að
hefja æfingar á nýjan leik á föstudag-
inn var, en landsliðsmaðurinn stað-
festi í samtali við mbl.is í gær að hann
hafði ekki æft í 20 daga eftir smitið og
því var tekin sú ákvörðun að hann yrði
ekki með í leiknum. Bjarki kvaðst vera
við góða heilsu og vonast hann til að
taka þátt í leik
Lemgo og Coburg
næstkomandi
laugardag.
_ Handknatt-
leiksmaðurinn
Daníel Þór Inga-
son verður ekki
áfram í herbúðum
danska úrvalsdeildarliðsins Ribe-
Esbjerg eftir yfirstandandi keppn-
istímabil. Þetta staðfesti Daníel í sam-
tali við handbolti.is í gær en þó nokkrir
leikmenn eru á förum frá félaginu.
Ribe-Esbjerg átti erfiðan vetur og
tókst ekki að vera í hópi átta efstu liða
deildarinnar sem nú leika um meist-
aratitilinn í úrslitakeppni. Liðið leikur
þess í stað um áframhaldandi sæti í
úrvalsdeildinni. Daníel er að ljúka sínu
öðru tímabili með félaginu en hann fór
til Danmerkur frá Haukum árið 2019.
Rúnar Kárason spilar einnig með
Ribe-Esbjerg en hann hefur þegar
samið við ÍBV.
_ Ómar Ingi Magnússon er áfram í
baráttunni um markakóngstitilinn í
þýsku 1. deildinni í handknattleik en
hann skoraði 12 mörk fyrir Magdeburg
í sigri á Nordhorn í gær, 33:26. Ómar
er þriðji markahæstur með 162 mörk
en á undan honum eru Marcel Schiller
frá Göppingen með 171 mark og Ro-
bert Weber hjá Nordhorn með 163.
Ómar fór upp fyrir Viggó Kristjánsson
sem skoraði fjögur mörk fyrir Stutt-
gart í ósigri gegn Wetzlar, 24:31, og er
nú fjórði markahæstur með 157 mörk.
Bjarki Már Elísson
er fimmti með 138
mörk fyrir Lemgo
en hann hefur leik-
ið þremur til fjór-
um leikjum minna
en þeir sem eru
fyrir ofan hann á
listanum.
_ Mikael Anderson landsliðsmaður í
knattspyrnu skoraði fyrir Midtjylland í
gær þegar liðið náði fjögurra stiga for-
skoti í dönsku úrvalsdeildinni með 4:1
útisigri á AGF. Midtjylland er með 49
stig og Bröndby 45 þegar átta umferð-
um er ólokið í deildinni. Hjörtur Her-
mannsson og félagar í Bröndby töp-
uðu fyrir FC Köbenhavn í grannaslag í
höfuðborginni, 1:3.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. APRÍL 2021
Þýskaland
Coburg – RN Löwen ........................... 28:31
- Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki fyrir Lö-
wen.
Flensburg – Leipzig ............................ 29:23
- Alexander Petersson skoraði ekki fyrir
Flensburg.
Nordhorn – Magdeburg ..................... 26:33
- Ómar Ingi Magnússon skoraði 12 mörk
fyrir Magdeburg en Gísli Þorgeir Krist-
jánsson er frá keppni vegna meiðsla..
Lemgo – Minden .................................. 29:27
- Bjarki Már Elísson lék ekki með Lemgo.
Stuttgart – Wetzlar ............................. 24:31
- Viggó Kristjánsson skoraði 4 mörk fyrir
Stuttgart.
Staða efstu liða:
Flensburg 38, RN Löwen 38, Kiel 37,
Magdeburg 36, Göppingen 33, Füchse
Berlín 29, Bergischer 27, Wetzlar 26, Mel-
sungen 25, Lemgo 24, Leipzig 23.
Leverkusen – Mainz ............................ 37:24
- Hildigunnur Einarsdóttir skoraði 2
mörk fyrir Leverkusen.
B-deild:
Aue – N-Lübbecke............................... 25:33
- Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 3
mörk fyrir Aue og Sveinbjörn Pétursson
varði 7 skot í marki liðsins. Rúnar Sig-
tryggsson þjálfar Aue.
Nord Harrislee – Sachsen Zwickau.. 24:27
Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði eitt
mark fyrir Sachsen Zwickau.
Danmörk
Úrslitakeppnin, riðill 1:
Kolding – GOG..................................... 28:36
- Ágúst Elí Björgvinsson varði 4 skot í
marki Kolding.
- Viktor Gísli Hallgrímsson varði 11 skot í
marki GOG.
SönderjyskE – Bjerr/Silkeborg ........ 32:28
- Sveinn Jóhannsson skoraði eitt mark
fyrir SönderjyskE.
_ GOG 4 stig, SönderjyskE 3, Bjerringbro/
Silkeborg 1, Kolding 0.
Úrslitakeppnin, riðill 2:
Skanderborg – Aalborg...................... 30:26
- Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal-
borg.
Skjern – Holstebro .............................. 27:33
- Elvar Örn Jónsson skoraði 3 mörk fyrir
Skjern.
- Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 6 mörk
fyrir Tvis Holstebro.
_ Holstebro 3 stig, Skanderborg 2, Aal-
borg 2, Skjern 0.
Fallkeppnin:
Ribe-Esbjerg – Lemvig....................... 32:32
- Rúnar Kárason skoraði 2 mörk fyrir
Ribe-Esbjerg en Daníel Ingason ekkert.
_ Mors 3 stig, Ribe-Esbjerg 3, Fredericia
2, Lemvig 1, Aarhus 1.
Pólland
Gwardie Opole – Kielce...................... 29:37
- Sigvaldi Björn Guðjónsson lék ekki með
Kielce og Haukur Þrastarson er frá keppni
vegna meiðsla.
Frakkland
B-deild:
Massy Essonne – Nice ......................... 28:25
- Grétar Ari Guðjónsson varði 13 skot í
marki Nice.
Sviss
Kadetten – St. Gallen .......................... 40:31
- Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten.
Svíþjóð
Undanúrslit, fyrsti leikur:
Skövde – Kristianstad......................... 25:22
- Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði
ekki fyrir Skövde.
- Ólafur Guðmundsson skoraði 6 mörk
fyrir Kristianstad og Teitur Einarsson 2.
%$.62)0-#
Spánn
Zaragoza – Valencia ........................... 76:85
- Tryggvi Snær Hlinason skoraði 10 stig
fyrir Zaragoza og tók 9 fráköst en hann lék
í 25 mínútur.
- Martin Hermannsson hjá Valencia er frá
keppni vegna meiðsla.
B-deild:
Girona – Caceres ................................. 74:75
- Kári Jónsson skoraði 9 stig fyrir Girona,
átti 3 stoðsendingar og tók 2 fráköst á 21
mínútu.
Litháen
Alytaus Dzukija – Siaulai ................... 88:98
- Elvar Már Friðriksson skoraði 13 stig
fyrir Siauliai, átti 13 stoðsendingar og tók 4
fráköst á 34 mínútum. Siauliai er komið í
sjöunda sæti eftir þrjá sigra í röð.
NBA-deildin
Cleveland – Toronto......................... 115:135
Brooklyn – LA Lakers..................... 101:126
Oklahoma City – Philadelphia........... 93:117
Utah – Sacramento........................... 128:112
Golden State – Houston................... 125:109
Phoenix – Washington ..................... 134:106
Portland – Detroit ............................ 118:103
Charlotte – Atlanta .......................... 101:105
Denver – Boston ................................. 87:105
4"5'*2)0-#
FRJÁLSAR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Erna Sóley Gunnarsdóttir hefur sett
stefnuna á verðlaunasæti á Evr-
ópumeistaramótinu í frjálsíþróttum
U23 ára í sumar eftir að hafa sett
nýtt Íslandsmet í kúluvarpi utanhúss
á háskólamóti í Texas á laugardag-
inn.
Erna kastaði þar kúlunni 16,72
metra og bætti met Ásdísar Hjálms-
dóttur frá haustinu 2019 um nítján
sentimetra.
„Það er mjög gott að vera loksins
búin að ná báðum Íslandsmetunum í
kúlunni,“ sagði Erna við Morg-
unblaðið í gær en hún setti glæsilegt
Íslandsmet innanhúss í greininni í
febrúar þegar hún kastaði 16,95
metra á innanhússmóti í Birm-
ingham í Alabama.
„Eftir þetta kast í febrúar þá vissi
ég að það hlaut að koma að því að ég
næði svona kasti líka utanhúss. Þetta
er búið að vera takmarkið hjá mér í
frekar langan tíma. Þótt það séu not-
aðar mismunandi kúlur innanhúss og
utanhúss er mjög lítill munur á því að
kasta þeim,“ sagði Erna en innan-
hússmetið, sem hún tók líka af Ás-
dísi, bætti hún um heila 77 senti-
metra.
Árið 2020 fór að stærstum hluta í
vaskinn hjá þessari 21 árs gömlu af-
rekskonu, eins og hjá mörgu öðru
frjálsíþróttafólki, en Erna hafði sýnt
nítján ára gömul á árinu 2019 að hún
væri til alls líkleg í greininni. Þá kast-
aði hún lengst 16,13 metra. Þann ár-
angur bætti hún á móti í Texas í lok
mars þegar hún kastaði 16,25 metra.
Ætlar að kasta yfir 17 metra
„Þetta er góð byrjun, eftir tvö ut-
anhússmót er þetta vonandi upphafið
á frekar góðu utanhússtímabili hjá
mér. Nú er ég á leið á þrjú mót í röð
hérna í Bandaríkjunum og keppi hér
fram í byrjun júní og kemst vonandi
á stóra háskólamótið. Síðan stefni ég
á að koma til Íslands í júní og keppa á
Íslandsmótinu áður en ég fer á Evr-
ópumót U23 ára í Noregi í júlí. Þar er
stóra markmiðið hjá mér að komast á
verðlaunapallinn. Ég veit að þar
verða margar góðar stelpur, sumar
þeirra eru hérna í Bandaríkjunum.
En ég stefni að því að kasta yfir 17
metrana á þessu tímabili og ef það
tekst er þetta alveg möguleiki. Von-
andi verður sumarið eðlilegt en ekki
eins og það síðasta,“ sagði Erna.
„Þá var ég föst í Bandaríkjunum
þegar kóvid skall á og ég gat ekkert
æft í tvo mánuði. Síðan náði ég smá
æfingu fyrir Íslandsmótið en annars
var ekkert í gangi. Ég kom aftur til
Bandaríkjanna í ágúst og náði þá
mjög góðu uppbyggingartímabili
sem hjálpaði mér mikið fyrir þetta
ár, enda er frábær aðstaðan sem ég
hef hérna í Houston,“ sagði Erna en
hún stundar nám í hreyfifræði við
Rice-háskóla þar sem hún er á þriðja
ári og stefnir á mastersnám í alþjóð-
legum samskiptum næsta vetur.
Erna segist vissulega horfa til Ól-
ympíuleikanna í Tókýó síðsumars.
„Það er alltaf gaman að horfa á þá
sem markmið en þá verð ég að kasta
reglulega vel yfir 17 metra til að eiga
möguleika. Ég geri bara mitt besta
og sé til hvað gerist. Þetta er alltaf
möguleiki en ég get ekki stjórnað
neinu nema því sem ég geri sjálf,“
sagði Erna Sóley sem hefur kastað
kúlu frá níu ára aldri og spilaði hand-
bolta með Aftureldingu fram að sex-
tán ára aldri en hefur verið ÍR-ingur
í frjálsíþróttum síðan hún var fimm-
tán ára gömul.
Stefnir á verðlaunasæti á EM
- Erna sló Íslandsmetið í kúluvarpi og
hefur náð báðum metunum í ár
Ljósmynd/Stefán Þór Stefánsson
Íslandsmethafi Erna Sóley Gunnarsdóttir í kúluvarpshringnum á móti í
Texas í síðasta mánuði. Á laugardaginn féll Íslandsmetið utanhúss.
Atlético Madrid gaf enn frekar eftir
í baráttunni um spænska meist-
aratitilinn í knattspyrnu í gærkvöld
þegar liðið gerði jafntefli, 1:1, við
Real Betis á útivelli. Þar með hefur
Atlético, sem á tímabili var með yf-
irburðaforystu í deildinni, aðeins
unnið einn af síðustu fjórum leikj-
um sínum og er einu stigi á undan
Real Madrid og tveimur á undan
Barcelona.
Yannick Carrasco kom Atlético
yfir á 5. mínútu en Cristian Tello
jafnaði fljótlega og þar við sat.
Real Madrid fór upp fyrir Barce-
lona með sigri í uppgjöri stórveld-
anna í Madríd, 2:1, í fyrrakvöld og
þar með tapaði Katalóníuliðið í
fyrsta sinn í nítján leikjum.
Kareem Benzema og Toni Kroos
komu Real í 2:0 á fyrsta hálftím-
anum en Óscar Mingueza minnkaði
muninn fyrir Barcelona á 60. mín-
útu. Engu munaði að hinn átján ára
gamli Ilaix Moriba jafnaði fyrir
Barcelona undir lokin þegar hann
átti hörkuskot í þverslána á marki
Madrídarliðsins.
AFP
Svekktir Diego Simeone knattspyrnustjóri Atlético Madrid hughreystir
sína menn eftir jafnteflið gegn Real Betis í gærkvöld.
Forysta Atlético er
komin niður í eitt stig
Keppnin um þriðja og fjórða sætið í
ensku úrvalsdeildinni i fótbolta
harðnaði enn frekar um helgina
þegar West Ham, Chelsea og Liver-
pool unnu góða sigra á meðan Leic-
ester og Tottenham töpuðu.
West Ham er búið að koma allra
liða mest á óvart og lagði Leicester
að velli í hörkuleik í London, 3:2,
eftir að hafa eina ferðina enn kom-
ist í 3:0. Jesse Lingard skoraði tvö
fyrstu mörkin og hefur blómstrað í
níu leikjum sem lánsmaður með
West Ham þar sem hann hefur
skorað átta mörk og lagt upp þrjú.
Kelechi Iheanacho skoraði bæði
mörk Leicester sem hefur tapað
tveimur leikjum í röð og gæti misst
af Meistaradeildarsæti á loka-
sprettinum annað árið í röð.
_ Christian Pulisic skoraði tvö
mörk fyrir Chelsea sem vann Crys-
tal Palace auðveldlega, 4:1, og er
áfram í fimmta sæti.
_ Trent Alexander-Arnold skor-
aði glæsilegt sigurmark fyrir Liv-
erpool í uppbótartíma gegn Aston
Villa, 2:1, og meistararnir fráfar-
andi komust í fjórða sætið í nokkra
klukkutíma fyrir vikið.
_ En óvæntustu úrslit helg-
arinnar voru sigur nýliða Leeds
gegn Manchester City, 2:1, á úti-
velli. Leeds var með tíu menn allan
seinni hálfleik en samt skoraði Stu-
art Dallas sigurmark í uppbót-
artíma, sitt annað mark í leiknum.
_ Manchester United vann Tott-
enham 3:1 í London og er þá ellefu
stigum á eftir City, og á leik til
góða. Mason Greenwood innsiglaði
sigurinn í uppbótartíma. Annað
sætið er í höndum United og enn er
ekki útilokað að liðið geti unnið upp
forskot nágranna sinna.
Harðnandi slagur
um Evrópusætin
AFP
Óstöðvandi Jesse Lingard skoraði
tvö mörk fyrir West Ham í gær.