Fréttablaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 6
Það er leyndarmál.
Margrethe Kristinsson
jafnréttisdani
Valli
rostungur
Rostungurinn
Valli hefur
vakið mikla
kátínu meðal
Íslendinga, Íra
og Breta. Valli
kíkti á bæjar
búa á Höfn í
Hornafirði og
fangaði hjörtu landsmanna. Valli
er fjögurra til fimm ára Atlants
hafsbrimill og vegur 800 kíló.
María Sjöfn Árnadóttir
lögfræðingur
María hafði
betur í Lands
rétti gegn
fyrrverandi
sambýlis
manni. Hún er
ein níu kvenna
sem kærðu
íslenska ríkið
til Mannréttindadómstóls Evrópu
fyrir að hafa brotið á rétti þeirra
til réttlátrar málsmeðferðar. Hún
hafði kært líkamsárás sambýlis
mannsins en brotin fyrndust.
Ríkislögreglustjóri hefur beðið
hana afsökunar.
Atli Rafn Sigurðarson
leikari
Atli Rafn lagði
Leikfélag
Reykjavíkur í
Hæstarétti. Voru
honum dæmdar
1,5 milljónir
króna í miska
bætur vegna
uppsagnar í
Borgarleikhúsinu árið 2017 eftir
tilkynningar um kynferðislega
áreitni. Hæstiréttur segir leik
félagið hafa vikið frá skráðum
reglum við mat á ásökununum. n
n Þrjú í fréttum
BJÓÐUM UPP Á 37” - 40” BREYTINGAPAKKA
BREYTINGAVERKSTÆÐI ÍSBAND,
SMIÐSHÖFÐA 5, SÉRHÆFIR SIG Í
BREYTINGUM Á RAM PALLBIFREIÐUM.
ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI
RAM 3500
BÍLL Á MYND RAM 3500 LARAMIE SPORT MEGACAB MEÐ 35” BREYTINGU
VERÐ FRÁ 7.421.210 KR. ÁN VSK.
9.202.300 KR. M/VSK.
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
Forseti Mannréttindadóm
stóls Evrópu segir ábyrgð
þeirra sem vilja draga úr
trúverðugleika dómstólsins
mikla. Viðsjárverðir tímar
séu fyrir mannréttindakerfi
Evrópu. Efla verði þátttöku
Íslands í alþjóðasamstarfi til
að standa vörð um það.
adalheidur@frettabladid.is
DÓMSTÓLAR Ef la þarf þátttöku
Íslands í starfi Evrópuráðsins, að
mati Róberts Spanó forseta Mann
réttindadómstóls Evrópu (MDE).
Þetta kom fram í erindi hans á mál
þingi undir yfirskriftinni Réttarríki,
lýðræði og Mannréttindasáttmáli
Evrópu, í Háskóla Íslands í gær.
„Ísland verður að gegna þar lykil
hlutverki samhliða öðrum Norður
löndum, sérstaklega á þeim tímum
sem við nú lifum. Raunar þarf að
ef la enn frekar þátttöku Íslands í
þessu samstarfi og ekki síst með
það í huga að Ísland mun taka við
formannssætinu í ráðherranefnd
Evrópuráðsins í nóvember á næsta
ári,“ sagði Róbert í erindi sínu.
Róbert hafnaði fullyrðingum um
að réttarríkið væri orðið að innan
tómu slagorði eða draumórum, sem
misst hefðu öll tengsl við raunveru
leikann. Hann rifjaði upp þá vegferð
sem mörkuð var á árunum 1994
til 1995 er Mannréttindasáttmáli
Evrópu var lögfestur hér á landi
og endurbætur gerðar á mann
réttindakafla stjórnarskrárinnar.
Sjaldan hafi verið mikilvægara en
nú að hvergi verði hvikað frá þeirri
vegferð.
„Við lifum á viðsjárverðum
tímum. Við skulum ekki velkjast í
vafa um það. Leitast er við að grafa
undan réttarríkinu, lýðræðinu og
mannréttindum, sem eru undir
stöður okkar stjórnskipunar og til
vistargrundvöllur Evrópuráðsins,“
sagði Róbert.
Hann vék að gagnrýni á Mann
réttindadómstólinn bæði hér
heima og í ríkjum sem legið hafa
undir ámæli fyrir aðför að dóms
valdi sínu. Eðli málsins samkvæmt
komi stundum dómar frá MDE sem
valdhöfunum mislíki. Þá sé einn
ig skiljanlegt að stjórnmálamenn
kunni, í hita leiksins, að misskilja
hlutverk dómstólsins. „En ábyrgð
þeirra sem til þekkja, einkum lög
fræðinga, er aftur á móti mikil við
slíkar aðstæður,“ sagði Róbert. Eðli
legt sé að þeir ræði úrlausnir dóm
stólsins og annarra dómstóla.
„En við það verður að gera
athugasemdir að því sé haldið fram
af þeim sem lengi hafa starfað sem
dómarar eða lögfræðingar, án nokk
urra haldbærra raka, að Mannrétt
indadómstóllinn sé í störfum sínum
kominn inn á hið pólitíska svið með
því einfaldlega að leysa úr þeim
málum sem honum berast í sam
ræmi við skýran texta sáttmálans,“
sagði Róbert og bætti við:
„Kjarninn er sá að það er einmitt
hlutverk lögfræðinga í réttarríki að
leggja sitt af mörkum til að minna á
þær grundvallarreglur sem stjórn
skipan okkar er reist á, sérstaklega
þegar stormar geisa í þjóðfélags
umræðunni.“
Róbert rifjaði upp þá samstöðu
sem ríkti á Alþingi um lögfestingu
Mannréttindasáttmálans, ekki
aðeins ákvæðin um mannréttindin
sjálf heldur einnig ákvæðin um
dómstólinn og áhrif dóma hans hér
innanlands. Í lögskýringargögnum
með lögfestingunni kæmi skýrt
fram að dómar MDE skyldu teljast
fordæmi sem skyldu hafa leið
sagnargildi.
Róbert fagnaði jákvæðum breyt
ingum sem orðið hefðu á íslenska
dómskerfinu og tók dæmi um nýleg
an dóm Hæstaréttar þar sem minnt
er á að Hæstiréttur hafi „ítrekað
slegið því föstu að líta beri til dóma
Mannréttindadómstóls Evrópu við
skýringu ákvæða mannréttinda
sáttmálans, þegar reynir á hann sem
hluta af landsrétti.“ n
Réttarríkið er ekki innantómt slagorð
Róbert Spanó og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem hlýddi á erindi hans. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Við lifum á viðsjár-
verðum tímum. Við
skulum ekki velkjast í
vafa um það.
Róbert Spanó, forseti
Mannréttindadómstóls Evrópu
kristinnhaukur@frettabladid.is
KOSNINGAR Margrethe Kristinsson
er einn af þremur svokölluðum
„jafnréttisdönum“ sem mega kjósa
til Alþingis og forsetakosninga. En
jafnréttisdanir eru þeir dönsku
ríkisborgarar sem búsettir voru hér
á landi 6. mars árið 1946, eða ein
hvern tímann á síðustu tíu árunum
fyrir þann tíma.
„Ég er búin að kjósa,“ sagði Mar
grethe í gær þegar Fréttablaðið náði
af henni tali. Hún segir kosninga
réttinn dýrmætan og að hún nýti
hann ávallt.
Margrethe f lutti hingað til lands
árið 1946 og var gift Sigurbirni
Kristinssyni listmálara, sem lést
fyrir tíu árum. Þegar hún kom til
Íslands fyrst var hún í vist hjá Agn
ari KofoedHansen lögreglustjóra.
Hún býr í Garðabænum og kýs því
í Suðvesturkjördæmi.
„Ég fylgist ekkert svo mikið með
stjórnmálunum, bara annað slag
ið,“ segir Margrethe, en gefur ekk
ert upp um hvað hún kaus. „Það er
leyndarmál,“ segir hún.
Fyrir síðustu kosningar voru
jafnréttisdanirnir fimm, en nú eru
tveir fallnir frá.
Kosningaréttur erlendra ríkis
borgara til sveitarstjórnarkosninga
er mun rýmri en til alþingis og for
setakosninga. n
Einn af þremur jafnréttisdönum á Íslandi búinn að kjósa
Margrethe Kristinsson er búin að
kjósa. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
4 Fréttir 25. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ