Fréttablaðið - 25.09.2021, Page 102

Fréttablaðið - 25.09.2021, Page 102
Annars vegar er þetta rómantísk, harmræn tregasaga og hins vegar skálkasaga eða sam- félagsleg satíra. Ljóst er að Gubaidulina stal senunni af Beet- hoven um kvöldið. Kristján opnaði fyrst sýningu í Slunkaríki á kosningadegi árið 1987. Ljósgildran er fyrsta skáld- saga Guðna Elíssonar, prófess- ors í almennri bókmennta- fræði við Háskóla Íslands. kolbrunb@frettabladid.is Í þessari skáldsögu Guðna segir frá því þegar tveir valdamestu menn landsins, forsetinn og forsætisráð- herrann, ákveða að næla sér í hirð- skáld, en þessir miklu pótintátar eiga í eilífum metingi. Skáldin tvö, H. M. S. Hermann og Jakob, dragast síðan inn í átökin. „Það væri hægt að skilgreina þessa bók sem tvær skáldsögur sem eru fléttaðar saman svo þær mynda að lokum órofa heild,“ segir Guðni. „Annars vegar er þetta rómantísk, harmræn tregasaga og hins vegar skálkasaga eða samfélagsleg satíra. Smám saman renna þessar sögur saman með alvarlegum afleiðing- um. Þessi aðferð gerir mér kleift að draga fram hvernig einkarýmið og opinbera rýmið verða illa aðskilin. Jafnvel þegar maður kýs að draga sig í skjól þá tekst það ekki vegna þess að umheimurinn rekst á gluggana og vill inn.“ Beitir alls kyns brögðum Segja má að Guðni ráðist ekki á garð- inn þar sem hann lægstur því þessi fyrsta skáldsaga hans er 800 síður. „Ég vissi strax að þetta yrði löng bók, að ekki væri hægt að segja frá því sem ég vildi segja í knöppu rými og það fór mikill tími í að hugsa um strúktúrinn. Eitt af því sem skiptir máli í svona langri bók er að halda lesandanum og passa að hann verði ekki úti uppi á frásagnarheiðinni. Ég þarf því að beita alls kyns brögðum við að halda honum spenntum fyrstu 200 síðurnar, á meðan ég er að leggja upp plottið. Þegar þangað er komið fara frásagnarþræðirnir hægt og rólega að fléttast saman. Það er svo nákvæmlega í miðju bókar sem hinar tvær stóru karlpersónur sögunnar mætast í sama rými og þá sameinast þessar sögueiningar. Sagan einkennist líka af einhverju sem má kalla f ljótandi vitundar- miðju. Hún eltir huga þeirrar per- sónu sem stýrir frásögninni hverju sinni og því lætur sagan ekki uppi hver hin siðferðilega leiðarhnoða hennar er. Það er lesandans að fella siðferðilega dóma.“ Harmur og háð Guðni var mörg ár að skrifa bók- ina. Hann er spurður hvort hann telji íslenska lesendur vera tilbúna fyrir 800 blaðsíðna skáldsögu. „Er ekki fimmta bókin um Harry Pot- ter tæpar 750 síður? Og ég hef séð krakka sem ekki eru orðnir tíu ára gamlir gleypa hana í sig. Spurningin er í raun aðeins hvort þú heldur les- andanum. Mig langaði líka ekki til þess að skrifa þríleik, sem er skáld- saga sem er seld þrisvar og verður því að strúktúrera öðruvísi, heldur að skrifa bók sem væri ekki á neinn hátt mótuð af markaðslögmálum. Ég er í vinnu og þarf ekki að lifa af þessu og útgefendurnir mínir hjá Lesstofunni eru hugsjónafólk sem eiga líklega ekki eftir að ríða feitum hesti frá þessu verkefni.“ Bókin er sambland af harmi og háði og á köflum mjög fyndin. Höf- undur gerir grín að ýmsu í íslensku samfélagi, þar á meðal stjórnmála- og menningarlífi. „Hugsanlega eiga einhverjir eftir að móðgast. En ég geri jafnmikið grín að hugsjón- unum sem ég sjálfur hleyp á eftir, til dæmis loftslagsmálunum,“ segir Guðni, sem er stofnandi loftslags- verkefnisins Earth101. Hann segir söguna ekki vera lykil- sögu, þótt líklegt sé að lesendur telji sig þekkja fyrirmyndir að nokkrum persónum. Þarna er til dæmis hinn róttæki Rauði-Gunnar, sem minnir óneitanlega á Gunnar Smára Egils- son. „Auðvitað er þetta ekki Gunnar Smári heldur fyrst og fremst skáld- sagnafígúra sem lýtur lögmálum þessarar tilteknu sögu,“ segir Guðni. „En ég leyfði ákveðnum tengingum við Gunnar Smára að halda sér því að sósíalistaleiðtoginn er svo stórt samsettur einstaklingur að það væri auðvelt að skrifa um hann einan mikla skáldsögu. Annars forðaðist ég allt slíkt eins og ég gat.“ n Skiptir máli að halda lesandanum Hugsanlega eiga einhverjir eftir að móðgast, segir Guðni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI TÓNLIST Beethoven og Gubaidulina á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands Stjórnandi: Eva Ollikainen Fram komu: Hallveig Rúnarsdóttir, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Elmar Gilbertsson og Jóhann Kristinsson Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 16. september Jónas Sen Ég sá nýlega þátt með Barnaby rannsóknarlögreglumanni. Þáttur- inn heitir The Curse of the Ninth og fjallar um mann, tónskáld, sem illa fer fyrir. Hann er nýbúinn að semja níundu sinfóníuna sína, en eins og kunnugt er þá hafa mjög mörg tón- skáld ekki samið f leiri sinfóníur. Beethoven samdi níu, Bruckner níu, Schubert níu og Dvorák níu. Svo dóu þeir. Að vísu ekki voveif- lega. Níunda sinfónía Beethovens er sú langþekktasta og er orðin að hálf- gerðri klisju. Í rauninni er búið að eyðileggja síðasta kaflann með því að klína honum í alls konar óvið- eigandi samhengi. Engu að síður hljómaði hann nokkuð ferskur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Eva Ollikainen stjórnaði og einkennd- ist túlkunin af gríðarlegri innlifun. Fyrsti kaflinn var nokkuð hraður, en fyrir vikið var áfergja í leiknum sem var smitandi. Sömu sögu er að segja um snarpan annan þáttinn, sem var fullur af krafti og ástríðu. Hugleiðslukenndur þriðji kaflinn var svo hástemmdur og þrunginn andakt. Tveir voldugir kórar Lokakaflinn með stefinu fræga var í heild flottur. Það var áhrifamikið augnablik þegar tveir fjölmennir kórar, Söngsveitin Fílharmónía og Mótettukórinn, stóðu upp í loka- þættinum og settu sig í stellingar. Kórsöngurinn hefði samt mátt vera fágaðri, hann var eilítið hrár um tíma. Sömu sögu er að segja um hljóðfæraleikinn sem var ögn losaralegur. Fjórir einsöngvarar sungu, hlut- verk þeirra mismikilvæg. Karlarnir eiga stærstu rullurnar, konurnar eru meira til fyllingar. Jóhann Kristins- son var frábær í upphafssólóinu. Sömu sögu er að segja um Elmar Gilbertsson, sem hljóp í skarðið fyrir veikan Stuart Skelton. Gaman hefði verið að heyra þann magnaða hetjutenór í þessu hlutverki! Samt stóð Elmar sig prýðilega. Kvenraddirnar komu líka sérlega vel út, Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Sigríður Ósk Kristjánsdóttir voru glæsilegar. Sterkar andstæður Hitt verkið á efnisskránni var Fach- werk fyrir rússneska takkaharmó- níku (bayan), slagverk og strengi, eftir Sofiu Gubaidulinu. Einleikari var Geir Draugsvoll. Gubaidulina er tónskáld sem venst með tím- anum. Kannski þarf maður að ná ákveðnum aldri til að meta hana. Tónlist hennar er mjög innhverf og það er einhvern veginn ekkert eins og sýnist. Tilfinningarnar eru gefnar í skyn, yfir öllu er trúarleg hugleiðslustemning, sem er samt ekki augljós. Hryssingslegur hljómurinn í harmóníkunni og fíngerðar, dálítið víraðar strengjahendingarnar, ásamt spúkí slagverki, skapaði sterkar andstæður. Mér er ómögu- legt að lýsa tónlistinni að öðru leyti, en tilþrifin hjá einleikaranum voru eftirminnileg. Það var eins og heil hljómsveit væri að spila einleikinn, slík var breiddin í harmóníkuleikn- um. Tónlistin var magnþrungin og full af spennu, hvert einasta augna- blik var heillandi og óvænt. Ljóst er að Gubaidulina stal senunni af Beet- hoven um kvöldið. n NIÐURSTAÐA: Einsöngvararnir stóðu sig vel, kórinn var dálítið hrár, hljómsveitin góð nema í lokakaflanum í Beethoven, og Gubaidulina var mögnuð, enda einleikarinn geggjaður. Beethoven góður en Gubaidulina frábær Elmar Gilbertsson stóð sig vel að vanda. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI kolbrunb@frettabladid.is Í dag, laugardaginn 25. september 2021, sama dag og kosið verður til Alþingis, opnar Kristján Guð- mundsson sý ning u í Galler í Úthverfu, í samvinnu við Slunka- ríki á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu í Slunkaríki á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast hefð fyrir því að listamaðurinn komi vestur með sýningu þegar kosið er til Alþingis. Kristján er í hópi virtustu lista- manna þjóðarinnar, list hans hefur verið lýst þannig að hún er bæði í takti við þær hefðir sem ráðið hafa ferðinni í vestrænni samtímalist á seinni hluta síðustu aldar og er jafnframt merkilegt innlegg í marg- brotið tímabil abstrakt- og konsept- listar eftirstríðsáranna hér á landi. Hann var fulltrúi Íslands á Feneyja- tvíæringnum 1993 og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir list sína, meðal annars  sænsku Carnegie- verðlaunin. n Kristján sýnir í Slunkaríki Verk eftir Kristján á sýningunni. 52 Menning 25. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 25. september 2021 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.