Morgunblaðið - 19.04.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.04.2021, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Flokksþingkúbverskakomm- únistaflokksins hófst á föstudag og lýkur í dag. Þar ber helst til tíðinda að Raúl Kastró, yngri bróðir bylting- arleiðtogans Fídels, lætur af embætti aðalritara flokksins og gert er ráð fyrir að í dag taki nýr maður við sem aðal- ritari. Mun það marka tíma- mót í sögu Kúbu, þar sem í fyrsta sinn frá árinu 1959 verður það ekki Kastró-bróðir sem stýrir þessu eyríki. Óhætt er að segja að við- skilnaður þeirra Kastró- bræðra við Kúbu sé slæmur. Almenningur í landinu glímir nú við eina verstu efnahags- kreppu í manna minnum, og þá verstu síðan Sovétríkin féllu árið 1990, en þau höfðu haldið efnahag Kúbu uppi í marga áratugi. Segja má að Kastró skilji Kúbu eftir á kúpunni. Það er vinsælt meðal vinstri manna, ekki síst þeirra sem hvað yst eru á þeim væng, að láta sem allar efnahagsþreng- ingar á Kúbu eða í Venesúela orsakist af þeim viðskipta- þvingunum sem Bandaríkja- stjórn hefur sett á þessi ríki. Í tilfelli Kúbu er það ekki svo auðvelt. Fúnar stoðir áætl- unarbúskapsins hafa á síðustu árum verið styrktar með ferðamennsku, en heimsfar- aldurinn hefur sýnt glögglega hversu ótryggt það getur ver- ið að treysta einvörðungu á ferðamenn til þess að halda uppi hagkerfinu. Afleiðingin er sú, að skap- ast hefur tvöfalt hagkerfi á eyjunni, annað fyrir ferða- menn og hitt fyrir innfædda. Matvælaskortur og skortur á öðrum nauðsynjum er nú al- gengur, og langar biðraðir, sem eru svo oft fylgifiskur hins sósíalíska hagkerfis, myndast utan við kjörbúðir. Þegar inn er komið blasa svo við tómar hillur, nema í þeim búðum sem taka eingöngu við bandaríkjadal sem gjaldmiðli. Talið er að þegar Sovétríkin féllu hafi landsframleiðslan á Kúbu dregist saman um þriðj- ung enda lifði ríkið að stórum hluta á stuðningi Sovétríkj- anna. Nú segja opinberar töl- ur, sem sjálfsagt er að taka með fyrirvara, að samdráttur í fyrra hafi verið 11%. Það er býsna mikið, sérstaklega þeg- ar ástandið var erfitt fyrir. Sumir hagfræðingar telja að óðaverðbólga, um það bil 500%, ríki nú á eyjunni, en um slíkt er útilokað að segja af nokkurri nákvæmni og yfir- völd gangast vitaskuld ekki við því hve vand- inn er mikill. Ljóst er þó að hann er gríðar- legur og kemur af- ar illa við almenn- ing þó að ástandið sé líklega ekki orðið jafn slæmt og eftir fall Sovétríkjanna, þegar talið er að fólk hafi jafnvel verið farið að leggja sér gæludýr til munns. Þessar efnahagslegu þreng- ingar líta svo framhjá hinum fylgifiski kommúnismans, kúguninni og harðræðinu sem almenningur hefur mátt búa við af hálfu stjórnvalda. Þótt Kastró-bræður hafi ekki reynst jafn stórtækir í blóð- baðinu og sumir skoðana- bræður þeirra, hafa þeir samt mikinn fjölda mannslífa á samviskunni, fyrir utan alla aðra þjáningu sem almenn- ingur hefur mátt líða vegna stjórnarfarsins. Þá er öllum upplýsingum um umheiminn vandlega stýrt af stjórnvöldum, en einungis eru um þrjú ár frá því að al- menningur gat fengið aðgang að netinu í símum sínum. Net- ið hefur hins vegar haft þær afleiðingar að fólk á auðveld- ara með að breiða út fréttir og stilla saman strengi í mót- mælum, sem áður voru óþekkt á Kúbu en nú hefur borið nokkuð á. Þetta hefur orðið til þess að til tals hefur komið meðal forvígismanna komm- únistaflokksins að loka fyrir netið á ný. Stórhættulegar hugmyndir um lýðræði og mannréttindi gætu annars náð fótfestu á eyjunni. Valdamissir Kastró-bræðra er löngu tímabær. Verst er að hann skyldi ekki hafa orðið fyrr, en svo er spurning hvað tekur við. Sá sem talinn er taka við í dag er aðeins sex- tugur að aldri og pólitískur uppeldissonur þeirra bræðra og núverandi forseti landsins, Miguel Díaz-Canel. Þá hefur Kastró gamli sagt að þó að hann hverfi nú í raðir fót- gönguliða muni hann áfram verja sósíalismann og bylting- una og enn eru í valdastöðum aldraðir fulltrúar þeirra sem tóku þátt í byltingunni, þann- ig að jafnvel þó að Díaz-Canel fengi hugmyndir um að gera breytingar er óvíst að hann kæmist upp með það. En svo er ekkert sem bendir til að hann vilji breytingar. Hann er til dæmis á Twitter og tístir þar undir myllumerkinu „Við erum samfellan“. Kúbverjar vonast eflaust flestir eftir breytingum og hið sama á við um umheiminn. Full ástæða er þó til að gera frekar ráð fyrir samfellu. Breytingar á Kúbu fela líklega í sér óbreytt ástand} Seinni Kastróinn kveður M erkilegt er að til eru þeir sem vilja að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. Já, þeir eru til sem telja að þessi dæmalausi klúðurklúbbur í Brussel sé best til þess fallinn að stýra helstu málum Íslendinga. Þrátt fyrir að öllum sem opna augun sé fullljóst að þangað er glapræði að stefna. Efnahagsbati Íslands eftir hrunið 2008 var jákvæður og góður en forsenda þess var sjálfstæð, fullvalda þjóð með eigin gjald- miðil. Þessi króna sem mörgum er tamt að formæla og kenna um flest reyndist okkur betri en evran mörgum á meginlandinu. Leið Evrópusambandsins var að ganga svo nærri þeim ríkjum sem verst fóru út úr efnahags- hruninu að það mun taka þau áratugi að vinna úr sínum málum og áfram eru þau und- ir það sett að hafa ekkert um það að segja hvernig gjaldmiðillinn „þeirra“, evran, hagar sér. En það er ekki nóg að Brusselvaldið hafi gert ríkjum innan ESB erf- iðara fyrir, heldur hefur það sýnt sig að þegar stór mál koma upp sem kalla á snögg viðbrögð, stefnu og sýn þá verða svo miklar flækjur til að í raun veit enginn hvað gera skal. Nægir þar að nefna stefnu í málefnum flótta- manna og nú nýlega umræðu varðandi bóluefni. Það hefur verið sorglegt að fylgjast með því hvernig kerfið sem hannað var af stjórnmála- og embættismönnum ESB hefur ekki ráðið við verkefnið. Því skal engan undra að raddirnar um meiri sjálfsstjórn ríkja sam- bandsins hækka enda ekki við öðru að búast þegar íbú- ar landa sambandsins sjá hvernig komið er fyrir því. Raddir um verulegar breytingar á sam- bandinu verða hærri og jafnvel heyrast nú fleiri raddir um að fylgja fordæmi Breta og hverfa úr sambandinu. Það versta sem þessi stöðugi tilflutningur valds frá einstökum ríkjum til Brussel hefur kallað fram er að meðal margra þjóða er þolinmæðin á þrot- um. Til verður þá jarðvegur fyrir öfgaöfl til vinstri og hægri sem sjá tækifæri. Þessi öfl gera út á vonbrigði fólks með þróun mála í sínu landi eða sínu sveitarfélagi og benda þeim á að það eru aðrir valkostir. Þjóðir heims eiga að vinna saman að hags- munum sem skipta alla miklu máli og Ísland hefur valið að taka þátt í margskonar sam- starfi. Fáar þjóðir hafa jafn mikla þörf fyrir gott alþjóðlegt samtarf, alþjóðlegar reglur, samninga og sáttmála og Íslendingar sem háðir eru nýtingu náttúru- auðlinda, framleiðslu og útflutningi á vörum og þjónustu en á sama tíma er það lykilatriði fyrir íslenska þjóð að ráða sér og sinni framtíð sjálf. Það verður aldrei gert með því að afhenda Brusselvaldinu lyklana að Íslandi. Við eigum að vera stolt þjóð og ánægð með það sem við gerum vel um leið og við eigum að vera tilbúin að hlusta og læra af öðrum. Við getum verið stolt og eigum að vera stolt af okkar landi og þjóð. Gunnar Bragi Sveinsson Pistill Evrópusambandið hefur brugðist Höfundur er þingmaður Suðvesturkjördæmis og formaður þingflokks Miðflokksins. gunnarbragi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Á rangur af endurhæfingu vegna langvinnra ein- kenna eftir Covid-19 hefur verið ágætur en langtíma- mati á endurhæfingunni er ekki lok- ið. Endurhæfingin sem boðið er upp á á Reykjalundi felst í hæfilegri blöndun af líkamlegri þjálfun og þjálfun í að takast á við einkennin og vinna með þau. Nú skoðar Reykja- lundur einnig möguleikann á annars konar endurhæfingarvalkostum. Þetta segir Stefán Yngvason, framkvæmdastjóri lækninga hjá Reykjalundi. Undanfarið hefur Reykjalundur ekki getað tekið á móti nýjum sjúk- lingum í endurhæfingu vegna eft- irkasta Covid-19 þar sem viðræður við Sjúkratryggingar Íslands um framhald endurhæfingar standa enn yfir. Um 75 manns eru á biðlista eftir slíkri endurhæfingu hjá Reykja- lundi. „Eins og við vitum þá eru Sjúkratryggingar auðvitað með mörg járn í eldinum. Það þarf að sýna því ákveðinn skilning en þetta er auðvitað óþægilegt ástand,“ segir Stefán um það. Hann segir að tíminn sé stund- um ágætis læknir og því sé ekki áríð- andi að fólk fari í endurhæfingu strax eftir Covid-19-veikindin. „Það þarf að líða ákveðinn tími áður en tekin er ákvörðun um það að fólk komi í meðferð. Það er hægt að veita ráðgjöf fyrr og heilsugæslan gerir það til dæmis. Það er mikilvægt að fólk leiti þangað fyrst,“ segir Stefán. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ), vonast til þess að ljúka samningum alveg á næstunni við Reykjalund, Sjúkra- húsið á Akureyri og Heilsustofnun í Hveragerði hvað varðar endurhæf- ingu vegna langvarandi einkenna Covid-19. María segir að málið sé í alger- um forgangi. „Við vinnum þetta eins hratt og okkar mannafli leyfir en síð- ustu tvö ár höfum við gert um það bil 30% fleiri nýja samninga en tvö árin þar á undan. Auðvitað eru fleiri Co- vid-tengdir samningar eins og til dæmis um sóttkvíarhótel eða önnur bráðaúrræði enn framar í forgangs- röðuninni hjá okkur en þetta er sannarlega í forgangi.“ Sú endurhæfing sem hefur ver- ið boðið upp á á Reykjalundi er sex vikna prógramm sem hefur verið að- lagað að þeirri teymisvinnu sem er aðgengileg á staðnum. „Árangurinn hefur verið ágæt- ur en langtímamati er ekki lokið. Við gerum margs konar mælingar á fólki þegar það byrjar og sömuleiðis við útskrift. Svo er markmiðið að endurmeta þetta eftir sex mánuði. Þá sjáum við betur hvernig þetta hefur gengið allt saman. Prógramm- ið gengur út á hæfilega blöndu af lík- amlegri þjálfun og þjálfun í að takast á við eftirköstin sem eru helst mikil þreyta, oft óvenjuleg mæði við áreynslu og ýmis önnur vandamál. Það er andlega og líkamlega þreytan sem er stærsta vandamálið hjá flest- um,“ segir Stefán. Nú skoðar Reykjalundur mögu- leikann á nýju meðferðarúrræði. Það er til skoðunar hjá Sjúkratrygg- ingum. „Hugmyndin er ráðgjafar- þjónusta að breskri fyrirmynd þar sem hægt væri að bjóða fólki upp á mat á göngudeild með tilliti til heilsuvandans og vinnugetu og veita viðeigandi ráðgjöf í framhald- inu hvers konar úrræði myndi henta best,“ segir Stefán. Hann segir allan gang á því hvenær fólk fer að finna fyrir langvarandi einkennum Co- vid-19. „Yfirleitt er fólk að bíða þetta af sér, eins og gengur, og fer svo að vinna og rekur sig á veggi.“ Læra að takast á við einkennin Þau á Reykjalundi hafa ekki þurft að finna upp hjólið til þess að takast á við endur- hæfingu fólks sem glímir við langvarandi einkenni Covid-19. „Við nýtum okkur auðvitað það sem við kunnum í þessu. Það að fá svona þreytuein- kenni eftir veirusjúkdóma er svo sem ekkert nýtt. Það er þekkt eftir margar veirusýk- ingar og þessi einkenni sem fólk er að kljást við, sem sum- ir kalla heilaþoku, og svo þreytu og mæði. Stundum fylgja þessu verkir, svefntrufl- anir og margt fleira. Þetta eru allt vandamál sem við þekkjum og getum hjálpað fólki með þeim verkfærum sem við höfum í okkar verk- færakistu, sem er mjög fjölbreytt teymisvinna og fræðslu- starf,“ seg- ir Stefán. Þurfa ekki að finna upp hjólið NÝTA ÞAÐ SEM ÞAU KUNNA Stefán Yngvason Ljósmynd/Stefán Yngvason Endurhæfing Endurhæfingu vegna langvarandi einkenna Covid-19 er sinnt á Reykjalundi, sem og á Heilsustofnun NLFÍ og Sjúkrahúsinu á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.