Morgunblaðið - 19.04.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.04.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2021 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. kl. 8-17, fös. kl. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsl a Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Nú styttist í lokapróf hjá Háskóla Íslands. Isabel Alejandra Diaz, for- seti Stúdentaráðs HÍ, segir fyrir- komulag próf- anna það sama og háskólinn hef- ur lagt upp með á síðustu miss- erum. „Sem er þessi lína um að það sé rafræn kennsla með möguleika á staðnámi og þar falla prófin und- ir. Ef hægt er að hafa þau á staðn- um, þá verða þau þannig,“ segir Isabel og bendir á að samkvæmt próftöflu séu langflest prófin stað- próf. Isabel segir þá að Stúdentaráði hafi borist athugasemdir og póstar frá nemendum vegna þessa. „Núna er fólk meira að hugsa um að það hefur verið í rafrænni kennslu í svo langan tíma, af hverju geta þau þá ekki tekið heimapróf, af hverju þurfa þau að mæta í skól- ann? Það eru kannski meira þessar pælingar,“ segir Isabel. „Við túlkum þetta þannig að ástandið sé enn breytilegra núna heldur en á haustmisseri, þannig að það er alveg klárlega þannig að þetta veldur mikilli óvissu og þar af leiðandi áhyggjum,“ segir Isabel og bendir á að síðustu vikur hafi verið mikil óvissa og sérstaklega eftir smittölur helgarinnar. „Þó svo að það verði 10 manna samkomutakmarkanir, þá gætu enn þá verið 50 manna takmark- anir í háskólanum,“ segir Isabel og bendir á að reglugerðin í haust hafi kveðið á um slíkt en Stúdentaráði hafi ekki þótt það svigrúm ákjósan- legt. Vonbrigði að ekki sé meira fjárfest í stúdentum Nýlega var greint frá því að stjórnvöld ætluðu að grípa til þess úrræðis að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar. Síðasta sumar voru störfin að sögn Isabel 3.400 en í ár verða þau 2.500. Í fyrra var ráðningar- tímabilið tveir mánuðir en í ár á það að vera tveir og hálfur mán- uður. „Við gerum okkur grein fyrir því að til þess að hækka upp í tvo og hálfan mánuð þurfi að fækka störf- um og til að geta haft ráðning- artímabilið lengra og til að geta haft launin aðeins hærri í samræmi við breytingu á kjarasamningum,“ segir Isabel og bætir við: „Ég held að vonbrigðin séu að það sé ekkert verið að fjárfesta meira í stúdentum, að það þurfi annaðhvort að stytta ráðningar- tímabil eða fækka störfum til þess að geta einhvern veginn komið til móts við okkur í staðinn fyrir að það sé bara verið að fjárfesta meira.“ Morgunblaðið/Ómar Próf Nú styttist í lokapróf hjá HÍ. Isabel, forseti Stúdentaráðs, segir línu skólans vera þá að ef hægt sé að halda próf á staðnum verði það gert. Ástandið veldur klárlega mikilli óvissu - Samkvæmt próftöflu verða langflest vorpróf hjá Háskóla Íslands staðpróf Isabel Alejandra Diaz. Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Eigendur Hótel Grímsborga hafa ekki þurft að loka hótelinu einn ein- asta dag síðan heimsfaraldur kórón- uveiru hófst í mars á síðasta ári og er reksturinn síðastliðið ár ekki í mínus. „Ég held að ég geti fullyrt að þetta sé eina hótelið sem hefur verið opið hvern einasta dag. Ég hef ekki lokað einn dag síðan þetta kom upp,“ segir Ólafur Laufdal Jónsson, eigandi Hót- els Grímsborga „Um helgar er mjög gott að gera. Að vísu er þetta mikið á tilboðum og náttúrlega 95% eða meira en það eru Íslendingar,“ segir Ólafur. Hann seg- ir einnig að mjög margir komi til að halda upp á stórafmæli og brúðkaups- afmæli. Byggja tíu nýjar svítur Hafist verður handa við byggingu tíu nýrra svíta á Hótel Grímsborgum í dag. Ólafur gerir ráð fyrir að verklok verði í lok árs og að hægt verði að bóka svíturnar í byrjun þess næsta. Hótel Grímsborgir hlaut 5 stjörnur fyrir um einu og hálfu ári og var fyrsta hótel á Íslandi til að hljóta vott- unina. Ólafur segir stækkunina vera lið í því að gera betur við gestina sem í takt við aukinn fjölda stjarna geri auknar kröfur um gæði. „Gestirnir eru orðnir kröfuharðari og margir útlendingar sem koma hingað eru vel efnaðir og vilja aðeins það besta sem völ er á,“ segir Ólafur. Um er að ræða svokallaðar „juni- or“ svítur sem eru 40 fermetra íbúðir með sér baðherbergi með baðkari og sturtu. Verönd er við íbúðirnar með aðgengi að heitum potti. Fyrir eru junior svíturnar átta og að fram- kvæmdum loknum verða þær því 18. Heitu pottarnir hafa mikið aðdráttar- afl að sögn Ólafs en þeir eru nú 29 við hótelið, ýmist til sameiginlegra nota eða einkaafnota. Hótel Grímsborgir var opnað sumarið 2009 og síðan þá hefur reksturinn dafnað. Ólafur er bjartsýnn á framhaldið, allar helgar fram í júní séu nú bókað- ar og bókanir farnar að berast frá er- lendum ferðamönnum. „Útlendingar eru að byrja að panta núna, ekki í miklu magni, en stöðugt, allavega fjórar til fimm bókanir á dag. Mest fyrir haustið en líka aðeins fyrir sumarið,“ segir Ólafur. Þeirra sterk- asti markaður er Bandaríkin og Bret- land og þaðan eru bókanirnar farnar að berast. Í Bandaríkjunum og Bret- landi ganga bólusetningar vel og því kominn ferðahugur í fólk þar. Hann segir að það hjálpi líka til að áfangastöðum hjá flugfélaginu Ice- landair muni fjölga mikið í maí og að flugfélagið Delta Air Lines hefji flug frá Bandaríkjunum til Íslands í maí. „Það tekur einhvern tíma þar til við förum að ná að hafa fullt aftur. Í venjulegu árferði er alltaf allt fullt hjá okkur, meira að segja yfir jól og ára- mót,“ segir Ólafur. Hann segir að undanfarið ár hafi gengið betur en hann gerði ráð fyrir enda segi það sína sögu að þau hafi ekki þurft að loka einn einasta dag. „Við erum allavega ekki í mínus á síð- astliðnu ári í rekstrinum,“ segir Ólaf- ur. Ekki lokað einn dag síðan faraldur hófst - Byggja tíu nýjar svítur á Hótel Grímsborgum - Gestir vilja aðeins það besta - Bókanir farnar að berast frá útlöndum - Helst Bandaríkjamenn og Bretar sem bóka - Ekki í mínus þrátt fyrir faraldur Morgunblaðið/RAX Viðbót Framkvæmdir hefjast við 10 svítur á Hótel Grímsborgum í dag. Hjónin Ólafur Laufdal Jónsson og Kristín Ketilsdóttir eiga hótelið. Andrés Magnússon andres@mbl.is Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja til að Reykjavíkurborg óski eftir því við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) að Árbæjarlónið verði fyllt að nýju í sumarstöðu í samræmi við gildandi deiliskipulag. Þá verði borgarstjóra falið að ræða við stjórnendur OR hið fyrsta og fylgja þeim óskum eftir, enda sé Reykja- víkurborg eigandi Elliðaáa og fari með 93% hlut í Orkuveitunni. Björn Gíslason, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, segir mikilvægt að skapa frið um málið og að það þurfi að gerast skjótt til þess að koma í veg fyrir að lífríkið beri skaða af. Lónið tæmt í óleyfi Forsaga málsins er sú að í lok október sl. tæmdi Orkuveitan Ár- bæjarlónið varanlega, en það var gert án samráðs við stjórn OR, borgaryfirvöld, Náttúrufræðistofn- un, Orkustofnun og skipulags- yfirvöld. „Það héldu flestir að tæm- ingin væri tímabundin og ætti sér eðlilegar skýringar eins og viðhald, en svo kom í ljós að stjórnendur Orkuveitunnar ákváðu þetta bara upp á sitt eindæmi, meira að segja án samráðs við stjórn fyrirtækisins,“ segir Björn. Með ólíkindum sé hvernig þetta gat gerst og enn óskiljanlegra að ákvörðunin hafi ver- ið látin standa. „Það er nánast allt að við þessa ákvörðun sem hugsast get- ur og hún og framkvæmdin brot á ýmsum lögum.“ Hann nefnir nátt- úruverndarlög, en lónið og svæðið allt eru á náttúruminjaskrá og OR því óheimilt að tæma lónið án þess að fá fyrst umsögn Náttúrufræði- stofnunar. Þá hafi skipulagslög verið brotin, því samkvæmt bæði nýju og fyrra deiliskipulagi sé lónið í sumar- stöðu og er því óheimilt að hrófla við því án undangenginnar deiliskipu- lagsbreytingar og fengins bygg- ingar- eða framkvæmdaleyfis. Þetta hafi skipulagsfulltrúi borgarinnar staðfest í fyrra og greint frá því að OR hefði ekkert samráð átt við skipulagsyfirvöld um þetta. Reiði meðal íbúa Björn segir mikilvægt að borgin geri hreint fyrir sínum dyrum og geri eins og lög mæli fyrir um, hvort sem ætlunin sé að standa við tæm- ingu lónsins eða hætta við. Mikil reiði ríki hjá íbúum í Árbæ og Breið- holti vegna málsins, sem Reykjavík- urborg geti ekki litið fram hjá. Hópur íbúa í Árbæjarhverfi hefur átt í samskiptum við borgarstjóra og borgarlögmann, þar sem tæmingu lónsins hefur verið mótmælt sem ólögmætum gjörningi. Hún sé brot á vatnalögum, skipulagslögum og mannvirkjalögum, þvert á álit skipu- lagsfulltrúa og alvarlegar athuga- semdir Skipulagsstofnunar, Nátt- úrufræðistofnun telji hana brot á náttúruverndarlögum, litið sé fram hjá því að svæðið sé á náttúruminja- skrá, vatnsbúskap á svæðinu og líf- ríki sé stefnt í hættu, en hætta sé á neikvæðum votlendisáhrifum. Vilja fylla Árbæjarlón aftur - Sjálfstæðismenn í borgarstjórn gera tillögu um fyllingu lónsins - Íbúar í Árbæ mótmæla ólögmætri tæmingu þess Morgunblaðið/Eggert Árbæjarstífla Álkulegar álftir þegar OR tæmdi lónið sl. haust. Árekstur varð á Vesturlandsvegi, við Esjuberg, klukkan 14 í gær og voru fimm einstaklingar fluttir á slysadeild eftir áreksturinn. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var um harða aftanákeyrslu að ræða. Fimm einstaklingar voru í bifreiðunum og voru þeir allir fluttir á slysadeild. Flestir voru þeir með minniháttar áverka. Báðar bifreiðarnar voru fluttar óökuhæfar með kranabíl af vettvangi slyssins. Að sögn varðstjóra lauk aðgerðum slökkviliðs á svæðinu skömmu fyrir klukkan 15 í gær. Fimm fluttir á slysadeild eftir árekstur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.