Morgunblaðið - 19.04.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.04.2021, Blaðsíða 1
ir margar sakir, ekki síst vegna staðsetningar gossins, en að sögn Páls er gosið á þeim stað á Reykjanesskaga þar sem er ólíklegast að verði eldgos. „Ef við hefðum fyrirfram átt að giska hvar líklegast væri að næsta eldgos á Reykjanesskaga Hinn 19. mars síðastliðinn fór að gjósa í Geldingadölum og er gosið því mánaðargamalt í dag. Gosið er þó ekki nema síðasti þátturinn í atburðarás sem hófst miklu fyrr, að sögn Páls Ein- arssonar jarðeðlisfræðings. Páll segir eldgosið merkilegt fyr- yrði, þá hefðum við alveg örugglega ekki bent á þennan stað,“ segir Páll og bendir á að eldgosavirknin hafi lengi vel verið miklu meiri bæði Krýsuvíkur- og Reykjanesmegin, þ.e.a.s. sitt hvorum megin við eldgosið í Geldingadölum. »6 Ljósmynd/Ólafur Þórisson Eldgosið í Geldingadölum á mánaðarafmæli í dag M Á N U D A G U R 1 9. A P R Í L 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 90. tölublað . 109. árgangur . ARON ER LÍK- LEGA Á LEIÐ TIL ÁLABORGAR STEFNA AÐ OPNUN KIRKJUNNAR VÍSINDALEG ÞEKKING MIKILVÆG UNDIRSTAÐA NOTRE DAME 28 UMHVERFISMÁLIN 11FRÁ BARCELONA 27 Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Reisa á tíu nýjar svítur við Hótel Grímsborgir á þessu ári. Fram- kvæmdir hefjast í dag og gerir eig- andi hótelsins, Ólafur Laufdal Jóns- son, ráð fyrir að svíturnar verði komnar í notkun í lok árs. Fram- kvæmdirnar eru liður í því að gera betur við gesti, en hótelið hlaut fimm stjörnur fyrir um einu og hálfu ári, fyrst hótela á Íslandi. Ólafur segir að bókanir séu farnar að berast frá út- löndum en sterkustu markaðirnir eru í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir að þótt fjöldinn sé ekki mikill sé fjöldi bókana stöðugur og greinir hann meiri áhuga frá Bandaríkjunum. Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónust- unnar, segir að Bandaríkjamarkaður sé að taka fyrr við sér heldur en Evr- ópumarkaðurinn og að fyrirtæki sem þjónusti helst ferðamenn frá Evrópu gætu þurft að bíða lengur en þau fyrirtæki sem þjónusti ferðamenn frá Bandaríkjunum. Bólusetningar leiki þar stórt hlutverk og staðan á faraldr- inum á hverju markaðssvæði fyrir sig. Sumarið sé mikilvægur tími fyrir fyrirtækin í ferðaþjónustunni og það sé mikilvægt að ferðamenn skili sér til landsins. Þessi tími mun skera úr um afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu sem hafa mörg hver safnað skuldum og verið tekjulaus í eitt og hálft ár. Bæði Ólafur og Jóhannes segja að aukið flugframboð til landsins hafi haft áhrif á áhuga og skilað sér líka í fleiri bókunum. Í sumar mun Ice- landair fljúga til 34 áfangastaða í Norður-Ameríku og í Evrópu. Þá mun bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefja flug til Íslands frá þremur borgum í Bandaríkjunum í maí. Reisa tíu nýjar svítur þrátt fyrir faraldurinn - Bókanir berast frá útlöndum - Meiri bjartsýni en áður MFerðamannasumarið »4, 10 Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ), von- ast til þess að ljúka samningum al- veg á næstunni við Reykjalund, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilsu- stofnun í Hveragerði hvað varðar endurhæfingu vegna langvarandi einkenna Covid-19. Reykjalundur hefur ekki getað tekið á móti nýjum einstaklingum í slíka endurhæfingu um nokkurt skeið vegna samnings- leysis. María segir að málið sé í algerum forgangi. „Við vinnum þetta eins hratt og okkar mannafli leyfir en síð- ustu 2 ár höfum við gert um það bil 30% fleiri nýja samninga en tvö árin þar á undan. Auðvitað eru fleiri Co- vid-tengdir samningar eins og til dæmis um sóttkvíarhótel eða önnur bráðaúrræði enn framar í forgangs- röðuninni hjá okkur en þetta er sannarlega í forgangi.“ María leggur áherslu á að sam- hæfa þurfi þjónustuna. „Það þarf að vera ákveðin samræming á milli þessara aðila og Covid-göngudeild- arinnar á Landspítalanum og heilsu- gæslunnar.“ »14 Endurhæfingin í algerum forgangi - 30% fleiri samningar á síðustu árum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.