Morgunblaðið - 19.04.2021, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.04.2021, Blaðsíða 21
Stefanía og Máni, okkar hugs- anir og bænir eru hjá ykkur og fjölskyldum ykkar. Loks beygði þreytan þína dáð, hið þýða fjör og augnaráð; sú þraut var hörð – en hljóður nú í hinsta draumi brosir þú. (Jóhannes úr Kötlum) Þórhalla og Kolbeinn. Elsku Brynjar. Ég trúi ekki að þú sért farinn, að þú hafir ekki fengið lífsins langhlaup. Þótt þú hefðir fengið illkynja krabbamein þá varstu bara ein- hvernveginn þannig gerður að ég hélt þú myndir sigra hið ósigr- andi krabbamein. Þegar ég hugsa til þín sé ég þig fyrir mér skellihlæjandi, með þínum hátóna hlátri, en í kring- um þig ríkti alltaf gleði og brosið þitt smitaði alla í kringum þig. Þú varst félagslyndur og þú áttir svo auðvelt með að kynnast fólki án mikillar fyrirhafnar, þú varst svona „easy going“ gæi. Þú varst góður þjálfari og náð- ir alveg ótrúlegum árangri á því sviði og titillinn frjálsíþrótta- þjálfari ársins 2019 var heldur betur verðskuldaður. Ég þekkti þig þó líka sem iðkanda þar sem þú sýndir alltaf flotta takta í grindinni og sprettinum og varst mjög sigursæll á yngri árum. Það að hafa alist upp í frjáls- um gaf þér brjálæðislega mikinn kraft inn í stærsta verkefni lífs þíns, krabbameinið. Hugarfarið sem þú bjóst yfir, jákvæðnin, baráttuandinn og gleðin gaf þér 6 ár með þínum nánustu og hvað hann Máni þinn var heppinn með það. Það er auðvitað óhugsandi ósanngjarnt að þú hafir yfirhöfuð fengið krabbamein og það er hugsun sem mun seint gleymast. Þú skilur eftir mjög stórt skarð í hjörtum alls frjálsíþrótta- fólks landsins og þú skilur eftir mjög stórt skarð í mínu hjarta. Ég hef misst frábæran vin sem ég var svo heppin að kynnast ung í frjálsunum og enn heppnari að eiga þig að alla menntaskóla- gönguna í MH og þótt það hefði eftir það liðið langur tími milli hittinga hjá okkur þá var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Brynjar, þú varst gleðigjafi, vin- ur í raun, sannur og trúr, sterk- ur, þrautseigur og svo frábær og ég á eftir að sakna þín svo mikið. Þú settir þitt mark á þessa jörð og skildir eftir gleði í hjört- um og góðar minningar. Mér fannst ég alltaf svo heppin að hafa eignast þig sem vin og er þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk með þér. Hvíldu í friði, elsku besti. Þín vinkona, Íris Þórsdóttir. Brynjar Gunnarsson var vandaður drengur, góður náms- maður, frábær þjálfari og vinur af allra bestu gerð. Við Brynjar kynntumst í BSc-náminu í Há- skólanum í Reykjavík og mynd- aðist síðan mikill vinskapur milli okkar tveggja þegar við stund- uðum meistaranám saman í íþróttavísindum og þjálfun í HR. Samstarf okkar var mikið og gott. Við unnum saman nánast daglega allt meistaranámið. Metnaður og áhugi hans á nám- inu var mér mikil hvatning á þeim vettvangi. Einn daginn þegar við vorum að vinna saman og langt liðið á námið okkar sagði hann mér frá því að hann hefði verið að koma frá lækni og hann væri ekki með góðar fréttir, og þyrfti að taka sér hlé frá námi. Þetta voru mér svo erfiðar og þungar fréttir, þar sem samstarf og vinátta okkar Brynjars var mér ómetanlegt. Ég get varla ímyndað mér hversu þungbærar þessar fréttir voru fyrir hann og fjölskyldu hans. Þrátt fyrir þess- ar slæmu fréttir og að vera sjálf- ur í námshléi vildi hann styðja við mig í náminu. Brynjar hjálp- aði mér t.d. mikið með alla töl- fræði í meistararitgerð minni. Hann var líka með mér í öllum undirbúningi fyrir meistaravörn- ina mína. Brynjar sagði alltaf að það hjálpaði sér mikið að fá að hugsa um eitthvað annað en veikindi sín. Mér finnst þetta lýsa því hversu innilega góður og traustur vinur Brynjar var. Einnig fékk ég Brynjar til að þjálfa með mér strákana í körfu- boltanum, þar kom í ljós, sem ég vissi svo sem fyrir, hversu frá- bær þjálfari Brynjar var. Fyrir okkar samstarf og vináttu er ég svo óendanlega þakklátur. Ég dáðist alltaf að þeim styrk sem Brynjar sýndi í sínum veikind- um. Hann var alltaf svo heill og flottur í öllu því sem hann gerði. Ég er endalaust þakklátur fyrir kynni okkar og vinskap, minnist góðs og trausts vinar með mikl- um söknuði og þökkum. Ég sendi fjölskyldu Brynjars og vinum mínar innilegustu samúðarkveðj- ur og styrk á þessum erfiðu tím- um. Minning um einstakan dreng mun lifa alla tíð. Ágúst Sigurður Björgvinsson. Þegar Brynjar hóf grunnnám í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík var fljótt ljóst að þar fór áhugasamur og góður náms- maður. Hann var jákvæður, kát- ur og hafði metnað til að standa sig vel. Ekki bara til að fá góðar einkunnir, heldur einnig til að fá sem mest út úr náminu og bæta við sig þekkingu. Brynjar var vel liðinn af samnemendum sínum, sem og kennurum, enda var hann gæddur slíkum mannkostum að ómögulegt var annað en að líka vel við hann. Fróðleiksþorsti Brynjars slokknaði ekki eftir að hann útskrifaðist sem íþrótta- fræðingur með glæsibrag heldur hóf hann meistaranám í deildinni okkar í íþróttavísindum og þjálf- un. Það var gaman að sjá Brynj- ar þróast og þroskast úr áhuga- sömum fyrsta árs nema í einstakling sem bjó yfir yfir- gripsmikilli þekkingu í íþrótta- vísindum sem hann gat yfirfært og hagnýtt í þjálfun sinni á efni- legasta frjálsíþróttafólki lands- ins. Þar sem nemendur og þjálf- arar eins og Brynjar var eru ekki á hverju strái kom aldrei annað til greina en að ráða hann sem stundakennara við deildina enda fáir betur til þess fallnir að kenna nemendum í grunnnámi allt um frjálsar íþróttir. Það kom því okkur ekkert á óvart að Brynjar skyldi reynast framúr- skarandi kennari. Hann var skipulagður, metnaðarfullur, áhugasamur og uppfullur af þekkingu sem hann kom vel frá sér. Hann bar hag nemenda svo sannarlega fyrir brjósti. Okkur þótti líka afskaplega gaman að fylgjast með afrekum Brynjars sem þjálfara og við vor- um mjög stolt af honum. Hann var eins og við vissum yfirveg- aður, frábær kennari, sem hafði næmt og gott þjálfaraauga, ástríðu fyrir sprett- og aflþjálf- un, en líka svo góður liðsmaður. Brynjar hafði líka þann góða kost að hallmæla ekki öðrum þjálfurum og hógvær um eigin árangur og sinna íþróttamanna. Það er ekki hægt að minnast Brynjars án þess að nefna það hvernig hann tókst á við glímu sína við krabbameinið. Hugar- farið var algjörlega óviðjafnan- legt. Hann tókst á við þetta mikla mótlæti með aðdáunarverðum hætti. Á endanum kenndi Brynj- ar okkur í raun miklu meira en við kenndum honum. Elsku Brynjar, við munum aldrei gleyma þér. Takk fyrir allt samstarfið, samveruna og vin- skapinn. Við sendum fjölskyldu og vin- um Brynjars okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd starfsmanna íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík, Hafrún Kristjánsdóttir. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2021 ✝ Ásta Jónína Gunnlaugs- dóttir fæddist á Ísafirði 15. janúar 1949. Hún lést á Landspítalanum 30. mars 2021. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guðrún Aðalbjörg Richter, f. 21. maí 1921, d. 8. desem- ber 1981, og Gunn- laugur Guðmundsson f. 20. mars 1920, d. 2. apríl 2004. Ásta Jónína var fjórða barn þeirra hjóna af fimm. Systkini hennar eru Stefán (látinn), Þór- ir, Gunnar, maki hans er Eygló Óskarsdóttir, og Ingibjörg, maki hennar er Björn Birg- isson. Ásta Jónína giftist Sigurði Hallgrímssyni frá Akureyri þann 14. júní 1969. Börn þeirra eru þrjú: 1) Guð- rún Aðalbjörg, maki Yngvi Björns- son, sonur þeirra er a) Daníel Björn, sambýliskona hans er Alice Bower. 2) Gunnlaugur, maki Birgitta Kristins- dóttir, börn þeirra eru a) Kristófer, b) Krista Líf, dóttir hennar er Aþena Lea, c) Daði Snær (andvana fæddur), d) og e) tví- burarnir Ísak og Máni. 3) Sig- ríður Guðný, maki Bjarki Franzson, sonur þeirra er a) Viktor Franz. Ásta Jónína vann ýmis störf um ævina, en hún var lærður tækniteiknari. Þau hjónin ráku meðal annars matvöruverslun í Reykjavík í nokkur ár. Útförin fer fram frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði í dag, 19. apríl 2021, klukkan 13. Ég var aðeins 17 ára þegar leiðir okkar Gunna lágu saman. Ég man þegar ég kom fyrst í heimsókn á Hverfisgötuna og gekk upp frá Reykjavíkurvegin- um við taktfastan trommuáslátt sem hækkaði eftir því sem leið á göngu mína og ég man hversu hissa ég varð þegar tengda- mamma opnaðir fyrir mér og heyrði varla í mér fyrir trommu- hljóðum sem bárust af efri hæð- inni og sátuð þið tengdapabbi í rólegheitunum að flétta blöðun- um á meðan Gunni hamaðist á trommunum á efri hæðinni og ekki var hægt að tala saman nema hrópa! Þetta lýsir því ágætlega hversu þolinmóð Ásta gat verið og lét ekkert slá sig út af laginu svo auðveldlega. Hún tók mér strax opnum örmum og var ég ávallt velkomin heim til hennar og Sigga. Við náðum vel saman og á milli okkar var góð vinátta og gátum spjallað um allt og ekkert. Hún var sérstaklega góð amma og lagði sig mikið fram við að tengjast barnabörn- unum sínum og taka þátt í lífi þeirra og myndaðist fallegt sam- band þeirra á milli og sérstak- lega á milli hennar og Kristu Líf- ar dóttur okkar sem hún óskaði eftir að fá að passa hluta úr degi á meðan við biðum eftir leik- skólaplássi og áttu þær alla tíð einstakt vinasamband. Hún var einstaklega dugleg að koma í heimsókn bara til að fá að lesa sögu fyrir svefninn eða eiga stund með krökkunum og eftir að tvíburastrákarnir okkar fædd- ust var hún boðin og búin að hjálpa og hafði gaman af því að taka á móti þeim eftir skóla og hlusta á þá lesa. Þeim fannst sér- staklega gaman að vera boðið með í Hálsakot, sumarbústaðinn sem afi Siggi var búinn að smíða og var þeirra sælureitur, og biðu þeir spenntir eftir næstu ferð í sveitina til ömmu Ástu og Sigga afa. Það var aðdáunarvert að horfa á tengdamömmu hversu áhugasöm hún var að fá að fylgj- ast með barnabörnunum og hversu stolt hún var af þeim. Hún ljómaði eins og sólin þegar Krista Líf varð mamma sjálf og hún langamma, og hef ég sjaldan heyrt hana eins spennta og þeg- ar hún tilkynnti okkur stolt að hún ætti von á langömmustrák seinna í sumar. Takk, elsku Ásta mín, fyrir allt. Þú varst mér alltaf góð tengdamamma og er ég þakklát fyrir samverustundirnar okkar. Takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir okkur og sérstak- lega takk fyrir að búa til fal- legar minningar með börnunum okkar. Ég vil trúa því að nú passir þú elsku Daða Snæ okkar og saman leiðist þið um himn- ana. Elsku Gunni minn, tengda- pabbi, Gógó, Sigga, makar, barnabörn og barnabarnabarn. Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Birgitta. Elsku amma mín, ég geymi í hjartanu mínu ótal margar góðar minningar sem við bjuggum til saman á meðan þú varst hjá okkur. Ég get glöð sagt það að þú varst ein af mínum nánustu vinkonum og allra besta amma sem ég hef átt. Þú varst alltaf svo góð við mig og vildir gera allt fyrir mig. Ég man eftir því þegar við systkinin fengum að gista hjá þér og afa þegar við vorum lítil og þú fórst alltaf með bænirnar með okkur áður en við sögðum góða nótt, ég man líka eftir því þegar við fórum á stóra stein- inn í garðinum ykkar með nesti og sátum saman í góða veðrinu að borða nestið okkar og njóta lífsins. Ég hringdi alltaf í þig ef mér leið eitthvað illa, þú skildir mig svo vel. Man líka eftir því þegar ég hringdi reglulega í þig á unglingsárun- um mínum þegar ég var óþekktarangi að rífast við for- eldra mína og vildi ekki vera heima, alltaf leyfðir þú mér að koma og vera hjá þér, alveg sama hvað. Alltaf þegar ég fékk að gista hjá þér og afa og þegar ég fékk að fara með ykk- ur upp í sumarbústað, þá svafstu alltaf við hliðina á mér svo við gætum verið saman. Ég get talið upp svo margar minn- ingar sem við bjuggum til sam- an, en ég geymi þær vel í hjartanu, elsku amma. Þú vildir líka gera allt þitt besta fyrir fyrsta langömmu- barnið þitt sem þú tókst með opnum örmum frá því ég sagði þér frá bauninni í bumbunni, ég er svo þakklát fyrir að Aþena Lea hafi fengið að kynn- ast þér sem langömmu og ég mun gera allt sem ég get til þess að hún muni sem best eft- ir þér. Aþena Lea bað mig líka um að segja þér, elsku amma: „Ég bið að heilsa ömmu Ástu.“ Þessi orð koma beint frá hjart- anu hennar Aþenu Leu, en hún skilur ekki alveg hvað er að gerast en hún ætlar að kíkja í heimsókn til þín í kirkjugarð- inn. Elsku amma, ég er svo ótrú- lega þakklát fyrir símtalið sem ég átti með þér daginn áður en þú fórst frá okkur og ég fékk að segja þér í síðasta sinn að ég elska þig. Ég sakna þín meira en orð fá lýst og ég vildi óska þess að þú gætir verið ennþá hérna hjá okkur. Ég elska þig til tungls- ins og til baka. Guð geymi þig, gullið mitt. Krista Líf Gunnlaugsdóttir. Systrakveðja. Mín elskulega systir, Ásta Jónína, er farin frá okkur. Hún lést 30. mars síðastlið- inn eftir að hafa átt við van- heilsu að stríða um alllangt skeið. Það var mikil gleði vestur á Ísafirði hjá foreldrum okkar, Guðrúnu Richter og Gunnlaugi Guðmundssyni, þann 15. janúar 1949 þegar þau eignuðust stúlkubarn, en fyrir áttu þau þrjá drengi. Þau voru lengi búin að bíða eftir því að eignast stúlku. Hennar beið svo nafn föð- urömmu sinnar. Ég var svo heppin að við mína fæðingu beið mín tveggja ára systir sem hefur verið mér samferða í gegnum lífið þar til nú. Hún gætti mín alltaf og ég leit mjög upp til hennar. Hún sagðist reyndar alltaf hafa þurft að dröslast með mig hvert sem hún fór, en við urð- um fljótt mjög samrýmdar og góðar vinkonur vorum við til hennar hinsta dags. Við höfðum mjög mikil og góð samskipti þegar börnin okkar voru lítil, sérstaklega eftir að báðar voru fluttar á suðvesturhorn landsins. Þau góðu samskipti rofnuðu aldrei. Ásta Jónína var einstaklega barngóð og nutu hennar börn og önnur börn sem hún mætti á lífsleiðinni góðs af. Hún var alla tíð forkur til vinnu og vann hin ýmsu störf. Meðfram vinnu og heimilis- haldinu skellti hún sér í Iðn- skóla Hafnarfjarðar og lærði þar tækniteiknun, en atvikin höguðu því þannig til að hún vann aldrei við það starf. Skömmu eftir að hún lauk náminu festu þau hjónin kaup á Sunnubúðinni við Mávahlíð í Reykjavík og áttu þau og ráku þá verslun í um fimm ár. Síðustu árum starfsævinnar varði hún á heimili tveggja drengja, þar sem hún beið þeirra að loknum skóladegi og áttu þessir drengir stóran sess í hjarta hennar. Ásta Jónína giftist ástinni sinni, Sigurði Hallgrímssyni frá Akureyri, þann 14. júní 1969 og hafði það hjónaband því varað í tæp 52 ár þegar þegar hún kvaddi. Þau eignuðust þrjú mann- vænleg börn sem öll eru vel menntuð og öll eiga þau góða og vel menntaða maka. Barnabörnin þeirra eru sex að tölu, í þeim hópi eru læknir, tölvunarfræðingur og nemar. Eitt langömmubarn er kom- ið og von á öðru í sumar. Ég tel þetta nú svona upp því varla er hægt að skilja eftir sig betri arfleifð en heilbrigða afkomendur, enda var þessi fríði hópur stolt hennar. Ég kveð elskulegu systur mína með þakklæti í huga, þakklæti fyrir allt það sem hún var mér. En líka í þeirri vissu sem hún Ingibjörg amma okkar kenndi okkur ungum – vissunni um að við eigum eftir að hittast aftur. Þín systir, Ingibjörg. Ásta Jónína Gunnlaugsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMAR ARNAR RAGNARSSON, Addi á Sandi, Hjaltastaðaþinghá, lést á Hjúkrunarheimilinu Dyngju mánudaginn 12. apríl. Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju föstudaginn 23. apríl klukkan 14:00. Fjöldatakmarkanir eru 100 manns. Streymt verður frá útförinni á vefsíðunni egilsstadakirkja.is Dagný Rafnsdóttir Sigríður Guðmarsdóttir Guðjón Sigmundsson Sigurlaug Elíesersdóttir Jóhann Einarsson barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri AÐALSTEINN DALMANN OKTÓSSON, fyrrverandi verkstjóri, Hjallaseli 55, áður Þórðarsveigi 1, verður jarðsunginn frá Guðríðarkirkju miðvikudaginn 21. apríl klukkan 13. Vegna aðstæðna verður einungis nánasta fjölskylda viðstödd. Aðalheiður Bergsteinsdóttir Hjörtur O. Aðalsteinsson Hildur Jónsdóttir Eygló Aðalsteinsdóttir Flosi S. Valgarðsson Guðrún Aðalsteinsdóttir Camillus B. Rafnsson Erling Ó. Aðalsteinsson Gylfi Dalmann Aðalsteinsson Magnea Davíðsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri sonur, bróðir, mágur og barnabarn, EGILL VALGEIRSSON, Kambahrauni 25, Hveragerði, verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju þriðjudaginn 20. apríl klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana verða einungis nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Útförinni verður streymt á https://promynd.is/egill. Valgeir Ásgeirsson Þórunn Sigurðardóttir Sigurður Valgeirsson Sunna Björk Karlsdóttir Valur Rafn Valgeirsson Díana Björk Olsen Sigurður Sigurdórsson Erla Ragnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.