Morgunblaðið - 19.04.2021, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.04.2021, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2021 Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Bandamenn Alexeis Navalnís hvöttu í gær stuðningsmenn stjórnarand- stæðingsins fræga til að efna til fjöldamótmæla í bæjum og borgum víðsvegar um Rússland. Ástæðan er sú að fregnir hafa borist af því að Navalní, sem situr í fangelsi, sé hættulega veikur, og jafnvel við dauðans dyr. Læknum Navalnís hef- ur ekki verið heimilað að heimsækja hann, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir. Guardian greinir frá þessu. Áður höfðu bandamenn Navalnís sagt að mótmæli gegn fangelsun hans myndu hefjast aftur á götum úti þegar þeir hefðu náð 500.000 und- irskriftum til stuðnings þeim. Nú- verandi undirskriftalista vantar enn um 50.000 undirskriftir. Í myndskeiði sem birt var á You- tube-rás Navalnís sögðu Lenoid Vol- kov og Ican Zhadanov, bandamenn Navalnís, að heilsu hans hefði hrak- að svo gífurlega að það væri ekki annað hægt en að grípa til fjöldamót- mæla. Volkov hvatti óbreytta borg- ara til þess að láta sjá sig klukkan sjö, að rússneskum tíma, á miðviku- dagskvöld á torgum víða um landið. Á sama tíma og mótmælin eru fyrirhuguð á Vladimir Pútín Rúss- landsforseti að fara með árlegt ávarp sitt til rússnesku þjóðarinnar. Í janúarmánuði börðust stjórn- völd í Moskvu hart gegn mótmæl- endum á götum úti sem hliðhollir voru Navalní. Þá voru þúsundir handteknar. „Ef við látum ekki í okkur heyra núna eru myrkir tímar fyrir frjálsa borgara fram undan. Rússland mun enda í algjöru vonleysi,“ sagði Vol- kov í fyrrnefndu myndskeiði. Navalní hefur verið í hungurverk- falli í yfir þrjár vikur til þess að krefjast þess, án árangurs, að óháð læknateymi fái að skoða hann. Bandamenn Navalnís segja að hann sé nú orðinn svo heilsuveill að hann eigi á hættu að fara í hjartastopp á „hverri stundu“ og gæti fallið frá á næstu dögum. Dóttirin biður um aðstoð Í gær bað Dasha, dóttir Navalnís, um að föður hennar yrði veitt sú umönnun sem hann þarfnast. „Leyfið læknum að hitta pabba,“ skrifaði Dasha í færslu á samfélags- miðlinum Twitter. Navalní sneri aftur til Moskvu frá Þýskalandi í janúarmánuði. Í Þýska- landi hafði Navalní jafnað sig eftir að eitrað var fyrir honum, að sögn hans. Navalní telur að leynileg eining inn- an rússnesku njósnastofnunarinnar FSB hafi eitrað fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. Stjórnvöld í Mosvku segja það alrangt. AFP Stjórnarandstæðingur Navalní situr í fangelsi í Pokrov í Rússlandi. Hvetja þjóðina til að rísa upp - Ástand Navalnís er sagt alvarlegt eftir þriggja vikna hungurverkfall - Bandamenn hvetja til mótmæla á sama tíma og Vladimir Pútín ávarpar þjóðina Hinni átta ára gömlu Mia Monte- maggi var bjargað úr haldi mann- ræningja í Sviss í gær. Miu hafði verið rænt af heimili móðurömmu sinnar í þorpinu Poulieres í Frakk- landi fimm dögum áður. Móðir hennar, Lola Montemaggi, var ein af þeim sem skipulögðu ránið og hefur hún verið handtekin ásamt fimm karlmönnum sem komu að ráninu. Þrír mannanna þóttust vera frá barnaverndaryfirvöldum og fölsuðu skilríki og önnur plögg til að sýna fram á það. Þeir fóru inn á heimili ömmunnar á þriðjudag og kröfðust þess að Mia kæmi með þeim. Þeir, ásamt móður hennar, fóru svo fót- gangandi með hana yfir landamæri Frakklands til Sviss. Þar beið þeirra maður á Porsche-bifreið sem keyrði þær mæðgur á hótel. Mia fannst svo ásamt móður sinni eftir fimm daga leit yfirvalda í yfir- gefnu vöruhúsi í Sainte-Croix í Sviss. Mennirnir beittu engu ofbeldi við að nema hana á brott en aðgerðin var gríðarlega vel skipulögð, að sögn Francocis Perain, saksóknara í borginni Nancy. Aðgerðin bar nafn- ið „Operation Lima“ og voru þeir með talstöðvar og falsaðar bílnúm- eraplötur. Lögreglan hafði ekki haft afskipti af mönnunum áður, en sagði þá deila skoðunum með ákveðnum hóp fólks sem berst gegn barna- verndaryfirvöldum og því að börn séu tekin af foreldrum sínum. Mia er nú örugg og við góða heilsu en verður í umsjón félagsráðgjafa og barnasálfræðings uns hún getur far- ið til ömmu sinnar aftur. Móðir hennar situr nú í fangelsi í Sviss en er gert ráð fyrir að hún verði færð yfir til Frakklands fljótlega. Fannst eftir fimm daga leit - Móðirin einn af mannræningjunum AFP Fundin Lýst var eftir Miu Monte- maggi á þriðjudag í síðustu viku. Yfir 13 milljónir manns í Bretlandi fylgdust með útsendingu frá jarðarför Filippusar prins, eigin- manns Elísabetar II. Bretadrottn- ingar, sem fór fram á laugardag. 11 milljónir fylgdust með beinu streymi breska ríkisútvarpsins BBC, 2,1 milljón með útsendingu ITV og 450 þúsund með útsendingu Sky. Jarðarförin var einnig send út á YouTube og á rás BBC horfðu yf- ir 7,5 milljónir um allan heim. Útförin var lágstemmd miðað við það sem venjulega tíðkast, bæði að ósk hertogans sjálfs og einnig vegna heimsfaraldurs. Elísabet drottning sat ein í kirkjunni vegna sóttvarnaráðstafana en sonur henn- ar, Andrés prins, sat næstur henni. BRETLAND AFP Frá útför Filippusar prins á laugardag. Milljónir horfðu á jarðarför Filippusar Rúmlega 130 milljónir Banda- ríkjamanna eldri en 18 ára hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu af bóluefni við kór- ónuveirunni. Það eru um 50,2% af öllum fullorð- num. Frá þessu greinir Sótt- varnastofnun Bandaríkjanna en um 84 milljónir fullorðinna eru nú full- bólusettar þar í landi eða um 32,5%. Fjöldi greindra smita á hverjum degi er nú á uppleið í Bandaríkj- unum og Anthony Fauci sóttvarna- læknir varar við ástandinu. 109 milljónir skammta af bóluefni Pfi- zer hafa verið notaðar, 92 milljónir af bóluefni Moderna og 7,9 millj- ónir af bóluefni Johnson & Johnson. BÓLUSETNINGAR Helmingur fengið eina sprautu Anthony Fauci. Tæplega 800 manns týndu lífinu í árásum lögreglu í brasilíska fylkinu Rio de Janeiro á níu mánuðum. Lögreglan ræðst inn í fátækra- hverfi, eða favela á máli heima- manna, á nær hverjum degi þrátt fyrir að hæstiréttur hafi úrskurðað að draga ætti úr slíku á meðan heimsfaraldur geisar. Nýjar tölur frá Federal Flum- inese-háskólanum sýna að 797 manns voru myrtir í fylkinu öllu á tímabilinu júní 2020 fram í mars 2021. 85% þeirra í borginni Rio og úthverfum borgarinnar. Úrskurður féll í hæstarétti í júní 2020 í kjölfar þess að lögregla skaut 14 ára dreng til bana í einni árás- anna. Næstu þrjá mánuði fækkaði áhlaupum lögreglu inn í fátækra- hverfin um 64%. Fjöldi áhlaupa tvö- faldaðist svo í október. Talsmaður lögreglunnar segir að áhlaupin séu gerð til að bregðast við ofbeldis- fullum átökum um yfirráðasvæði á milli glæpagengja og að markmið þeirra sé að fylgja lögunum og vernda líf almennra borgara. Lög- reglan í Rio de Janeiro-fylki myrðir næstum því tvöfalt fleiri á ári hverju en lögreglan í öllum Banda- ríkjunum. „Þetta er fáránlegt. Hæstiréttur tekur ákvörðun og stjórnvöld virða hana ekki og fara gegn henni vísvitandi. Þetta stefnir réttarríki Brasilíu í hættu,“ segir Daniel Hirata, prófessor í fé- lagsfræði við Federal Fluminense- háskóla. Þessa miklu aukningu á lögreglu- ofbeldi má rekja til kosningar Wil- sons Witzels sem fylkisstjóra í Rio, en í kosningabaráttunni lofaði hann ofbeldi og hét því að „slátra“ glæpa- mönnum. Witzel neyddist til að segja af sér í fyrrahaust vegna spill- ingarmála. Eftirmaður hans hefur þó haldið uppi álíka harðri stefnu í málefnum glæpagengja. Tæplega 800 manns myrt af lögreglu - Áhlaup lögreglu daglegt brauð í fátækrahverfum Rio de Janeiro-fylkis AFP Áhlaup 800 manns hafa verið myrt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.