Morgunblaðið - 19.04.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.04.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2021 Missið ekki af áhugaverðum þætti um starfsemi Klíníkurinnar í Ármúla þar sem rætt er við Aðalstein Arnarson skurðlækni og þá þjónustu sem Klíníkin býður einstaklingum sem eru tilbúnir til greiða fyrir hana úr eigin vasa. Einnig er rætt við sjúklinga sem segja frá árangursríkri reynslu sinni. Þátturinn var áður á dagskrá Hringbrautar í september 2019. Hringbraut næst á rásum 7 (Síminn) og 25 (Vodafone) ATVINNULÍFIÐ Á dagskráHringbrautar í kvöld kl. 20.00 Einkarekin heilbrigðisþjónusta á tímum biðlista – annar hluti Efnaskiptaaðgerðir í Klíníkinni Ármúla í þættinum Atvinnulífið sem er á dagskrá Hringbrautar kl. 20.00 í kvöld • Klíníkin býður upp á efnaskiptaaðgerðir fyrir fólk sem þjáist af offitu • Dæmi um efnaskiptaaðgerðir eru magahjáveita og magaermi • Aðgerðir sem geta gjörbreytt lífi þeirra sem hafa glímt við yfirþyngd árum saman Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Vísindaleg þekking er mikilvæg undirstaða viðbragða og aðgerða í umhverfismálum. Í dag blasa við okkur áskoranir á því sviði, svo sem vegna hlýnunar andrúms- loftsins. Af þeirri þróun leiðir breytingar á til dæmis gróðri og dýralífi, sem þarf að vakta og rannsaka í samhengi ólíkra þátta,“ segir Þorkell Lindberg Þórarinsson sem um sl. áramót tók við starfi forstjóra Nátt- úrufræðistofnunar Íslands. Fyrstu mánuðina í nýju starfi segir Þorkell hafa verið áhuga- verða. Krefjandi verkefni blasi við og mörgu sé að sinna. Mörg við- fangsefni og vísindaleg atriði séu sér þó kunn úr fyrri störfum Taldi flugur í Mývatnssveit „Áhugi minn á náttúru og líf- ríki, sér í lagi fuglum, vaknaði snemma. Ég er frá Húsavík og var mikið sem strákur í sveit hjá móðurfólki mínu á Tjörnesinu. Fékk snemma áhuga á hverskyns veiðiskap og safnaði fuglaeggjum sem strákur. Svo vann ég í sjö sumur í Mývatnssveit við rann- sóknir á lífríki Mývatns og Laxár undir leiðsögn Árna Einarssonar, forstöðumanns rannsóknarstöðv- arinnar þar,“ segir Þorkell og heldur áfram: „Á Mývatnsárunum fékk ég áhuga á öllu vistkerfinu þar, sem þarf að horfa til eigi að standa vörð um einstaka tegundir og náttúruvernd almennt. Samhengið skiptir máli. Vinnufélagar heima á Húsavík göntuðust með það þegar ég sagðist vera að telja flugur í Mývatnssveit. Enginn sá fyrir að slík vísindi gætu skilað samfélag- inu nokkru, borið saman við t.d. sjávarútveginn sem skilar bein- hörðum gjaldeyri í ríkiskassann og ég vann við áður en ég fór í Mý- vatnssveit.“ Sem forstöðumaður Náttúru- stofu Norðausturlands á Húsavík í 17 ár á Þorkell á að baki langan feril í vísindastörfum. Hann hefur með samstarfsfólki m.a. sinnt rannsóknum á sjófuglum, eins og fýl, ritu, langvíu, stuttnefju og álku. Hagur þessara tegunda til lífsbjargar, vaxtar og viðkomu hefur þrengst á undanförnum ár- um vegna vistkerfisbreytinga sem koma til vegna hlýnunar sjávar. Sú þróun hófst upp úr miðjum tí- unda áratugnum. Sjófuglastofn- arnir við Ísland standa almennt fremur veikt, að sögn Þorkels, þróunin er neikvæð þó breytilegt sé milli svæða. Helstu verkefni Náttúru- fræðistofnunar Íslands lúta að rannsóknum og skráningu ís- lenskrar náttúru. Kortleggja þarf bæði jarðfræðina og líffræðina og vakta lykilþætti í íslenskri náttúru. ný vinnubrögð, til að mynda með heildstæðum vistkerfisrann- sóknum og rannsóknum tengdum náttúruvá.“ Aukin hætta á skriðuföllum Bráðnun sífrera í fjöllum, sem eykur hættu á skriðuföllum, er gott dæmi um áhrif loftslagsbreyt- inga sem þarf að bregðast við með rannsóknum, að sögn Þorkels sem heldur áfram: „Sama má segja um fækkun í sumum fuglastofnum sem að öllum líkindum kemur til af sömu ástæðu. Svo mega aðgerðir í loftslagsmálum eins og til dæmis skógrækt með framandi trjáteg- undum ekki ganga gegn mark- miðum í náttúruvernd. Þar kemur inn mikilvægi þess að vernda líf- fræðilegan fjölbreytileika og nátt- úruleg búsvæði dýra- og plöntu- tegunda sem við berum alþjóðlega ábyrgð á og gætu farið illa út úr loftslagsbreytingum.“ Þá er stofnuninni ætlað að safna og varðveita heimildir og nátt- úrugripi í vísindasöfnum. Slíkum söfnum er meðal annars ætlað að vera bakhjarl náttúrugripasýninga á landinu en einnig efniviður rann- sókna. Þá er stofnunin í ráðgjafar- hlutverki gagnvart stjórnvöldum, m.a. í tengslum við nýtingu náttúr- unnar og vernd hennar. Átaks- verkefni við vöktun á náttúru- verndarsvæðum og útgáfa korta af jarðfræði landsins eru af þessum meiði sprottin. Eldgosið í Geld- ingadölum hefur sömuleiðs kallað á margvíslegar rannsóknir. „Loftslagsmálin og ýmislegt sem þeim tengist kallar á rann- sóknir og vöktun, mun umfangs- meiri en verið hefur hingað til,“ segir Þorkell. „Til að geta brugð- ist við og ráðlagt og tekið ákvarð- anir með upplýstum hætti þurfum við góð gögn. Loftslagsmálin kalla líka á aukna samvinnu stofnana og Mikilvægt að vernda líffræðilegan fjölbreytileika, segir nýr forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Geldingadalir Eldgosið vekur spurningar hjá vísindafólki. - Þorkell Lindberg Þór- arinsson er fæddur 1975, er með BS-gráðu í líffræði og MS-próf í dýravistfræði frá HÍ. Hefur verið í diplómanámi í opinberri stjórnsýslu. - Forstöðumaður Nátt- úrustofu Norðausturlands 2003-2020 og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum því samhliða. Stýrt fjölda rann- sóknaverkefna og verið með- höfundur fjölda vís- indagreina. Eiginkona Þorkels er Sesselja Guðrún Sigurð- ardóttir og eiga þau tvær dætur. Hver er hann? Morgunblaðið/Eggert Náttúrufræði Loftslagsmálin kalla á rannsóknir, segir Þorkell Lindberg. Samhengið í náttúrunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.