Morgunblaðið - 19.04.2021, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2021
✝
Valgerður
Hannesdóttir
fæddist 18. ágúst
1956 í Reykjavík.
Foreldrar hennar
voru J. Halldóra
Kristjánsdóttir, f.
31. maí 1931 í
Hvítadal, Saurbæj-
arhreppi, Dala-
sýslu, d. 28. októ-
ber 2013, og
Hannes Alfonsson,
f. 10. ágúst 1927 á Garð-
staðagrundum, Ögurhreppi, N-
Ísafjarðarsýslu, d. 26. mars
2005.
Valgerður hóf sambúð 1. jan-
úar 1987 með Haraldi Helga-
syni, f. 23. október 1957 í
Reykjavík. Þau gengu í hjóna-
band 24. júní 1995.
Foreldrar Haraldar voru
Hulda Haraldsdóttir, f. 28. jan-
úar 1927 í Reykjavík, d. 1. des-
ember 1993, og Helgi Þorkels-
son, f. 17. september 1920 í
Markaskarði, Kolhreppi, Rang-
árvallasýslu, d. 4. mars 2014.
Fyrir átti Valgerður dótt-
urina, Halldóru Kristjánsdóttur
Larsen, f. 4. apríl 1986 í
Svandís, f. 11. mars 1960, og
Jóhanna Benný, f. 10. sept-
ember 1967.
Valgerður vann við ýmis
störf á barnsaldri s.s. barna-
pössun, sendlastarf og að tína
kringlur í poka hjá bakaríi.
Með skóla vann hún við þrif í
heimahúsi, afgreiddi í sjoppu
og sá um heimili og tvö börn.
Árið 1974 eftir grunnskólann
skellti hún sér í húsmæðraskól-
ann Varmaland í Borgarfirði.
Árið 1975 hóf hún nám í
Fósturskóla Íslands og lauk þar
námi 1978. Strax eftir útskrift
hóf hún störf hjá Kópavogsbæ
og starfaði bæði sem deildar-
stjóri, aðstoðarleikskólastjóri
og skólastjóri en hún starfaði
þar í 11 ár. Þá tók við svolítið
flakk og vann hún eitt ár í Nes-
kaupstað sem deildarstjóri,
fimm ár í Hveragerði sem
deildarstjóri, 5 ár á Ísafirði,
þar af eitt ár sem deildarstjóri
og fjögur sem leikskólastjóri,
og að lokum 13 ár hjá Hvíta-
sunnukirkjunni á Akureyri á
leikskólanum Hlíðarbóli, þar af
12 ár sem leikskólastjóri.
Valgerður lést á Sjúkrahús-
inu á Akureyri 3. apríl 2021.
eftir langvarandi veikindi.
Útförin fer fram í Gler-
árkirkju í dag, 19. apríl 2021,
kl. 13. Athöfninni verður
streymt á Facebook-síðunni:
Jarðarfarir í Glerárkirkju.
Reykjavík. Faðir
hennar var Krist-
ján B. Larsen, f.
21. maí 1961 á Ak-
ureyri, d. 29. sept-
ember 1997. Börn
Halldóru eru
Emelía Valey, f.
2005, Kristján Arn-
ar, f. 2009, Har-
aldur Wilhelm, f.
2010, Þóra Kristín,
f. 2014, og Hákon
Andri, f. 2016.
Valgerður og Haraldur eign-
uðust þrjú börn saman.
Fyrstur var Eyvindur, fædd-
ur andvana 31. mars 1988. Síð-
an Theódór Sölvi, f. 17. október
1989 í Reykjavík. Theódór er
kvæntur Maríu Sigurlaugu
Jónsdóttur, f. 19. júlí 1990.
Börn þeirra eru Valgerður
Edda, f. 2014, Jón Eyvindur, f.
2016, Hulda Guðrún, f. 2018, og
Þóra Bríet, f. 2020.
Yngst er Hulda, f. 10. mars
1993 í Reykjavík. Hún er í sam-
búð með Karli Inga Björnssyni,
f. 12. apríl 1988.
Systkini Valgerðar voru Alf-
ons, f. 16. september 1955,
Elsku mamma mín, elsku
mömmulingur. Orð fá ekki lýst
hvað ég sakna þín mikið. Þú hef-
ur kennt mér svo margt í gegn-
um lífið en það sem þú hefur
kennt mér og sýnt síðustu ár er
að gefast ekki upp, horfa á björtu
hliðarnar og vera jákvæð. Í gegn-
um öll veikindaárin kvartaðir þú
aldrei og gafst aldrei upp. Þú
varst og verður alltaf hetjan mín
og fyrirmynd. Ég gat alltaf leitað
til þín með allt. Hvort sem það
var andleg vanlíðan, aðrir erfið-
leikar eða jafnvel að biðja um að-
stoð með skólaverkefni eða
prjónaverkefni, þá varst þú alltaf
til staðar. Þú varst alltaf tilbúin
að lesa yfir skólaverkefnin mín,
alltaf tilbúin að hlusta og gefa
mér ráð þegar ég upplifði kvíða
og alltaf tilbúin að hlusta þegar
mér leið illa. Þú samgladdist mér
líka þegar mér gekk vel og hvatt-
ir mig áfram í öllu sem ég gerði.
Við áttum margar góðar
stundir saman og er ég þakklát
fyrir þær stundir, ég er þakklát
fyrir að hafa átt þig fyrir
mömmu. Einnig er ég þakklát
fyrir að hafa eytt síðustu tveimur
mánuðum af lífi þínu með þér.
Við gátum spjallað saman og
prjónað saman síðustu mánuð-
ina.
Mér finnst sárt að þú hafir far-
ið frá okkur allt of snemma og að
við fengum ekki lengri tíma með
þér. Ég get þó huggað mig við
það að veikindin og sársaukinn
þinn er farinn og þú þjáist ekki
lengur.
Mér finnst erfitt að hugsa til
þess að þú munt ekki sjá mig út-
skrifast úr háskólanum, munt
ekki vera með mér þegar ég gifti
mig og munt ekki sjá börnin sem
ég mun eignast. Ég veit samt að
þú munt alltaf fylgjast með mér
og alltaf vera með mér.
Takk fyrir allt sem þú gafst
mér, gerðir fyrir mig og kenndir
mér. Takk fyrir að vera mamma
mín.
Ég elska þig og sakna þín.
Þinn Huldulingur og dóttir,
Hulda.
Elsku mamma mín. Nú hefur
þú lokið jarðvist þinni og því
langar mig að kveðja þig í síðasta
sinn með þessum orðum. Nú lít
ég yfir farinn veg og efst í huga
mér er þakklæti. Þakklæti til þín
og pabba fyrir gott uppeldi.
Þakklæti fyrir allar góðu stund-
irnar sem við áttum saman í eld-
húsinu og voru þær þó nokkrar.
Kannski ekki skrýtið að ég end-
aði svo sem matreiðslumeistari.
Ef ég ætti að lýsa þér í einu
orði þá væri það jafnaðargeð. Að-
allega vegna þess að sama hvað
gekk á hjá okkur fjölskyldunni
þá varst þú ekki mikið að æsa þig
eða stressa þig yfir hlutunum.
Alla vega sýndir þú það ekki. Það
fannst mér alveg magnað. Með
sama hugarfari tókst þú á við
veikindin þín sem tóku yfir líf
okkar fjölskyldunnar 2014. Ég
man þegar þú veiktist fyrst og
varst svo fljótlega eftir sjúkra-
húsdvölina tengd með súrefnis-
línu við hann herra kút. Einmitt,
þú kynntir súrefniskútinn sem
herra kút og sagðir einmitt að
hann ætlaði sko aldeilis ekki að
staldra lengi við. En hann fylgdi
þér þessi sjö ár og gerði það sko
alveg upp á 10. Svo ákveðin
varstu að takast á við veikindin.
Ég hugsaði alveg nokkrum sinn-
um í gegnum veikindin hjá þér að
nú væri komið að kveðjustund en
þá reifstu þig alltaf upp aftur.
Þvílík baráttukona varstu af lífi
og sál. Stór partur af þessari
þrautseigju var auðvitað trú þín
á Jesú Krist frelsara þinn. Það er
alveg bókað mál elsku mamma að
hann stóð við bakið á þér allan
tímann ásamt pabba og herra kút
sem studdu við bakið á þér hér á
jörðinni. Er ég þeim og öllum
þeim sem studdu við bakið á þér í
þessi sjö ár ævinlega þakklátur.
Þú varst nefnilega umvafin fólki
sem elskaði þig mjög mikið og
vorum við öll tilbúin að gera allt
fyrir þig þó svo að það reyndist
erfitt fyrir þig að vera mikil byrði
fyrir alla. Við vildum bara taka á
þessum veikindum með þér.
En núna ertu loksins laus við
elsku vin þinn hann herra kút og
ert komin í faðm föður þíns á
himnum. Trúi ekki öðru en hann
sé glaður að sjá þig. Þessi veik-
indi tóku á mamma mín og nú er
kominn tími til að þú hvílir þig
hjá þínum himneska föður. Fáðu
þér nú einn góðan tebolla með
frelsaranum þínum og spjallaðu
við hann inn í eilífðina. Hlauptu
nú upp á næsta fjallstind þar sem
þú ert stödd mamma mín og
horfðu yfir farveg þinn í gegnum
lífið og þú mátt vera stolt af
sjálfri þér, hvernig þú eyddir
tímanum með okkur fjölskyld-
unni og hvernig þú stóðst þig í
baráttunni við veikindin. Njóttu
hvíldarinnar mamma mín, þú átt
það svo sannarlega skilið að
slaka á eftir allt erfiðið síðustu
ár. Hafðu ekki áhyggjur af herra
kút, hann er eflaust farinn að
sinna næsta skjólstæðingi og
stendur sig alveg með prýði eins
og honum einum er lagið.
Læt fylgja hérna í lokin eitt
vers úr Biblíunni sem einkenndi
þig:
Treystu Drottni af öllu hjarta
en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit.
Minnstu hans á öllum vegum þínum,
þá mun hann gera leiðir þínar greiðar
(Orðskv. 3:5-6)
Elska þig mamma mín, ég bið
að heilsa ömmu og afa. Hugsa
ávallt til þín.
Við sjáumst svo aftur einn
daginn.
Þinn sonur,
Theódór
Sölvi Haraldsson.
Vallý, systir mín, er dáin.
Það er eitthvað svo skrítið til-
hugsunar en um leið svo gott.
Skrítið að geta ekki heyrt í henni,
séð hana né snert og gott því nú
er hún laus úr viðjum sínum og
komin í faðm Drottins.
Vallý var næstelst af okkur
systkinunum og ellefu árum eldri
en ég. Ég var örverpið, litla
krúttið sem stóra systir dekraði
með gjöfum og ýmsum skemmti-
legum uppákomum og fyrir vikið
var hún uppáhaldssystir mín á
þeim tíma. Hún var alltaf mikil
barnakerling og var snemma bú-
in að ákveða ævistarfið. Hún fór í
Fósturskólann og ruddi þannig
brautina fyrir yngri systur sínar
tvær sem fylgdu í fótspor henn-
ar.
Vallý kynntist Jesú eftir að
hún var orðin fullorðin en þar
ruddum við systkini hennar
brautina fyrir hana. Hún elskaði
Jesúm og hann var haldreipið
hennar, styrkur og besti vinur
bæði í gleði og sorg að ég tali nú
ekki um þessi ár frá því hún
veiktist af lungnabólgu og var
bundin við súrefnisvél eftir það.
Það bar aldrei skugga á þeirra
samband og nú er hún í faðmi
hans.
Ég mun minnast stóru systur
minnar fyrir trúfesti, kærleika
og gleði, ég mun minnast þess
hversu handlagin hún var og
hugmyndarík, ég mun muna eftir
bensínsnúðunum, sörunum og
pizzunum, fæðingu frumburðar-
ins hennar sem ég fékk að vera
viðstödd og síðustu ferðarinnar
okkar saman síðastliðið sumar.
Nú hefur hún farið ein í ferð til
fundar við frelsarann.
Í garði mínum greri jurt
hún gægðist upp úr svartri mold.
Þó lítið væri um ljós,
þá breiddi hún út blöðin sín
og bað um vorsins gróðuryl
svo rauða bæri hún rós.
Og sjálfur Drottinn sá þá rós
og sagði, hún er gjöf frá mér
og ber þér boðin mín.
Ég græddi hana í garðinn þinn
þú gætir hennar fyrir mig
uns lokast augun þín.
(Brynhildur L. Bjarnadóttir)
Takk fyrir allt, elsku stóra
systir mín, við sjáumst síðar.
Jóhanna Benný
Hannesdóttir.
Með sorg í hjarta minnumst
við Valgerðar Hannesdóttur,
góðrar vinkonu og samstarfs-
félaga. Leiðir okkar lágu saman á
9. áratugnum í leikskólanum
Kópaseli, sem var útivistarpardís
og náttúrperla í Lækjarbotnum.
Þarna þróaðist vinskapur sem
hefur haldist allar götur síðan.
Það átti vel við Vallý að vinna í
Kópaseli og þar nutu mannkostir
hennar sín vel. Hún var jákvæð
og hafði góða og hlýja nærveru.
Börnin hændust að henni sem og
starfsfólkið. Hún hafði einstaka
frásagnarhæfileika, gæddi sög-
urnar lífi og hreif með sér bæði
börn og fullorðna. Hún var af-
skaplega hugmyndarík, frjó og
skapandi í starfi sínu sem leik-
skólakennari. Hún var hæglát en
tókst á við verkefnin sín af yf-
irvegun, æðruleysi og viljafestu.
Það leið öllum vel í návist hennar
og það var einstaklega gott að
leita til hennar. Greiðvikni var
einn af hennar eðlislægu mann-
kostum. En við vorum ekki bara
saman í vinnunni, heldur hitt-
umst við mikið utan vinnu og þá
var oft glatt á hjalla. Hún var
alltaf til í skemmtilega tilbreyt-
ingu. Við hugsum til Vallýjar
með miklum hlýhug. Við eigum
svo ótal margar góðar minningar
um þessa yndislegu vinkonu. Við
Kópaselsvinkonur sendum eigin-
manni, börnum og fjölskyldunni
allri innilegar samúðarkveðjur.
Takk fyrir tímann sem með þér við átt-
um,
tímann, sem veitti birtu og frið.
Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram,
lýsa upp veg okkar fram á við.
Gefi þér Guð og góðar vættir
góða tíð eftir kveðjuna hér.
Þinn orðstír mun lifa um ókomna daga
indælar minningar hjarta okkar ber.
(P.Ó.T.)
Anna Magna, Auður, Erla
Vigdís, Rannveig, Sigríður,
Sólveig og Þórdís.
Valgerður
Hannesdóttir
✝
Ragnhildur
Einarsdóttir
fæddist 7. nóv-
ember 1922. Hún
lést 22. mars síðast-
liðinn.
Ragnhildur ólst
upp í Holtakotum í
Biskupstungum.
Foreldrar hennar
voru Einar Jör-
undur Helgason, f.
1896, d. 1985, og
Jónasína Sveinsdóttir, f. 1890, d.
1967. Systkini Ragnhildar: Helgi
Kristbergur, f. 1921, d. 2004,
Ingigerður, f. 1924, d. 2006, Mál-
fríður Heiðveig, f. 1925, d. 1927,
Hlíf, f. 1930, Dóróthea Sveina, f.
1932, d. 2011.
Ragnhildur giftist Ragnari
Þórðarsyni, f. 1922, d. 2014, frá
Kvíarholti í Holtum 12. maí 1956.
Bjuggu þau lengst af á Heiðar-
eru María Sól og Tindra Mist.
3) Heiðveig, f. 1957, búsett í
Danmörku, maki Henning Fre-
driksen, f. 1954, sonur hennar er
Sævar Már, f. 1975. Barnabörn
eru Jóel Örn, María Rós og Sím-
on Valur.
4) Jóhanna, f. 1959, búsett í
Reykjavík, maki Bjarni Hall-
dórsson, f. 1956, börn þeirra eru
Kristín Björk, f. 1980, og Ragnar
Þór, f. 1984. Barnabörn eru
Aníta Eik, Almar Þór, Unnar Þór
og Bjarni Hrafn.
5) Eyrún, f. 1966, búsett í
Hafnarfirði, maki Sigurður Már
Guðmundsson, f. 1957, börn
þeirra eru Einar Már, f. 1989,
Katla Sif, f. 1993. Stjúpbörn Reg-
ína Harpa, f. 1978, og Eggert
Smári, f. 1980 og barnabörn eru
Urður Alda, Úlfrún Elva, Samson
Smári, og Athena Guðrún.
6) Einar Jónas, f. 1968, búsett-
ur á Selfossi, maki Petra Vijn, f.
1969, synir þeirra eru Símon
Thor, f. 2002, og Erik Freyr, f.
2004.
Útför Ragnhildar fer fram frá
Selfosskirkju í dag, 19. apríl
2021, klukkan 13:30.
vegi 11 Selfossi.
Börn þeirra eru:
1) Elfa Bryndís
Þorleifsdóttir, f.
1947, búsett í
Reykjavík, maki
Örn Sigurðarson, f.
1941, börn þeirra
eru Eva, f. 1963,
Sigurður Örvar, f.
1966, Ragnhildur
Mjöll, f. 1970,
barnabörn þeirra
eru Vilhjálmur, Arndís Ey, Ingv-
ar Örn, Guðfinna Rós, Kamil
Daníel, Elfar Oliver, Hafsteinn
Ingi, Alexander Örn, Elfa María
og Lúkas Daníel og barnabarna-
börnin eru sjö.
2) Þórmar, f. 1956, búsettur í
Reykjavík, maki Jónína María
Kristjánsdóttir, f. 1957, og börn
þeirra eru Kristján Valdimar, f.
1979, Lísibet, f. 1981. Barnabörn
Í dag verður móðir mín, hún
Ragna á Heiðarveginum, jarð-
sungin í Selfosskirkju. Hún lést
22. mars síðastliðinn.
þetta voru erfið skilaboð að
fá. Þó svo hún væri komin á
þennan aldur þá er hún
mamma mín.
Það koma margar minningar
fram, sérstaklega þegar við
bjuggum á Heiðarveginum.
Þetta var lítið hús með mörg
börn og alltaf pláss fyrir vini
okkar.
Á Heiðarveginum var margt
brallað, man eftir mörgum
stundum þar sem hún sat ann-
aðhvort við saumavélina eða
með prjónana og hvernig hún
teiknaði munstrið upp þegar
hún saumaði föt á okkur systk-
inin.
Hún var mjög góð í hönd-
unum, hún saumaði, prjónaði,
batt inn bækur, tréskurður og
svo margt annað sem hún
gerði.
Ég lærði margt af henni, hún
kenndi mér margt sem ég er
mjög þakklát fyrir í dag.
Ég minnist þess líka hvað oft
ég gat komið heim á Heiðar-
veginn og vantaði hjálp við
klára að sauma fötin sem ég
ætlaði að nota eftir nokkra
tíma eða þegar ég þurfti á
barnapíu að halda.
Eftir að ég flutti til Dan-
merkur hittumst við ekki svo
oft en ég mun sakna hennar
mjög mikið og að geta ekki far-
ið til hennar á Grænumörkina
þar sem hún bjó síðustu árin og
fengið íslenskan mat, kjötsúp-
una hennar eða að fá heitan
mat í hádeginu, ein góð hefð
sem hún hélt alltaf við.
Ég mun sakna þess að geta
ekki hitt hana þegar ég kem til
Íslands en ég vil muna allar
þær góðu stundir sem við höf-
um haft saman.
Ég gleymi þér aldrei, elsku
mamma mín.
Heiðveig
Ragnarsdóttir.
Bið að heilsa! Svona kvaddi
hún mig alltaf hún Ragna
amma mín sem nú er látin á 99.
aldursári. Það er löng ævi og
sagði hún stundum aðspurð
hvernig hún hefði það „nú ég er
hér eins og hvert annað rusl
sem gleymst hefur að henda“,
svo hlógum við. Amma varð
ekkja í október 2014 og varð
hún aðeins dauf fyrst eftir það
og en svo reif hún sig upp og
hef ég hana grunaða um að
hafa haft það markmið að verða
hundrað ára. En heilsu hennar
hrakaði hratt síðustu mánuði
og fór svo að hjartað gaf sig.
Hún fór á sjúkrahús 4. mars,
fékk inni á Lundi á Hellu 15.
mars og lést þar 22. mars.
Fram að því hafði hún haldið
eigið heimili en síðustu árin
með góðri aðstoð. Undanfarið
ár hefur verið henni erfitt eins
og mörgum öðrum. Starfsfólkið
í Dagdvöl aldraðra og starfs-
fólkið á vaktinni í Grænumörk
var einstaklega gott við hana
ömmu, dekraði hana í bak og
fyrir og kann ég því góða fólki
miklar þakkir.
Amma var mjög minnug og
sagði oft sögur frá löngu liðn-
um tímum. Einnig þuldi hún
blaðlaust upp heilu kvæðabálk-
ana og revíurnar. Þá lifnaði yfir
henni og augun glömpuðu eins
og í barni, hún var líka liðtæk í
að hnoða saman vísum en flík-
aði því ekki. Alltaf þegar amma
sagði sögur urðu þær ljóslif-
andi fyrir manni, hún hafði ein-
staka frásagnarhæfileika.
Amma bar ekki tilfinningar sín-
ar á torg og ekki er ég viss um
að margir hafi séð hana gráta.
Hún átti góðan stað í bænum
þar sem hún gat falið sig ef illa
lá á henni. Það var skot inn af
eldhúsinu þar sem einn steinn-
inn stóð út úr hleðslunni. Þar
var fínt að setjast, gráta svolít-
ið eða hugsa.
Amma átti alltaf svar við öllu
og var aldrei ráðalaus og hún
kunni að láta hlutina endast og
duga. Næstum allur fatnaður
var heimasaumaður og -prjón-
aður. Hún átti líka prjónavél
sem hún notaði til að prjóna
ullarnærfatnað sem hún svo
seldi eða konur komu með garn
til hennar sem hún svo prjónaði
úr. Engu var hent fyrr en það
var orðið algjörlega ónothæft
og þá var jafnvel búið að sauma
og prjóna nokkrum sinnum upp
úr flíkunum.
Amma var mikil jafnaðar-
manneskja og þoldi illa ójöfnuð,
hún var trúnaðarmaður þegar
hún vann hjá SS og starfaði
fyrir Verkalýðsfélagið Þór. Það
eru aðrir en ég sem geta sagt
frá því félagsmálastarfi hennar,
nema það fólk sé allt farið í
Sumarlandið. Það var alltaf ein-
hver gleði í kringum ömmu,
hún gat alltaf séð eitthvað
spaugilegt og gert grín. Þessu
fékk ég að kynnast þegar ég
fullorðnaðist, við urðum miklar
vinkonur og þau bönd urðu enn
sterkari eftir að hún varð
ekkja. Eitt kenndi hún mér
sem er dýrmætt og það er að
liggja ekki á fúleggjum eins og
hún kallaði það, þ.e. að halda
ekki á lofti óvild og gremju. Líf
mitt er orðið tómlegra núna því
ég fór yfirleitt nokkrum sinnum
í viku til hennar og þegar Co-
vid-19 skall á kom það í minn
hlut að aðstoða hana heima við
með ýmsar þarfir sem annars
var sinnt í Dagdvöl aldraðra.
Ég sakna ömmu minnar, sakna
félagsskapar hennar og sögu-
stundanna, sakna púslstund-
anna og samræðnanna. Guð
geymi ömmu mína og blessi
minningu hennar.
Bið að heilsa!
Eva.
Ragnhildur
Einarsdóttir