Morgunblaðið - 19.04.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.04.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2021 ✝ Brynjar Gunn- arsson fæddist í Finnlandi 25. febr- úar 1989. Hann lést að kvöldi skírdags, hinn 1. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans eru hjónin Ína Salóme Hallgríms- dóttir, f. 11. desem- ber 1955, og Gunn- ar Bogi Borgarsson, f. 18. mars 1958. Systir Brynjars er Kristín Gunnarsdóttir, f. 24. maí 1986. Eiginmaður hennar er Bjarki Páll Eysteinsson, f. 1. apríl 1986, og saman eiga þau þrjú börn, Brynju Dís, Daníel Breka og Eld Elí. Brynjar giftist Stefaníu Rafnsdóttur, f. 10. maí 1990, hinn 21. júlí 2018 og saman eiga þau soninn Mána, f. 10. nóv- ember 2012. Foreldrar Stefaníu eru Rafn Þorsteinsson, f. 17. ágúst 1963, og Elísabet Katrín Jósefsdóttir, f. 8. júlí 1963. Bróðir Stefaníu er Rafn Þór Rafnsson, f. 23. ágúst 1985, og sambýliskona hans er Jenny Eriksson, f. 17. mars 1989. Brynjar ólst upp í Reykjavík og gekk í Vesturbæj- arskóla, síðan í Hagaskóla og út- skrifaðist sem stúd- ent frá Mennta- skólanum í Hamrahlíð árið 2010. Þaðan lá leið í Háskólann í Reykjavík þar sem hann stundaði nám í íþróttafræði. Brynjar vann sem þjálfari hjá frjálsíþróttadeild ÍR og einnig starfaði hann við kennslu í Borgarholtsskóla og við Háskól- ann í Reykjavík. Hann hlaut margvísleg verðlaun fyrir afrek sín á íþróttasviðinu og síðan sem þjálfari; til að mynda hvatning- arverðlaun unglingaþjálfara og 2019 hlaut hann viðkenningu sem frjálsíþróttaþjálfari ársins á Íslandi, þá þrítugur að aldri. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánasta fjölskylda og vinir við- stödd athöfnina en streymt verður frá henni á eftirfarandi slóð: https://youtu.be/FaHv84a0PGg Streymi má einnig nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Elsku Brynjar. Fyrstu boð um tilveru þína voru þau að Ína mamma þín ætlaði ekki að ganga yfir Fimmvörðuháls með pabba þínum og félögum hans heldur bíða þeirra í Húsadal. Skýringin kom í ljós innan skamms. Þú fæddist í Helsingfors í Finnlandi. Þú varst orðinn tveggja mánaða þegar ég sá þig fyrst og svo komstu með mömmu þinni og Kristínu stóru systur þinni og bjóst hjá okkur Sigurði í Langa- gerðinu þar til pabbi þinn hafði lokið arkitektanámi. Þú varst nú ekki hrifinn af ömmu þinni til að byrja með, en það lagaðist. Eftirminnilegt er að þegar þú varst skírður í Bústaða- kirkju þá stóðstu við skírnarfont- inn, enda kominn á annað árið. Við tóku leikskólaárin í Baróns- borg og Drafnarborg, ótal bíltúr- ar og gönguferðir upp um fjöll og firnindi, skíða- og skautaferðir og sjóferðir til Vestmannaeyja á ættarmót. Alltaf var Kristín með í för og var leitun að eins sam- rýndum og góðum systkinum og ykkur. Það var einkennandi fyrir þig að ávallt sýndir þú varkárni og ábyrgð á því sem þú tókst þér fyrir hendur. Þegar þú varst að læra að lesa sátum við saman og þú teiknaðir myndir í sögubókina þína og skrifaðir stuttan texta við. Þetta voru allt myndir af fólki í frjálsum íþróttum, þannig að snemma beygðist krókurinn. Mjög fljótt fórst þú að æfa frjálsar íþróttir og gekk þér mjög vel og sankaðir að þér fjöldanum öllum af verðlauna- peningum og bikurum. Það var ævintýralegt að koma inn í her- bergið þitt og virða fyrir sér af- raksturinn. Í blaðaviðtali við Brynjar þegar hann var 16 ára er hann spurður að því hvað sé skemmtilegast við frjálsar. Hann svarar því að keppnisferðir og ódauðlegur liðsandi á æfingum sé ástæðan fyrir því. Maður get- ur aldrei verið í slæmu skapi á æfingum, ekki séns! Mamma þín og pabbi voru óþreytandi að fylgja ykkur á viðburði víðsvegar um landið og erlendis líka og studdu ykkur þannig ómetan- lega. Á sumrin vannst þú í Kirkju- görðum Reykjavíkur í Fossvogi og þar kynntist þú Stefaníu sem síðar varð konan þín. Það var innréttuð íbúð í bílskúrnum á Marargötunni og fljótlega var kallað á eftir mér þegar ég hafði verið í heimsókn: Hvernig líst þér á að verða langamma? Mikil var gleðin þegar Máni fæddist og í fyllingu tímans laukst þú prófi frá Háskólanum í Reykjavík og varst byrjaður á meistararitgerð þegar þú greindist með krabba- mein sem síðar dró þig til dauða sex árum síðar. En þú stóðst þig eins og hetja og sjaldan heyrðist þú kvarta. Elsku Brynjar, takk fyrir brosið þitt bjarta og já- kvæða lífssýn. Stefanía mín, þú hefur átt mikið og misst mikið, en þú studdir hann síðustu skrefin hér á jörð og stóðst eins og klettur við hlið hans þar til yfir lauk. Elsku Stefanía og Máni. Við trúum því að Brynjar verði með ykkur og verndi ykkur hér eftir sem hingað til. Við skulum halda minningu hans hátt á lofti og minnast þess góða sem hann gerði. Elsku Máni, mér finnst sem ég sjái pabba þinn vefja þig örmum og hvísla í eyra þér: Vertu alltaf góði strákurinn minn og gleymdu ekki að vera glaður. Hvíldu í friði elsku Brynjar okkar. Bryndís amma og Sigurður. Í dag fylgjum við elsku Brynj- ari tengdasyni okkar til hinstu hvílu sem lést í faðmi eiginkonu sinnar. Brynjar var einstakur og verður það alltaf í hjarta okkar. Brynjar og dóttir okkar Stef- anía hittust ung, hún 17 og hann 18 ára. Maður sá strax að ástin leyndi sér ekki á milli þeirra. Hann var tíður gestur hjá okk- ur fyrstu árin í Eskihlíðinni og kom alltaf hlaupandi upp tröpp- urnar, hæ hæ hljómaði alltaf þegar hann kom glaður með sitt fallega bros sem við skiljum mjög vel að Stefanía hafi fallið fyrir. Unga parið stofnaði síðan hreiður í bílskúrnum á Marar- götunni og það leið ekki á löngu þar til við fengum heimsókn seint um kvöld og okkur tjáð að barn væri á leiðinni. Brynjar ákvað að fara í bíltúr um hverfið á meðan enda hógvær og var ekki að trana sér fram, en hann var fljótt kallaður á vett- vang til að fagna þessum ynd- islega áfanga í lífi þeirra. Í nóvember 2012 eignuðust þau gullmolann Mána sem hefur verið okkur öllum þvílík gersemi að fá inn í líf okkar og gaman að sjá hvað hann líkist pabba sínum. Elsku Máni þótt ungur sé hef- ur fylgt pabba sínum í gegnum veikindin og hefur verið sólar- geisli foreldra sinna og stoð og stytta mömmu sinnar á þessum erfiðu tímum. Brynjar var svo stoltur af Mána sínum og fylgdist með hon- um vaxa úr grasi, þeir feðgar áttu einstakt samband. Það hefur verið átakanlegt að sjá hvernig Brynjar tókst á við veikindin, aldrei var kvartað yfir einu eða neinu og alltaf var hann mættur í Laugardalshöllina til að þjálfa þó svo heilsa hans hafi ekki alltaf verið eins og best verður á kosið en að komast að þjálfa var hans líf og yndi sem sást svo vel í öllum þeim árangri og viðurkenningum sem Brynjar hefur fengið á sinni allt of stuttu ævi. Missirinn er mikill fyrir allt íþróttafólkið sem hann þjálfaði, hann var svo stoltur af afrekum þessa einstaka hóps og fékk allt- af sérstakt blik í augun þegar hann talaði um hópinn sinn og hvað hann hefði afrekað. ÍR var hans félag og veit ég að hans verður sárt saknað. Missir fjölskyldunnar er mikill og eftir sitjum við máttvana og spyrjum okkur hver er tilgang- urinn, er guð til, að taka Brynjar burt frá okkur öllum í blóma lífs- ins þegar svo margt er ógert? En það er ljós í myrkrinu sem mun skína skært í október. Elsku Brynjar, takk fyrir að hafa verið tengdasonur okkar, takk fyrir að hafa átt yndisleg ár með Stefaníu og Mána, takk fyrir að hafa komið inn í líf okkar allra og átt með okkur yndislegar stundir sem við munum aldrei gleyma. Þegar við lítum til baka minn- umst við geislandi, hjartahlýs ungs manns sem var hrókur alls fagnaðar og auðgaði líf allra sem kynntust honum. Við munum alltaf passa upp á Stefaníu og börnin og passa að börnin þín viti hversu yndislegan föður þau eiga. Elsku yndislega Stefanía okk- ar og Máni, Ína og Gunni, Kristín og Bjarki, Bryndís og Siggi og fjölskyldur ykkar, við hjónin vottum ykkur alla okkar samúð og biðjum æðri máttarvöld að styrkja ykkur og styðja á þess- um erfiðu tímum. Hvíl í friði, elsku Brynjar. Við munum hittast aftur. Þínir tengdaforeldrar, Rafn Þorsteinsson (Rabbi) og Elísabet K. Jósefsdóttir (Kata). Nú kveðjum við elsku Brynjar og ótal ljúfar minningar rifjast upp. Stundir í Dalalandinu þegar við vorum fengnir til að líta eftir litla frænda en vorum ekkert sérstaklega lagnir við það, þrett- ándagleðirnar, ferðalögin saman, Jón í Kassagerðinni, boddonsjú og svo margt fleira. Brynjar var tæpum 10 árum yngri en við en það stoppaði hann ekki í að hlaupa á eftir okkur í hin ýmsu ævintýri og keppnisskapið leyndi sér aldrei þannig að það kom ekki á óvart hvað hann náði langt í frjálsum íþróttum. Það er eft- irminnilegt þegar Brynjar mætti í frændapartí með æskuástina. Við gerðum endalaust grín að unga parinu og það var mikið hlegið en það var alveg ljóst að þarna var mikill fengur á ferð. Erum við þakklátir fyrir hana Stefaníu og aðdáunarvert hefur verið að fylgjast með þeim und- anfarin ár kljást við það verkefni sem lífið getur verið. Sumar minningar eru sérstak- lega ljúfar, líkt og þegar við frændsystkinin fórum um miðjan vetur frá bústaðnum hjá Önnu og Adda í fjallgöngu. Við gengum í sólinni og snjónum upp í gil ofan við bústaðinn. Okkur þóttu brekkurnar brattar og fjöllin stór, þegar við settumst loksins niður þá leið okkur eins og við værum ein í heiminum í miklum fjallasal þar sem við byrjuðum að búa til hin ýmsu ævintýri. Í sum- ar gengum við þessa sömu leið, nema nú sem feður með börn- unum okkar. Það var gott að vera saman, ásamt Mána og öll- um krökkunum á sömu slóðum og við upplifðum þennan ævin- týraheim sem krakkar. Föður- hlutverkið steig Brynjar inn í eins og annað sem hann tók sér fyrir hendur, nærgætinn, hlýr, hvetjandi og einstaklega laginn. Brynjar var einstakur á svo marga vegu, alltaf brosandi og ljúfur en stutt í lúmskan húm- orinn. Hann hafði brennandi ástríðu fyrir þjálfun og þó svo við bræðurnir vitum ekki mikið um frjálsar þá fór það ekki á milli mála að þar var á ferðinni fag- maður fram í fingurgóma. Tengslin í frændsystkina- hópnum eru sterk og með fráfalli Brynjars hefur myndast stórt skarð sem aldrei verður fyllt. Líklega er hægt að líkja hópnum við strengjahljóðfæri þar sem einn strengur hefur brostið. Við stillum saman strengi okkar og hljómum áfram en hljómurinn mun aldrei verða samur. Minn- ingin um góðan dreng og full- kominn frænda lifir. Við þökkum fyrir allar ljúfu stundirnar með elsku Brynjari. Kæru Stefanía, Máni, Ína, Gunni, Kristín, Bjarki og fjöl- skyldan öll, ykkar missir er mik- ill og við sendum öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Arnar Þór og Rafn Emilssynir. Kveðja frá Borgarholtsskóla Við erum öll harmi slegin. Yndisleg manneskja, samstarfs- maður og framúrskarandi kenn- ari verður jarðsunginn í dag. Í dag er kveðjustund. Sagt er að við lifum bara einu sinni en hið rétta er að við deyjum bara einu sinni en lifum alla daga. Þannig munum við Brynjar Gunnarsson og þannig mun minning hans lifa með okkur. Hann áorkaði ótrú- lega miklu og kom svo mörgu já- kvæðu til skila í sínu lífi. Hann kenndi svo mörgum svo margt fallegt sem er nú veganesti þeirra sem þekktu hann, störf- uðu með honum og lærðu hjá honum. Kennsla er eitt mikil- vægasta starfið sem til er vegna þeirra áhrifa sem hún og kenn- arinn hafa á mótun, líðan og framtíð nemendanna. Þannig fylgir góður kennari nemandan- um sínum alla ævi. Brynjar kom til starfa í Borgarholtsskóla árið 2016 og starfaði við kennslu á af- reksíþróttasviðinu fram á þetta ár. Hann kenndi og þjálfaði af lífi og sál og af hugljómun. Ég ræddi við hann í vetur um stöðu veik- indanna og hvað skólinn gæti gert fyrir hann og svarið var ein- falt: „Ég þarf bara að vera með nemendunum mínum því með þeim, í kennslunni, við þálfunina, gleymast allar þrautir og þá fæ ég minn kraft.“ Brynjar gaf mik- ið af sér til nemenda og sam- starfsfólks með hugarfarinu sem var alltaf uppbyggjandi og ein- kenndist af jákvæðni. Æðruleys- ið var aðdáunarvert. Brynjar er okkur öllum fyrirmynd hvernig hægt er að takast á við erfiðleika og andstreymi og breyta því sem vanalega brýtur mann niður í styrkleika og eitthvað óútskýr- anlega fallegt. Allt gerði hann með svo mikilli hógværð, auð- mýkt og fallegu brosi. Á löngum köflum fékk Brynjar okkur sam- starfsfólk sitt til að gleyma því að hann stæði í daglegri baráttu við illvígan sjúkdóm því ástríðan við kennslu og þjálfun var svo inni- leg og hugsjónadrifin. Starfsfólk Borgarholtsskóla og nemendur sakna vinar og samstarfsmanns. Takk fyrir allt sem þú gafst okk- ur og öllum nemendum þínum. Stefaníu, Mána, aðstandendum og vinum færum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Ársæll Guðmunds- son, skólameistari. Það eru ekki margir svo heppnir að fá góðan þjálfara, enda eru þeir vandfundnir. Við duttum svo sannarlega í lukku- pottinn þegar við fengum Brynj- ar sem þjálfara. Hann Brynjar var okkur sem fjölskylda, hann vildi okkur öllum það besta bæði innan og utan vallar. Brynjar sýndi snemma áhuga og ástríðu fyrir því að þjálfa okkur. Það skein af honum gleðin þegar okk- ur gekk vel og við heyrðum alltaf röddina hans þegar við vorum að keppa. Okkur leið alltaf svo vel á æfingum hjá honum vegna þess að hann spjallaði alltaf við okkur og vildi virkilega að okkur gengi vel. Hann gerði okkur öll miklu nánari og það er enginn annar sem mun hafa jafn mikla trú á því sem við gerum eins og hann Brynjar hafði á okkur. Við viljum þakka Brynjari fyrir allt það sem hann gerði fyrir okkur, en það skilja ekki margir hvað það var sem hann gerði fyrir okkur en við sem æfðum hjá honum vitum það og erum afar þakklát fyrir samband okkar við hann. Takk fyrir allt, elsku Brynjar, hvíldu í friði. Við vitum að þú verður með okkur í anda. Þú munt alltaf vera fyrirmyndin okkar og við munum halda áfram að gera þig stoltan. Kveðja, hópurinn þinn, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Birgir Jóhannes, Jóhann Björn, Tiana Ósk, Helga Margrét, Elvar Karl, Agnes Sjöfn, Gísli Zanen. Brosmildur, ofuráhugasamur sex ára drengur var meðal frum- kvöðlanna sem voru mættir á frjálsíþróttaæfingu hjá okkur í gamla ÍR-húsinu haustið 1995 þegar efling barna- og unglinga- starfs deildarinnar var að hefjast eftir nokkra lægð. Hann var áberandi lífsglaður og til í að prófa hvað sem var á æfingunum. Þetta var Brynjar Gunnarsson sem átti eftir að verða mikilvæg- ur hlekkur í starfi frjálsíþrótta- deildar ÍR næstu 25 árin. Ellefu ára gamall vann hann sig inn í úrvalslið 11-14 ára barna hjá okkur í deildinni þar sem gerðar voru sérstakar kröfur um góða mætingu á æfingar, stundvísi, vinnusemi og heimaverkefni. Þetta líkaði nú Brynjari og átti ekki í vandræðum með að mæta kröfunum og sannaði sig sem mikilvægur liðsmaður í sterkasta barnaliði landsins í frjálsíþrótt- um á þeim tíma. Frá 15 ára aldri vann Brynjar og unglingalið ÍR Íslandsmeistaratitil unglingaliða átta ár í röð. Alltaf var hann jafn áhugasamur og viljugur til að fórna sér fyrir liðið sitt og hvetja félagana til dáða. Brynjar varð síðan mikilvægur liðsmaður meistaraflokks ÍR sem endur- heimti bikarmeistaratitilinn í frjálsum árið 2009. Hann keppti með unglingalandsliði Íslands á Norðurlandamóti, en upp úr tví- tugu hófst nýtt skeið Brynjars innan frjálsíþróttadeildarinnar, þjálfaraferillinn. Fyrst gerðist hann aðstoðarþjálfari í barna- flokkum og naut strax vinsælda og trausts meðal barna og for- eldra. Á sama tíma menntaði hann sig til að verða betri þjálf- ari og lauk háskólaprófi í íþrótta- fræði. Áhugi, metnaður og lagni í mannlegum samskiptum ein- kenndu hann sem þjálfara. Það var mikið happ fyrir frjálsíþróttastarfið hjá ÍR að fá þennan jákvæða og lífsglaða strák í sínar raðir. Hann teygaði í sig leiðbeiningar þjálfaranna, æfði af kappi og smitaði út frá sér í félagsskapnum með létt- leika sínum og heillandi fram- komu. Skilaði svo frábæru starfi til baka sem þjálfari með því að fóstra hundruð barna í því sem hann unni svo mjög, frjálsíþrótt- um. Síðustu árin þjálfaði Brynjar bestu spretthlaupara ÍR með frábærum árangri og fylgdi af- reksfólki og landsliðum Íslands á alþjóðleg stórmót. Frjálsíþróttir áttu snemma hug hans allan og 12 ára lét hann þessi orð falla: „Það er svo gam- an í frjálsum að ég verð í þeim alla ævi.“ Engan óraði þá fyrir því að hann myndi kveðja okkur svo ungur sem raunin varð. Við leiddum Brynjar fyrstu skrefin í heimi frjálsíþróttanna, þjálfuð- um hann, kenndum honum í há- skólanáminu í íþróttafræði, ferð- uðumst með honum um heiminn á íþróttamót, fengum hann í þjálfun með okkur, sáum hann verða ástfanginn af Stefaníu sinni og eignast Mána sem var honum allt. Brynjar mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta okk- ar. Fyrir hönd frjálsíþróttafjöl- skyldunnar hjá ÍR færum við Stefaníu, Mána, Ínu, Gunnari og Kristínu og allri fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Nú leggur þessi góði og trausti drengur upp í sína hinstu för. Minningin um frábæran liðs- mann og einstaka persónu mun lifa með okkur um ókomna tíð. F.h. Frjálsíþróttadeildar ÍR, Þórdís Lilja Gísladóttir, Þráinn Hafsteinsson. Mikið er lífið ósanngjarnt, þetta var okkur efst í huga þegar við fengum þær fréttir að Brynj- ar hefði fallið frá aðeins þrjátíu og tveggja ára gamall. Skemmti- legur, hlýr og brosmildur dreng- ur, eiginmaður Stefaníu, dóttur vinahjóna okkar. Við kynntumst Brynjari sem hlédrægum kær- asta Stefaníu, rólegum og yfir- veguðum með fallegt bros. Við fengum að fylgjast með þessum krökkum vaxa og dafna sem pari. Byrja að búa saman í bílskúrnum hjá foreldrum Brynjars, eignast Mána litla gleðigjafa og kaupa sína fyrstu íbúð í Kópavogi. Síð- an nýlega að flytja í stærri íbúð í sama hverfi. Það voru forréttindi að fá að taka þátt í stóra deg- inum þeirra Brynjars og Stefan- íu í Laugardalnum og skoða síð- an brúðkaupsmyndir þar sem Máni litli felur sig í pilsfaldi mömmu sinnar alveg eins og Brynjar hafði víst gert á stóra degi foreldra sinna. Við horfðum á ást, virðingu og tillitssemi vaxa milli ungu hjónanna og lífið brosti við þeim þrátt fyrir að veikindi Brynjars hafi einnig fylgt þeim síðustu sex ár. Flestar samverustundir höfum við átt með Brynjari, Stefaníu, Mána, Rabba og Kötu í sælureitnum Furulundi þar sem oft var fjör eftir góða máltíð þegar sest var við að spila. Lífið er svo hverfult og við eigum aðeins daginn í dag. Brynjar kenndi okkur að njóta dagsins í dag með æðruleysi og gleði. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessum einstaka unga manni. Við kveðj- um Brynjar með söknuði og þökkum honum samfylgdina. Við finnum einnig fyrir hlýju í brjósti vegna litla ljóssins hans og Stef- aníu sem vex í móðurkviði. Elsku Brynjar Gunnarsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN MAGNÚS FINNBOGASON, Dalseli 12, lést á Landspítalanum Fossvogi 1. apríl. Útför fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Dagmar Inga Kristjánsdóttir Margrét Geirrún Kristjánsd. Karl Þorsteinsson afabörn og langafabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.