Morgunblaðið - 19.04.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.04.2021, Blaðsíða 6
ELDGOS Á REYKJANESSKAGA6 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2021 Límtré • Vatnsfráhrindandi olíuborið límtré • Hægvaxið gæðalímtré • Sérsmíðum eftir máli Gylfaflöt 6-8, 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Gunnhildur Sif Oddsdóttir gunnhildursif@mbl.is Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus, segir at- burðarásina á Reykjanesskaga að mörgu leyti vera mjög athyglis- verða og bendir á að atburðarásin hafi byrjað fyrir löngu. „Gosið er bara partur af miklu stærri atburðarás sem byrjaði að öllum líkindum í desember árið 2019,“ segir Páll í samtali við Morgunblaðið og bendir á að stöð- ug virkni hafi verið á svæðinu síðan þá. „Partur af þessari atburðarás eru skjálftahrinur sem hafa komið aftur og aftur og kvikuinnskot á nokkrum stöðum á flekaskilunum á Reykjanesskaga. Það er atburða- rásin,“ segir Páll og ítrekar að at- burðarásin hafi hafist löngu áður en byrjaði að gjósa. Gosið sé þar af leiðandi síðasti þátturinn í langri atburðarás. Eldgosið hagar sér öðruvísi en önnur á flekaskilum Páll segir þá eldgosið í Geldinga- dölum vera mjög lærdómsríkt. „Þetta er í fyrsta skipti sem við sjáum eldgos af þessu tagi á fleka- skilunum. Önnur eldgos sem við þekkjum á flekaskilunum hafa hag- að sér dálítið öðruvísi,“ segir Páll og bætir við að munurinn á eldgos- inu í Geldingadölum og öðrum á flekaskilum liggi fyrst og fremst í því hversu lítið eldgosið er og hversu rólega það byrjaði. „Það fór svo rólega af stað að það varð enginn var við það strax, þó það væri í sjálfu sér mjög ná- lægt byggð,“ segir Páll og bætir við: „Það var eiginlega það sem kom helst á óvart, hvað það var lít- ið til að byrja með,“ segir Páll. Að sögn Páls hafa flest önnur gos á flekaskilum byrjað með lát- um og mikilli virkni sem síðan hef- ur dregið hratt úr. Þau séu því ósvipuð gosinu í Geldingadölum sem hefur nú í heilan mánuð verið stöðugt eiginlega allan tímann. 19. MARS KL. 21:40 Fyrsta tilkynning um gos Fagradalsfjalli barst Veðurstofunni. Í framhaldinu var staðfest að um gos væri að ræða 22. MARS Gönguleið að gosinu stikuð, svokölluð leið A 29. MARS Blakleikur við gosið vekur athygli erlendis 31. MARS Útvarpsþátturinn Ísland vaknar á K100 var sendur út beint frá gosinu 5. APRÍL Ný sprunga opnaðist um 600 metra norðaustur af fyrri gossprungu í Geldingadölum 6. APRÍL Annarri vefmyndavél mbl.is komið upp. Því var mögulegt að fylgjast með báðum gossvæðunum í beinu streymi á mbl.is um tíma 13. APRÍL Fimmta og sjötta sprungan opnuðust ummorguninn. Fyrr sama morgun sagði jarðfræðingurinn Þóra Björg Andrésdóttir að alveg eins væri hægt að tala um hundrað metra sprungu sem gjósi öll 14. APRÍL Gosopin í Geldingadölum orðin átta talsins. Sama dag rann hraun yfir gönguleið A 7. APRÍL Þriðja sprungan opnaðist beint fyrir framan vefmyndavél mbl.is, 420 metra norðan við upptökin í Geldingadölum. Stuttu síðar var vefmyndavélin komin undir hraun Gönguleið A breytt svo að mögulegt væri að sjá bæði gossvæðin, það í Geldingadölum og hitt í Meradölum, frá henni 10. APRÍL Fjórða sprungan opnaðist á gosstöðvunum. Hana mátti fyrst sjá á vefmyndavél mbl.is í Hljómsveitin Kaleo sendi frá sér tónlistarmyndband sem tekið var upp við eldgosið við lagið Skinny 16. APRÍL Hraun tók að flæða úr Geldingadölum 17. APRÍL Níunda sprungan opnaðist á gosstöðvunum 19. APRÍL Eldgosið mánaðargamalt Gosið partur af stærri atburðarás - Mánuður síðan gos í Geldingadölum hófst en atburðarásin á Reykjanesskaga byrjaði miklu fyrr - Jarðeðlisfræðingur segir eldgosið ólíkt öðrum eldgosum á flekaskilum enda er það lítið og fór rólega af stað Að sögn Páls Einarssonar jarðeðlis- fræðings má sjá leifar um alls konar eldgos á Reykjanesskaganum. Bæði lítil, löng og stór. „Þannig að við erum með dæmi um allt mögulegt,“ segir Páll og bætir við að ekkert sem sé verið að mæla eða fylgjast með geti sagt til um framhaldið og því sé ekki hægt að segja til um hversu lengi gosið muni vara. „Ef við skoðum bara næsta ná- grenni við, í kringum Fagradalsfjall, þá eru þar leifar um bæði gos sem hafa örugglega staðið mjög lengi, með litlum tilþrifum, og það eru líka leifar um gos sem hafa staðið stutt og greinilega verið lítil, sem eru af sama tagi,“ segir Páll. Þannig séu til dæmi um hvort tveggja og að sögn Páls er ómögu- legt að segja hvort eldgosið í Geld- ingadölum ætli að verða. „Við telj- umst þó yfirleitt nokkuð góð ef við þykjumst vita nokkurn veginn hvað er um að vera,“ segir Páll að lokum. Ljósmynd/Ólafur Þórisson Eldgos Á Reykjanesskaganum má finna leifar af alls konar eldgosum. Bæði gosum sem staðið hafa lengi og öðrum sem staðið hafa stutt og verið lítil. Ómögulegt að segja til um lengd gossins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.