Morgunblaðið - 29.04.2021, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 29.04.2021, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021 Höskuldur Daði Magnússon Ragnhildur Þrastardóttir „Nýja fyrirkomulagið hefur gefist afar vel og bólusetningin hefur geng- ið eins og í sögu í dag,“ sagði Ragn- heiður Ósk Erlendsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, þegar Morgunblaðið tók á henni púlsinn um miðjan dag í gær. Um níu þúsund manns voru boðaðir í bólu- setningu við kórónuveirunni í Laug- ardalshöll í gær og var það stærsti bólusetningardagurinn frá upphafi. Að sögn Ragnheiðar gekk bólusetn- ingin hratt og örugglega fyrir sig þrátt fyrir mikla fjölgun frá fyrri bólusetningardögum. Um fimm þús- und höfðu verið bólusettir á hádegi. Ástæðulaust að vera hræddur Einn þeirra sem voru bólusettir í gær var Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir. Hann var bólusettur með bóluefni AstraZeneca sem hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. „Við erum búin að boða bara þá sem við teljum að bóluefnið sé öruggt fyr- ir og við munum gera það áfram. Þetta bóluefni er öruggt og virkar mjög vel, alveg jafn vel og hin bólu- efnin,“ sagði hann. „Það á enginn að vera sérstaklega hræddur við þetta bóluefni og fólk á bara að gleðjast yf- ir því að fá þessa bólusetningu,“ bætti hann við. Svo skemmtilega vildi til að sami hjúkrunarfræðingurinn, Anna Ólafs- dóttir, bólusetti bæði Kára Stefáns- son, forstjóra Íslenskrar erfðagrein- ingar, og Þórólf Guðnason sóttvarnalækni. „Ég verð að viður- kenna að ég er svolítið stressuð,“ sagði Anna létt í bragði rétt áður en hún bólusetti sóttvarnalækni í gær. Enn stærri vika fram undan Alls verða 26 þúsund skammtar af bóluefni gefnir í vikunni á landinu öllu, þar af fá 23 þúsund manns sinn fyrri skammt. Um fjögur þúsund skammtar af bóluefni bárust á Heil- brigðisstofnun Norðurlands í þessari viku. Búast má við því að fleiri fái bólu- setningar í Reykjavík í næstu viku en þessari, eða um 20 þúsund manns. Bóluefni Janssen verður að öllum líkindum tekið í notkun í borginni í næstu viku. Alls hafa 34.492 einstaklingar ver- ið fullbólusettir hér á landi eða 11,7% landsmanna. Bólusetning er hafin hjá 52.546 einstaklingum. Alls hafa verið gefnir 121.530 skammtar af bóluefni á Íslandi frá því bólusetning hófst í lok desember. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sprauta Þórólfur Guðnason, sem staðið hefur í stafni baráttunnar, var einn þeirra sem bólusettir voru í gær. Þórólfur fékk sprautu á metdegi bólusetninga - Um níu þúsund boðaðir í bólusetningu í Laugardalshöll Morgunblaðið/Árni Sæberg Annríki Löng röð myndaðist þegar níu þúsund manns mættu í bólusetningu í Höllinni í gær. Allt gekk þó hratt fyrir sig. Áfram verður bólusett í dag. Jóhann Ólafsson johann@mbl.is Marek Moszczynski var augljóslega mjög veikur þegar geðlæknir reyndi að ræða við hann daginn eftir elds- voðann við Bræðraborgarstíg í fyrrasumar. Þrír létust í brunanum. „Hann talaði hátt og blótaði mikið. Það var erfitt að ná nokkru sam- hengi í það sem hann sagði. Hann endurtók það sama aftur og aftur og talaði í hringi,“ sagði einn geðlækn- irinn um fyrsta fund hans og Mareks daginn eftir brunann. Þrír geðlæknar sögðu við aðal- meðferð í gær að Marek hefði ekki verið fær um að stjórna gjörðum sín- um þegar eldsvoðinn varð. Hann er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps með því að hafa kveikt í á þremur stöðum í hús- inu. Marek neitar sök og er metinn ósakhæfur samkvæmt yfirmati geð- lækna. Marek hafði verið veikur frá því í byrjun maí og lést um tólf kíló. Hann lá inni á Landspítala í nokkra daga með magasár en um tíma var talið að um krabbamein væri að ræða. Fyrir dómi kom fram að Marek taldi veik- indin ógna lífi sínu og komst ekki að hinu sanna fyrr en eftir brunann. Komst út við illan leik „Ég veit ekki hvað gerðist eða hvernig það gerðist því það sá það enginn,“ sagði Wieslaw Papacz, íbúi í húsinu. Hann var í Covid- einangrun í gær og bar vitni í gegn- um síma. Wieslaw sagði að hegðun Mareks hefði verið skrítin áður en eldurinn kom upp. Hann hefði labb- að um ör og verið öðruvísi en áður. Marek kom tvisvar inn til Wieslaws og nágrannakonu þeirra, sagði eitt- hvað og fór út. „Ég var að horfa á sjónvarpið og var á netinu og fór fyrir tilviljun fram og var í sjokki að sjá á hvaða stig eldurinn var kominn,“ sagði Wieslaw. Hann fór fljótt aftur inn í herbergi og vildi fara út um glugga en glugginn var of lítill. Wieslaw sá reykinn koma undir hurðina inn í herbergi hans. „Ég ákvað að fara í gegnum gang- inn, setti sæng á mig og fór þá leið. Það var erfitt að anda en ég náði að komast út,“ sagði hann. Wieslaw fékk brunasár á hendur, bak og víð- ar. Skýrslutökur halda áfram á föstu- dag áður en munnlegur málflutn- ingur fer fram. Hinn ákærði var augljóslega mjög veikur - Var ekki fær um að stjórna gerðum sínum, að mati geðlækna - Neitar sök Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Héraðsdómur Lögmaður Mareks færir honum vatn að drekka. Níu greindust með kórónuveirusmit innanlands í fyrradag. Sjö voru í sóttkví en tveir utan sóttkvíar við greiningu í fyrradag. Átta þeirra greindust við einkennasýnatöku en einn við sóttkvíarskimun. Í gær voru 183 í einangrun og 408 í sóttkví. Ekki hafði fjölgað á sjúkrahúsi en þar voru fjórir líkt og í fyrradag. Á Suðurlandi hafði fjölgað um sex með staðfest smit. Í fyrradag voru þar 23 í einangrun en voru orðnir 29 talsins í gær. Alls voru tekin 1.864 sýni innan- lands í fyrradag og 493 á landamær- unum. Einn þeirra sem greindust smit- aðir af Covid-19 í fyrradag býr í Hrunamannahreppi. Í ljósi þess að viðkomandi á barn í grunnskólanum á Flúðum var ákveðið, til að gæta ýtrustu varkárni, að 4. og 5. bekkur skólans og kennarar tengdir þeim yrðu heima í gær. Nemandinn var einkennalaus og fór í sýnatöku í gær. Nemendurnir í Flúðaskóla sem sendir voru heim voru fimmtán og kennararnir fimm. Kórónuveirusmitum fjölgaði á Suðurlandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.