Morgunblaðið - 29.04.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.04.2021, Blaðsíða 11
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021 Skipholti 29b • S. 551 4422 GARDEUR - GERRY WEBER - BUXNAÚRVAL Skoðið laxdal.is TRAUST Í 80 ÁR Bæjarlind 6 | Sími 554 7030 | Við erum á facebook Blússa kr. 6.990.- Str. S-XXL Peysa kr. 10.900.- Fleiri litir Str. S-XXXL Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Fæst í netverslun belladonna.is Flott föt, fyrir flottar konur Skoðið // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is FLOTTIR STRIGASKÓR Sameyki, stéttarfélag í almanna- þjónustu, hefur samþykkt ályktun þar sem mótmælt er harðlega hvernig ríkisstjórnin hafi fjársvelt hjúkrunarheimili fyrir aldraða með þeim hætti, að daggjöldin sem stjórnvöld skammta rekstrinum duga engan veginn til að standa straum af kostnaði sem hlýst af lög- bundnu hlutverki þeirra. „Með síðustu ákvörðunum stjórn- valda er tilgangurinn augljós, að koma rekstri hjúkrunarheimila úr umsjá ríkisins í hendur einkaaðila. Eldri borgarar á Íslandi eiga rétt á þessari þjónustu samkvæmt ís- lenskum lögum. Það er skömm að því hvernig stjórnvöld hafa ekki sinnt hlutverki sínu, að veita nægu fjármagni til hjúkrunarheimilanna. Þess í stað hefur ríkisvaldið velt ábyrgðinni yfir á sveitarfélögin án þess að með fylgi nægilegt fjár- magn, sem leitt hefur af sér veru- legan aukakostnað fyrir þau,“ segir m.a. í ályktuninni. Mótmæla einka- væðingu hjúkr- unarheimila Margir samfögnuðu Þórði Tóm- assyni, rithöfundi og fyrrverandi safnverði Byggðasafnsins í Skógum undir Eyjafjöllum, sem varð 100 ára ára í gær, 28. apríl. Á tímamót- unum færði Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra, Þórði virðingarvott fyrir ómetan- legt framlag hans til menningar í sveitarfélaginu í áratugi. Þórður hafði veg og vanda af uppbyggingu þessa stærsta byggðasafns á Íslandi, sem hefur notið gríðarlegra vinsælda meðal innlendra sem erlendra gesta í ára- raðir og er ekkert lát þar á. Þórður tók persónulega á móti gestum byggðasafnsins með orgelspili, söng og sagnalist í áraraðir. Hann hefur einnig verið afar öt- ull í útgáfumálum í gegnum árin og skrifað fjölda bóka um þjóðhætti, minja- og safnamál. Nú í tilefni ald- arafmælis síns sendir hann frá sér bókina Stóraborg, staður mannlífs og menningar og er sögusvið henn- ar undir Eyjafjöllum. Virðingarvottur við Þórð í Skógum Ljósmynd/Rangárþing eystra 100 Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri og Þórður Tómasson í Skógum. Sportveiðiblaðið, fyrsta tölublað ársins, er komið út. Meðal efnis í blaðinu er viðtal við knattspyrnu- manninn Gylfa Þór Sigurðsson sem er sagður hafa veiðidellu á háu stigi en fyrst renndi hann fyrir fisk í Læknum í Hafnarfirði þegar hann var drengur. Af öðru efni má nefna viðtal við Þóri Hergeirsson, landsliðsþjálfara norska kvennaliðsins í handbolta, sem byrjaði að renna fyrir fisk í ná- grenni Selfoss en veiðir nú aðallega í norskum laxveiðiám. Þá er fjallað um metsumarið á síðasta ári í Eystri-Rangá en þá veiddust 9.070 laxar í ánni. Ritstjóri Sportveiðiblaðsins sem fyrr er Gunnar Bender. Gylfi á forsíðu Sportveiðiblaðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.