Morgunblaðið - 29.04.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.04.2021, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021 Trönuhrauni 8, Hafnarfirði, stod.is LÉTTU ÞÉR LÍFIÐ Fagfólk STOÐAR veitir nánari upplýsingar og ráðgjöf. Fjölbreytt úrval göngugrinda sem auka öryggi og tækifæri til hreyfingar og útivistar Verð frá 39.800,- Það var vor í lofti þegar Sigurgeir Jónasson, ljós- myndari í Vestmannaeyjum, fór um og tók myndir af fuglum. Sumir þeirra eru fremur sjaldséðir gestir á Heimaey og eru ekki varpfuglar þar. Þeir koma þar gjarnan við á vorin eftir farflugið yfir hafið frá vetrarstöðvunum, hvíla lúin bein og safna orku áður en haldið er á varpstöðvarnar víða um landið. Þetta á við um ýmsar andategundir, heiðagæsir og grá- gæsir og mófugla. Sigurgeir lagði bílnum við Daltjörnina í Herjólfs- dal, sem er frægur fyrir Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Hann hefur lært af langri reynslu að fuglarnir fæl- ast síður ef maður tekur myndir af þeim úr bílnum. Þar fylgdist hann með gargönd og skúfönd sem syntu á tjörninni og fóru svo upp á bakkann og gæddu sér á nýgræðingnum, enda vorar alla jafna snemma í Vestmannaeyjum. Þessar andategundir sjást ekki oft á þessum slóðum. Skyndilega kom ást- fangið tjaldapar og brá á leik til að viðhalda lífinu. Parið lét sig engu skipta þótt ljósmyndarinn væri þarna rétt hjá. Honum flaug í hug hvort fuglarnir væru að undirbúa vorið eða mögulega að taka for- skot á Þjóðhátíðina! gudni@mbl.is Farfugl Tjaldurinn er að mestu farfugl en nokkrir hafa hér vetursetu. Tjaldurinn er þjóðarfugl Færeyja. Pörun Tjaldurinn verpir oft í möl og sandi við sjó, ár og vötn en líka í vegköntum. Hreiðrið er alltaf á berangri. Tjaldar Ástin blómstraði í Herjólfsdal. Tjaldurinn er auðþekkt- ur og með stærstu vaðfuglum sem verpa hér. Vorleikur í Vestmanna- eyjum - Farfuglar koma við og safna kröftum í Eyjum Skúfönd Hún er er að langmestu leyti farfugl en nokkur hundruð fuglar halda til hér á vetrum. Skúfönd er útbreidd en langalgengust á Mývatni. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Jaðrakan Háfættur og spengilegur spígsporar jaðrakan um votlendi og leitar sér að fæðu. Hann verpir aldrei langt frá vatni. Jaðrakan er farfugl. Stelkur Hefur hátt ef honum finnst sér eða ungum ógnað. Hljóð stelksins eru einn órækasti vottur vorkomunnar. Gargönd Hún er sjaldgæf og fáliðaður varpfugl hér á landi og nær alger farfugl. Steggurinn líkist kollu meira en hjá öðrum buslöndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.