Morgunblaðið - 29.04.2021, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
NÝIR LITIR
Hitakanna 1 L – 9.990,-
Ferðamál 20cl – 4.590,-
Ferðamál 40cl – 5.990,-
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Meðan á framkvæmdum stendur
við göng fyrir gangandi og hjól-
andi umferð undir Hafnarfjarðar-
veg við Hraunsholtslæk á móts við
Lækjarás í Garðabæ verður bíla-
umferð um veginn beint um
framhjáhlaup utan við ganga-
stæðið. Fjórar akreinar verða í
framhjáhlaupinu og hámarkshraði
verður takmarkaður við 30 kíló-
metra, en tilkynnt verður næstu
daga um hvenær bílaumferð um
Hafnarfjarðarveg verður beint um
framhjáhlaupið.
Að þessum framkvæmdum lokn-
um verður hægt að komast undir
Hafnarfjarðarveg á tveimur stöð-
um sem eykur öryggi gangandi og
hjólandi vegfarenda. Það verður
sérstaklega til bóta fyrir börn og
ungmenni sem eiga leið í skóla og
frístundir eins og íþróttir og sund.
Fyrir eru undirgöng sunnan við
gatnamót Hafnarfjarðarvegar og
Vífilsstaðavegar og göngubrú enn
sunnar úr Ásahverfi yfir í Fitja-
hverfi, en talsverð uppbygging
hefur verið í Ásahverfi síðustu ár
og er fram undan.
Upplýstir um raskið
Um miðjan apríl var byrjað á
undirbúningi við undirgöngin og
reiknað er með að þau verði tilbú-
in áður en skólar byrja í haust.
Undirgöngin verða sett saman úr
forsteyptum einingum en til þess
að koma þeim fyrir þarf að rjúfa
Hafnarfjarðarveg og lækka klöpp í
gangastæðinu. Hraunsholtslæk-
urinn verður leiddur í gegnum
undirgöngin og lagðir verða nýir
göngustígar að göngunum. Tölu-
verðar breytingar verða á göngu-
leiðum á meðan á þessu stendur
og verður ekki hægt að komast yf-
ir Hafnarfjarðarveg við Lyngás.
Í vikunni hefur verið unnið við
að malbika framhjáhlaupið og
mörg tæki verið á svæðinu milli
Ásgarðs og Hafnarfjarðarvegar.
Eitt íbúðarhús er nálægt framhjá-
hlaupinu og er það í eigu bæjar-
félagsins. Íbúar þess hafa verið
upplýstir um það rask sem fylgir
framkvæmdunum og að tímabund-
ið verði þrengt að húsinu, sam-
kvæmt upplýsingum frá Garðabæ.
Húsið er víkjandi samkvæmt
skipulagi þegar farið verður í frek-
ari framkvæmdir á Hafnar-
fjarðarvegi. Þegar þessum hluta
framkvæmdanna er lokið verður
farið í endurbætur á vegamótum
Hafnarfjarðarvegar og Lyngáss
þar sem skipt verður um umferð-
arljós og vegamótin breikkuð og
lagfærð, en þar verða tvær vinstri
beygjuakreinar út úr Lyngási til
norðurs.
Það er PK-verk ehf. sem annast
framkvæmdir fyrir Vegagerðina
og Garðabæ við undirgöngin og
endurbætur á gatnamótum Hafn-
arfjarðarvegar, Vífilsstaðavegar og
Lyngáss og er reiknað með að þær
standi yfir fram á haust.
Stokkur innan tíu ára
Samkvæmt upplýsingum frá
bæjarfélaginu er markmið endur-
bótanna að auka öryggi vegfar-
enda og bæta umferðarflæði með
því að bæta aðgengi hliðarvega inn
á Hafnarfjarðarveg þar til hafist
verður handa við gerð stokks á
Hafnarfjarðarvegi. Í samgöngu-
sáttmála ríkis og sveitarfélaga frá
því í október 2019 er gert ráð fyrir
að sú framkvæmd verði á áætlun
2028-2030.
Umferðin um framhjáhlaup
- Hafnarfjarðarvegur rofinn meðan unnið verður við undirgöng - Auka öryggi gangandi og hjólandi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Framkvæmdir Framhjáhlaup með fjórum akreinum við Hraunholtslæk verður notað meðan unnið verður að gerð ganga undir Hafnarfjarðarveg.
Loftmyndir ehf.
Ví
fi
ls
st
að
av
eg
ur
Hafna
rfjarð
arveg
ur
Læ
kjarfit
Ásgarður
Aktu Taktu
Lang
afit
Garðaskóli
Framhjáhlaup
Vinnusvæði
Framkvæmdir við Hafnarfjarðarveg í Garðabæ
Ný undirgöng undir Hafnarfjarðarveg á móts við Lækjarás
Ný undirgöng
Gönguleiðir lokað-
ar yfir gatnamót
Hafnarfjarðarvegar og
Lyngáss/Lækjarfitar
Hjáleiðir um núverandi
undirgöng við Aktu
Taktu og göngubrú úr
Ásahverfi yfir í Fitjahverfi
Hafnarfjarðarvegur
Lyngás
Læ
kjarás
Áhöfn varðskipsins Þórs fór nýverið
í land í Kolbeinsey og mældi eyjuna
en undanfarin ár hefur hún töluvert
látið undan ágangi sjávar, hafíss og
veðra. Frá vestri til austurs reyndist
eyjan vera 20 metrar og frá norðri til
suðurs reyndist hún vera 14,5 metr-
ar að lengd.
Kolbeinsey er lítill klettur, leifar
af eldfjallaeyju, 105 kílómetra norð-
an við meginland Íslands, 74 km
norðvestan við Grímsey og langt
norðan við heimskautsbaug.
Í frétt á vef Landhelgisgæslunnar
er vitnað í alfræðiritið Wikipediu en
þar segir að eyjan hafi fyrst verið
mæld árið 1616 af Hvanndalabræðr-
um. Þá var hún sögð 100 metra breið
og 700 metra löng. Árið 1903 var hún
helmingi minni en það. Árið 2001
reyndist hún vera aðeins 90 fermetr-
ar að stærð.
Kolbeinsey er nyrsti punktur Ís-
lands og var miðað við hana þegar
fiskveiðilögsagan var færð út í 200
mílur og mörkuð var miðlína milli
Grænlands og Íslands. Síðar var
samið við Dani um miðlínuna.
Varðskip og flugvélar Landhelgis-
gæslunnar hafa fylgst með þróun
eyjunnar í gegnum tíðina.
sisi@mbl.is
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Kolbeinsey Varðskipsmenn komnir á land þar sem þeir mældu eyjuna.
Gæslumenn mældu
stærð Kolbeinseyjar