Morgunblaðið - 29.04.2021, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 29.04.2021, Qupperneq 22
SKÁK Helgi Ólafsson helol@simnet.is Baráttan um titilinn Skákmeistari Íslands 2021 virðist ætla að verða á milli Jóhanns Hjartarsonar og Hjörvar Steins Grétarssonar. Jó- hann, sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 1980, þá 17 ára gamall, stefnir að sínum sjöunda titli en Hjörvar hefur aldrei sigrað á Íslandsþinginu þótt oft hafi litlu mátt muna. Hann byrjaði fremur illa á mótinu en hefur nú unnið þrjár skákir í röð. Jóhann vann Sig- urbjörn Björnsson í gær og Hjörv- ar vann Alexander Oliver Mai. Ekki lágu öll úrslit fyrir en staðan í skák Guðmundar Kjartanssonar og Braga Þorfinnssonar var jafn- teflisleg og einnig staðan í skák Helga Áss Grétarssonar og Hann- esar Hlífars Stefánssonar. Staðan fyrir tvær síðustu umferð- irnar var þessi: 1. Jóhann Hjart- arson 5½ v. (af 7) 2. Hjörvar Steinn Grétarsson 5 v. 3. Vignir Vatnar Stefánsson 4½ v. 4.-7. Helgi Áss Grétarsson, Bragi Þorfinnsson, Guðmundur Kjartansson og Hann- es Hlífar Stefánsson 3½ vinning hver og skák ólokið þegar blaðið fór í prentun. 8. Björn Þorfinnsson 2 v. 9. Sigurbjörn Björnsson 1 v. 10. Al- exander Oliver Mai ½ v. Í áttundu og næstsíðustu umferð, sem tefld verður í dag, mun Jóhann tefla við Braga Þorfinnsson og hef- ur hvítt en Hjörvar teflir við Helga Áss Grétarsson og hefur svart. Í lokaumferðinni á föstudaginn teflir Jóhann svo við Hannes Hlífar Stef- ánsson en Hjörvar mætir Sig- urbirni Björnssyni. Hinn átján ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson hefur náð góðum árangri í mótinu og í gær vann hann Björn Þorfinnsson næsta auð- veldlega. Björn setti sér það mark- mið að verða ofar bróður sínum á þessu Íslandsmóti, virtist á góðri leið að því marki er hann sneri töp- uðu tafli í vinning gegn Jóhanni Hjartarsyni en hefur ekki náð að fylgja því eftir. Skák hans í gær gegn Vigni Vatnari gekk þannig fyrir sig: Skákþing Íslands 2021; 7. um- ferð: Björn Þorfinnsson – Vignir Vatnar Stefánsson Tarrasch-vörn 1. d4 e6 2. c4 Rf6 3. Rf3 d5 4. e3 a6 5. b3 c5 6. cxd5 Rxd5 7. Be2 cxd4 8. Rxd4 Bb4+ 9. Bd2 Bc5 10. Rc3 Bxd4 11. exd4 Re7 12. Be3 Bd7 13. f3 Bc6 14. Dd2 Rd5 15. Bf2 Rxc3 16. Dxc3 Bd5 17. 0-0 Rc6 18. Dc5 De7 19. Hab1 0-0 20. a3 Hfc8 21. Hfc1 Dd8 Svartur hefur fengið heldur betri stöðu eftir byrjunina og hótar máti. 22. … Ra5. Björn hugðist koma í veg fyrir þann leik … 22. Bg3? 22. … Bxb3! Með hugmyndinni 23. Hxb3 Ra5! og vinnur. 23. Bf2 Bd5 24. Db6 Dxb6 25. Hxb6 Ra5 26. Hc5 Rb3! 27. Hxd5 Hc1+! Sterkur millileikur sem tryggir sigurinn. 28. Be1 exd5 – og hvítur gafst upp. Jóhann Hjartarson efstur á Íslandsmótinu - Hjörvar Steinn ekki langt undan Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Efstu menn Jóhann Hjartarson t.h. við taflið í gær. Helsti keppinautur hans, Hjörvar Steinn Grétarsson, fylgist með. 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021 SÓLGLERAUGU frá Aspinal of London LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Laugavegi 178,105 Rvk. | Sími 551 3366 | www.misty.is Opið virka daga: 12.00-18:00 Laugardagar 11:00-15:00 Endingagóðar og flottar herra boxer buxur úr micro-fiber og bómull Stærðir: S-XXL Verð 1.990,- SKÁK Helgi Ólafsson helol@simnet.is Rússneski stórmeistarinn Jan Nep- omniachtchi verður áskorandi norska heimsmeistarans Magnúsar Carlsen en einvígi þeirra mun fara fram í Dúbaí í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum og hefst 26. nóvember nk. og lýkur í síðasta lagi 16. desember. Nepo hafði tryggt sér áskorunarrétt- inn fyrir síðustu umferð áskorenda- mótsins. Áskorendamótið hófst í Yekaterinburg í Rússlandi fyrir rösku ári, var frestað í miðjum klíð- um vegna Covid-faraldursins og hófst aftur upp úr miðjum apríl. Það var greinilegt á taflmennsku Nepos í síðustu umferð þegar hann tefldi við Kínverjann Liren að spennufallið var mikið og hann tapaði skákinni án þess að sjá til sólar. Á þeim tímapunkti gat Hollending- urinn Anish Giri náð honum að vinn- ingum en þar sem fyrir lá að Nepo yrði alltaf hærri á Sonneborg- Berger-stigum var eins og allur vind- ur væri úr Giri og hann tapaði fyrir Alekseenko sem þá var neðstur og varð að láta sér lynda 3.-4. sætið. Lokaniðurstaðan varð þessi: 1. Nepomniachtchi 8½ v (af 14). 2. Vachier-Lagrave 8 v. 3.-4. Giri og Caruana 7½ v. 5.-7. Grischuk og Li- ren Ding 7 v. 7. Alekseenko 5½ v. 8. Wang Hao 5 v. Nepo og Magnus Carlsen eru jafn- aldrar, báðir fæddir árið 1990. Þeir tefldu oft saman á barna- og ung- lingamótum og hafði Rússinn þá oft- ast betur. Þeir hafa teflt 11 skákir með venjulegum umhugsunartíma og staðan er 7:4 Nepo í vil. Talið er að hann hafi aðstoðað Norðmanninn í heimsmeistaraeinvíginu við Anand sem fram fór í Sotsjí við Svartahaf árið 2014. Nepo hefur átt fast sæti í landsliði Rússa og tefldi hér á landi fyrir Rússa á Evrópumóti landsliða í Laugardalshöll 2015. Þar var til sýnis einvígisborðið frá einvígi Fischers og Spasskís og líkur eru á því að eftirlík- ing þess verði smíðuð og notuð í ein- víginu í Dúbaí. Þessi þrítugi Rússi er viðkunnan- legur náungi en um hans persónu- legu hagi er ekki mikið vitað; hann er gyðingur eins og margir af þekktustu skákmönnum Rússa í gegnum tíðina, hefur talsverðan áhuga á tölvu- leikjum og gengur stundum í bol merktum vinsælum leik sem ber nafnið DOTA 2. Hann þakkaði sigur sinn í Yekaterinburg mikilli vinnu- semi á undanförnum árum og nefndi alveg sérstaklega hvað sér hefði liðið vel í grænum stól sem hann sat í í öll- um skákum seinni hluta keppninnar. Bæði hann og Magnús Carlsen eru taldir gernýta sér hugbúnað Alpha Zero við undirbúning fyrir mikil- vægar keppnir. Þó að skákin hafi, eins og aðrar keppnisgreinar, mátt þola miklar takmarkanir vegna Covid hefur greinin samt verið í mikilli sókn, beinar útsendingar frá skák- viðburðum njóta vaxandi vinsælda og fréttamiðlar á borð við Reuters, Wall Street Journal, Telegraph, Guardian og Financial Times fjölluðu reglulega um áskorendamótið. Ekki verður áhuginn minni í haust þegar heims- meistaraeinvígið fer fram og bar- áttan fer væntanlega fram á eftirlík- ingu borðs sem notað var í heimsmeistaraeinvíginu í Reykjavík árið 1972. Áskorandinn Jan Nepomniachtchi í græna stólnum í Yekaterinburg. Nepomniachtchi teflir við Carlsen um titilinn - Beinar útsendingar frá skákvið- burðum njóta vaxandi vinsælda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.