Morgunblaðið - 29.04.2021, Page 22

Morgunblaðið - 29.04.2021, Page 22
SKÁK Helgi Ólafsson helol@simnet.is Baráttan um titilinn Skákmeistari Íslands 2021 virðist ætla að verða á milli Jóhanns Hjartarsonar og Hjörvar Steins Grétarssonar. Jó- hann, sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 1980, þá 17 ára gamall, stefnir að sínum sjöunda titli en Hjörvar hefur aldrei sigrað á Íslandsþinginu þótt oft hafi litlu mátt muna. Hann byrjaði fremur illa á mótinu en hefur nú unnið þrjár skákir í röð. Jóhann vann Sig- urbjörn Björnsson í gær og Hjörv- ar vann Alexander Oliver Mai. Ekki lágu öll úrslit fyrir en staðan í skák Guðmundar Kjartanssonar og Braga Þorfinnssonar var jafn- teflisleg og einnig staðan í skák Helga Áss Grétarssonar og Hann- esar Hlífars Stefánssonar. Staðan fyrir tvær síðustu umferð- irnar var þessi: 1. Jóhann Hjart- arson 5½ v. (af 7) 2. Hjörvar Steinn Grétarsson 5 v. 3. Vignir Vatnar Stefánsson 4½ v. 4.-7. Helgi Áss Grétarsson, Bragi Þorfinnsson, Guðmundur Kjartansson og Hann- es Hlífar Stefánsson 3½ vinning hver og skák ólokið þegar blaðið fór í prentun. 8. Björn Þorfinnsson 2 v. 9. Sigurbjörn Björnsson 1 v. 10. Al- exander Oliver Mai ½ v. Í áttundu og næstsíðustu umferð, sem tefld verður í dag, mun Jóhann tefla við Braga Þorfinnsson og hef- ur hvítt en Hjörvar teflir við Helga Áss Grétarsson og hefur svart. Í lokaumferðinni á föstudaginn teflir Jóhann svo við Hannes Hlífar Stef- ánsson en Hjörvar mætir Sig- urbirni Björnssyni. Hinn átján ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson hefur náð góðum árangri í mótinu og í gær vann hann Björn Þorfinnsson næsta auð- veldlega. Björn setti sér það mark- mið að verða ofar bróður sínum á þessu Íslandsmóti, virtist á góðri leið að því marki er hann sneri töp- uðu tafli í vinning gegn Jóhanni Hjartarsyni en hefur ekki náð að fylgja því eftir. Skák hans í gær gegn Vigni Vatnari gekk þannig fyrir sig: Skákþing Íslands 2021; 7. um- ferð: Björn Þorfinnsson – Vignir Vatnar Stefánsson Tarrasch-vörn 1. d4 e6 2. c4 Rf6 3. Rf3 d5 4. e3 a6 5. b3 c5 6. cxd5 Rxd5 7. Be2 cxd4 8. Rxd4 Bb4+ 9. Bd2 Bc5 10. Rc3 Bxd4 11. exd4 Re7 12. Be3 Bd7 13. f3 Bc6 14. Dd2 Rd5 15. Bf2 Rxc3 16. Dxc3 Bd5 17. 0-0 Rc6 18. Dc5 De7 19. Hab1 0-0 20. a3 Hfc8 21. Hfc1 Dd8 Svartur hefur fengið heldur betri stöðu eftir byrjunina og hótar máti. 22. … Ra5. Björn hugðist koma í veg fyrir þann leik … 22. Bg3? 22. … Bxb3! Með hugmyndinni 23. Hxb3 Ra5! og vinnur. 23. Bf2 Bd5 24. Db6 Dxb6 25. Hxb6 Ra5 26. Hc5 Rb3! 27. Hxd5 Hc1+! Sterkur millileikur sem tryggir sigurinn. 28. Be1 exd5 – og hvítur gafst upp. Jóhann Hjartarson efstur á Íslandsmótinu - Hjörvar Steinn ekki langt undan Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Efstu menn Jóhann Hjartarson t.h. við taflið í gær. Helsti keppinautur hans, Hjörvar Steinn Grétarsson, fylgist með. 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021 SÓLGLERAUGU frá Aspinal of London LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Laugavegi 178,105 Rvk. | Sími 551 3366 | www.misty.is Opið virka daga: 12.00-18:00 Laugardagar 11:00-15:00 Endingagóðar og flottar herra boxer buxur úr micro-fiber og bómull Stærðir: S-XXL Verð 1.990,- SKÁK Helgi Ólafsson helol@simnet.is Rússneski stórmeistarinn Jan Nep- omniachtchi verður áskorandi norska heimsmeistarans Magnúsar Carlsen en einvígi þeirra mun fara fram í Dúbaí í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum og hefst 26. nóvember nk. og lýkur í síðasta lagi 16. desember. Nepo hafði tryggt sér áskorunarrétt- inn fyrir síðustu umferð áskorenda- mótsins. Áskorendamótið hófst í Yekaterinburg í Rússlandi fyrir rösku ári, var frestað í miðjum klíð- um vegna Covid-faraldursins og hófst aftur upp úr miðjum apríl. Það var greinilegt á taflmennsku Nepos í síðustu umferð þegar hann tefldi við Kínverjann Liren að spennufallið var mikið og hann tapaði skákinni án þess að sjá til sólar. Á þeim tímapunkti gat Hollending- urinn Anish Giri náð honum að vinn- ingum en þar sem fyrir lá að Nepo yrði alltaf hærri á Sonneborg- Berger-stigum var eins og allur vind- ur væri úr Giri og hann tapaði fyrir Alekseenko sem þá var neðstur og varð að láta sér lynda 3.-4. sætið. Lokaniðurstaðan varð þessi: 1. Nepomniachtchi 8½ v (af 14). 2. Vachier-Lagrave 8 v. 3.-4. Giri og Caruana 7½ v. 5.-7. Grischuk og Li- ren Ding 7 v. 7. Alekseenko 5½ v. 8. Wang Hao 5 v. Nepo og Magnus Carlsen eru jafn- aldrar, báðir fæddir árið 1990. Þeir tefldu oft saman á barna- og ung- lingamótum og hafði Rússinn þá oft- ast betur. Þeir hafa teflt 11 skákir með venjulegum umhugsunartíma og staðan er 7:4 Nepo í vil. Talið er að hann hafi aðstoðað Norðmanninn í heimsmeistaraeinvíginu við Anand sem fram fór í Sotsjí við Svartahaf árið 2014. Nepo hefur átt fast sæti í landsliði Rússa og tefldi hér á landi fyrir Rússa á Evrópumóti landsliða í Laugardalshöll 2015. Þar var til sýnis einvígisborðið frá einvígi Fischers og Spasskís og líkur eru á því að eftirlík- ing þess verði smíðuð og notuð í ein- víginu í Dúbaí. Þessi þrítugi Rússi er viðkunnan- legur náungi en um hans persónu- legu hagi er ekki mikið vitað; hann er gyðingur eins og margir af þekktustu skákmönnum Rússa í gegnum tíðina, hefur talsverðan áhuga á tölvu- leikjum og gengur stundum í bol merktum vinsælum leik sem ber nafnið DOTA 2. Hann þakkaði sigur sinn í Yekaterinburg mikilli vinnu- semi á undanförnum árum og nefndi alveg sérstaklega hvað sér hefði liðið vel í grænum stól sem hann sat í í öll- um skákum seinni hluta keppninnar. Bæði hann og Magnús Carlsen eru taldir gernýta sér hugbúnað Alpha Zero við undirbúning fyrir mikil- vægar keppnir. Þó að skákin hafi, eins og aðrar keppnisgreinar, mátt þola miklar takmarkanir vegna Covid hefur greinin samt verið í mikilli sókn, beinar útsendingar frá skák- viðburðum njóta vaxandi vinsælda og fréttamiðlar á borð við Reuters, Wall Street Journal, Telegraph, Guardian og Financial Times fjölluðu reglulega um áskorendamótið. Ekki verður áhuginn minni í haust þegar heims- meistaraeinvígið fer fram og bar- áttan fer væntanlega fram á eftirlík- ingu borðs sem notað var í heimsmeistaraeinvíginu í Reykjavík árið 1972. Áskorandinn Jan Nepomniachtchi í græna stólnum í Yekaterinburg. Nepomniachtchi teflir við Carlsen um titilinn - Beinar útsendingar frá skákvið- burðum njóta vaxandi vinsælda

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.