Morgunblaðið - 29.04.2021, Side 26

Morgunblaðið - 29.04.2021, Side 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Til að fylgja eftir umdeildum til- lögum að samfélagsbreytingum þarf kjark, eins og er í Viðreisn. Þar er fólk sem þorir að sigla á móti straumnum. Mér hugnast illa for- ræðishyggja. Þó eigum við að skapa hér sterkt velferðarkerfi sem allir hafa aðgang að, sérstaklega þau sem standa höllum fæti,“ segir Guð- brandur Einarsson, oddviti á fram- boðslista Viðreisnar í Suður- kjördæmi. Jafnaðarmaður í Viðreisn Skipan lista Viðreisnar var kynnt í síðustu viku og er þar að finna fólk víða úr Suðurkjördæmi. Sjálfur er Guðbrandur úr Reykjanesbæ, hvar hann hefur verið bæjarfulltrúi um langt árabil. „Ég hef lengi sinnt samfélags- málum, bæði sem bæjarfulltrúi og í rúma tvo áratugi innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Ég mat það svo, eftir að hafa fengið áskorun um að gefa kost á mér, að fyrri reynsla gæti verið gott veganesti í lands- málum og að ég gæti nýtt hana, ein- hverjum til hagsbóta. Opinber stjórnmálaþátttaka mín hófst þegar ég árið 1996 gekk til liðs við Alþýðu- flokkinn, sem varð síðan hluti af Samfylkingu eins og kunnugt er. Þar var ég til ársins 2010 þegar leið- ir skildi,“ segir Guðbrandur sem síð- ustu ár hefur verið bæjarfulltrúi framboðsins Bein leið. „Það hefur blundað í mér að stíga aftur inn á flokkspólitískan vettvang og þegar ég var búinn að taka ákvörðun um það þá var einfalt fyrir mig að velja Viðreisn. Mér hugnast frjálslyndið sem Viðreisn stendur fyrir og sú mannvirðing sem er í stefnumálum í flokknum. Ég er jafn- aðarmaður í Viðreisn.“ Mikilvæg verkefni ekki fjármögnuð Nú lætur nærri að fjórði hver maður á Suðurnesjum sé án atvinnu. Hvað geta stjórnmálin gert? „Við, hér suður með sjó, höfum alla tíð búið við sveiflur í atvinnulíf- inu,“ segir Guðbrandur. „Hér var til staðar öflugur sjávarútvegur sem að mestu er horfinn nema þá í Grinda- vík. Ameríski herinn hreiðraði um sig hér á sínum tíma sem veitti þús- undum vinnu og fór síðan 2006 án mikils fyrirvara og skildi eftir sig djúp sár. Nú er það flugstöðin sem mestu ræður um hvernig okkur farnast og við lifum við þau ruðn- ingsáhrif sem slíkur vinnustaður hefur á aðra starfsemi.“ „Við vitum að það er margt sem hægt er að gera og þarf að gera til þess að styðja við og styrkja sam- félögin á Suðurnesjum. Mikilvæg verkefni hér á svæðinu, sem ríkinu ber að sinna, hafa ekki verið fjár- mögnuð. Hér bíður að byggja nýtt hjúkrunarheimili og heilsugæslu hefur ekki verið sinnt eins og vera ber. Þúsundir Suðurnesjamanna leita eftir heilbrigðisþjónustu á höf- uðborgarsvæðið, því það má ekki skoða að hleypa hér að einkarekinni heilsugæslu eins og í Reykjavík, þótt hin opinbera heilsugæsla anni ekki íbúafjöldanum hér,“ segir Guð- brandur og heldur áfram: „Auknir fjármunir til löggæslu renna að mestu til löggæslu í flug- stöðinni en ekki til almennrar lög- gæslu á svæðinu. Bið er eftir að breikkun Reykjanesbrautar verði lokið. Bæði myndu skapast hundruð starfa hér á svæðinu ef framlög frá ríkinu væru eðlileg og réttmæt, en einnig myndu sterkir innviðir og samgöngur stuðla að auknu jafn- vægi í samfélaginu, sem yrði hvetj- andi fyrir fólkið hér að skapa sín eig- in atvinnutækifæri.“ ESB er tækifæri bænda Innganga í ESB og nýr gjaldmiðill eru mikilvert atriði á stefnuskrá Við- reisnar. Nú líta margir svo á að slíkt sé öndvert hagsmunum landbúnaðar og sjávarútvegs. Aðild að ESB er umdeild og mætir andstöðu m.a. í dreifbýlinu, en sjálfur telur Guð- brandur að innganga í bandalagið gagnist bændum jafnt sem öðrum. „Bændur þurfa stöðugleika. Ég kannast ekki við að bændur, t.d. í Finnlandi, Danmörku og Svíþjóð, barmi sér mikið og vilji út úr ESB. Það eru ýmis tækifæri fyrir bændur innan ESB sem myndu nýtast land- búnaðarhéruðum á Suðurlandi. Til dæmis eru ýmsir sjóðir sem styðja við landbúnað á köldum svæðum sem gætu og munu nýtast á Íslandi. Þá liggur fyrir að Íslendingar muni einir hafa afnot að fiskimiðunum í kringum Ísland vegna veiðireynslu sinnar. Allt annað er bara hræðslu- áróður til þess að verja sérhags- muni. Viðreisn hefur nú lagt til að farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna að ESB og ég fæ ekki séð að hægt sé að setja sig upp á móti því. Það getur varla skaðað að skoða hvað standi Íslend- ingum til boða,“ segir Guðbrandur sem vill eftir næstu kosningar frjáls- lynda miðjustjórn sem er tilbúin í breytingar á samfélagsgerðinni til hagsbóta fyrir alla. Sérhagsmunir ráða miklu Viðreisnarfólk segir gjarnan að stjórnmálin þurfi að snúast í ríkari mæli um sameiginlega hagsmuni. Í því sambandi má minna á að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði ný- lega að Íslandi væri að stóru leyti stýrt af hagsmunasamtökum. Það viðhorf segist Guðbrandur að nokkru taka undir. „Aðgangur að auðlindum þjóð- arinnar hefur fært ákveðnum hópum mikil auðæfi sem í krafti fjármagns ráða miklu. Fyrsta skrefið sem hægt væri að taka væri t.d. að tímabinda úthlutun veiðiheimilda eða gera kröfu um að allur veiddur fiskur fari á markað. Misvægi atkvæða hefur einnig fært ákveðnum stjórn- málaöflum meiri völd en innistæða hefur verið fyrir og það hefur haft veruleg áhrif á þjóðfélagið. Þrátt fyrir að ákveðin skref til úrbóta hafi verið stigin er enn verk að vinna.“ Sterkir innviðir skapa jafnvægi - Leiðtogi Viðreisnar í Suðurkjör- dæmi - Hugnast illa forræðishyggja Morgunblaðið/Sigurður Bogi Stjórnmál Til að fylgja eftir umdeildum tillögum að samfélagsbreytingum þarf kjark, eins og er að finna í Viðreisn, segir Guðbrandur Einarsson. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykjanesbær Strætin í Keflavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.