Morgunblaðið - 29.04.2021, Page 28

Morgunblaðið - 29.04.2021, Page 28
VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það eru mörg atriði sem ráða þessu. Ég tel að ástundun, dugnaður og hestakostur skipti miklu máli. Stærsti lykillinn er þó reglusemi,“ segir Árni Björn Pálsson hestamaður, meistari í meistaradeild Líflands í hestaíþrótt- um í ár, þegar hann er spurður um lykilinn að árangrinum. Meistaratit- illinn var sá fimmti og hefur enginn knapi náð viðlíka árangri í deildinni. Hann hefur einnig verið ákaflega sig- ursæll á keppnis- og kynbótabraut- inni á undanförnum árum, er til dæm- is margfaldur Íslandsmeistari og landsmótsmeistari. Árni Björn telur að sömu atriði ráði úrslitum í að hafa náð að sigra deild- ina fimm sinnum og sigrinum í ár. Nefnir reglusemina sérstaklega. Allir afreksíþróttamenn, í hestaíþróttum jafnt sem öðrum íþróttum, þurfi að hafa gott skipulag og hreinan huga. Þeir geti ekki notað vímuefni af neinu tagi. Íþróttin krefjist svo mikillar at- hygli, jafnt á keppnisdegi og á und- irbúningstímabilinu sem sé langt. Setning sem breytti Árni Björn var með forystu í meist- aradeildinni fyrir lokamótið sem fram fór um helgina. Þar var keppt í tveim- ur greinum, tölti og flugskeiði. Jakob Svavar Sigurðsson, sem einnig er mikill afreksmaður í hestaíþróttum, var þó skammt undan þannig að Árni mátti ekkert misstíga sig ef hann ætl- aði að landa sigri. Árni Björn hafði ætlað að keppa á hryssu í töltinu en var hvattur til að nota stóðhestinn Ljúf frá Torfunesi en þeir sigruðu í tölti á síðasta lands- móti sem raunar var haldið 2018. Sem hann gerði og fékk til þess góðfúslegt leyfi eiganda hestsins, Sylvíu Sig- urbjörnsdóttur sem er kona hans og nánasti samstarfsmaður. „Keppnin í meistaradeildinni er orðin svo hörð og gerðar svo miklar kröfur að ekki er annað hægt en að tefla fram því besta sem er í boði, ef maður ætlar sér sigur í ákveðinni grein eða í heild- arstigafjölda yfir mótaröðina,“ segir Árni. Þeim gekk ekki nógu vel í for- keppni í töltinu, urðu í fjórða til fimmta sæti og ef það hefði orðið nið- urstaðan hefði Jakob Svavar, sem var efstur eftir forkeppnina, nánast jafn- að Árna í heildarstigakeppninni. „Sylvía er þjálfarinn minn. Hún gefur mér punkta og dregur það besta fram í mér, eins og þjálfarar gera, og það hefur einnig áhrif á hestinn. Hún er snillingur í þessu. Sylvía sagði ákveðna setningu við mig áður en ég fór inn í úrslitin sem gerði það að verkum að ég breytti aðeins til og vann mig upp,“ segir Árni Björn. Hann náði að sigra í töltinu og jók með því forystuna, í stað þess að glutra henni niður eins og stefndi í. Þá var eftirleikurinn auðveldari, hann þurfti aðeins að ná góðri stöðu í flug- skeiðinu og það gerði hann og gott betur. Varð í þriðja sæti. Þar með var meistaratignin hans, í fimmta skipti. Enginn annar knapi hefur náð fimm titlum í um tuttugu ára sögu meist- aradeildarinnar. Næstur því er Sigur- björn Bárðarson, tengdafaðir Árna, með þrjá titla. Árni Björn var einnig drjúgur í stigasöfnun fyrir lið sitt, Top Reiter, sem varð efst í stigakeppni liða í ár. Pælir í smáatriðum Árni Björn segir að grunnurinn að árangri sé að leggja sig allan í verk- efnið og vera stöðugt í þekkingarleit. Hann segist pæla mikið í smá- atriðum og reyna að bæta sjálfan sig alla daga og um leið hestinn sem ver- ið er að þjálfa og keppa á hverju sinni. Árni og Sylvía eru tamningamenn og reiðkennarar frá Hólaskóla og stunda tamningar og þjálfun á Odd- hóli á Rangárvöllum. Þau eru sjálf með ræktun hrossa í frekar smáum stíl og Sylvía er með reiðkennslu. „Ég nota mestallan daginn til að þjálfa hross. Vinn yfirleitt við það frá klukkan átta á morgnana til sex eða sjö á kvöldin. Verkefnin eru endalaus svo dagarnir verða oft langir. Svo bú- um við úti í sveit og það þarf einnig að sinna bústörfum, halda við girð- inum, halda utan um stóðhross, heyja, gefa og hirða um hestana,“ segir Árni. Vinnan við undirbúning og keppni í meistaradeildinni kemur til við- bótar hinum hefðbundnu störfum. Árni segir að það sé ólaunað starf og líta megi á meistaradeildina sem áhugamál. Á móti komi að hún sé ágætur gluggi til að koma sér á fram- færi. Ekki eru lengur veitt pen- ingaverðlaun fyrir sigur á mótum deildarinnar. „Ég sakna þess. Þeim fylgja fallegar minningar því ég gaf verðlaunaféð til góðgerðarmála.“ Aðeins annar taktur er í þjálfun hrossa á meðan keppnistímabilið stendur. Með tilkomu meistaradeild- arinnar lengdist það mjög. Það hefst nú fljótlega eftir áramót og stendur fram í september. Finnur fyrir orkunni Oddhóll stendur vestan við Eystri- Rangá, í undurfögru umhverfi. Íbú- arnir hafa allan fjallahringinn, þar sem Heklu ber hæst, auk Vest- mannaeyja, fyrir augum sínum. „Það fæst feikna kraftur af því að búa und- ir þessum eldfjöllum. Ég finn vel fyr- ir orkunni,“ segir Árni. Fær orku úr eldfjöllunum - Árni Björn Pálsson sigraði í meistarakeppni í hestaíþróttum og bætti fimmta titlinum í safnið - Segir að reglusemi sé mikilvæg - Hann og Sylvía Sigurbjörnsdóttir temja og þjálfa á Oddhóli Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Ljúft Sylvía Sigurbjörnsdóttir og Árni Björn Pálsson með gæðing Sylvíu, Ljúf frá Torfunesi, á milli sín. Sigur þeirra í töltinu fleytti Árna langt á lokaspretti keppninnar um titilinn. Vinnuumhverfi þeirra á Oddhóli er sérlega fallegt. Meistarar í Meistaradeild í hestaíþróttum Árni Björn Pálsson Sigurbjörn Bárðarson Jakob Svavar Sigurðsson Viðar Ingólfsson Sigurður Sigurðar- son Bergur Jónsson Guðmundur Björgvins- son Artemisa Bertus Atli Guð- mundsson 5 3 2 2 2 1 1 1 1 Fjöldi meistaratitla 2001-2021 Sigurvegari Árni Björn Pálsson á efsta palli við verðlaunaafhendingu í lok keppni í meistaradeild Líflands í hestaíþróttum sem lauk um helgina. 28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021 Skemmtilegir ferðafélagar DUKA.IS – SMÁRALIND – KRINGLAN NÝJIR LITIR Ferðamál 20 cl – 4.590,- Ferðamál 40 cl – 5.990,- Keep It Cool vatnsflaska – 5.990,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.